Viðskipti erlent

Ofurtollarnir lækkaðir tíma­bundið

Gunnar Reynir Valþórsson skrifar
Scott Bessent, til vinstri, ræðir við blaðamenn í Sviss þar sem Kínverjar og Bandaríkjamenn hafa setið alla helgina við samningagerð.
Scott Bessent, til vinstri, ræðir við blaðamenn í Sviss þar sem Kínverjar og Bandaríkjamenn hafa setið alla helgina við samningagerð. Martial Trezzini/Keystone via AP

Bandaríkin og Kína hafa komist að samkomulagi í tollastríði landanna. Eftir samningaviðræður sem fram fóru í Sviss alla helgina er niðurstaðan sú að lækka ofurtollana sem komnir voru á innflutning á milli landanna um 115 prósent næstu níutíu dagana.

Þetta þýðir að næstu þrjá mánuðina hið minnsta verða tollar á vörur frá Kína sem fluttar eru inn til Bandaríkjanna þrjátíu prósent en ekki 145 prósent eins og staðan var orðin í tollastríðinu. Bandarískar vörur sem fluttar eru til Kína munu þá bera um tíu prósenta toll en Kínverjar höfðu brugðist við tollahækkunum Donalds Trump forseta með því að hækka tolla á bandarískar vöruru upp í 125 prósent.

Fentanyl-tollurinn enn í gildi 

Í raun komust samninganefndirnar í Sviss að þeirri niðurstöðu að lækka tollana jafnmikið, þannig að tíu prósenta tollur yrði á innflutning til beggja landa. Ástæðan fyrir því að tollur á kínverskar vörur til Bandaríkjanna er enn þrjátíu prósent er hinsvegar sú, að Donald Trump forseti hafið sett sérstakan „Fentanyl-toll“ á Kínverjar, til þess að fá þá til að hemja útflutning á verkjalyfinu Fentanyl til Bandaríkjanna. Sá tollur hefur ekki verið lækkaður og var ekki til umræðu í Sviss.

Scott Bessent fjármálaráðherra Bandaríkjanna greindi frá innihaldi samningsins í morgun í Sviss og sagði að viðræður helgarinnar hafi einkennst af virðingu og samvinnu á milli ríkjanna.

Bessent gaf einnig til kynna, að sögn The Guardian, að frekari samningar séu í burðarliðnum um að Kínverjar kaupi bandarískar vörur í auknum mæli, sem gæti orðið til þess að tryggja meiri viðskiptajöfnuð á milli ríkjanna tveggja.


Tengdar fréttir

Hækkanir á Asíumörkuðum

Nokkrar hækkanir urðu á Asíumörkuðum í nótt en svo virðist sem fjárfestar bindi vonir við að samningaviðræður Bandaríkjanna og Kína um tolla og innflutning muni skila árangri og lægja ófriðaröldurnar sem dunið hafa á fjármálakerfum heims.

Ræða við „hroka­fulla“ Kana vegna áhyggja af tollum Trumps

Kínverskir embættismenn hafa sífellt meiri áhyggjur af áhrifum tolla Donalds Trump, forseta Bandaríkjanna, á hagkerfi þeirra. Einnig hafa þeir áhyggjur af aukinni einangrun þeirra á alþjóðasviðinu þar sem viðskiptafélagar þeirra eiga í viðræðum við Bandaríkjamenn.

Bretar fyrstir til að semja við Trump

Donald Trump, forseti Bandaríkjanna, opinberaði í dag „sögulegan“ viðskiptasamning við Bretland sem opna ætti á aukinn útflutning fyrir Bandaríkjamenn. Bretar urðu þar með fyrstir til að semja við Trump eftir að hann boðaði umfangsmikla tolla í síðasta mánuði.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×