Handbolti

HSÍ ræður Roland Era­dze sem mark­mannsþjálfara

Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar
Sáttur með nýja starfið.
Sáttur með nýja starfið. HSÍ

Handknattleikssamband Íslands hefur ráðið Roland Val Eradeze sem markmannsþjálfara A-landsliðs karla. Hann var í teymi Íslands á HM en hefur nú verið formlega ráðinn. HSÍ greindi frá þessu í dag, mánudag.

Landsliðsmarkvörðurinn Viktor Gísli Hallgrímsson og landsliðsmarkvörðurinn fyrrverandi þekkjast vel frá því að Roland Valur þjálfaði Viktor Gísla hjá Fram. Það kom því ekki á óvart að Viktor Gísli tæki vel í að Roland Valur hafi komið inn í teymi Íslands og hann hoppaði eflaust hæð sína þegar ráðningin var staðfest.

„Síðastliðna mánuði hefur myndast einkar gott samband milli Rolands og markverði íslenska liðsins og því heilla skref fyrir liðið að fá Roland inn í teymið til frambúðar,“ segir í yfirlýsingu HSÍ. Þar segir jafnframt að hann mundi koma að þjálfun yngri landsliða og fylgja eftir ungum og efnilegum markvörðum sem valdir hafa verið af afrekssviði HSÍ.

„Að fá Roland inn í yngri landsliðin okkar er heilla skref í okkar vegferð í markmansþjálfun. Við eigum mikið af efnilegum markvörðum í yngri landsliðum okkar og finnst okkur mikilvægt að bjóða upp á góða þjálfun og eftirfylgni á landsliðsæfingum og þeim verkefnum sem snúa að HSÍ,“ sagði Jón Gunnlaugur Viggósson, Íþróttastjóri HSÍ.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×