Hverjum þjónar nýsköpunin? Halldóra Mogensen skrifar 13. maí 2025 08:31 Við lítum flest á nýsköpun sem afl framfara. Nýjar lausnir, betri lífsgæði, snjallari tæki, meiri tækifæri. En við gleymum oft að spyrja okkur hverjum nýsköpunin þjónar, hvers konar framtíð er verið að skapa og fyrir hvern? Við lifum í heimi þar sem „snjöll kerfi“ hjálpa okkur að velja orðin okkar, bíómyndir, vörur og fréttir. Þau ljúka setningunum okkar, stinga upp á því sem við gætum viljað áður en við vitum að við viljum það og móta hljóðlaust, ekki aðeins það sem við sjáum heldur líka hvernig við hugsum, tjáum okkur og skiljum raunveruleikann. Þetta er ný tegund af stjórn. Hún kemur ekki með valdi eða hótunum, hún kemur sem saklaus „tillaga“. En þegar valkostum er stöðugt ýtt í eina átt, þegar tæknin flokkar heiminn hljóðlega fyrir okkur, hver er þá í raun við stjórnvölinn? Þægindi á kostnað sjálfræðis? Við gefum frá okkur athygli okkar, gögn og val, ekki nauðug, heldur af vana. Smám saman höfum við vanist því að vita ekki hvernig þessi tækni virkar eða af hverju hún var hönnuð. Við köllum hana snjalla, en hún er einnig útreiknuð. Hönnuð til að hámarka arðsemi, ekki endilega vellíðan. Hægt væri að líkja þessu við að búa í ósýnilegu völundarhúsi, haldið saman af hvötum sem við pælum sjaldan í. Hvötum eins og auglýsingatekjum, spálíkönum og markmiðum um hraðan vöxt. Því meiri tíma sem við glötum í völundarhúsinu, því betri verða gögnin og því meiri verður hagnaðurinn. Þetta er nýsköpun sem græðir á fólki en þjónar því ekki. Getur nýsköpun þjónað öðru en hagnaði? Vandamálið í þessu tilfelli er ekki nýsköpunin sjálf, heldur gildin sem hún byggir á. Þegar nýsköpun miðar fyrst og fremst að því að mæla, stýra og selja, þá endum við uppi með verkfæri sem mæla okkur, stýra okkur og selja okkur. En við getum stutt við öðruvísi nýsköpun. Eins og tækni sem hjálpar okkur að einbeita okkur, dýpka sambönd, læra betur, bæta geðheilsu og jafnvel styrkja lýðræðið. Nýsköpun með samfélagslegum hvötum getur alið af sér tækni og vettvanga fyrir samvinnu, sköpun, gleði, forvitni og sameiginlega velmegun - ef við hönnun hana með þessi gildi í huga. Fyrsta skrefið er að spyrja okkur, af hverju erum við að nýskapa? Fyrir hvern er það og hverskonar framtíð erum við að skapa? Nýsköpun hvers vegna Þessar spurningar eru í brennidepli á hliðarviðburði Iceland Innovation Week, “Nýsköpun hvers vegna”. Í stað þess að einblína á hvað nýjasta tæknin getur gert, stöldrum við við og spyrjum fyrst, hvers vegna erum við yfir höfuð að þróa hana. Er nýsköpun eitthvað meira en bara snjöll tækni? Við munum skoða hvernig verkfærin sem við þróum móta lýðræði, athygli, sambönd og samfélag. Við munum skoða hvernig sögur um framtíðina móta svo verkfærin sem við smíðum og hvers vegna við þurfum fleiri sögumenn, ekki bara fleiri sprotafyrirtæki. Við erum ekki bara að spyrja hvað er mögulegt. Við erum að spyrja hvað er það sem skiptir máli? Hvaða stefnu viljum við taka? Viðburðurinn “Innovation of Why” fer fram þann 15. maí, kl 15:00 í Wasabí salnum í hafnar.haus. Hægt er að sjá nánari dagskrá á heimasíðu Nýsköpunarvikunnar. Höfundur er stofnmeðlimur Samtaka um mannvæna tækni. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Halldóra Mogensen Nýsköpun Mest lesið Stærðfræðikennari sem kann ekki að reikna? (Og getur ekki lært það!) Brynjólfur Þorvarðsson Skoðun Íslendingar greiða sama hlutfall útgjalda í mat og Norðurlöndin Margrét Gísladóttir Skoðun Laxaharmleikur Jóhannes Sturlaugsson Skoðun Lýðræðið í skötulíki! Lilja Rafney Magnúsdóttir Skoðun Vonarsvæði fyrir framtíðina – ábyrgð stjórnvalda kallar á verndun Huld Hafliðadóttir,Heimir Harðarson Skoðun Krónan, Nettó, Hagkaup, Bónus - það er kominn tími á formlega sniðgöngu Helen Ólafsdóttir Skoðun Ferðamannaþorpin - Náttúruvá Þóra B. Hafsteinsdóttir Skoðun Ef Veðurstofan spáði vitlausu veðri í 40 ár, væri það bara í lagi? Björn Ólafsson Skoðun Málfrelsi og mörk þess á vettvangi lýðræðisins Helga Vala Helgadóttir Skoðun „Finnst ykkur skrýtið að ég mæti á Austurvöll – Pabba mínum var fórnað á altari niðurskurðar“ Davíð Bergmann Skoðun Skoðun Skoðun Ferðamannaþorpin - Náttúruvá Þóra B. Hafsteinsdóttir skrifar Skoðun Vonarsvæði fyrir framtíðina – ábyrgð stjórnvalda kallar á verndun Huld Hafliðadóttir,Heimir Harðarson skrifar Skoðun Laxaharmleikur Jóhannes Sturlaugsson skrifar Skoðun Lýðræðið í skötulíki! Lilja Rafney Magnúsdóttir skrifar Skoðun Stærðfræðikennari sem kann ekki að reikna? (Og getur ekki lært það!) Brynjólfur Þorvarðsson skrifar Skoðun Íslendingar greiða sama hlutfall útgjalda í mat og Norðurlöndin Margrét Gísladóttir skrifar Skoðun Til varnar jafnlaunavottun Magnea Marinósdóttir skrifar Skoðun Heimaþjónusta og velferðartækni: Lykillinn að sjálfbæru heilbrigðiskerfi Auður Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Barnaræninginn Pútín Gunnar Hólmsteinn Ársælsson skrifar Skoðun Um þjóð og ríki Gauti Kristmannsson skrifar Skoðun Málfrelsi og mörk þess á vettvangi lýðræðisins Helga Vala Helgadóttir skrifar Skoðun Sjókvíaeldi á Íslandi fjarstýrt með gervigreind frá Noregi Ingólfur Ásgeirsson skrifar Skoðun „Finnst ykkur skrýtið að ég mæti á Austurvöll – Pabba mínum var fórnað á altari niðurskurðar“ Davíð Bergmann skrifar Skoðun Hvers vegna skipta hagsmunir verslanakeðja meira máli en öryggi barna í Ásahverfi Reykjanesbæ? Ólafur Ívar Jónsson skrifar Skoðun Kjarnorkuákvæðið: Neyðarhemill en ekki léttvægt leikfang popúlista Kristinn Karl Brynjarsson skrifar Skoðun Stjórnarandstaðan er vannýtt auðlind Jón Daníelsson skrifar Skoðun Ef Veðurstofan spáði vitlausu veðri í 40 ár, væri það bara í lagi? Björn Ólafsson skrifar Skoðun Hægri sósíalismi Jón Ingi Hákonarson skrifar Skoðun 5 ára vegferð að skóla framtíðarinnar – eða ekki! Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Ójafnvægi í jöfnunarkerfinu Anna Sigríður Guðnadóttir,Halla Karen Kristjánsdóttir,Lovísa Jónsdóttir skrifar Skoðun Það sem ekki má segja um það sem enginn vill sjá Viðar Hreinsson skrifar Skoðun Krónan, Nettó, Hagkaup, Bónus - það er kominn tími á formlega sniðgöngu Helen Ólafsdóttir skrifar Skoðun Löggæslumál og aðstöðuleysi í Búðardal – ákall um viðbragð og aðgerðir Björn Bjarki Þorsteinsson skrifar Skoðun Listin að verða fullkomlega ósammála sjálfri sér á mettíma Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Þingmenn auðvaldsins Karl Héðinn Kristjánsson skrifar Skoðun Arðgreiðslur í sjávarútvegi: Staðreyndir gegn fullyrðingum Elliði Vignisson skrifar Skoðun Verðugur bandamaður? Steinar Harðarson skrifar Skoðun Við þurfum nýja sýn á stjórnmál okkar - Mamdani-sýn Hlynur Már Vilhjálmsson skrifar Skoðun Sósíalistaflokkurinn heimilislaus - hvað næst? Trausti Breiðfjörð Magnússon skrifar Skoðun Rán um hábjartan dag Guðbergur Egill Eyjólfsson skrifar Sjá meira
Við lítum flest á nýsköpun sem afl framfara. Nýjar lausnir, betri lífsgæði, snjallari tæki, meiri tækifæri. En við gleymum oft að spyrja okkur hverjum nýsköpunin þjónar, hvers konar framtíð er verið að skapa og fyrir hvern? Við lifum í heimi þar sem „snjöll kerfi“ hjálpa okkur að velja orðin okkar, bíómyndir, vörur og fréttir. Þau ljúka setningunum okkar, stinga upp á því sem við gætum viljað áður en við vitum að við viljum það og móta hljóðlaust, ekki aðeins það sem við sjáum heldur líka hvernig við hugsum, tjáum okkur og skiljum raunveruleikann. Þetta er ný tegund af stjórn. Hún kemur ekki með valdi eða hótunum, hún kemur sem saklaus „tillaga“. En þegar valkostum er stöðugt ýtt í eina átt, þegar tæknin flokkar heiminn hljóðlega fyrir okkur, hver er þá í raun við stjórnvölinn? Þægindi á kostnað sjálfræðis? Við gefum frá okkur athygli okkar, gögn og val, ekki nauðug, heldur af vana. Smám saman höfum við vanist því að vita ekki hvernig þessi tækni virkar eða af hverju hún var hönnuð. Við köllum hana snjalla, en hún er einnig útreiknuð. Hönnuð til að hámarka arðsemi, ekki endilega vellíðan. Hægt væri að líkja þessu við að búa í ósýnilegu völundarhúsi, haldið saman af hvötum sem við pælum sjaldan í. Hvötum eins og auglýsingatekjum, spálíkönum og markmiðum um hraðan vöxt. Því meiri tíma sem við glötum í völundarhúsinu, því betri verða gögnin og því meiri verður hagnaðurinn. Þetta er nýsköpun sem græðir á fólki en þjónar því ekki. Getur nýsköpun þjónað öðru en hagnaði? Vandamálið í þessu tilfelli er ekki nýsköpunin sjálf, heldur gildin sem hún byggir á. Þegar nýsköpun miðar fyrst og fremst að því að mæla, stýra og selja, þá endum við uppi með verkfæri sem mæla okkur, stýra okkur og selja okkur. En við getum stutt við öðruvísi nýsköpun. Eins og tækni sem hjálpar okkur að einbeita okkur, dýpka sambönd, læra betur, bæta geðheilsu og jafnvel styrkja lýðræðið. Nýsköpun með samfélagslegum hvötum getur alið af sér tækni og vettvanga fyrir samvinnu, sköpun, gleði, forvitni og sameiginlega velmegun - ef við hönnun hana með þessi gildi í huga. Fyrsta skrefið er að spyrja okkur, af hverju erum við að nýskapa? Fyrir hvern er það og hverskonar framtíð erum við að skapa? Nýsköpun hvers vegna Þessar spurningar eru í brennidepli á hliðarviðburði Iceland Innovation Week, “Nýsköpun hvers vegna”. Í stað þess að einblína á hvað nýjasta tæknin getur gert, stöldrum við við og spyrjum fyrst, hvers vegna erum við yfir höfuð að þróa hana. Er nýsköpun eitthvað meira en bara snjöll tækni? Við munum skoða hvernig verkfærin sem við þróum móta lýðræði, athygli, sambönd og samfélag. Við munum skoða hvernig sögur um framtíðina móta svo verkfærin sem við smíðum og hvers vegna við þurfum fleiri sögumenn, ekki bara fleiri sprotafyrirtæki. Við erum ekki bara að spyrja hvað er mögulegt. Við erum að spyrja hvað er það sem skiptir máli? Hvaða stefnu viljum við taka? Viðburðurinn “Innovation of Why” fer fram þann 15. maí, kl 15:00 í Wasabí salnum í hafnar.haus. Hægt er að sjá nánari dagskrá á heimasíðu Nýsköpunarvikunnar. Höfundur er stofnmeðlimur Samtaka um mannvæna tækni.
Vonarsvæði fyrir framtíðina – ábyrgð stjórnvalda kallar á verndun Huld Hafliðadóttir,Heimir Harðarson Skoðun
„Finnst ykkur skrýtið að ég mæti á Austurvöll – Pabba mínum var fórnað á altari niðurskurðar“ Davíð Bergmann Skoðun
Skoðun Vonarsvæði fyrir framtíðina – ábyrgð stjórnvalda kallar á verndun Huld Hafliðadóttir,Heimir Harðarson skrifar
Skoðun Stærðfræðikennari sem kann ekki að reikna? (Og getur ekki lært það!) Brynjólfur Þorvarðsson skrifar
Skoðun Íslendingar greiða sama hlutfall útgjalda í mat og Norðurlöndin Margrét Gísladóttir skrifar
Skoðun Heimaþjónusta og velferðartækni: Lykillinn að sjálfbæru heilbrigðiskerfi Auður Guðmundsdóttir skrifar
Skoðun „Finnst ykkur skrýtið að ég mæti á Austurvöll – Pabba mínum var fórnað á altari niðurskurðar“ Davíð Bergmann skrifar
Skoðun Hvers vegna skipta hagsmunir verslanakeðja meira máli en öryggi barna í Ásahverfi Reykjanesbæ? Ólafur Ívar Jónsson skrifar
Skoðun Kjarnorkuákvæðið: Neyðarhemill en ekki léttvægt leikfang popúlista Kristinn Karl Brynjarsson skrifar
Skoðun Ójafnvægi í jöfnunarkerfinu Anna Sigríður Guðnadóttir,Halla Karen Kristjánsdóttir,Lovísa Jónsdóttir skrifar
Skoðun Krónan, Nettó, Hagkaup, Bónus - það er kominn tími á formlega sniðgöngu Helen Ólafsdóttir skrifar
Skoðun Löggæslumál og aðstöðuleysi í Búðardal – ákall um viðbragð og aðgerðir Björn Bjarki Þorsteinsson skrifar
Vonarsvæði fyrir framtíðina – ábyrgð stjórnvalda kallar á verndun Huld Hafliðadóttir,Heimir Harðarson Skoðun
„Finnst ykkur skrýtið að ég mæti á Austurvöll – Pabba mínum var fórnað á altari niðurskurðar“ Davíð Bergmann Skoðun