Segja ekki hvort Pútín ætli að hitta Selenskí Samúel Karl Ólason skrifar 13. maí 2025 10:46 Dmitrí Pekóv og Vladimír Pútín. EPA/SERGEI ILNITSKY Dmitrí Peskóv, talsmaður Vladimírs Pútín, forseta Rússlands, segir undirbúning fyrir mögulegar viðræður við Úkraínumenn í Istanbúl á fimmtudaginn yfirstandandi. Í samtali við blaðamenn vildi Peskóv ekki gefa upp hvort Pútín ætlaði sér að mæta á fundinn og ræða við Vólódímír Selenskí, forseta Úkraínu. Peskóv sagði að opinberað yrði hverjir yrðu í sendinefnd Rússa þegar Pútín ákvæði að það væri við hæfi. Hann sagði einnig, eins og hann og aðrir í Moskvu hafa oft gert áður, að markmið viðræðanna yrði að finna lausn á því sem Rússar kalla grunnástæður innrásar þeirra í Úkraínu og að tryggja hagsmuni Rússlands, samkvæmt RIA fréttaveitunni, sem er í eigu rússneska ríkisins. RIA hefur einnig eftir Andrei Kartapolov, formanni varnarmálanefnda Dúmunnar, að vilji Úkraínumenn ekki eiga í viðræðum, muni Rússar tala tungumál sem þeir skilji betur. Tungumál rússneska byssustingsins. Pútín hafnaði aftur á dögunum ákalli eftir almennu þrjátíu daga vopnahlé á átökunum í Úkraínu og lagði þess í stað fram tillögu að viðræðum í Istanbúl. Úkraínumenn og bakhjarlar þeirra hafa sagt að áður en viðræður hefjist þurfi fyrst að koma á vopnahlé. Sjá einnig: Hafnar aftur almennu vopnahléi og leggur til viðræður Selenskí lýsti því þó yfir að hann væri tilbúinn til að mæta til Istanbúl og ræða persónulega við Pútín. Úkraínski forsetinn segist ekki ætla að ræða við neinn annan en Pútín. Donald Trump, forseti Bandaríkjanna, hefur einnig sagt mögulegt að hann myndi mæta. Engin ákvörðun hefur þó verið tekin um það. Sendinefndir frá ríkjunum gætu þó fundað en Úkraínumenn hafa gefið til kynnað að þeir muni ekki vilja ræða neitt annað en vopnahlé og eftir það verði hægt að eiga í frekari viðræðurm. Eins og frægt er sendi Pútín sérsveitarmenn til Kænugarð í upphafi innrásar Rússa í febrúar 2022, sem höfðu það markmið að handsama Selenskí eða ráða hann af dögum. Úkraínumenn segja banatilræði gegn Selenskí hafa verið tíð síðan þá. Sjá einnig: Lífverðir Selenskís sakaðir um að skipuleggja banatilræði Pútín og aðrir ráðamenn í Rússlandi hafa nokkrum sinnum frá því í mars talað um vopnahléstillögu Trumps frá því þær voru fyrst lagðar fram snemma í mars. Þeir hafa ekki viljað samþykkja þær, en þær snúast í raun um almennt vopnahlé í þrjátíu daga, án skilyrða. Þess í stað hafa Rússar lagt fram eigin kröfur fyrir vopnahlé og hafa þeir fyrir vikið verið gagnrýndir af evrópskum ráðamönnum fyrir að þykjast vilja frið en standa í vegi hans. Bæði Rússar og Úkraínumenn eru í raun að reyna að sýna Trump að þeir séu tilbúnir til friðarviðræðna en andstæðingar þeirra séu það ekki. Trump og hans ráðgjafar hafa gefið til kynna að þeir séu tilbúnir til að stíga frá samningaborðinu og hafa einnig gefið til kynna að þeir gætu hætt stuðningi við Úkraínu, sem yrði mikill sigur fyrir Pútín. Með miklar kröfur Fregnir hafa borist af því að Trump og hans helstu ráðgjafar séu óánægðir með hve illa þeim hefur gengið að koma á friði. Sjá einnig: Pirraður yfir því hvað friður er langt utan seilingar Rússar hafa ítrekað lagt fram umfangsmiklar kröfur sem skilyrði fyrir friði og hafa þær tekið litlum breytingum frá upphafi innrásar þeirra. Má þar nefna að Úkraína verði ekki aðili að NATO, lýsi yfir ævarandi hlutleysi, leggi niður vopn og takmarki stærð herja sinna verulega. Einnig krefjast Rússar fullrar stjórnar á öllum svæðum sem þeir stjórna og meira en það. Auk þess eiga Úkraínumenn að gangast „afnasistavæðingu“. Rússar hafa lengi haldið því fram að Úkraínu sé stýrt af nasistum en það er rangt. Rússland Vladimír Pútín Innrás Rússa í Úkraínu Úkraína Donald Trump Tyrkland Hernaður Mest lesið Lést vegna voðaskots úr haglabyssu Innlent Maður varð fyrir skoti í Árnessýslu Innlent Bíll fór í sjóinn á Ísafirði Innlent Nýtt fíkniefni læðist inn á íslenskan markað Innlent Ökumaðurinn ungur og líðan hans góð „eftir atvikum“ Innlent Svona var haldið upp á fimmtíu ára afmæli kvennafrídagsins Innlent Meinað að taka þátt þar sem hún þurfti að hafa barnið með sér Innlent Nota 130 milljón dala gjöf til að greiða hermönnum laun Erlent Uppþot á félagsfundi Sósíalista: „Þetta var bara kjánalegt og alger óþarfi“ Innlent Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Trump stendur loks við stóru orðin Erlent Fleiri fréttir Hækkar tolla á kanadískar vörur vegna sjónvarpsauglýsingar Ýjar að annarri atrennu að forsetaembættinu Vinstrikonan umdeilda vann sannfærandi sigur á Írlandi Fyrrverandi drottning Taílands er látin Segir Trump vilja nýtt „eilífðarstríð“ Sakaðir um blekkingar vegna skipaganganna Fundu verksmiðju fyrir ólögleg þyngdarstjórnunarlyf Nota 130 milljón dala gjöf til að greiða hermönnum laun Bandaríkjamenn ræsa út stærsta flugmóðurskip heims Slepptu kynferðisbrotamanni fyrir mistök Fangelsaðir vegna íkveikju fyrir Wagner Vinstrikona gegn ESB og NATO líklegur næsti forseti Írlands Ætlar að flýta hernaðaruppbyggingu í Japan Musk kallar ráðherra heimskan og homma „Við ætlum að drepa þá. Þeir verða, sko, dauðir“ Kvennaverkfall að hefjast og breytingar á lánum Landsbankans Náðaði rafmyntamógúl sem hefur hjálpað rafmyntaveldi Trump Vilja að þunguðum konum verði líka heimilt að deyja Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Trump stendur loks við stóru orðin Trump slaufar öllum viðræðum við Kanada út af sjónvarpsauglýsingu sem fór fyrir brjóstið á honum Villur í dómum sömdum með aðstoð gervigreindar Belgar komu í veg fyrir samþykkt um nýtingu rússneskra eigna Verja kjarnorkuvopn sín á norðurslóðum með leynilegu eftirlitskerfi Sýknaður af öllum ákærum vegna „blóðuga sunnudagsins“ „Ísrael mun missa allan stuðning“ Annað safn rænt í Frakklandi um helgina Rannsaka „glæfraleg“ svikabrigsl fyrir andlát skákmeistarans unga Hafði varað við því að árásamaðurinn væri í lögreglubúning Gera ráð fyrir tugþúsundum á kosningafundum í Búdapest Mikill hiti í síðustu kappræðunum fyrir kosningar Sjá meira
Peskóv sagði að opinberað yrði hverjir yrðu í sendinefnd Rússa þegar Pútín ákvæði að það væri við hæfi. Hann sagði einnig, eins og hann og aðrir í Moskvu hafa oft gert áður, að markmið viðræðanna yrði að finna lausn á því sem Rússar kalla grunnástæður innrásar þeirra í Úkraínu og að tryggja hagsmuni Rússlands, samkvæmt RIA fréttaveitunni, sem er í eigu rússneska ríkisins. RIA hefur einnig eftir Andrei Kartapolov, formanni varnarmálanefnda Dúmunnar, að vilji Úkraínumenn ekki eiga í viðræðum, muni Rússar tala tungumál sem þeir skilji betur. Tungumál rússneska byssustingsins. Pútín hafnaði aftur á dögunum ákalli eftir almennu þrjátíu daga vopnahlé á átökunum í Úkraínu og lagði þess í stað fram tillögu að viðræðum í Istanbúl. Úkraínumenn og bakhjarlar þeirra hafa sagt að áður en viðræður hefjist þurfi fyrst að koma á vopnahlé. Sjá einnig: Hafnar aftur almennu vopnahléi og leggur til viðræður Selenskí lýsti því þó yfir að hann væri tilbúinn til að mæta til Istanbúl og ræða persónulega við Pútín. Úkraínski forsetinn segist ekki ætla að ræða við neinn annan en Pútín. Donald Trump, forseti Bandaríkjanna, hefur einnig sagt mögulegt að hann myndi mæta. Engin ákvörðun hefur þó verið tekin um það. Sendinefndir frá ríkjunum gætu þó fundað en Úkraínumenn hafa gefið til kynnað að þeir muni ekki vilja ræða neitt annað en vopnahlé og eftir það verði hægt að eiga í frekari viðræðurm. Eins og frægt er sendi Pútín sérsveitarmenn til Kænugarð í upphafi innrásar Rússa í febrúar 2022, sem höfðu það markmið að handsama Selenskí eða ráða hann af dögum. Úkraínumenn segja banatilræði gegn Selenskí hafa verið tíð síðan þá. Sjá einnig: Lífverðir Selenskís sakaðir um að skipuleggja banatilræði Pútín og aðrir ráðamenn í Rússlandi hafa nokkrum sinnum frá því í mars talað um vopnahléstillögu Trumps frá því þær voru fyrst lagðar fram snemma í mars. Þeir hafa ekki viljað samþykkja þær, en þær snúast í raun um almennt vopnahlé í þrjátíu daga, án skilyrða. Þess í stað hafa Rússar lagt fram eigin kröfur fyrir vopnahlé og hafa þeir fyrir vikið verið gagnrýndir af evrópskum ráðamönnum fyrir að þykjast vilja frið en standa í vegi hans. Bæði Rússar og Úkraínumenn eru í raun að reyna að sýna Trump að þeir séu tilbúnir til friðarviðræðna en andstæðingar þeirra séu það ekki. Trump og hans ráðgjafar hafa gefið til kynna að þeir séu tilbúnir til að stíga frá samningaborðinu og hafa einnig gefið til kynna að þeir gætu hætt stuðningi við Úkraínu, sem yrði mikill sigur fyrir Pútín. Með miklar kröfur Fregnir hafa borist af því að Trump og hans helstu ráðgjafar séu óánægðir með hve illa þeim hefur gengið að koma á friði. Sjá einnig: Pirraður yfir því hvað friður er langt utan seilingar Rússar hafa ítrekað lagt fram umfangsmiklar kröfur sem skilyrði fyrir friði og hafa þær tekið litlum breytingum frá upphafi innrásar þeirra. Má þar nefna að Úkraína verði ekki aðili að NATO, lýsi yfir ævarandi hlutleysi, leggi niður vopn og takmarki stærð herja sinna verulega. Einnig krefjast Rússar fullrar stjórnar á öllum svæðum sem þeir stjórna og meira en það. Auk þess eiga Úkraínumenn að gangast „afnasistavæðingu“. Rússar hafa lengi haldið því fram að Úkraínu sé stýrt af nasistum en það er rangt.
Rússland Vladimír Pútín Innrás Rússa í Úkraínu Úkraína Donald Trump Tyrkland Hernaður Mest lesið Lést vegna voðaskots úr haglabyssu Innlent Maður varð fyrir skoti í Árnessýslu Innlent Bíll fór í sjóinn á Ísafirði Innlent Nýtt fíkniefni læðist inn á íslenskan markað Innlent Ökumaðurinn ungur og líðan hans góð „eftir atvikum“ Innlent Svona var haldið upp á fimmtíu ára afmæli kvennafrídagsins Innlent Meinað að taka þátt þar sem hún þurfti að hafa barnið með sér Innlent Nota 130 milljón dala gjöf til að greiða hermönnum laun Erlent Uppþot á félagsfundi Sósíalista: „Þetta var bara kjánalegt og alger óþarfi“ Innlent Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Trump stendur loks við stóru orðin Erlent Fleiri fréttir Hækkar tolla á kanadískar vörur vegna sjónvarpsauglýsingar Ýjar að annarri atrennu að forsetaembættinu Vinstrikonan umdeilda vann sannfærandi sigur á Írlandi Fyrrverandi drottning Taílands er látin Segir Trump vilja nýtt „eilífðarstríð“ Sakaðir um blekkingar vegna skipaganganna Fundu verksmiðju fyrir ólögleg þyngdarstjórnunarlyf Nota 130 milljón dala gjöf til að greiða hermönnum laun Bandaríkjamenn ræsa út stærsta flugmóðurskip heims Slepptu kynferðisbrotamanni fyrir mistök Fangelsaðir vegna íkveikju fyrir Wagner Vinstrikona gegn ESB og NATO líklegur næsti forseti Írlands Ætlar að flýta hernaðaruppbyggingu í Japan Musk kallar ráðherra heimskan og homma „Við ætlum að drepa þá. Þeir verða, sko, dauðir“ Kvennaverkfall að hefjast og breytingar á lánum Landsbankans Náðaði rafmyntamógúl sem hefur hjálpað rafmyntaveldi Trump Vilja að þunguðum konum verði líka heimilt að deyja Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Trump stendur loks við stóru orðin Trump slaufar öllum viðræðum við Kanada út af sjónvarpsauglýsingu sem fór fyrir brjóstið á honum Villur í dómum sömdum með aðstoð gervigreindar Belgar komu í veg fyrir samþykkt um nýtingu rússneskra eigna Verja kjarnorkuvopn sín á norðurslóðum með leynilegu eftirlitskerfi Sýknaður af öllum ákærum vegna „blóðuga sunnudagsins“ „Ísrael mun missa allan stuðning“ Annað safn rænt í Frakklandi um helgina Rannsaka „glæfraleg“ svikabrigsl fyrir andlát skákmeistarans unga Hafði varað við því að árásamaðurinn væri í lögreglubúning Gera ráð fyrir tugþúsundum á kosningafundum í Búdapest Mikill hiti í síðustu kappræðunum fyrir kosningar Sjá meira