Að skapa framtíð úr fortíð Anna Hildur Hildibrandsdóttir skrifar 13. maí 2025 12:00 Menningarferðaþjónusta byggir að miklu leyti á því að búa til áfangastaði sem byggja á sögum og óáþreifanlegum menningararfi. Í nýrri ferðamálastefnu stjórnvalda, sem kynnt var í fyrra, er menningarferðaþjónustu í fyrsta skipti gefinn gaumur með formföstum hætti. Jólasveinarnir koma úr Dölunum Á dánardegi Jóhannesar úr Kötlum, þann 27. apríl sl., var verkefnið „Jólasveinar koma úr Dölunum” kynnt og fyrsti jólasveinninn, skyrgámur, afhjúpaður. Heimili skyrgáms verður á Erpsstöðum, þar sem þessi snjalla og samfélagslega sinnaða hugmynd fæddist árið 2021. Jólasveinahugmyndin byggir á vísum Jóhannesar úr Kötlum, sem birtust í bókinni Jólin koma árið 1932, einni vinsælustu barnabók allra tíma á Íslandi. Í Árbliki fór Einar Svansson, barnabarn Jóhannesar, yfir höfundarverk afa síns og vakti athygli á valdi hans á bragháttum og hvernig hann kallaðist á við Snorra Sturluson í kveðskap sínum. Jóhannes náði að tengja samtíma sinn við fortíðina og um leið tala inn í framtíðina. Ljóð hans um jólasveinana eru órjúfanlegur hluti jólahátíðar Íslendinga og um leið efniviður í nýja nálgun menningarfrumkvöðlanna í Dalabyggð. Ný nálgun á arfleifðina Arfleifð Jóhannesar er grunnur að verkefni þar sem 13 sexhyrndum stöplum verður komið fyrir víða um Dalina. Hver stöpull táknar einn jólasvein og veitir gestum fróðleik um skáldið, jólasveinana og tengingu þeirra við staðinn. Fjölmargir koma að verkefninu og nýjar hugmyndir spretta fram, svo sem þróun 13 lopapeysumynstra hjá ullarvinnslunni Urði, eitt fyrir hvern jólasvein og fjöldi aðra hugmynda eru á sveimi. Verkefnið er stutt af Dala-auði sem er hluti af Brothættum byggðum hjá Byggðastofnun og hefur kveikt í framkvæmdagleði Dalamanna sem byggir á sköpunargleði. Þorgrímur á Erpsstöðum og Guðrún í Hlíð leiða verkefnið en Guðrún vinnur einmitt að hugmyndum um jólasveinasafn í Hlíð og tengir það við ferðaþjónustufyrirtæki sitt. Þorgrímur á Erpsstöðum og Guðrún frá Hlíð. Óáþreifanlegur menningararfur sem auðlind Menningararfur gegnir sífellt stærra hlutverki í mótun sjálfbærrar og staðbundinnar ferðaþjónustu. Samkvæmt nýjustu menningarvísum Hagstofunnarfjórfölduðust rekstrartekjur í menningararfi á tíu ára tímabili frá 2012-2021 en starfandi í greininni fjölgaði aðeins um 26% á sama tíma.. Ný ferðamálastefna stjórnvalda til ársins 2030 markar þáttaskil þar sem menningarferðamennska fær aukna áherslu og kallað er eftir markvissari gagnaöflun og rannsóknum. Óáþreifanlegur menningararfur, frásagnarhefðir, hátíðir, siðvenjur og trúarbrögð, hefur mikið vægi sem auðlind í ferðaþjónustu. Samkvæmt UNESCO er slíkur arfur lifandi, miðlaður milli kynslóða og lykilþáttur í sjálfsmynd samfélaga. Þrátt fyrir þetta er þessi arfleifð gjarnan vanmetin í stefnumótun, einkum vegna skorts á rannsóknum sem sýna áhrif hennar á samfélög og efnahag. Ferðamenn sem sækjast eftir menningarupplifun vilja tengjast sögum og staðháttum og dvelja gjarnan lengur þar sem slík upplifun býðst. Til að nýta þessar auðlindir þarf miðlun og túlkun, sem ekki einungis eykur upplifun gesta heldur styrkir líka sjálfsmynd heimafólks og eflir vitund um mikilvægi arfleifðar. Menningarkortlagning sem lykilverkfæri Menningarkortlagning er áhrifarík aðferð til að ná utan um menningarauðlindir þannig að þær nýtist heimafólki til að bæta búsetuskilyrði og styðja við frumkvöðlastarf um land allt. Með henni skapast grundvöllur fyrir markvissa nýtingu menningararfsins í ferðaþjónustu. Verkefnið „Jólasveinar koma úr Dölum“ er gott dæmi um hvernig óáþreifanlegur menningararfur getur verið drifkraftur nýsköpunar í ferðaþjónustu. Með því að virkja arfleifð sem tengir saman fortíð, samtíma og framtíð skapast ekki aðeins verðmætir áfangastaðir heldur styrkist líka sjálfsmynd samfélaga og tengsl við rætur sínar. Þannig verður fortíðin að verðmætri auðlind fyrir framtíðina. Höfundur er fagstjóri skapandi greina við Háskólann á Bifröst og formaður Rannsóknaseturs skapandi greina. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Dalabyggð Jólasveinar Menning Ferðaþjónusta Mest lesið Má endalaust vera níðingur!! Arna Magnea Danks Skoðun „Fór í útkall“ Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir Skoðun Opið bréf til Jóhanns Páls Jóhannssonar umhverfis-, orku- og loftlagsráðherra Kolbrún Georgsdóttir Skoðun Silfurfat Samfylkingarinnar Helgi Áss Grétarsson Skoðun Krefjandi tímar í veitingageiranum Einar Bárðarson Skoðun Um pólitík óttans, öryggisvæðingu fólksflótta og hina ICElensku varðhaldsstöð Sema Erla Serdaroglu Skoðun ,,Mig langar svo bara að geta kennt þessum 25 börnum“ Sigrún Ólöf Ingólfsdóttir Skoðun Dagur náms- og starfsráðgjafar 2025: Faglegur stuðningur sem skiptir máli – fyrir einstaklinga og samfélagið Jónína Kárdal,Svandís Sturludóttir Skoðun Takk Vigdís! Takk Guðni! Takk Halla! — Takk þjóð! Hjörtur Hjartarson Skoðun Fjármálabylting: Gervigreind og táknvæðing fyrir almenning Björgmundur Örn Guðmundsson Skoðun Skoðun Skoðun Tillaga um hærri vörugjöld á mótorhjól er skref aftur á bak Unnar Már Magnússon skrifar Skoðun Hvernig hugsar þú um hreint vatn? Lovísa Árnadóttir skrifar Skoðun Takk Vigdís! Takk Guðni! Takk Halla! — Takk þjóð! Hjörtur Hjartarson skrifar Skoðun Blóðmerar - skeytingarleysi hinna þriggja valda Árni Stefán Árnason skrifar Skoðun Krefjandi tímar í veitingageiranum Einar Bárðarson skrifar Skoðun Má endalaust vera níðingur!! Arna Magnea Danks skrifar Skoðun Um pólitík óttans, öryggisvæðingu fólksflótta og hina ICElensku varðhaldsstöð Sema Erla Serdaroglu skrifar Skoðun Silfurfat Samfylkingarinnar Helgi Áss Grétarsson skrifar Skoðun Opið bréf til Jóhanns Páls Jóhannssonar umhverfis-, orku- og loftlagsráðherra Kolbrún Georgsdóttir skrifar Skoðun Fjármálabylting: Gervigreind og táknvæðing fyrir almenning Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Véfréttir og villuljós Þorsteinn Siglaugsson skrifar Skoðun „Fór í útkall“ Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Dagur náms- og starfsráðgjafar 2025: Faglegur stuðningur sem skiptir máli – fyrir einstaklinga og samfélagið Jónína Kárdal,Svandís Sturludóttir skrifar Skoðun Fjölþátta ógnarstjórn Högni Elfar Gylfason skrifar Skoðun Verjum mikilvæga starfsemi Ljóssins Guðbjörg Jónsdóttir,Helga Tryggvadóttir,Sigurdís Haraldsdóttir skrifar Skoðun ,,Mig langar svo bara að geta kennt þessum 25 börnum“ Sigrún Ólöf Ingólfsdóttir skrifar Skoðun Mér kvíðir slæm íslenska ungmenna Elín Karlsdóttir skrifar Skoðun Íþróttahreyfingin stefnir í gjaldþrot!! Helgi Sigurður Haraldsson skrifar Skoðun Læknaeiðurinn og dánaraðstoð: Hvað þýðir „að valda ekki skaða“? Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Takk Sigurður Ingi Helgi Héðinsson skrifar Skoðun Krónan býr sig ekki til sjálf Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Stöndum saman fyrir íslenskan flugrekstur Bogi Nils Bogason skrifar Skoðun ,,Gallaður" hundur - söluhluturinn hundur - um úrskurð Kærunefndar vöru- og þjónustukaupa Árni Stefán Árnason skrifar Skoðun Fyrst heimsfaraldur, svo náttúruhamfarir, þá gjaldþrot og nú verkföll! Sigríður Margrét Oddsdóttir skrifar Skoðun Baráttan heldur áfram! Hjálmtýr Heiðdal skrifar Skoðun Hvers virði er líf barns? Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Hvernig hljómar tilboðið einn fyrir þrjá? Davíð Már Sigurðsson skrifar Skoðun Fyrrverandi lögreglumaður heyrir enn röddina Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Bætum lífsgæði þeirra sem lifa með krabbameini Sigríður Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Offita á krossgötum Guðrún Þuríður Höskuldsdóttir,Tryggvi Helgason skrifar Sjá meira
Menningarferðaþjónusta byggir að miklu leyti á því að búa til áfangastaði sem byggja á sögum og óáþreifanlegum menningararfi. Í nýrri ferðamálastefnu stjórnvalda, sem kynnt var í fyrra, er menningarferðaþjónustu í fyrsta skipti gefinn gaumur með formföstum hætti. Jólasveinarnir koma úr Dölunum Á dánardegi Jóhannesar úr Kötlum, þann 27. apríl sl., var verkefnið „Jólasveinar koma úr Dölunum” kynnt og fyrsti jólasveinninn, skyrgámur, afhjúpaður. Heimili skyrgáms verður á Erpsstöðum, þar sem þessi snjalla og samfélagslega sinnaða hugmynd fæddist árið 2021. Jólasveinahugmyndin byggir á vísum Jóhannesar úr Kötlum, sem birtust í bókinni Jólin koma árið 1932, einni vinsælustu barnabók allra tíma á Íslandi. Í Árbliki fór Einar Svansson, barnabarn Jóhannesar, yfir höfundarverk afa síns og vakti athygli á valdi hans á bragháttum og hvernig hann kallaðist á við Snorra Sturluson í kveðskap sínum. Jóhannes náði að tengja samtíma sinn við fortíðina og um leið tala inn í framtíðina. Ljóð hans um jólasveinana eru órjúfanlegur hluti jólahátíðar Íslendinga og um leið efniviður í nýja nálgun menningarfrumkvöðlanna í Dalabyggð. Ný nálgun á arfleifðina Arfleifð Jóhannesar er grunnur að verkefni þar sem 13 sexhyrndum stöplum verður komið fyrir víða um Dalina. Hver stöpull táknar einn jólasvein og veitir gestum fróðleik um skáldið, jólasveinana og tengingu þeirra við staðinn. Fjölmargir koma að verkefninu og nýjar hugmyndir spretta fram, svo sem þróun 13 lopapeysumynstra hjá ullarvinnslunni Urði, eitt fyrir hvern jólasvein og fjöldi aðra hugmynda eru á sveimi. Verkefnið er stutt af Dala-auði sem er hluti af Brothættum byggðum hjá Byggðastofnun og hefur kveikt í framkvæmdagleði Dalamanna sem byggir á sköpunargleði. Þorgrímur á Erpsstöðum og Guðrún í Hlíð leiða verkefnið en Guðrún vinnur einmitt að hugmyndum um jólasveinasafn í Hlíð og tengir það við ferðaþjónustufyrirtæki sitt. Þorgrímur á Erpsstöðum og Guðrún frá Hlíð. Óáþreifanlegur menningararfur sem auðlind Menningararfur gegnir sífellt stærra hlutverki í mótun sjálfbærrar og staðbundinnar ferðaþjónustu. Samkvæmt nýjustu menningarvísum Hagstofunnarfjórfölduðust rekstrartekjur í menningararfi á tíu ára tímabili frá 2012-2021 en starfandi í greininni fjölgaði aðeins um 26% á sama tíma.. Ný ferðamálastefna stjórnvalda til ársins 2030 markar þáttaskil þar sem menningarferðamennska fær aukna áherslu og kallað er eftir markvissari gagnaöflun og rannsóknum. Óáþreifanlegur menningararfur, frásagnarhefðir, hátíðir, siðvenjur og trúarbrögð, hefur mikið vægi sem auðlind í ferðaþjónustu. Samkvæmt UNESCO er slíkur arfur lifandi, miðlaður milli kynslóða og lykilþáttur í sjálfsmynd samfélaga. Þrátt fyrir þetta er þessi arfleifð gjarnan vanmetin í stefnumótun, einkum vegna skorts á rannsóknum sem sýna áhrif hennar á samfélög og efnahag. Ferðamenn sem sækjast eftir menningarupplifun vilja tengjast sögum og staðháttum og dvelja gjarnan lengur þar sem slík upplifun býðst. Til að nýta þessar auðlindir þarf miðlun og túlkun, sem ekki einungis eykur upplifun gesta heldur styrkir líka sjálfsmynd heimafólks og eflir vitund um mikilvægi arfleifðar. Menningarkortlagning sem lykilverkfæri Menningarkortlagning er áhrifarík aðferð til að ná utan um menningarauðlindir þannig að þær nýtist heimafólki til að bæta búsetuskilyrði og styðja við frumkvöðlastarf um land allt. Með henni skapast grundvöllur fyrir markvissa nýtingu menningararfsins í ferðaþjónustu. Verkefnið „Jólasveinar koma úr Dölum“ er gott dæmi um hvernig óáþreifanlegur menningararfur getur verið drifkraftur nýsköpunar í ferðaþjónustu. Með því að virkja arfleifð sem tengir saman fortíð, samtíma og framtíð skapast ekki aðeins verðmætir áfangastaðir heldur styrkist líka sjálfsmynd samfélaga og tengsl við rætur sínar. Þannig verður fortíðin að verðmætri auðlind fyrir framtíðina. Höfundur er fagstjóri skapandi greina við Háskólann á Bifröst og formaður Rannsóknaseturs skapandi greina.
Opið bréf til Jóhanns Páls Jóhannssonar umhverfis-, orku- og loftlagsráðherra Kolbrún Georgsdóttir Skoðun
Um pólitík óttans, öryggisvæðingu fólksflótta og hina ICElensku varðhaldsstöð Sema Erla Serdaroglu Skoðun
Dagur náms- og starfsráðgjafar 2025: Faglegur stuðningur sem skiptir máli – fyrir einstaklinga og samfélagið Jónína Kárdal,Svandís Sturludóttir Skoðun
Skoðun Um pólitík óttans, öryggisvæðingu fólksflótta og hina ICElensku varðhaldsstöð Sema Erla Serdaroglu skrifar
Skoðun Opið bréf til Jóhanns Páls Jóhannssonar umhverfis-, orku- og loftlagsráðherra Kolbrún Georgsdóttir skrifar
Skoðun Fjármálabylting: Gervigreind og táknvæðing fyrir almenning Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar
Skoðun Dagur náms- og starfsráðgjafar 2025: Faglegur stuðningur sem skiptir máli – fyrir einstaklinga og samfélagið Jónína Kárdal,Svandís Sturludóttir skrifar
Skoðun Verjum mikilvæga starfsemi Ljóssins Guðbjörg Jónsdóttir,Helga Tryggvadóttir,Sigurdís Haraldsdóttir skrifar
Skoðun ,,Gallaður" hundur - söluhluturinn hundur - um úrskurð Kærunefndar vöru- og þjónustukaupa Árni Stefán Árnason skrifar
Skoðun Fyrst heimsfaraldur, svo náttúruhamfarir, þá gjaldþrot og nú verkföll! Sigríður Margrét Oddsdóttir skrifar
Opið bréf til Jóhanns Páls Jóhannssonar umhverfis-, orku- og loftlagsráðherra Kolbrún Georgsdóttir Skoðun
Um pólitík óttans, öryggisvæðingu fólksflótta og hina ICElensku varðhaldsstöð Sema Erla Serdaroglu Skoðun
Dagur náms- og starfsráðgjafar 2025: Faglegur stuðningur sem skiptir máli – fyrir einstaklinga og samfélagið Jónína Kárdal,Svandís Sturludóttir Skoðun