Stærð er ekki mæld í sentimetrum Sigmar Guðmundsson skrifar 13. maí 2025 11:16 Það var eitt sinnið að ég var í fermingarveislu. Svo sem ósköp venjuleg fermingarveisla með kökum og öðru kruðeríi og síst eftirminnilegri en aðrar fermingarveislur. Eitt atvik varð þó mér að minni. Þar sem setið var að snæðingi hleypur ungur drengur um, nokkuð lágvaxinn og nettur. Verður þá einum frændanum, nokkuð hvellt, að orði við hann; „Ætlar þú ekkert að stækka vinur minn?“ Drengnum varð fátt að orði, enda lítið við svona spurningu að segja. Það var líka á fasi hans að sjá, að svona athugasemdir voru honum síst ókunnar. Þá gerðist nokkuð merkilegt. Annar frændi drengsins mælti til hans svo allir viðstaddir heyrðu til; „Mundu það frændi minn. Að stærð er ekki mæld í sentimetrum!“. Gekk piltur nokkuð sáttur frá þessum orðum. Flestir kímdu við, utan hinum hvellmælta frænda sem saup snúðugur kaffið sitt. Forysta Viðreisnar Mér varð hugsað til þessarar litlu sögu, þar sem ég hlustaði á ræðu Karls Gauta Hjaltasonar, þingmanns Miðflokksins, undir liðnum „störf þingsins“ þann 7. maí síðastliðinn. Þar var honum að innblásnu hugðarefni þátttaka utanríkisráðherra í sameiginlegri yfirlýsingu sex utanríkisráðherra, þar sem ísraelsk stjórnvöld voru hvött til að hverfa frá áformum um útvíkkun hernaðaraðgerða sinna á Gaza. Auk þessa hvöttu þessir ráðherrar til ný vopnahlés á Gaza, lausn allra gísla og að matar- og neyðaraðstoð bærist inn á Gaza svæðið. Af máli Karls Gauta að dæma, felst í þessari yfirlýsingu hinna sex utanríkisráðherra (Íslands, Írlands, Lúxemborgar, Noregs, Slóveníu og Spánar) að „alið sé á andúð í garð Ísraels“ og að utanríkisráðherra, Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir, hefði borið að ráðfæra sig við utanríkismálanefnd. Hvoru tveggja er vitaskuld þvaður og firra. Að hvetja Ísraelsk stjórnvöld til að hafa hemil á hernaðaraðgerðum sínum jafngildir ekki því að ala á andúð á Ísrael. Í yfirlýsingunni er heldur ekki að finna neina stefnubreytingu á utanríkisstefnu Íslands. Hún er að öllu leiti til samræmis við ályktun Alþingis um afstöðu Íslands vegna átaka fyrir botni Miðjarðarhafs sem samþykkt var á þingi 9. nóvember 2023. Þá er og sérstaklega ljúft að fræða þingmann Miðflokksins um það að, að utanríkisráðherra og formaður Viðreisnar ekki einasta er þáttakandi í nefndri yfirlýsingu. Yfirlýsingin kemur beinlínis til eftir samskipti hennar við utanríkisráðherra Noregs. Hlutskipti Íslands Ræða þingmanns Miðflokksins var vond ræða og versnaði er á leið. Sýnu verst voru lokaorðin: „Gerir hæstv. utanríkisráðherra sér ekki grein fyrir því að hún er utanríkisráðherra lítillar smáþjóðar norður í Atlantshafi sem vinnur við það að selja fisk? Okkar hlutskipti í veröldinni er að tala fyrir friði og selja fisk.“ Það er engin nýlunda að þingmanni Miðflokksins og flokkssystkinum hans telji að Ísland eigi ekki að vera mjög virkur þáttakandi í alþjóðasamstarfi. Hér slær þó við alveg nýjan tón. Það er leitun að stjórnmálafólki sem talar með jafn smættuðum hætti til þjóðar sinnar og þingmaður Miðflokksins gerir hér, þar sem hann augsýnilega telur að stærð Íslands skuli mæld út frá fjölda fólks sem þar býr. Rétt eins og hvellni frændinn taldi að mæla ætti stærð fólks út frá sentimetrunum. Viðreisn telur að stærð þjóða sé metin út frá gerðum þeirra og hvernig þau beri sig að í alþjóðastarfi. Ef farið væri að orðum Karls Gauta Hjaltasonar og Íslendingar gerðu ekkert annað en að selja fisk og tala fyrir friði hefðu Íslendingar ekki gerst stofnaðilar að NATO og ekki viðurkennt sjálfstæði Litháens, fyrst allra ríkja. Raunar er ekkert líklegt að Ísland hefði slitið konungsambandi við Danmörku og lýst yfir sjálfstæði 1944. Enda þarftu ekkert sjálfstæði til að selja fisk og tala fyrir friði. Svo lengi sem Viðreisn talar um Ísland, verður hlutskipti Íslands í veröldinni eitthvað annað og stærra en bara „að tala fyrir friði og selja fisk“. Höfundur er þingflokksformaður Viðreisnar. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Sigmar Guðmundsson Viðreisn Alþingi Mest lesið Ég þarf ekki að læra íslensku til að búa hérna Halla Hrund Logadóttir Skoðun „Þú þarft ekki að skilja, bara virða“ Hanna Birna Valdimarsdóttir Skoðun Halldór 25.10.2025 Halldór Ósýnilegu bjargráð lögreglumannsins Sigurður Árni Reynisson Skoðun Stjórnmálaklækir og hræsni Salvör Gullbrá Þórarinsdóttir Skoðun Lífsstílsvísindi og breytingaskeiðið Harpa Lind Hilmarsdóttir Skoðun Óttast Þorgerður úrskurð EFTA-dómstólsins? Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Tár, kvár og kvennafrídagurinn Kristína Ösp Steinke Skoðun Er biðin á enda? Halla Thoroddsen Skoðun Hærri skattar á ferðamenn draga úr tekjum ríkissjóðs Þórir Garðarsson Skoðun Skoðun Skoðun Hvað vilja sumarbústaðaeigendur í Grímsnes- og Grafningshreppi? Bergdís Linda Kjartansdóttir skrifar Skoðun Lýðræði og samfélagsmiðlar Ása Berglind Hjálmarsdóttir skrifar Skoðun „Þú þarft ekki að skilja, bara virða“ Hanna Birna Valdimarsdóttir skrifar Skoðun Þetta er ekki tölfræði, heldu líf fólks Sandra B. Franks skrifar Skoðun Stjórnmálaklækir og hræsni Salvör Gullbrá Þórarinsdóttir skrifar Skoðun Samfélag sem stendur saman Benóný Valur Jakobsson skrifar Skoðun Er biðin á enda? Halla Thoroddsen skrifar Skoðun Lífsstílsvísindi og breytingaskeiðið Harpa Lind Hilmarsdóttir skrifar Skoðun Hærri skattar á ferðamenn draga úr tekjum ríkissjóðs Þórir Garðarsson skrifar Skoðun Ég þarf ekki að læra íslensku til að búa hérna Halla Hrund Logadóttir skrifar Skoðun Ósýnilegu bjargráð lögreglumannsins Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Allt á einum stað – framtíð stafrænnar þjónustu ríkis og sveitarfélaga Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Óttast Þorgerður úrskurð EFTA-dómstólsins? Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Jafnréttisþjóðin sem gleymdi dansinum Brogan Davison,Pétur Ármannsson skrifar Skoðun Hver er að væla? Guðríður Eldey Arnardóttir skrifar Skoðun Tár, kvár og kvennafrídagurinn Kristína Ösp Steinke skrifar Skoðun Skattaæfingar tengdar landbúnaðarstarfsemi Björn Bjarki Þorsteinsson skrifar Skoðun Konan - Vinnan - Kjörin í 40 ár Sara Björg Sigurðardóttir skrifar Skoðun Rangfærslur og hræðsluáróður meirihluta sveitarstjórnar Grímsnes- og Grafningshrepps í nafni lýðræðis Ragna Ívarsdóttir,Guðrún Margrét Njálsdóttir,Þröstur Sverrisson skrifar Skoðun Íslenskur her og íslensk leyniþjónusta Steingrímur Jónsson skrifar Skoðun Er jafnrétti fyrir allar? Anna Bergþórsdóttir skrifar Skoðun Ættu konur að fara í háskólanám? Lísa Margrét Gunnarsdóttir,Íris Björk Ágústsdóttir skrifar Skoðun Enn einn dagur í baráttunni Ásta F. Flosadóttir skrifar Skoðun Verðmætasköpunarlaust haust Jón Gunnarsson skrifar Skoðun Enginn grunnur fyrir nýju starfsleyfi Ísteka Rósa Líf Darradóttir,Guðrún Scheving Thorsteinsson skrifar Skoðun Krafan sem kvennahreyfingin gleymdi Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Börn geta ekki beðið – krefjumst tafarlausra aðgerða! Elín H. Hinriksdóttir,Bóas Valdórsson,Árný Ingvarsdóttir,,Anna Lára Steindal,Alma Ýr Ingólfsdóttir skrifar Skoðun Einfaldar lausnir á vaxtamálavanda bankanna Guðmundur Ásgeirsson skrifar Skoðun Sættum okkur ekki við óbreytt ástand - tillögur Sjálfstæðisflokksins um úrbætur Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun Hvað er sköpun í skólastarfi? Bryngeir Valdimarsson skrifar Sjá meira
Það var eitt sinnið að ég var í fermingarveislu. Svo sem ósköp venjuleg fermingarveisla með kökum og öðru kruðeríi og síst eftirminnilegri en aðrar fermingarveislur. Eitt atvik varð þó mér að minni. Þar sem setið var að snæðingi hleypur ungur drengur um, nokkuð lágvaxinn og nettur. Verður þá einum frændanum, nokkuð hvellt, að orði við hann; „Ætlar þú ekkert að stækka vinur minn?“ Drengnum varð fátt að orði, enda lítið við svona spurningu að segja. Það var líka á fasi hans að sjá, að svona athugasemdir voru honum síst ókunnar. Þá gerðist nokkuð merkilegt. Annar frændi drengsins mælti til hans svo allir viðstaddir heyrðu til; „Mundu það frændi minn. Að stærð er ekki mæld í sentimetrum!“. Gekk piltur nokkuð sáttur frá þessum orðum. Flestir kímdu við, utan hinum hvellmælta frænda sem saup snúðugur kaffið sitt. Forysta Viðreisnar Mér varð hugsað til þessarar litlu sögu, þar sem ég hlustaði á ræðu Karls Gauta Hjaltasonar, þingmanns Miðflokksins, undir liðnum „störf þingsins“ þann 7. maí síðastliðinn. Þar var honum að innblásnu hugðarefni þátttaka utanríkisráðherra í sameiginlegri yfirlýsingu sex utanríkisráðherra, þar sem ísraelsk stjórnvöld voru hvött til að hverfa frá áformum um útvíkkun hernaðaraðgerða sinna á Gaza. Auk þessa hvöttu þessir ráðherrar til ný vopnahlés á Gaza, lausn allra gísla og að matar- og neyðaraðstoð bærist inn á Gaza svæðið. Af máli Karls Gauta að dæma, felst í þessari yfirlýsingu hinna sex utanríkisráðherra (Íslands, Írlands, Lúxemborgar, Noregs, Slóveníu og Spánar) að „alið sé á andúð í garð Ísraels“ og að utanríkisráðherra, Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir, hefði borið að ráðfæra sig við utanríkismálanefnd. Hvoru tveggja er vitaskuld þvaður og firra. Að hvetja Ísraelsk stjórnvöld til að hafa hemil á hernaðaraðgerðum sínum jafngildir ekki því að ala á andúð á Ísrael. Í yfirlýsingunni er heldur ekki að finna neina stefnubreytingu á utanríkisstefnu Íslands. Hún er að öllu leiti til samræmis við ályktun Alþingis um afstöðu Íslands vegna átaka fyrir botni Miðjarðarhafs sem samþykkt var á þingi 9. nóvember 2023. Þá er og sérstaklega ljúft að fræða þingmann Miðflokksins um það að, að utanríkisráðherra og formaður Viðreisnar ekki einasta er þáttakandi í nefndri yfirlýsingu. Yfirlýsingin kemur beinlínis til eftir samskipti hennar við utanríkisráðherra Noregs. Hlutskipti Íslands Ræða þingmanns Miðflokksins var vond ræða og versnaði er á leið. Sýnu verst voru lokaorðin: „Gerir hæstv. utanríkisráðherra sér ekki grein fyrir því að hún er utanríkisráðherra lítillar smáþjóðar norður í Atlantshafi sem vinnur við það að selja fisk? Okkar hlutskipti í veröldinni er að tala fyrir friði og selja fisk.“ Það er engin nýlunda að þingmanni Miðflokksins og flokkssystkinum hans telji að Ísland eigi ekki að vera mjög virkur þáttakandi í alþjóðasamstarfi. Hér slær þó við alveg nýjan tón. Það er leitun að stjórnmálafólki sem talar með jafn smættuðum hætti til þjóðar sinnar og þingmaður Miðflokksins gerir hér, þar sem hann augsýnilega telur að stærð Íslands skuli mæld út frá fjölda fólks sem þar býr. Rétt eins og hvellni frændinn taldi að mæla ætti stærð fólks út frá sentimetrunum. Viðreisn telur að stærð þjóða sé metin út frá gerðum þeirra og hvernig þau beri sig að í alþjóðastarfi. Ef farið væri að orðum Karls Gauta Hjaltasonar og Íslendingar gerðu ekkert annað en að selja fisk og tala fyrir friði hefðu Íslendingar ekki gerst stofnaðilar að NATO og ekki viðurkennt sjálfstæði Litháens, fyrst allra ríkja. Raunar er ekkert líklegt að Ísland hefði slitið konungsambandi við Danmörku og lýst yfir sjálfstæði 1944. Enda þarftu ekkert sjálfstæði til að selja fisk og tala fyrir friði. Svo lengi sem Viðreisn talar um Ísland, verður hlutskipti Íslands í veröldinni eitthvað annað og stærra en bara „að tala fyrir friði og selja fisk“. Höfundur er þingflokksformaður Viðreisnar.
Skoðun Hvað vilja sumarbústaðaeigendur í Grímsnes- og Grafningshreppi? Bergdís Linda Kjartansdóttir skrifar
Skoðun Allt á einum stað – framtíð stafrænnar þjónustu ríkis og sveitarfélaga Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar
Skoðun Rangfærslur og hræðsluáróður meirihluta sveitarstjórnar Grímsnes- og Grafningshrepps í nafni lýðræðis Ragna Ívarsdóttir,Guðrún Margrét Njálsdóttir,Þröstur Sverrisson skrifar
Skoðun Enginn grunnur fyrir nýju starfsleyfi Ísteka Rósa Líf Darradóttir,Guðrún Scheving Thorsteinsson skrifar
Skoðun Börn geta ekki beðið – krefjumst tafarlausra aðgerða! Elín H. Hinriksdóttir,Bóas Valdórsson,Árný Ingvarsdóttir,,Anna Lára Steindal,Alma Ýr Ingólfsdóttir skrifar
Skoðun Sættum okkur ekki við óbreytt ástand - tillögur Sjálfstæðisflokksins um úrbætur Diljá Mist Einarsdóttir skrifar