Að taka ekki mark á sjálfum sér Kristinn Karl Brynjarsson skrifar 13. maí 2025 15:00 Til þess að taka af allan vafa um það hvað veiðigjaldið er í raun og veru, ákvað atvinnuvegaráðherra, að hefja 4. kafla greinargerðar með frumvarpinu um veiðigjöldin á eftirfarandi orðum: „Ágreiningslaust er að veiðigjald er skattur í skilningi 40. og 77. gr. stjórnarskrárinnar, sbr. niðurstöður Hæstaréttar frá 28. janúar 2016 í máli nr. 461/2015 og frá 23. mars 2017 í máli nr. 213/2016. Með lögum skal því mælt fyrir um skattskyldu, skattstofn og reikniaðferð eða skatthlutfall. Þá verða öll fyrirmæli um veiðigjald, þ.m.t. breytingar á veiðigjaldi, að eiga sér skýra og ótvíræða lagastoð, stefna að almannahagsmunum og gæta verður meðalhófs við ákvörðun skattsins þannig að skattlagningin fari ekki úr hófi fram. Enn fremur verður skattlagningarvald ekki framselt til stjórnvalda og afturvirkir skattar verða ekki lagðir á. Þá leiðir af jafnræðisreglu 65. gr. stjórnarskrárinnar að heimilt er að gera greinarmun á milli skattskyldra aðila svo fremi sem skattlagningin sé reist á almennum efnislegum mælikvarða sem byggist á málefnalegum sjónarmiðum og beitt með sambærilegum hætti gagnvart þeim sem eru í sambærilegri stöðu.” Nú gæti einhver sagt að þetta sé bara einhver texti sem einhver úr ráðuneytinu skrifaði í frumvarpið og væri því ekki ráðherrans. Það breytir í sjálfu sér engu hver skrifaði eða skrifaði ekki þennan texta. Það er ráðherra sem ber ábyrgð á frumvarpinu og því sem í því er. Textinn er því auðvitað af þeim sökum ráðherrans. Það er því engu líkara en , að ráðherrann taki ekki mark á eigin orðum, um "að fara ekki úr hófi fram", þ.e. gæta meðalhófs, þegar hann ákveður að miða gjaldstofn makríls við markaðsverð á makríl í Noregi. Hvað þá að ákvörðunin um norska verðið sé reist á almennum efnislegum mælikvarða sem byggist á málefnalegum sjónarmiðum þegar norska viðmiðunarverðið sem nota á í reiknistofn veiðgjaldsins er mörgum tilfellum hærra en afurðaverð á íslenskum makríl. Enda er “norski” makríllinn margfalt betra hráefni, en sá íslenski þegar norskar útgerðir ná að veiða hann, sökum þess að hann er alla jafna feitari og laus við átu þegar hann gengur inn í þau veiðisvæði sem norski uppsjávarflotinn hefur aðgang að. Norski uppsjávarflotinn getur svo veitt sinn mákríl í nót, nálægt landi og vinnslu, á meðan sá íslenski þarf að sækja hann lengra frá landi og notast við flottroll til þess að ná viðunnandi árangri við veiðarnar. Sama hversu “réttlátur” ráðherrann telur sig vera með þessari víðáttuvitlausu verðlagningu, er alveg borðleggjandi að allt meðalhóf við verðlagninguna er fokið út í hafsauga og er í raun eins fjarri almennum efnislegum mælikvarða og hugsast getur og málefnaleg sjónarmið eru all verulega brengluð. En það er svo auðvitað alveg sérstakt og sjálfstætt áhyggjuefni ef að ráðherrar í ríkisstjórn, þurfi að hætta að taka mark á sjálfum sér, til þess eins að geta kallað stórfellda skattahækkun vinstri stjórnar Kristrúnar Frostadóttur, “réttlæti” og “leiðréttingu”. Höfundur er formaður Verkalýðsráðs Sjálfstæðisflokksins. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Kristinn Karl Brynjarsson Breytingar á veiðigjöldum Mest lesið Kemur maður í manns stað? Steinunn Þórðardóttir Skoðun Þjóðin sem ákvað að leggja sjálfa sig niður Margrét Tryggvadóttir,Sigríður Hagalín Björnsdóttir Skoðun Hvað er að vera vók? Eva Hauksdóttir Skoðun Þolinmæði Hafnfirðinga er á þrotum! Kristín Thoroddsen Skoðun Halldór 22.11.2025 Samúel Karl Ólason Halldór Hjólhýsabyggð á heima í borginni Einar Sveinbjörn Guðmundsson Skoðun Þeir vita sem nota Jón Pétur Zimsen Skoðun Gleymdu ekki þínum minnsta bróður. Sigurður Fossdal Skoðun R-BUGL: Ábyrgðin er okkar allra Guðmundur Ingi Þóroddsson Skoðun Hvar eru sérkennararnir í nýjum lögum um inngildandi menntun? Sædís Ósk Harðardóttir Skoðun Skoðun Skoðun Kemur maður í manns stað? Steinunn Þórðardóttir skrifar Skoðun R-BUGL: Ábyrgðin er okkar allra Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Gleymdu ekki þínum minnsta bróður. Sigurður Fossdal skrifar Skoðun Íslensk tunga þarf meiri stuðning Ármann Jakobsson,Eva María Jónsdóttir skrifar Skoðun Hvar eru sérkennararnir í nýjum lögum um inngildandi menntun? Sædís Ósk Harðardóttir skrifar Skoðun Hjálpum spilafíklum Þorleifur Hallbjörn Ingólfsson skrifar Skoðun Hvað er að vera vók? Eva Hauksdóttir skrifar Skoðun Þjóðin sem ákvað að leggja sjálfa sig niður Margrét Tryggvadóttir,Sigríður Hagalín Björnsdóttir skrifar Skoðun Hvað kennir hugrekki okkur? Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Þeir vita sem nota Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Hjólhýsabyggð á heima í borginni Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Mannréttindi eða plakat á vegg? Friðþjófur Helgi Karlsson skrifar Skoðun „Friðartillögur“ Bandaríkjamanna eru svik við Úkraínu Arnór Sigurjónsson skrifar Skoðun Styrkur Íslands liggur í grænni orku Sverrir Falur Björnsson skrifar Skoðun Eftir hverju er verið að bíða? Hlöðver Skúli Hákonarson skrifar Skoðun Fjölmenningarborgin Reykjavík - með stóru Effi Sabine Leskopf skrifar Skoðun Á öllum tímum í sögunni hafa verið til Pönkarar Martha Árnadóttir skrifar Skoðun Hlutverk hverfa í borgarstefnu Óskar Dýrmundur Ólafsson skrifar Skoðun Gæludýraákvæðin eru gallagripur Árni Stefán Árnason skrifar Skoðun Glæpamenn í glerhúsi Ólafur Stephensen skrifar Skoðun Það kostar að menga, þú sparar á að menga minna Guðríður Eldey Arnardóttir skrifar Skoðun Þolinmæði Hafnfirðinga er á þrotum! Kristín Thoroddsen skrifar Skoðun Hægagangur í samskiptum við bæjaryfirvöld Hilmar Freyr Gunnarsson skrifar Skoðun Dagur mannréttinda (sumra) barna Vigdís Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Sterk ferðaþjónusta skapar sterkara samfélag Ingibjörg Isaksen skrifar Skoðun Hvað finnst Grindvíkingum? Jóhanna Lilja Birgisdóttir,Guðrún Pétursdóttir,Ingibjörg Lilja Ómarsdóttir skrifar Skoðun Alvöru tækifæri í gervigreind Halldór Kári Sigurðarson skrifar Skoðun Erum við í ofbeldissambandi við ESB? Magnús Árni Skjöld Magnússon skrifar Skoðun „Við lofum að gera þetta ekki aftur“ Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Það ber allt að sama brunni. – Mín kenning. Björn Ólafsson skrifar Sjá meira
Til þess að taka af allan vafa um það hvað veiðigjaldið er í raun og veru, ákvað atvinnuvegaráðherra, að hefja 4. kafla greinargerðar með frumvarpinu um veiðigjöldin á eftirfarandi orðum: „Ágreiningslaust er að veiðigjald er skattur í skilningi 40. og 77. gr. stjórnarskrárinnar, sbr. niðurstöður Hæstaréttar frá 28. janúar 2016 í máli nr. 461/2015 og frá 23. mars 2017 í máli nr. 213/2016. Með lögum skal því mælt fyrir um skattskyldu, skattstofn og reikniaðferð eða skatthlutfall. Þá verða öll fyrirmæli um veiðigjald, þ.m.t. breytingar á veiðigjaldi, að eiga sér skýra og ótvíræða lagastoð, stefna að almannahagsmunum og gæta verður meðalhófs við ákvörðun skattsins þannig að skattlagningin fari ekki úr hófi fram. Enn fremur verður skattlagningarvald ekki framselt til stjórnvalda og afturvirkir skattar verða ekki lagðir á. Þá leiðir af jafnræðisreglu 65. gr. stjórnarskrárinnar að heimilt er að gera greinarmun á milli skattskyldra aðila svo fremi sem skattlagningin sé reist á almennum efnislegum mælikvarða sem byggist á málefnalegum sjónarmiðum og beitt með sambærilegum hætti gagnvart þeim sem eru í sambærilegri stöðu.” Nú gæti einhver sagt að þetta sé bara einhver texti sem einhver úr ráðuneytinu skrifaði í frumvarpið og væri því ekki ráðherrans. Það breytir í sjálfu sér engu hver skrifaði eða skrifaði ekki þennan texta. Það er ráðherra sem ber ábyrgð á frumvarpinu og því sem í því er. Textinn er því auðvitað af þeim sökum ráðherrans. Það er því engu líkara en , að ráðherrann taki ekki mark á eigin orðum, um "að fara ekki úr hófi fram", þ.e. gæta meðalhófs, þegar hann ákveður að miða gjaldstofn makríls við markaðsverð á makríl í Noregi. Hvað þá að ákvörðunin um norska verðið sé reist á almennum efnislegum mælikvarða sem byggist á málefnalegum sjónarmiðum þegar norska viðmiðunarverðið sem nota á í reiknistofn veiðgjaldsins er mörgum tilfellum hærra en afurðaverð á íslenskum makríl. Enda er “norski” makríllinn margfalt betra hráefni, en sá íslenski þegar norskar útgerðir ná að veiða hann, sökum þess að hann er alla jafna feitari og laus við átu þegar hann gengur inn í þau veiðisvæði sem norski uppsjávarflotinn hefur aðgang að. Norski uppsjávarflotinn getur svo veitt sinn mákríl í nót, nálægt landi og vinnslu, á meðan sá íslenski þarf að sækja hann lengra frá landi og notast við flottroll til þess að ná viðunnandi árangri við veiðarnar. Sama hversu “réttlátur” ráðherrann telur sig vera með þessari víðáttuvitlausu verðlagningu, er alveg borðleggjandi að allt meðalhóf við verðlagninguna er fokið út í hafsauga og er í raun eins fjarri almennum efnislegum mælikvarða og hugsast getur og málefnaleg sjónarmið eru all verulega brengluð. En það er svo auðvitað alveg sérstakt og sjálfstætt áhyggjuefni ef að ráðherrar í ríkisstjórn, þurfi að hætta að taka mark á sjálfum sér, til þess eins að geta kallað stórfellda skattahækkun vinstri stjórnar Kristrúnar Frostadóttur, “réttlæti” og “leiðréttingu”. Höfundur er formaður Verkalýðsráðs Sjálfstæðisflokksins.
Þjóðin sem ákvað að leggja sjálfa sig niður Margrét Tryggvadóttir,Sigríður Hagalín Björnsdóttir Skoðun
Skoðun Þjóðin sem ákvað að leggja sjálfa sig niður Margrét Tryggvadóttir,Sigríður Hagalín Björnsdóttir skrifar
Skoðun Hvað finnst Grindvíkingum? Jóhanna Lilja Birgisdóttir,Guðrún Pétursdóttir,Ingibjörg Lilja Ómarsdóttir skrifar
Þjóðin sem ákvað að leggja sjálfa sig niður Margrét Tryggvadóttir,Sigríður Hagalín Björnsdóttir Skoðun