Að taka ekki mark á sjálfum sér Kristinn Karl Brynjarsson skrifar 13. maí 2025 15:00 Til þess að taka af allan vafa um það hvað veiðigjaldið er í raun og veru, ákvað atvinnuvegaráðherra, að hefja 4. kafla greinargerðar með frumvarpinu um veiðigjöldin á eftirfarandi orðum: „Ágreiningslaust er að veiðigjald er skattur í skilningi 40. og 77. gr. stjórnarskrárinnar, sbr. niðurstöður Hæstaréttar frá 28. janúar 2016 í máli nr. 461/2015 og frá 23. mars 2017 í máli nr. 213/2016. Með lögum skal því mælt fyrir um skattskyldu, skattstofn og reikniaðferð eða skatthlutfall. Þá verða öll fyrirmæli um veiðigjald, þ.m.t. breytingar á veiðigjaldi, að eiga sér skýra og ótvíræða lagastoð, stefna að almannahagsmunum og gæta verður meðalhófs við ákvörðun skattsins þannig að skattlagningin fari ekki úr hófi fram. Enn fremur verður skattlagningarvald ekki framselt til stjórnvalda og afturvirkir skattar verða ekki lagðir á. Þá leiðir af jafnræðisreglu 65. gr. stjórnarskrárinnar að heimilt er að gera greinarmun á milli skattskyldra aðila svo fremi sem skattlagningin sé reist á almennum efnislegum mælikvarða sem byggist á málefnalegum sjónarmiðum og beitt með sambærilegum hætti gagnvart þeim sem eru í sambærilegri stöðu.” Nú gæti einhver sagt að þetta sé bara einhver texti sem einhver úr ráðuneytinu skrifaði í frumvarpið og væri því ekki ráðherrans. Það breytir í sjálfu sér engu hver skrifaði eða skrifaði ekki þennan texta. Það er ráðherra sem ber ábyrgð á frumvarpinu og því sem í því er. Textinn er því auðvitað af þeim sökum ráðherrans. Það er því engu líkara en , að ráðherrann taki ekki mark á eigin orðum, um "að fara ekki úr hófi fram", þ.e. gæta meðalhófs, þegar hann ákveður að miða gjaldstofn makríls við markaðsverð á makríl í Noregi. Hvað þá að ákvörðunin um norska verðið sé reist á almennum efnislegum mælikvarða sem byggist á málefnalegum sjónarmiðum þegar norska viðmiðunarverðið sem nota á í reiknistofn veiðgjaldsins er mörgum tilfellum hærra en afurðaverð á íslenskum makríl. Enda er “norski” makríllinn margfalt betra hráefni, en sá íslenski þegar norskar útgerðir ná að veiða hann, sökum þess að hann er alla jafna feitari og laus við átu þegar hann gengur inn í þau veiðisvæði sem norski uppsjávarflotinn hefur aðgang að. Norski uppsjávarflotinn getur svo veitt sinn mákríl í nót, nálægt landi og vinnslu, á meðan sá íslenski þarf að sækja hann lengra frá landi og notast við flottroll til þess að ná viðunnandi árangri við veiðarnar. Sama hversu “réttlátur” ráðherrann telur sig vera með þessari víðáttuvitlausu verðlagningu, er alveg borðleggjandi að allt meðalhóf við verðlagninguna er fokið út í hafsauga og er í raun eins fjarri almennum efnislegum mælikvarða og hugsast getur og málefnaleg sjónarmið eru all verulega brengluð. En það er svo auðvitað alveg sérstakt og sjálfstætt áhyggjuefni ef að ráðherrar í ríkisstjórn, þurfi að hætta að taka mark á sjálfum sér, til þess eins að geta kallað stórfellda skattahækkun vinstri stjórnar Kristrúnar Frostadóttur, “réttlæti” og “leiðréttingu”. Höfundur er formaður Verkalýðsráðs Sjálfstæðisflokksins. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Kristinn Karl Brynjarsson Breytingar á veiðigjöldum Mest lesið Halldór 31.01.26 Halldór Að loka á foreldri er ekki einfaldasta leiðin Sahara Rós Blandon Skoðun Nýi Landspítalinn: klúður sem enginn þorir lengur að ræða Sigurður Sigurðsson Skoðun Verðbólga á Íslandi er ekki slys – hún er afleiðing ákvarðana Sigurður Sigurðsson Skoðun Kristrún og Mazzucato Stefán Jón Hafstein Skoðun Stjórnendur eru brúin – Ísland á að leiða fagmennsku, ekki draga úr henni Nichole Leigh Mosty Skoðun Kæra heilbrigðisráðherra, Alma Möller Arnar Helgi Lárusson Skoðun Jaðardrengirnir okkar Sigurður Árni Reynisson Skoðun Kjósum mann sem klárar verkin! Róbert Ragnarsson Skoðun Að læra af fortíðinni Sigurður Helgi Pálmason Skoðun Skoðun Skoðun María Rut og samkeppnishæfnin Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Að hafa það sem þarf Ragnar Sigurðsson skrifar Skoðun Kjósum mann sem klárar verkin! Róbert Ragnarsson skrifar Skoðun Reykjavíkurborg er ramminn, ekki málverkið Björg Magnúsdóttir skrifar Skoðun Stjórnendur eru brúin – Ísland á að leiða fagmennsku, ekki draga úr henni Nichole Leigh Mosty skrifar Skoðun Bærinn er fólkið Karólína Helga Símonardóttir skrifar Skoðun Verðbólga á Íslandi er ekki slys – hún er afleiðing ákvarðana Sigurður Sigurðsson skrifar Skoðun Að læra af fortíðinni Sigurður Helgi Pálmason skrifar Skoðun Jaðardrengirnir okkar Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Kristrún og Mazzucato Stefán Jón Hafstein skrifar Skoðun Þegar alþjóðaviðskipti eru vopnvædd Páll Rafnar Þorsteinsson skrifar Skoðun Að loka á foreldri er ekki einfaldasta leiðin Sahara Rós Blandon skrifar Skoðun Ákvarðanir fyrir framtíðarkynslóðir Sandra Sigurðardóttir skrifar Skoðun Stúka við Kórinn mun skera niður framtíð HK í fótbolta! Ómar Stefánsson skrifar Skoðun Hlúum að hjarta skólans skrifar Skoðun Ef þetta er ekki þrælahald – hvað er það þá? Ágústa Árnadóttir skrifar Skoðun Af hverju þurfa börn að borga í strætó? Sanna Magdalena Mörtudóttir skrifar Skoðun Flóttamannavegurinn er loksins fundinn Árni Rúnar Þorvaldsson skrifar Skoðun Ríkisborgararéttur – sömu reglur eiga að gilda fyrir alla Katrín Haukdal Magnúsdóttir skrifar Skoðun Hafnarfjörður fyrir fólk á öllum æviskeiðum Helga Björg Loftsdóttir skrifar Skoðun 3,7 milljarða skattalækkun í Hafnarfirði Orri Björnsson skrifar Skoðun Nokkur orð um rekstrarkostnað Arnar Már Jóhannesson,Ásgerður Ágústsdóttir skrifar Skoðun ESB er (enn) ekki varnarbandalag Hallgrímur Oddsson skrifar Skoðun Ekkert styður fullyrðingar um lélegan árangur af Byrjendalæsi Guðmundur Engilbertsson,Gunnar Gíslason,Jenný Gunnbjörnsdóttir,Ragnheiður Lilja Bjarnadóttir,Rannveig Oddsdóttir,Rúnar Sigþórsson skrifar Skoðun Suðurlandsbraut á skilið umhverfismat Þórir Garðarsson skrifar Skoðun Loforðin ein vinna ekki á verðbólgunni Ólafur Adolfsson skrifar Skoðun Ástæða góðs árangurs í handbolta Lárus Bl. Sigurðsson skrifar Skoðun Skaðlegt stafrænt umhverfi barna Sigurður Sigurðsson skrifar Skoðun U-beygja framundan Eyjólfur Ármannsson skrifar Skoðun Ríkisstjórnin ræður ekki við verkefnið Guðrún Hafsteinsdóttir skrifar Sjá meira
Til þess að taka af allan vafa um það hvað veiðigjaldið er í raun og veru, ákvað atvinnuvegaráðherra, að hefja 4. kafla greinargerðar með frumvarpinu um veiðigjöldin á eftirfarandi orðum: „Ágreiningslaust er að veiðigjald er skattur í skilningi 40. og 77. gr. stjórnarskrárinnar, sbr. niðurstöður Hæstaréttar frá 28. janúar 2016 í máli nr. 461/2015 og frá 23. mars 2017 í máli nr. 213/2016. Með lögum skal því mælt fyrir um skattskyldu, skattstofn og reikniaðferð eða skatthlutfall. Þá verða öll fyrirmæli um veiðigjald, þ.m.t. breytingar á veiðigjaldi, að eiga sér skýra og ótvíræða lagastoð, stefna að almannahagsmunum og gæta verður meðalhófs við ákvörðun skattsins þannig að skattlagningin fari ekki úr hófi fram. Enn fremur verður skattlagningarvald ekki framselt til stjórnvalda og afturvirkir skattar verða ekki lagðir á. Þá leiðir af jafnræðisreglu 65. gr. stjórnarskrárinnar að heimilt er að gera greinarmun á milli skattskyldra aðila svo fremi sem skattlagningin sé reist á almennum efnislegum mælikvarða sem byggist á málefnalegum sjónarmiðum og beitt með sambærilegum hætti gagnvart þeim sem eru í sambærilegri stöðu.” Nú gæti einhver sagt að þetta sé bara einhver texti sem einhver úr ráðuneytinu skrifaði í frumvarpið og væri því ekki ráðherrans. Það breytir í sjálfu sér engu hver skrifaði eða skrifaði ekki þennan texta. Það er ráðherra sem ber ábyrgð á frumvarpinu og því sem í því er. Textinn er því auðvitað af þeim sökum ráðherrans. Það er því engu líkara en , að ráðherrann taki ekki mark á eigin orðum, um "að fara ekki úr hófi fram", þ.e. gæta meðalhófs, þegar hann ákveður að miða gjaldstofn makríls við markaðsverð á makríl í Noregi. Hvað þá að ákvörðunin um norska verðið sé reist á almennum efnislegum mælikvarða sem byggist á málefnalegum sjónarmiðum þegar norska viðmiðunarverðið sem nota á í reiknistofn veiðgjaldsins er mörgum tilfellum hærra en afurðaverð á íslenskum makríl. Enda er “norski” makríllinn margfalt betra hráefni, en sá íslenski þegar norskar útgerðir ná að veiða hann, sökum þess að hann er alla jafna feitari og laus við átu þegar hann gengur inn í þau veiðisvæði sem norski uppsjávarflotinn hefur aðgang að. Norski uppsjávarflotinn getur svo veitt sinn mákríl í nót, nálægt landi og vinnslu, á meðan sá íslenski þarf að sækja hann lengra frá landi og notast við flottroll til þess að ná viðunnandi árangri við veiðarnar. Sama hversu “réttlátur” ráðherrann telur sig vera með þessari víðáttuvitlausu verðlagningu, er alveg borðleggjandi að allt meðalhóf við verðlagninguna er fokið út í hafsauga og er í raun eins fjarri almennum efnislegum mælikvarða og hugsast getur og málefnaleg sjónarmið eru all verulega brengluð. En það er svo auðvitað alveg sérstakt og sjálfstætt áhyggjuefni ef að ráðherrar í ríkisstjórn, þurfi að hætta að taka mark á sjálfum sér, til þess eins að geta kallað stórfellda skattahækkun vinstri stjórnar Kristrúnar Frostadóttur, “réttlæti” og “leiðréttingu”. Höfundur er formaður Verkalýðsráðs Sjálfstæðisflokksins.
Stjórnendur eru brúin – Ísland á að leiða fagmennsku, ekki draga úr henni Nichole Leigh Mosty Skoðun
Skoðun Stjórnendur eru brúin – Ísland á að leiða fagmennsku, ekki draga úr henni Nichole Leigh Mosty skrifar
Skoðun Ríkisborgararéttur – sömu reglur eiga að gilda fyrir alla Katrín Haukdal Magnúsdóttir skrifar
Skoðun Ekkert styður fullyrðingar um lélegan árangur af Byrjendalæsi Guðmundur Engilbertsson,Gunnar Gíslason,Jenný Gunnbjörnsdóttir,Ragnheiður Lilja Bjarnadóttir,Rannveig Oddsdóttir,Rúnar Sigþórsson skrifar
Stjórnendur eru brúin – Ísland á að leiða fagmennsku, ekki draga úr henni Nichole Leigh Mosty Skoðun