Sjö ára fangelsi fyrir tvær tilraunir til manndráps Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 13. maí 2025 15:07 Íbúð Aðalsteins í Foldahverfinu í Grafarvogi sem var innsigluð eftir árásina í október 2024. Vísir Aðalsteinn Unnarsson, 27 ára gamall karlmaður, hefur verið dæmdur í sjö ára fangelsi fyrir tvær tilraunir til manndráps sem áttu sér stað með tæplega fjögurra ára millibili. Dómurinn féll í Héraðsdómi Reykjavíkur í síðustu viku. Aðalsteinn bar í öðru málinu fyrir sig neyðarvörn og í hinu að hafa verið í geðrofi vegna fíkniefnaneyslu. Fyrra brotið átti sér stað í Mosfellsbæ aðfaranótt föstudagsins 5. febrúar 2021 og má rekja til ágreinings og þjófnaðar á fíkniefnum. Stungan reyndist lífshættuleg og var þarmur brotaþolans sjáanlegur í gegnum opið sárið. Fram kemur í dómnum að átök hafi sprottið af fyrri deilum Aðalsteins við annan karlmann og mæltu þeir sé mót á bílaplani í Mosfellsbæ. Í hönd fóru ryskingar sem brotaþoli átti frumkvæði að. Í framhaldinu hafi Aðalsteinn rifið upp hníf og öskrað „hnífur, hnífur“ og við það hafi brotaþoli hörfað. Aðalsteinn hafi stungið hann einu sinni eða tvisvar í kviðinn og elt mennina sem hafi flúið á nærliggjandi hótelherbergi. Aðalsteinn var handtekinn og fannst hnífurinn með blóði brotaþola á hnífnum sem og erfðaefni Aðalsteins á skaftinu. Seinna brotið átti sér stað aðfaranótt 9. október 2024 í íbúð í Foldahverfinu í Reykjavík þar sem Aðalsteinn bjó. Þar réðst hann ítrekað á mann sem hafði verið gestur í íbúðinni ásamt öðrum með hnífi og stakk margoft í brjóstkassa, höfuð og útlimi. Áverkar voru metnir lífshættulegir og vitni sem bar að garði þakkað fyrir snör viðbrögð. Aðalsteinn sagðist lítið muna eftir árásinni vegna mikillar neyslu, hann gerði ekki athugasemdir við framburð brotaþola sem væri vinur hans. Aðalsteinn neitaði í báðum tilvikum að um tilraun til manndráps hefði verið að ræða. Dómurinn hafnaði varnaratriðum hans hvað varðaði neyðarvörn í fyrra málinu og ósakhæfi sökum geðrofs í því síðari. Dómurinn byggði á framburðum vitna, læknisfræðilegum gögnum og efna- og DNA-rannsóknum. Héraðsdómur Reykjavíkur taldi sannað að með hátterni sínu hefði Aðalsteini ekki getað dulist að með árásum sínum hefði líkleg niðurstaða verið sú að mennirnir myndu tapa lífi. Það sé snörum viðbrögðum vitna og heilbrigðisstarfsfólks að þakka að ekki fór verr. Dómurinn dæmdi Aðalstein til sjö ára fangelsisvistar og jafnframt til að greiða fyrri brotaþolanum 1,2 milljónir króna í miskabætur og þeim síðari 2,5 milljónir króna. Dómsmál Reykjavík Mosfellsbær Mest lesið „Ég hata andstæðing minn, fyrirgefðu Erika“ Erlent Kvartmilljón fyrir bólusetningu eftir alvarleg veikindi dóttur Innlent „Dýrlingurinn“ aftur með leigubílaleyfi Innlent „Ég horfði á son minn brotna meira og meira, ár eftir ár“ Innlent Herþotur sendar á loft vegna rússneskrar eftirlitsflugvélar Erlent Grunsamlegt ferðalag og fjarstæðukenndar skýringar Innlent Fyrirgefur morðingjanum Erlent Í fyrsta sinn fleiri börn með offitu en í undirþyngd Erlent Bilun hjá fjarskiptafyrirtæki sögð hafa valdið fjórum dauðsföllum Erlent Réðst á konur og sló í miðborginni Innlent Fleiri fréttir Eldra fólk þurfi ekki að endurnýja skírteinið svo oft Grunsamlegt ferðalag og fjarstæðukenndar skýringar „Nauðsynlegt að þetta verði gert af krafti“ Fólk hvatt til að taka strætó Frakkar viðurkenna Palestínu og nýr geðspítali gæti risið í Fossvogi „Ég horfði á son minn brotna meira og meira, ár eftir ár“ Nú má heita Ívalú, Þorbirna og Emerentíana Kvartmilljón fyrir bólusetningu eftir alvarleg veikindi dóttur Frítt í Strætó um allt land í dag Réðst á konur og sló í miðborginni „Dýrlingurinn“ aftur með leigubílaleyfi ESB myndi taka Íslandi opnum örmum Tré ársins 2025 vex í kletti í Ölfusá Íslendingar í flugumferðarstjórn á stærsta flugvelli Grænlands Braust inn og stal bjórkútum Vilja ryðja brautina fyrir aðra í baráttunni við andlitslaust kerfi Eldur kviknaði í íbúð í Bakkahverfi Sjálfstæði Palestínu, minningarathöfn um Kirk og tré ársins Segir það slæma hugmynd að útfæra áminningarskyldu fyrir allan vinnumarkaðinn Tveir fluttir á slysadeild eftir slys við Hvalfjarðargöng Hver verður formaður Pírata?: „Ekki séns“ „Dreifbýlið hefur alltaf haft áhyggjur af því að fjármagnið sogist til þéttbýlisins“ Þorgerður Katrín endurkjörin Frítt í Strætó á Bíllausa deginum á morgun Hefur farið 100 sinnu á fjall á Fljótshlíðarafrétti Viðreisn verður áfram bara Viðreisn Einhverjar breytingar þurfi að eiga sér stað innan Framsóknar Sjálfstæð Palestína, væringar í Framsókn og fækkun um eitt sveitarfélag Sameining sveitarfélaganna hafi lítil áhrif á daglegt líf íbúa Staða Framsóknarflokksins, afnám áminningarskyldu og Evrópumálin í Sprengisandi Sjá meira
Fyrra brotið átti sér stað í Mosfellsbæ aðfaranótt föstudagsins 5. febrúar 2021 og má rekja til ágreinings og þjófnaðar á fíkniefnum. Stungan reyndist lífshættuleg og var þarmur brotaþolans sjáanlegur í gegnum opið sárið. Fram kemur í dómnum að átök hafi sprottið af fyrri deilum Aðalsteins við annan karlmann og mæltu þeir sé mót á bílaplani í Mosfellsbæ. Í hönd fóru ryskingar sem brotaþoli átti frumkvæði að. Í framhaldinu hafi Aðalsteinn rifið upp hníf og öskrað „hnífur, hnífur“ og við það hafi brotaþoli hörfað. Aðalsteinn hafi stungið hann einu sinni eða tvisvar í kviðinn og elt mennina sem hafi flúið á nærliggjandi hótelherbergi. Aðalsteinn var handtekinn og fannst hnífurinn með blóði brotaþola á hnífnum sem og erfðaefni Aðalsteins á skaftinu. Seinna brotið átti sér stað aðfaranótt 9. október 2024 í íbúð í Foldahverfinu í Reykjavík þar sem Aðalsteinn bjó. Þar réðst hann ítrekað á mann sem hafði verið gestur í íbúðinni ásamt öðrum með hnífi og stakk margoft í brjóstkassa, höfuð og útlimi. Áverkar voru metnir lífshættulegir og vitni sem bar að garði þakkað fyrir snör viðbrögð. Aðalsteinn sagðist lítið muna eftir árásinni vegna mikillar neyslu, hann gerði ekki athugasemdir við framburð brotaþola sem væri vinur hans. Aðalsteinn neitaði í báðum tilvikum að um tilraun til manndráps hefði verið að ræða. Dómurinn hafnaði varnaratriðum hans hvað varðaði neyðarvörn í fyrra málinu og ósakhæfi sökum geðrofs í því síðari. Dómurinn byggði á framburðum vitna, læknisfræðilegum gögnum og efna- og DNA-rannsóknum. Héraðsdómur Reykjavíkur taldi sannað að með hátterni sínu hefði Aðalsteini ekki getað dulist að með árásum sínum hefði líkleg niðurstaða verið sú að mennirnir myndu tapa lífi. Það sé snörum viðbrögðum vitna og heilbrigðisstarfsfólks að þakka að ekki fór verr. Dómurinn dæmdi Aðalstein til sjö ára fangelsisvistar og jafnframt til að greiða fyrri brotaþolanum 1,2 milljónir króna í miskabætur og þeim síðari 2,5 milljónir króna.
Dómsmál Reykjavík Mosfellsbær Mest lesið „Ég hata andstæðing minn, fyrirgefðu Erika“ Erlent Kvartmilljón fyrir bólusetningu eftir alvarleg veikindi dóttur Innlent „Dýrlingurinn“ aftur með leigubílaleyfi Innlent „Ég horfði á son minn brotna meira og meira, ár eftir ár“ Innlent Herþotur sendar á loft vegna rússneskrar eftirlitsflugvélar Erlent Grunsamlegt ferðalag og fjarstæðukenndar skýringar Innlent Fyrirgefur morðingjanum Erlent Í fyrsta sinn fleiri börn með offitu en í undirþyngd Erlent Bilun hjá fjarskiptafyrirtæki sögð hafa valdið fjórum dauðsföllum Erlent Réðst á konur og sló í miðborginni Innlent Fleiri fréttir Eldra fólk þurfi ekki að endurnýja skírteinið svo oft Grunsamlegt ferðalag og fjarstæðukenndar skýringar „Nauðsynlegt að þetta verði gert af krafti“ Fólk hvatt til að taka strætó Frakkar viðurkenna Palestínu og nýr geðspítali gæti risið í Fossvogi „Ég horfði á son minn brotna meira og meira, ár eftir ár“ Nú má heita Ívalú, Þorbirna og Emerentíana Kvartmilljón fyrir bólusetningu eftir alvarleg veikindi dóttur Frítt í Strætó um allt land í dag Réðst á konur og sló í miðborginni „Dýrlingurinn“ aftur með leigubílaleyfi ESB myndi taka Íslandi opnum örmum Tré ársins 2025 vex í kletti í Ölfusá Íslendingar í flugumferðarstjórn á stærsta flugvelli Grænlands Braust inn og stal bjórkútum Vilja ryðja brautina fyrir aðra í baráttunni við andlitslaust kerfi Eldur kviknaði í íbúð í Bakkahverfi Sjálfstæði Palestínu, minningarathöfn um Kirk og tré ársins Segir það slæma hugmynd að útfæra áminningarskyldu fyrir allan vinnumarkaðinn Tveir fluttir á slysadeild eftir slys við Hvalfjarðargöng Hver verður formaður Pírata?: „Ekki séns“ „Dreifbýlið hefur alltaf haft áhyggjur af því að fjármagnið sogist til þéttbýlisins“ Þorgerður Katrín endurkjörin Frítt í Strætó á Bíllausa deginum á morgun Hefur farið 100 sinnu á fjall á Fljótshlíðarafrétti Viðreisn verður áfram bara Viðreisn Einhverjar breytingar þurfi að eiga sér stað innan Framsóknar Sjálfstæð Palestína, væringar í Framsókn og fækkun um eitt sveitarfélag Sameining sveitarfélaganna hafi lítil áhrif á daglegt líf íbúa Staða Framsóknarflokksins, afnám áminningarskyldu og Evrópumálin í Sprengisandi Sjá meira