Verðhækkanir varpa skugga á grillsumarið mikla Margrét Helga Erlingsdóttir skrifar 14. maí 2025 20:53 Hagfræðingur hjá Alþýðusambandinu segir að verðlagseftirlitið hafi sérstaklega numið hækkun á nautakjöti og nautakjötsafurðum. Það eru ekki sérlega góðar fréttir fyrir þau sem hyggjast grilla mikið í sumar. Vísir/Sigurjón Verð á dagvöru hækkaði um meira en 0,6 prósent þriðja mánuðinn í röð og er svo komið að hækkanirnar hafa áhrif á grillsumarið mikla sem er að hefjast. Fátt er undanskilið í þeim efnum, ekki einu sinni eggin sem þarf til að gera Bernaise-sósu með steikinni. Nýjasta greining verðlagseftirlits Alþýðusambands Íslands sýnir að þrátt fyrir að hækkun hafi orðið á dagvöru þar sem af er ári séu vísbendingar um að hækkunartakturinn í helstu matvöruverslunum sé að hægjast nú í maímánuði. „Undanfarna þrjá mánuði hafa verið töluverðar hækkanir á matvöruverði og við lögðumst aðeins yfir þetta í þessari greiningu og við erum að sjá í okkar dagvöruvísitölu að þetta hefur verið yfir 0,6% hækkun í febrúar, mars og aftur í apríl, sem er í kringum sex prósenta hækkun á ársgrundvelli á matvöruverði og það er þá töluvert meiri hækkunartaktur sem hefur verið að koma fram núna heldur en lok síðasta árs,“ segir Róbert Farestveit hagfræðingur og sviðsstjóri hagfræðisviðs hjá ASÍ. Róbert segir að hækkanirnar séu að mestu rekjanlegar til tveggja þátta. Sá fyrri er hækkun á verðlagi innlendra vörumerkja, en það hefur frá áramótum hækkað mun hraðar en verðlag erlendra vörumerkja. „Hinn þátturinn er síðan það að við höfum séð að verslanirnar sem héldu aftur af hækkunum í fyrra, sem eru þá fyrst og fremst verslanir Samkaupa eru að taka það til baka og það eru þá meiri hækkanir sem komu fram þar í mars og apríl.“ Á vef Alþýðusambandsins er hægt að kynna sér nánar þær hækkanir sem áttu sér stað milli mánaða. Grillmatur fer ekki varhluta af umræddum verðhækkunum. Verðlagseftirlitið hefur sérstaklega numið hækkanir á nautakjöti en dæmi er um að verð á hinum ýmsu nautakjötsafurðum hafi hækkað um rúm tuttugu prósent frá áramótum. „Þetta eru töluvert miklar hækkanir á ársgrundvelli sem eru að koma fram þarna á nautakjöti.“ Þetta eru ekki góðar fréttir núna fyrir grillsumarið? „Nei þær eru það ekki og sýna að neytendur þurfa að vera á tánum til að velja bestu dílana.“ Verðlag Matvöruverslun ASÍ Neytendur Tengdar fréttir Hækkandi matarverð hringir bjöllum hjá ráðherra Í hádegisfréttum verður rætt við framkvæmdastjóra Félagsbústaða um ástand sem ríkir í stigagangi í húsi á þeirra vegum í Bríetartúni. 6. maí 2025 11:40 Viðvörunarbjöllur óma vegna verðhækkana Atvinnuvegaráðherra segir viðvörunarbjöllur óma þegar matvöruverð hækkar á sama tíma og krónan styrkist. Hún hefur kallað eftir gögnum og skýringum á verðþróuninni. 6. maí 2025 11:40 „Við sem neytendur eigum ekki að sætta okkur við þetta“ Forstjóri Prís segir samkeppni á lágvöruverðsmarkaði vera sýndarmennsku og í raun ríki fákeppni. Stóru risarnir tveir stjórni verðlagi og hámarki hagnað sinn án þess að lenda í verðstríði. Þá hafi aðilar í viðskiptum við Prís hætt þeim vegna hótana samkeppnisaðila. 27. febrúar 2025 22:10 Mest lesið Neyddur til að taka ketamín og sjónvarpi kastað í höfuð hans Innlent Vill að maðurinn viðurkenni að hann sé ekki faðir drengsins Innlent Boðar „norsku leiðina“ í útlendingamálum Innlent „Fólk er reitt, sárt og finnst það ekki geta treyst sveitarfélaginu“ Innlent Handtekin fyrir ölvunarakstur eftir grænt ljós frá löggunni Innlent Þorvaldur gagnrýndur fyrir órökstudda spá um eldgos Innlent Netþrjótar herja á „mömmur“ landsins Innlent Reyndist ekki borgunarmaður fyrir vikudvölinni Innlent „Þá hafa þau aðgang að öllum gögnum íslenska ríkisins meira og minna“ Innlent Clinton-hjónin krafin svara vegna Epstein-málsins Erlent Fleiri fréttir Segja upp og draga úr útgáfu: Óvissan í rekstrinum „því miður aukist mikið“ Lax ofan Stuðlagils gæti hafa veiðst lengst frá sjó á Íslandi Trúa varla að tollahækkanirnar séu að skella á Til skoðunar að hafa mannskap við vöktun í Reynisfjöru Herða öryggisreglur eftir slysið: „Þetta hafa verið mjög erfiðir dagar“ Flugeldum kastað að fólki á Akureyri Handtekin fyrir ölvunarakstur eftir grænt ljós frá löggunni Ráðstafanir í Reynisfjöru, tollar og lax á sjaldséðum slóðum Boðar fund um tolla Trumps og ESB Rauða ljósið mun blikka fyrr Enn má búast við gosmóðu þó eldgosinu sé lokið í bili Flutti lítra af kókaínvökva til landsins gegn greiðslu „Samstaða skapar samfélag“ er þema Hinsegin daga Strangari reglur og ný gjaldskrá til að „tempra kraftmikla fólksfjölgun“ Neyddur til að taka ketamín og sjónvarpi kastað í höfuð hans Tollar Trumps muni hafa tilætluð áhrif Sendir „dylgjur“ Haralds aftur til föðurhúsanna Allt bendir til þess að eldgosinu sé lokið Vörubifreið ekið á vegfarandann Útlendingamálin, Reynisfjara og Hinsegin dagar Ferðamenn gangi á eigin ábyrgð til leiks við náttúru Íslands Ekið á gangandi vegfaranda við Kaplakrika Boðar „norsku leiðina“ í útlendingamálum Mjög lítil virkni en mallar enn Reyndist ekki borgunarmaður fyrir vikudvölinni Ekki stóra málið hvað við köllum „leyniþjónustuna“ Þýskir klettaklifrarar slógust í hóp með björgunarmönnum Vill að maðurinn viðurkenni að hann sé ekki faðir drengsins Íbúar á gömlum og fallegum dráttarvélum í Hrísey Þrettán kærðir fyrir ölvunarakstur og hundruð stöðvuð vegna hraðaksturs Sjá meira
Nýjasta greining verðlagseftirlits Alþýðusambands Íslands sýnir að þrátt fyrir að hækkun hafi orðið á dagvöru þar sem af er ári séu vísbendingar um að hækkunartakturinn í helstu matvöruverslunum sé að hægjast nú í maímánuði. „Undanfarna þrjá mánuði hafa verið töluverðar hækkanir á matvöruverði og við lögðumst aðeins yfir þetta í þessari greiningu og við erum að sjá í okkar dagvöruvísitölu að þetta hefur verið yfir 0,6% hækkun í febrúar, mars og aftur í apríl, sem er í kringum sex prósenta hækkun á ársgrundvelli á matvöruverði og það er þá töluvert meiri hækkunartaktur sem hefur verið að koma fram núna heldur en lok síðasta árs,“ segir Róbert Farestveit hagfræðingur og sviðsstjóri hagfræðisviðs hjá ASÍ. Róbert segir að hækkanirnar séu að mestu rekjanlegar til tveggja þátta. Sá fyrri er hækkun á verðlagi innlendra vörumerkja, en það hefur frá áramótum hækkað mun hraðar en verðlag erlendra vörumerkja. „Hinn þátturinn er síðan það að við höfum séð að verslanirnar sem héldu aftur af hækkunum í fyrra, sem eru þá fyrst og fremst verslanir Samkaupa eru að taka það til baka og það eru þá meiri hækkanir sem komu fram þar í mars og apríl.“ Á vef Alþýðusambandsins er hægt að kynna sér nánar þær hækkanir sem áttu sér stað milli mánaða. Grillmatur fer ekki varhluta af umræddum verðhækkunum. Verðlagseftirlitið hefur sérstaklega numið hækkanir á nautakjöti en dæmi er um að verð á hinum ýmsu nautakjötsafurðum hafi hækkað um rúm tuttugu prósent frá áramótum. „Þetta eru töluvert miklar hækkanir á ársgrundvelli sem eru að koma fram þarna á nautakjöti.“ Þetta eru ekki góðar fréttir núna fyrir grillsumarið? „Nei þær eru það ekki og sýna að neytendur þurfa að vera á tánum til að velja bestu dílana.“
Verðlag Matvöruverslun ASÍ Neytendur Tengdar fréttir Hækkandi matarverð hringir bjöllum hjá ráðherra Í hádegisfréttum verður rætt við framkvæmdastjóra Félagsbústaða um ástand sem ríkir í stigagangi í húsi á þeirra vegum í Bríetartúni. 6. maí 2025 11:40 Viðvörunarbjöllur óma vegna verðhækkana Atvinnuvegaráðherra segir viðvörunarbjöllur óma þegar matvöruverð hækkar á sama tíma og krónan styrkist. Hún hefur kallað eftir gögnum og skýringum á verðþróuninni. 6. maí 2025 11:40 „Við sem neytendur eigum ekki að sætta okkur við þetta“ Forstjóri Prís segir samkeppni á lágvöruverðsmarkaði vera sýndarmennsku og í raun ríki fákeppni. Stóru risarnir tveir stjórni verðlagi og hámarki hagnað sinn án þess að lenda í verðstríði. Þá hafi aðilar í viðskiptum við Prís hætt þeim vegna hótana samkeppnisaðila. 27. febrúar 2025 22:10 Mest lesið Neyddur til að taka ketamín og sjónvarpi kastað í höfuð hans Innlent Vill að maðurinn viðurkenni að hann sé ekki faðir drengsins Innlent Boðar „norsku leiðina“ í útlendingamálum Innlent „Fólk er reitt, sárt og finnst það ekki geta treyst sveitarfélaginu“ Innlent Handtekin fyrir ölvunarakstur eftir grænt ljós frá löggunni Innlent Þorvaldur gagnrýndur fyrir órökstudda spá um eldgos Innlent Netþrjótar herja á „mömmur“ landsins Innlent Reyndist ekki borgunarmaður fyrir vikudvölinni Innlent „Þá hafa þau aðgang að öllum gögnum íslenska ríkisins meira og minna“ Innlent Clinton-hjónin krafin svara vegna Epstein-málsins Erlent Fleiri fréttir Segja upp og draga úr útgáfu: Óvissan í rekstrinum „því miður aukist mikið“ Lax ofan Stuðlagils gæti hafa veiðst lengst frá sjó á Íslandi Trúa varla að tollahækkanirnar séu að skella á Til skoðunar að hafa mannskap við vöktun í Reynisfjöru Herða öryggisreglur eftir slysið: „Þetta hafa verið mjög erfiðir dagar“ Flugeldum kastað að fólki á Akureyri Handtekin fyrir ölvunarakstur eftir grænt ljós frá löggunni Ráðstafanir í Reynisfjöru, tollar og lax á sjaldséðum slóðum Boðar fund um tolla Trumps og ESB Rauða ljósið mun blikka fyrr Enn má búast við gosmóðu þó eldgosinu sé lokið í bili Flutti lítra af kókaínvökva til landsins gegn greiðslu „Samstaða skapar samfélag“ er þema Hinsegin daga Strangari reglur og ný gjaldskrá til að „tempra kraftmikla fólksfjölgun“ Neyddur til að taka ketamín og sjónvarpi kastað í höfuð hans Tollar Trumps muni hafa tilætluð áhrif Sendir „dylgjur“ Haralds aftur til föðurhúsanna Allt bendir til þess að eldgosinu sé lokið Vörubifreið ekið á vegfarandann Útlendingamálin, Reynisfjara og Hinsegin dagar Ferðamenn gangi á eigin ábyrgð til leiks við náttúru Íslands Ekið á gangandi vegfaranda við Kaplakrika Boðar „norsku leiðina“ í útlendingamálum Mjög lítil virkni en mallar enn Reyndist ekki borgunarmaður fyrir vikudvölinni Ekki stóra málið hvað við köllum „leyniþjónustuna“ Þýskir klettaklifrarar slógust í hóp með björgunarmönnum Vill að maðurinn viðurkenni að hann sé ekki faðir drengsins Íbúar á gömlum og fallegum dráttarvélum í Hrísey Þrettán kærðir fyrir ölvunarakstur og hundruð stöðvuð vegna hraðaksturs Sjá meira
Hækkandi matarverð hringir bjöllum hjá ráðherra Í hádegisfréttum verður rætt við framkvæmdastjóra Félagsbústaða um ástand sem ríkir í stigagangi í húsi á þeirra vegum í Bríetartúni. 6. maí 2025 11:40
Viðvörunarbjöllur óma vegna verðhækkana Atvinnuvegaráðherra segir viðvörunarbjöllur óma þegar matvöruverð hækkar á sama tíma og krónan styrkist. Hún hefur kallað eftir gögnum og skýringum á verðþróuninni. 6. maí 2025 11:40
„Við sem neytendur eigum ekki að sætta okkur við þetta“ Forstjóri Prís segir samkeppni á lágvöruverðsmarkaði vera sýndarmennsku og í raun ríki fákeppni. Stóru risarnir tveir stjórni verðlagi og hámarki hagnað sinn án þess að lenda í verðstríði. Þá hafi aðilar í viðskiptum við Prís hætt þeim vegna hótana samkeppnisaðila. 27. febrúar 2025 22:10