Fegin að vera komin heim: „Þetta endaði ekkert vel“ Valur Páll Eiríksson skrifar 16. maí 2025 08:30 Viðskilnaðurinn við Val var Berglindi erfiður. Hún hefur fundið sig sérlega vel í Kópavogi og mætir vel stemmd til leiks gegn Valskonum í kvöld. Vísir/Ívar Berglind Björg Þorvaldsdóttir verður ákveðnari en margur að fagna sigri í stórleik kvöldsins í Bestu deild kvenna milli Breiðabliks og Vals. Berglind var látin fara frá síðarnefnda liðinu í fyrrahaust og sneri aftur í Kópavoginn. Breiðablik og Valur hafa háð mikla baráttu um Íslandsmeistaratitilinn undanfarin ár og raunar einokað titilbaráttuna. Það hefur því myndast töluverður rígur milli liðanna og ávallt von á skemmtun og spennu þegar liðin eigast við. „Þetta eru alltaf skemmtilegustu leikirnir. Það er mikill rígur milli Breiðabliks og Vals. Við erum gríðarlega spenntar og vonandi mætir fólk á völlinn,“ segir Berglind Björg í samtali við íþróttadeild um verkefni kvöldsins. Berglind sneri heim úr atvinnumennsku fyrir síðustu leiktíð og kom mörgum á óvart þegar hún samdi við Val en ekki Breiðablik, hvar hún hafði leikið í þónokkur ár áður en hún hélt utan. Það fór hins vegar ekki eins og var á kosið. Berglind skoraði fjögur mörk í aðeins 13 leikjum, og margir þeirra af varamannabekknum. Hún var svo leyst undan samningi hjá Val í lok tímabilsins. Dvölin á Hlíðarenda fór því ekki eins og hún bjóst við. „Hún var aðeins öðruvísi. Það verður gaman að hitta stelpurnar aftur og kljást við þær á vellinum, segir Berglind. Aðspurð hvort það sé auka hvatning í leiknum í ljósi viðskilnaðarins segir hún: „Já, klárlega. Þetta endaði ekkert vel. Maður vill sýna að maður sé á góðum stað og það gangi vel. Vonandi getum við sýnt það á morgun,“ segir Berglind sem þá innt eftir svörum um hennar upplifun af viðskilnaðinum. „[Hún var] Erfið og leiðinleg. Ég veit ekki hvað skal segja. Bara áfram gakk. Ég er bara mjög fegin að vera komin heim í Kópavoginn.“ Vonum framar Það er alveg á tæru að Berglind er fegin að vera komin heim í Kópavog og sést á frammistöðunni í upphafi móts. Hún hefur leitt línu Blika með prýði og er markahæst í Bestu deildinni með fimm mörk í jafnmörgum leikjum, það eftir að hafa skorað aðeins fjögur alla síðustu leiktíð með Val. „Mér líður vel í grænu treyjunni og að spila á þessum velli. Það hefur gengið vonum framar. Þetta hefur verið mjög skemmtilegt tímabil hingað til. Það eru mörg lið að berjast um fyrsta sætið, við megum ekki misstíga okkur,“ segir Berglind. Valskonur mæti brjálaðar til leiks Valskonum hefur aftur á móti ekki gengið vel í upphafi móts. Liðið tapaði síðustu tveimur leikjum í deild oger aðeins með sjö stig eftir fimm leiki, sex á eftir toppliðum Breiðabliks, FH og Þróttar. Berglind býst því við að Valskonur mæti ákveðnar til leiks. „Það hlýtur að vera. Þær vilja pottþét vinna okkur og komast aftur í titilbaráttuna þannig að þetta verður hörkuleikur,“ segir Berglind. Klippa: Hlakkar til að kljást við Valskonur En er óvenjulegt að spila þennan leik þegar svo langt er á milli liðanna tveggja? „Það er aðeins öðruvísi í ár. En þetta er mikilvægur leikur og sama hvar maður er í töflunni vill maður alltaf vinna Val,“ segir Berglind. Valur og Breiðablik mætast klukkan 18:00 á Kópavogsvelli í kvöld. Leikurinn verður sýndur beint á Stöð 2 Sport. Viðtalið má sjá í heild í spilaranum. Breiðablik Besta deild kvenna Íslenski boltinn Valur Fótbolti Mest lesið Í beinni: Ísland - Aserbaísjan | Fyrsti leikur í undankeppni HM Fótbolti Anníe Mist selur CrossFit Reykjavíkur og BKG meðal kaupenda Sport Stórsér á stjörnunni eftir leikfang dótturinnar Golf Allir lögðust niður eftir óvænta og ágenga truflun í fótboltaleik Fótbolti Þróttur lánar sextán ára strák til Inter Milan Íslenski boltinn Húðflúraði Diogo Jota á kálfann sinn Fótbolti Caitlin Clark ekki meira með á tímabilinu Körfubolti Levy var neyddur til að hætta Enski boltinn Fantasýn: „Ekki kaupa Isak núna“ Enski boltinn 54 ára markvörður rífur hanskana af hillunni Fótbolti Fleiri fréttir Þróttur lánar sextán ára strák til Inter Milan Hetja Blika: „Einn leikur í einu“ „Betra fótboltaliðið tapaði í dag“ Sameiginlegt lið Grindavíkur og Njarðvíkur upp í Bestu eftir ótrúlegan sigur Uppgjör: Víkingur - Valur 3-2 | Víkingur náði í dýrmæt stig í fallbarátunni Uppgjörið: Breiðablik - FH 2-1 | Ótrúleg endurkoma og Blikar að stinga af Uppgjörið: Tindastóll - Fram 1-0 | Lífsnauðsynlegur sigur Stólanna Valsmenn semja við einn markahæsta leikmanninn í Lengjunni Mættust í fótboltagolfi fyrir stórleik kvöldsins Blindraþraut fyrir risaleik: „Þetta er svo vandræðalegt“ Gummi Ben reiður: „Hvað í andskotanum er að hjá Stjörnunni?“ Gagnrýna meðferðina á Gylfa Sig: „Mér finnst þetta vera óskiljanlegt“ „Er ekki alltaf dæmt á þetta?“ Valsmenn án þriggja lykilmanna í leiknum mikilvæga gegn Stjörnunni „Þær eru hræddar við hana“ Segja Römer klára tímabilið með KA Enn einn Íslendingurinn til Kristianstad Öll mörkin í Bestu: Allt brjálað í stórleiknum og umdeilt sigurmark FH Uppgjörið: Stjarnan - KA 3-2 | Guðmundur Baldvin fullkomnaði endurkomu Stjörnunnar með flautumarki Uppgjörið: Fram - Valur 2-1 | Fram stal sigrinum gegn toppliðinu Uppgjörið: Víkingur - Breiðablik 2-2 | Tíu Blikar nældu í sterkt stig á erfiðum útivelli Sigurður Bjartur með umdeilt sigurmark Uppgjör: ÍBV-ÍA 2-0 | Eyjamenn upp í efri hlutann Uppgjörið: Vestri – KR 1-1 | Hvorugt liðið náði í sigurinn sem þurfti Baldur hefur mjög litla trú á því að Blikar verði Íslandsmeistarar í ár Kjartan Henry velur vítaskyttur FH en enginn hlustar á hann Uppgjörið: Þór/KA - Fram 1-2 | Dramatískur sigur Fram Grindvíkingar í bullandi fallhættu eftir tap á Húsavík Uppgjörið: FHL-Stjarnan 0-3 | Stjörnukonur sóttu þrjú stig austur Fylkismenn með þriðja sigur sinn í röð Sjá meira
Breiðablik og Valur hafa háð mikla baráttu um Íslandsmeistaratitilinn undanfarin ár og raunar einokað titilbaráttuna. Það hefur því myndast töluverður rígur milli liðanna og ávallt von á skemmtun og spennu þegar liðin eigast við. „Þetta eru alltaf skemmtilegustu leikirnir. Það er mikill rígur milli Breiðabliks og Vals. Við erum gríðarlega spenntar og vonandi mætir fólk á völlinn,“ segir Berglind Björg í samtali við íþróttadeild um verkefni kvöldsins. Berglind sneri heim úr atvinnumennsku fyrir síðustu leiktíð og kom mörgum á óvart þegar hún samdi við Val en ekki Breiðablik, hvar hún hafði leikið í þónokkur ár áður en hún hélt utan. Það fór hins vegar ekki eins og var á kosið. Berglind skoraði fjögur mörk í aðeins 13 leikjum, og margir þeirra af varamannabekknum. Hún var svo leyst undan samningi hjá Val í lok tímabilsins. Dvölin á Hlíðarenda fór því ekki eins og hún bjóst við. „Hún var aðeins öðruvísi. Það verður gaman að hitta stelpurnar aftur og kljást við þær á vellinum, segir Berglind. Aðspurð hvort það sé auka hvatning í leiknum í ljósi viðskilnaðarins segir hún: „Já, klárlega. Þetta endaði ekkert vel. Maður vill sýna að maður sé á góðum stað og það gangi vel. Vonandi getum við sýnt það á morgun,“ segir Berglind sem þá innt eftir svörum um hennar upplifun af viðskilnaðinum. „[Hún var] Erfið og leiðinleg. Ég veit ekki hvað skal segja. Bara áfram gakk. Ég er bara mjög fegin að vera komin heim í Kópavoginn.“ Vonum framar Það er alveg á tæru að Berglind er fegin að vera komin heim í Kópavog og sést á frammistöðunni í upphafi móts. Hún hefur leitt línu Blika með prýði og er markahæst í Bestu deildinni með fimm mörk í jafnmörgum leikjum, það eftir að hafa skorað aðeins fjögur alla síðustu leiktíð með Val. „Mér líður vel í grænu treyjunni og að spila á þessum velli. Það hefur gengið vonum framar. Þetta hefur verið mjög skemmtilegt tímabil hingað til. Það eru mörg lið að berjast um fyrsta sætið, við megum ekki misstíga okkur,“ segir Berglind. Valskonur mæti brjálaðar til leiks Valskonum hefur aftur á móti ekki gengið vel í upphafi móts. Liðið tapaði síðustu tveimur leikjum í deild oger aðeins með sjö stig eftir fimm leiki, sex á eftir toppliðum Breiðabliks, FH og Þróttar. Berglind býst því við að Valskonur mæti ákveðnar til leiks. „Það hlýtur að vera. Þær vilja pottþét vinna okkur og komast aftur í titilbaráttuna þannig að þetta verður hörkuleikur,“ segir Berglind. Klippa: Hlakkar til að kljást við Valskonur En er óvenjulegt að spila þennan leik þegar svo langt er á milli liðanna tveggja? „Það er aðeins öðruvísi í ár. En þetta er mikilvægur leikur og sama hvar maður er í töflunni vill maður alltaf vinna Val,“ segir Berglind. Valur og Breiðablik mætast klukkan 18:00 á Kópavogsvelli í kvöld. Leikurinn verður sýndur beint á Stöð 2 Sport. Viðtalið má sjá í heild í spilaranum.
Breiðablik Besta deild kvenna Íslenski boltinn Valur Fótbolti Mest lesið Í beinni: Ísland - Aserbaísjan | Fyrsti leikur í undankeppni HM Fótbolti Anníe Mist selur CrossFit Reykjavíkur og BKG meðal kaupenda Sport Stórsér á stjörnunni eftir leikfang dótturinnar Golf Allir lögðust niður eftir óvænta og ágenga truflun í fótboltaleik Fótbolti Þróttur lánar sextán ára strák til Inter Milan Íslenski boltinn Húðflúraði Diogo Jota á kálfann sinn Fótbolti Caitlin Clark ekki meira með á tímabilinu Körfubolti Levy var neyddur til að hætta Enski boltinn Fantasýn: „Ekki kaupa Isak núna“ Enski boltinn 54 ára markvörður rífur hanskana af hillunni Fótbolti Fleiri fréttir Þróttur lánar sextán ára strák til Inter Milan Hetja Blika: „Einn leikur í einu“ „Betra fótboltaliðið tapaði í dag“ Sameiginlegt lið Grindavíkur og Njarðvíkur upp í Bestu eftir ótrúlegan sigur Uppgjör: Víkingur - Valur 3-2 | Víkingur náði í dýrmæt stig í fallbarátunni Uppgjörið: Breiðablik - FH 2-1 | Ótrúleg endurkoma og Blikar að stinga af Uppgjörið: Tindastóll - Fram 1-0 | Lífsnauðsynlegur sigur Stólanna Valsmenn semja við einn markahæsta leikmanninn í Lengjunni Mættust í fótboltagolfi fyrir stórleik kvöldsins Blindraþraut fyrir risaleik: „Þetta er svo vandræðalegt“ Gummi Ben reiður: „Hvað í andskotanum er að hjá Stjörnunni?“ Gagnrýna meðferðina á Gylfa Sig: „Mér finnst þetta vera óskiljanlegt“ „Er ekki alltaf dæmt á þetta?“ Valsmenn án þriggja lykilmanna í leiknum mikilvæga gegn Stjörnunni „Þær eru hræddar við hana“ Segja Römer klára tímabilið með KA Enn einn Íslendingurinn til Kristianstad Öll mörkin í Bestu: Allt brjálað í stórleiknum og umdeilt sigurmark FH Uppgjörið: Stjarnan - KA 3-2 | Guðmundur Baldvin fullkomnaði endurkomu Stjörnunnar með flautumarki Uppgjörið: Fram - Valur 2-1 | Fram stal sigrinum gegn toppliðinu Uppgjörið: Víkingur - Breiðablik 2-2 | Tíu Blikar nældu í sterkt stig á erfiðum útivelli Sigurður Bjartur með umdeilt sigurmark Uppgjör: ÍBV-ÍA 2-0 | Eyjamenn upp í efri hlutann Uppgjörið: Vestri – KR 1-1 | Hvorugt liðið náði í sigurinn sem þurfti Baldur hefur mjög litla trú á því að Blikar verði Íslandsmeistarar í ár Kjartan Henry velur vítaskyttur FH en enginn hlustar á hann Uppgjörið: Þór/KA - Fram 1-2 | Dramatískur sigur Fram Grindvíkingar í bullandi fallhættu eftir tap á Húsavík Uppgjörið: FHL-Stjarnan 0-3 | Stjörnukonur sóttu þrjú stig austur Fylkismenn með þriðja sigur sinn í röð Sjá meira
Uppgjörið: Stjarnan - KA 3-2 | Guðmundur Baldvin fullkomnaði endurkomu Stjörnunnar með flautumarki