Allt þetta máttu eiga ef þú tilbiður mig Birgir Dýrfjörð skrifar 15. maí 2025 20:32 Í sjónvarpsfréttum eða kastljósi 6. þ.m. var fólk spurt hvernig því litist á að tekið yrði gjald fyrir veiðileyfi við Ísland. Flestum var létt um svör þar til kom að því að spyrja þau sem kynnt voru sem íbúar í sjávarplássum. Þá vafðist mörgum tunga um tönn. Svarendur báru fyrir sig að vegna vinnu sinnar vildu þeir ekki fella neina dóma í málinu. Þegar ég heyrði og sá undanbrögð fólksins til að svara þá rifjaðist upp saga sem karl faðir minn sagði mér þegar hann og 44 félagar stofnuðu verkalýðsfélagið Baldur árið 1916 á Ísafirði. Hann var þá kosinn varaformaður Baldurs, ungur strákur sem hafði litla vigt í samfélaginu. Ástæðuna fyrir því að hann var kosinn í stjórnina sagði hann hafa verið, að hann var ekki fyrirvinna heimilis. Hótun að reka hann og svifta heimili hans bjargráðum hafði því lítil áhrif. Tómthúsmenn Þau sem tóku þann slag að vera stofnendur Baldurs voru iðnaðarmenn og tómthúsmenn og þeirra konur. Tómthúsmenn gátu nýtt sjávarfang og réðu yfir bátkænu og byssu (fiskur, selur, fugl) og bjuggu að grasnytjum fyrir rollur sínar og ræktun á kartöflum og rófum. Tómthúsmenn voru því ekki svo illa settir að þeirra fjölskyldur yrðu sveltar til undirgefni. Öll störf sín í þágu verkalýðshreyfingarinnar unnu þau að loknum erfiðum vinnudegi og þrátt fyrir mikla andúð og áreiti sigruðu þau auðmennina sem kúguðu launþegana. Í örbirgð sinni skóp þetta smáða fólk samtökin, sem ólu af sér verkalýðshreyfinguna. Íslenska þjóðin á óendanlega mikið að þakka því fólki, skynsemi þess og hugrekki, fórnfýsi og samkennd og jafnrétti þess, sem eru undirstaða réttláts samfélags. Gleðitíðindi Nú er við völd á Íslandi ríkisstjórn sem boðar það réttlæti að gæði lands og sjávar séu sameign kynslóðanna og hver kynslóð hafi þá skyldu að vernda þau gæði og tryggja þannig viðurværi barna sinna og annarra óborinna Íslendinga. Stjórnarfrumvarp um veiðileyfagjald er því komið fram. Andstæðingar þess gera sig að kjánum og sýna í sjónvarpi bíómyndir um gömlu aðferðina, að hóta fólki tekjutapi og að byggðir kringum landið leggist af og eignir verði verðlausar, ef lög um veiðigjald verða samþykkt. Yfirskrift greinar minnar ber í sér keim af sögu um frægan mann, sem var leiddur upp á fjall og sýndur allur heimurinn og sagt: „Allt þetta skal ég veita þér ef þú fellur fram og tilbiður mig“ Svar mannsins er vel þekkt: „Vík frá mér“ Stjórnar- frumvarpið snýst um hverjir eiga Ísland og auðlindir þess Mætum hótunum auðmanna með sama hætti og tómthúskarlarnir í Baldri. Eflum samstöðuna gegn árásum stórútgerðarinnar og segjum við hana eins og maðurinn á fjallinu – Vík frá mér. Es: 1916 var „Verkamannafélag Ísfirðinga“ með 44 félaga 1917 var nafni þess breytt í Baldur þá voru félagar orðnir 134 sjá bókina „Vindur í seglum“ eftir Sigurð Pétursson, sagnfræðing. Hún er frábær heimild um sögu verkalýðshreyfingar á Vestfjörðum frá 1890 - 1930. Höfundur er rafvirki Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Birgir Dýrfjörð Sjávarútvegur Breytingar á veiðigjöldum Ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur Mest lesið Halldór 16.08.2025 Halldór Hér er það sem Ágúst sagði ykkur ekki Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Gervigreindin kolfellur á öllum prófum. Er bólan að bresta? Brynjólfur Þorvarðsson Skoðun Falið heimsveldi Al Thani-fjölskyldunnar Finnur Th. Eiríksson Skoðun Kerfisbundið afnám réttinda kvenna — Staða afganskra kvenna 4 árum eftir valdatöku talíbana Ólafur Elínarson,Anna Steinsen Skoðun Fimm ár í feluleik Ebba Margrét Magnúsdóttir Skoðun Óvandaður og einhliða fréttaflutningur RÚV af stríðinu á Gaza Birgir Finnsson Skoðun Við styðjum Ingólf Gíslason og annað starfsfólk í akademískri sniðgöngu Elía Hörpu og Önundarbur,Inga Björk Margrétar Bjarnadóttir,Íris Ellenberger,Sjöfn Asare Skoðun Þetta þarftu að vita: 12 atriði Ágúst Ólafur Ágústsson Skoðun Hið landlæga fúsk Helga Sigrún Harðardóttir Skoðun Skoðun Skoðun Gervigreindin kolfellur á öllum prófum. Er bólan að bresta? Brynjólfur Þorvarðsson skrifar Skoðun Kerfisbundið afnám réttinda kvenna — Staða afganskra kvenna 4 árum eftir valdatöku talíbana Ólafur Elínarson,Anna Steinsen skrifar Skoðun Hér er það sem Ágúst sagði ykkur ekki Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Framtíð íslensks menntakerfis – lærum af Buffalo og leiðandi háskólum heims Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Öryggismenning – hjartað í ábyrgri ferðaþjónustu Ólína Laxdal,Sólveig Nikulásdóttir skrifar Skoðun Nýsamþykkt aðgerðaáætlun í krabbameinsmálum – aldrei mikilvægari en nú Halla Þorvaldsdóttir skrifar Skoðun Falið heimsveldi Al Thani-fjölskyldunnar Finnur Th. Eiríksson skrifar Skoðun Við styðjum Ingólf Gíslason og annað starfsfólk í akademískri sniðgöngu Elía Hörpu og Önundarbur,Inga Björk Margrétar Bjarnadóttir,Íris Ellenberger,Sjöfn Asare skrifar Skoðun Hið landlæga fúsk Helga Sigrún Harðardóttir skrifar Skoðun Þetta þarftu að vita: 12 atriði Ágúst Ólafur Ágústsson skrifar Skoðun Ég frétti af konu Gunnhildur Sveinsdóttir skrifar Skoðun Rangfærslur ESB-sinna leiðréttar Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun Eineltið endaði með örkumlun Davíð Bergmann skrifar Skoðun Akademísk kurteisi á tímum þjóðarmorðs Finnur Ulf Dellsén skrifar Skoðun Við megum ekki tapa leiknum utan vallar Eysteinn Pétur Lárusson skrifar Skoðun Börnin heyra bara sprengjugnýinn Hjálmtýr Heiðdal skrifar Skoðun Gagnslausa fólkið Þröstur Friðfinnsson skrifar Skoðun Tjáningarfrelsi Laufey Brá Jónsdóttir,Sigríður Kristín Helgadóttir,Þorvaldur Víðisson skrifar Skoðun Allt mun fara vel Bjarni Karlsson skrifar Skoðun Normið á ekki síðasta orðið Katrín Íris Sigurðardóttir skrifar Skoðun Ég er eins og ég er, hvernig á ég að vera eitthvað annað? Sigrún Ólöf Ingólfsdóttir skrifar Skoðun Við lifum á tíma fasisma Una Margrét Jónsdóttir skrifar Skoðun Örvæntingarfullir bíleigendur í frumskógi bílastæðagjalda Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Hinir miklu lýðræðissinnar Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Kolefnishlutleysi eftir 15 ár? Hrafnhildur Bragadóttir,Birna Sigrún Hallsdóttir skrifar Skoðun Gleði eða ógleði? Haraldur Hrafn Guðmundsson skrifar Skoðun Tískuorð eða sjálfsögð réttindi? Vigdís Ásgeirsdóttir skrifar Skoðun Ráðherrann og illkvittnu einkaaðilarnir Freyr Ólafsson skrifar Skoðun Áttatíu ár frá Hírósíma og Nagasakí Snæbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Er einhver hissa á fúskinu? Magnús Guðmundsson skrifar Sjá meira
Í sjónvarpsfréttum eða kastljósi 6. þ.m. var fólk spurt hvernig því litist á að tekið yrði gjald fyrir veiðileyfi við Ísland. Flestum var létt um svör þar til kom að því að spyrja þau sem kynnt voru sem íbúar í sjávarplássum. Þá vafðist mörgum tunga um tönn. Svarendur báru fyrir sig að vegna vinnu sinnar vildu þeir ekki fella neina dóma í málinu. Þegar ég heyrði og sá undanbrögð fólksins til að svara þá rifjaðist upp saga sem karl faðir minn sagði mér þegar hann og 44 félagar stofnuðu verkalýðsfélagið Baldur árið 1916 á Ísafirði. Hann var þá kosinn varaformaður Baldurs, ungur strákur sem hafði litla vigt í samfélaginu. Ástæðuna fyrir því að hann var kosinn í stjórnina sagði hann hafa verið, að hann var ekki fyrirvinna heimilis. Hótun að reka hann og svifta heimili hans bjargráðum hafði því lítil áhrif. Tómthúsmenn Þau sem tóku þann slag að vera stofnendur Baldurs voru iðnaðarmenn og tómthúsmenn og þeirra konur. Tómthúsmenn gátu nýtt sjávarfang og réðu yfir bátkænu og byssu (fiskur, selur, fugl) og bjuggu að grasnytjum fyrir rollur sínar og ræktun á kartöflum og rófum. Tómthúsmenn voru því ekki svo illa settir að þeirra fjölskyldur yrðu sveltar til undirgefni. Öll störf sín í þágu verkalýðshreyfingarinnar unnu þau að loknum erfiðum vinnudegi og þrátt fyrir mikla andúð og áreiti sigruðu þau auðmennina sem kúguðu launþegana. Í örbirgð sinni skóp þetta smáða fólk samtökin, sem ólu af sér verkalýðshreyfinguna. Íslenska þjóðin á óendanlega mikið að þakka því fólki, skynsemi þess og hugrekki, fórnfýsi og samkennd og jafnrétti þess, sem eru undirstaða réttláts samfélags. Gleðitíðindi Nú er við völd á Íslandi ríkisstjórn sem boðar það réttlæti að gæði lands og sjávar séu sameign kynslóðanna og hver kynslóð hafi þá skyldu að vernda þau gæði og tryggja þannig viðurværi barna sinna og annarra óborinna Íslendinga. Stjórnarfrumvarp um veiðileyfagjald er því komið fram. Andstæðingar þess gera sig að kjánum og sýna í sjónvarpi bíómyndir um gömlu aðferðina, að hóta fólki tekjutapi og að byggðir kringum landið leggist af og eignir verði verðlausar, ef lög um veiðigjald verða samþykkt. Yfirskrift greinar minnar ber í sér keim af sögu um frægan mann, sem var leiddur upp á fjall og sýndur allur heimurinn og sagt: „Allt þetta skal ég veita þér ef þú fellur fram og tilbiður mig“ Svar mannsins er vel þekkt: „Vík frá mér“ Stjórnar- frumvarpið snýst um hverjir eiga Ísland og auðlindir þess Mætum hótunum auðmanna með sama hætti og tómthúskarlarnir í Baldri. Eflum samstöðuna gegn árásum stórútgerðarinnar og segjum við hana eins og maðurinn á fjallinu – Vík frá mér. Es: 1916 var „Verkamannafélag Ísfirðinga“ með 44 félaga 1917 var nafni þess breytt í Baldur þá voru félagar orðnir 134 sjá bókina „Vindur í seglum“ eftir Sigurð Pétursson, sagnfræðing. Hún er frábær heimild um sögu verkalýðshreyfingar á Vestfjörðum frá 1890 - 1930. Höfundur er rafvirki
Kerfisbundið afnám réttinda kvenna — Staða afganskra kvenna 4 árum eftir valdatöku talíbana Ólafur Elínarson,Anna Steinsen Skoðun
Við styðjum Ingólf Gíslason og annað starfsfólk í akademískri sniðgöngu Elía Hörpu og Önundarbur,Inga Björk Margrétar Bjarnadóttir,Íris Ellenberger,Sjöfn Asare Skoðun
Skoðun Kerfisbundið afnám réttinda kvenna — Staða afganskra kvenna 4 árum eftir valdatöku talíbana Ólafur Elínarson,Anna Steinsen skrifar
Skoðun Framtíð íslensks menntakerfis – lærum af Buffalo og leiðandi háskólum heims Sigvaldi Einarsson skrifar
Skoðun Öryggismenning – hjartað í ábyrgri ferðaþjónustu Ólína Laxdal,Sólveig Nikulásdóttir skrifar
Skoðun Nýsamþykkt aðgerðaáætlun í krabbameinsmálum – aldrei mikilvægari en nú Halla Þorvaldsdóttir skrifar
Skoðun Við styðjum Ingólf Gíslason og annað starfsfólk í akademískri sniðgöngu Elía Hörpu og Önundarbur,Inga Björk Margrétar Bjarnadóttir,Íris Ellenberger,Sjöfn Asare skrifar
Skoðun Tjáningarfrelsi Laufey Brá Jónsdóttir,Sigríður Kristín Helgadóttir,Þorvaldur Víðisson skrifar
Skoðun Örvæntingarfullir bíleigendur í frumskógi bílastæðagjalda Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar
Kerfisbundið afnám réttinda kvenna — Staða afganskra kvenna 4 árum eftir valdatöku talíbana Ólafur Elínarson,Anna Steinsen Skoðun
Við styðjum Ingólf Gíslason og annað starfsfólk í akademískri sniðgöngu Elía Hörpu og Önundarbur,Inga Björk Margrétar Bjarnadóttir,Íris Ellenberger,Sjöfn Asare Skoðun