Lýðræðið er farið – er of seint að snúa við? Einar G. Harðarson skrifar 16. maí 2025 09:32 Fyrir margt löngu skrifaði ég grein sem bar heitið „Lýðræðið er á förum“. Í dag virðist ástæða til að rifja hana upp. Lýðræðið hefur lengi verið talið eitt af grundvallaratriðum vestrænna samfélaga – undirstaða velfarnaðar okkar. Þrátt fyrir það er núverandi mynd þess aðeins um 180 ára gömul. Hugmyndin er sú að almenningur hafi raunveruleg áhrif á ákvarðanir sem snerta líf sitt. En höfum við misst stjórnina? Erum við á leiðinni inn í kerfi þar sem lýðræði þjónar aðeins fáum, sérhagsmunum og peningavöldum? Þegar litið er til baka má sjá að þátttaka fólks í stjórnmálum var áður mun virkari. Fólk bar út blöð, dreifði bæklingum og skipulagði fjáröflun. Á fundum og í umræðu mótaði fólk stefnu sinna flokka. Þetta skapaði sterk tengsl milli flokks og fólks. Flokkarnir byggðu á samstöðu og þátttöku og upp úr þessu starfi fæddust forystumenn með raunverulegan stuðning flokksmanna. Í dag hefur þetta breyst. Stjórnmálaflokkar þurfa ekki lengur á virku grasrótarstarfi að halda. Á síðustu árum hafa þeir fengið um 9 milljarða króna úr ríkissjóði til reksturs. Slíkt fjármagn átti að draga úr þörf þeirra fyrir stuðning frá fyrirtækjum og auðmönnum. Þrátt fyrir það halda stórfyrirtæki áfram að styrkja flokka með milljónagreiðslum. Í stað þess að treysta á fólk snýst baráttan nú um markaðssetningu. Flokkarnir nýta fjármuni í auglýsingar, ráðgjafa og markaðsrannsóknir til að stýra orðræðu og stefnu þannig að hún höfði til kjósenda – oft án raunverulegrar sannfæringar eða langtímahugsunar. Þetta sést vel í Bandaríkjunum þar sem stórir hópar framkvæma kannanir til að finna hvaða mál skipta fólk mestu máli í fylki eða borg og í kjölfarið eru herferðir og ræður sniðnar eftir niðurstöðunum – allt til að fá atkvæði, ekki endilega til að leysa vandann. Þessi þróun dregur úr vægi almennra flokksmanna og eykur völd fárra sérhagsmunaaðila. Kjósendur eru farnir að líta á stjórnmál eins og neytendur sem velja úr tilbúnum vörum, án raunverulegrar aðkomu að mótun þeirra né þekkja innihald. Áður var sagt að enginn kæmist á þing í Bandaríkjunum nema hafa milljónir dollara og banka sem bakhjarla. Ísland virðist stefna sömu leið. Þetta er ekki séríslenskt fyrirbæri. Um allan heim veikjast lýðræðislegar stofnanir, fjölmiðlafrelsi er skert, dómstólar orðnir pólitískir og almenningur útilokaður frá ákvarðanatöku. Þó við sjáum þessa þróun virðist enginn bregðast við. Fyrir flokkana er þetta þægilegt ástand. Spurningin er hvort við getum snúið þessari þróun við. Getum við endurvakið raunverulega þátttöku fólks og styrkt lýðræðislegar stofnanir áður en það verður of seint? Lýðræði krefst virkni, ekki þöggunar. Það er ekki nóg að kvarta í hljóði. Við verðum að ræða málin, mynda nýja grasrót og krefjast þess að stjórnmálin þjóni fólkinu. Á meðan við sitjum hjá færist völdin smám saman frá almenningi til fárra. Höfundur er löggiltur fasteignasali. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Einar G. Harðarson Mest lesið Tár, kvár og kvennafrídagurinn Kristína Ösp Steinke Skoðun Jafnréttisþjóðin sem gleymdi dansinum Brogan Davison,Pétur Ármannsson Skoðun Hvað er svona merkilegt við það? Hópur starfsfólks Jafnlaunastofu Skoðun Halldór 25.10.2025 Halldór Skattaæfingar tengdar landbúnaðarstarfsemi Björn Bjarki Þorsteinsson Skoðun Börn geta ekki beðið – krefjumst tafarlausra aðgerða! Elín H. Hinriksdóttir,Bóas Valdórsson,Árný Ingvarsdóttir,,Anna Lára Steindal,Alma Ýr Ingólfsdóttir Skoðun Óttast Þorgerður úrskurð EFTA-dómstólsins? Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Enginn grunnur fyrir nýju starfsleyfi Ísteka Rósa Líf Darradóttir,Guðrún Scheving Thorsteinsson Skoðun Afglæpavæðing veðmála Gunnar Pétur Haraldsson Skoðun Gleðilegan kvennafrídag og gleðilegt kvennaár Helena Hafþórsdóttir O’Connor Skoðun Skoðun Skoðun Jafnréttisþjóðin sem gleymdi dansinum Brogan Davison,Pétur Ármannsson skrifar Skoðun Hver er að væla? Guðríður Eldey Arnardóttir skrifar Skoðun Tár, kvár og kvennafrídagurinn Kristína Ösp Steinke skrifar Skoðun Skattaæfingar tengdar landbúnaðarstarfsemi Björn Bjarki Þorsteinsson skrifar Skoðun Konan - Vinnan - Kjörin í 40 ár Sara Björg Sigurðardóttir skrifar Skoðun Rangfærslur og hræðsluáróður meirihluta sveitarstjórnar Grímsnes- og Grafningshrepps í nafni lýðræðis Ragna Ívarsdóttir,Guðrún Margrét Njálsdóttir,Þröstur Sverrisson skrifar Skoðun Íslenskur her og íslensk leyniþjónusta Steingrímur Jónsson skrifar Skoðun Er jafnrétti fyrir allar? Anna Bergþórsdóttir skrifar Skoðun Ættu konur að fara í háskólanám? Lísa Margrét Gunnarsdóttir,Íris Björk Ágústsdóttir skrifar Skoðun Enn einn dagur í baráttunni Ásta F. Flosadóttir skrifar Skoðun Verðmætasköpunarlaust haust Jón Gunnarsson skrifar Skoðun Enginn grunnur fyrir nýju starfsleyfi Ísteka Rósa Líf Darradóttir,Guðrún Scheving Thorsteinsson skrifar Skoðun Krafan sem kvennahreyfingin gleymdi Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Börn geta ekki beðið – krefjumst tafarlausra aðgerða! Elín H. Hinriksdóttir,Bóas Valdórsson,Árný Ingvarsdóttir,,Anna Lára Steindal,Alma Ýr Ingólfsdóttir skrifar Skoðun Einfaldar lausnir á vaxtamálavanda bankanna Guðmundur Ásgeirsson skrifar Skoðun Sættum okkur ekki við óbreytt ástand - tillögur Sjálfstæðisflokksins um úrbætur Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun Hvað er sköpun í skólastarfi? Bryngeir Valdimarsson skrifar Skoðun Afglæpavæðing veðmála Gunnar Pétur Haraldsson skrifar Skoðun Gleðilegan kvennafrídag og gleðilegt kvennaár Helena Hafþórsdóttir O’Connor skrifar Skoðun Sterkara námslánakerfi – raunveruleg framför fyrir námsmenn París Anna Bergmann,Sigurður Kári Harðarson skrifar Skoðun Konur Íslands og alþjóðakerfið í takt Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Hvað er svona merkilegt við það? Hópur starfsfólks Jafnlaunastofu skrifar Skoðun Við erum ekki eign annarra! Anna Lizzy Wichmann skrifar Skoðun Sameinuðu þjóðirnar 80 ára: Framtíðin er okkar Eva Harðardóttir skrifar Skoðun Til hamingju með 24. október Þorbjörg S. Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Enn er verk að vinna – upprætum ofbeldi á vinnustöðum Brynhildur Heiðar- og Ómarsdóttir skrifar Skoðun Samstaða - afl sem breytir samfélaginu Heiða Björg Hilmarsdóttir skrifar Skoðun Einu sinni enn Álfhildur Leifsdóttir,Hólmfríður Jennýjar Árnadóttir skrifar Skoðun Skuggahliðar á þéttingu byggðar Þórarinn Hjaltason skrifar Skoðun Er ofbeldi gagnvart eldri borgurum vandamál á Íslandi? Björn Snæbjörnsson,Sigurður Ágúst Sigurðsson skrifar Sjá meira
Fyrir margt löngu skrifaði ég grein sem bar heitið „Lýðræðið er á förum“. Í dag virðist ástæða til að rifja hana upp. Lýðræðið hefur lengi verið talið eitt af grundvallaratriðum vestrænna samfélaga – undirstaða velfarnaðar okkar. Þrátt fyrir það er núverandi mynd þess aðeins um 180 ára gömul. Hugmyndin er sú að almenningur hafi raunveruleg áhrif á ákvarðanir sem snerta líf sitt. En höfum við misst stjórnina? Erum við á leiðinni inn í kerfi þar sem lýðræði þjónar aðeins fáum, sérhagsmunum og peningavöldum? Þegar litið er til baka má sjá að þátttaka fólks í stjórnmálum var áður mun virkari. Fólk bar út blöð, dreifði bæklingum og skipulagði fjáröflun. Á fundum og í umræðu mótaði fólk stefnu sinna flokka. Þetta skapaði sterk tengsl milli flokks og fólks. Flokkarnir byggðu á samstöðu og þátttöku og upp úr þessu starfi fæddust forystumenn með raunverulegan stuðning flokksmanna. Í dag hefur þetta breyst. Stjórnmálaflokkar þurfa ekki lengur á virku grasrótarstarfi að halda. Á síðustu árum hafa þeir fengið um 9 milljarða króna úr ríkissjóði til reksturs. Slíkt fjármagn átti að draga úr þörf þeirra fyrir stuðning frá fyrirtækjum og auðmönnum. Þrátt fyrir það halda stórfyrirtæki áfram að styrkja flokka með milljónagreiðslum. Í stað þess að treysta á fólk snýst baráttan nú um markaðssetningu. Flokkarnir nýta fjármuni í auglýsingar, ráðgjafa og markaðsrannsóknir til að stýra orðræðu og stefnu þannig að hún höfði til kjósenda – oft án raunverulegrar sannfæringar eða langtímahugsunar. Þetta sést vel í Bandaríkjunum þar sem stórir hópar framkvæma kannanir til að finna hvaða mál skipta fólk mestu máli í fylki eða borg og í kjölfarið eru herferðir og ræður sniðnar eftir niðurstöðunum – allt til að fá atkvæði, ekki endilega til að leysa vandann. Þessi þróun dregur úr vægi almennra flokksmanna og eykur völd fárra sérhagsmunaaðila. Kjósendur eru farnir að líta á stjórnmál eins og neytendur sem velja úr tilbúnum vörum, án raunverulegrar aðkomu að mótun þeirra né þekkja innihald. Áður var sagt að enginn kæmist á þing í Bandaríkjunum nema hafa milljónir dollara og banka sem bakhjarla. Ísland virðist stefna sömu leið. Þetta er ekki séríslenskt fyrirbæri. Um allan heim veikjast lýðræðislegar stofnanir, fjölmiðlafrelsi er skert, dómstólar orðnir pólitískir og almenningur útilokaður frá ákvarðanatöku. Þó við sjáum þessa þróun virðist enginn bregðast við. Fyrir flokkana er þetta þægilegt ástand. Spurningin er hvort við getum snúið þessari þróun við. Getum við endurvakið raunverulega þátttöku fólks og styrkt lýðræðislegar stofnanir áður en það verður of seint? Lýðræði krefst virkni, ekki þöggunar. Það er ekki nóg að kvarta í hljóði. Við verðum að ræða málin, mynda nýja grasrót og krefjast þess að stjórnmálin þjóni fólkinu. Á meðan við sitjum hjá færist völdin smám saman frá almenningi til fárra. Höfundur er löggiltur fasteignasali.
Börn geta ekki beðið – krefjumst tafarlausra aðgerða! Elín H. Hinriksdóttir,Bóas Valdórsson,Árný Ingvarsdóttir,,Anna Lára Steindal,Alma Ýr Ingólfsdóttir Skoðun
Enginn grunnur fyrir nýju starfsleyfi Ísteka Rósa Líf Darradóttir,Guðrún Scheving Thorsteinsson Skoðun
Skoðun Rangfærslur og hræðsluáróður meirihluta sveitarstjórnar Grímsnes- og Grafningshrepps í nafni lýðræðis Ragna Ívarsdóttir,Guðrún Margrét Njálsdóttir,Þröstur Sverrisson skrifar
Skoðun Enginn grunnur fyrir nýju starfsleyfi Ísteka Rósa Líf Darradóttir,Guðrún Scheving Thorsteinsson skrifar
Skoðun Börn geta ekki beðið – krefjumst tafarlausra aðgerða! Elín H. Hinriksdóttir,Bóas Valdórsson,Árný Ingvarsdóttir,,Anna Lára Steindal,Alma Ýr Ingólfsdóttir skrifar
Skoðun Sættum okkur ekki við óbreytt ástand - tillögur Sjálfstæðisflokksins um úrbætur Diljá Mist Einarsdóttir skrifar
Skoðun Sterkara námslánakerfi – raunveruleg framför fyrir námsmenn París Anna Bergmann,Sigurður Kári Harðarson skrifar
Skoðun Enn er verk að vinna – upprætum ofbeldi á vinnustöðum Brynhildur Heiðar- og Ómarsdóttir skrifar
Skoðun Er ofbeldi gagnvart eldri borgurum vandamál á Íslandi? Björn Snæbjörnsson,Sigurður Ágúst Sigurðsson skrifar
Börn geta ekki beðið – krefjumst tafarlausra aðgerða! Elín H. Hinriksdóttir,Bóas Valdórsson,Árný Ingvarsdóttir,,Anna Lára Steindal,Alma Ýr Ingólfsdóttir Skoðun
Enginn grunnur fyrir nýju starfsleyfi Ísteka Rósa Líf Darradóttir,Guðrún Scheving Thorsteinsson Skoðun