Heinemann svarar Sameyki: „Þetta er rangt“ Elín Margrét Böðvarsdóttir skrifar 16. maí 2025 10:37 Fyrirtækið Heinemann, sem nýverið tók við rekstri fríhafnarverslana á Keflavíkurflugvelli, Vísir/Árni Fyrirtækið Heinemann, sem nýverið tók við rekstri fríhafnarverslana á Keflavíkurflugvelli, segir ekki rétt að fyrirtækið hyggist meina starfsmönnum verslananna að vera félagsmenn í Sameyki eða skikka þá til aðildar að VR. Þá segir fyrirtækið formann Sameykis hafa farið með rangfærslur í bréfi til félagsmanna sinna á dögunum. Hins vegar staðfestir fyrirtækið að frá og með febrúar 2028 muni „aðeins kjarasamningur VR og SA geta gilt“ um starfsfólk fríhafnarinnar. Þetta kemur fram í yfirlýsingu frá Heinemann þar sem brugðist er við bréfi sem Sameyki sendi félagsfólki og Vísir greindi frá fyrr í vikunni. Í bréfinu sagði Kári Sigurðsson, formaður stéttarfélagsins Sameykis, Heinemann brjóta gegn stjórnarskrárvörðum rétti Íslendinga með því að hyggjast þvinga starfsfólk verslana á flugvellinum til að fylgja kjarasamningum VR í stað Sameykis. Í bréfinu er vitnað til efnis fundar sem stéttarfélagið átti með forsvarsmönnum Heinemann þann 15. apríl en í bréfinu til félagsmanna sagði meðal annars að á fundinum hafi orðið ljóst að Heinemann vildi komast undan kjarasamningi Sameykis. Á fundinum hafi einnig komið fram að fyrirtækið hyggist gera kjarasamninga við VR og ætti nýráðið starfsfólk að starfa eftir samningi þeirra á milli. Núverandi félagsfólk Sameykis fengi að velja hvort það haldi sig þar eða skipti yfir í VR. Samningur Sameykis myndi þó einungis gilda til 1. febrúar 2028 og þá eiga allir starfsmenn að fylgja kjarasamningum VR og Samtaka atvinnulífsins. Frjálst að eiga aðild að Sameyki á meðan kjarasamningur er í gildi Í yfirlýsingu Heinemann felst staðfesting fyrirtækisins á því að eftir að núverandi kjarasamningur rennur úr gildi verði ekki hjá því komist að miðað verði við samning VR og SA. Hins vegar er túlkun Sameykis sem fram kom í bréfinu hafnað. Fyrirtækið ætli sér hvorki nú né síðar að meina starfsmönnum sínum að eiga aðild að Sameyki eða skikka þá til aðildar að VR. „Þetta er rangt og ekki í samræmi við það sem komið hefur fram á fundum fulltrúa Heinemann með forsvarsmönnum Sameykis. Öllum starfsmönnum sem störfuðu áður hjá Fríhöfnin ehf. og starfa nú í verslunum Ísland Duty Free er frjálst að eiga aðild að Sameyki á meðan kjarasamningur Sameykis og Fríhafnarinnar ehf., sem fór áður með rekstur fríhafnarverslana á Keflavíkurflugvelli, er í gildi til 1. febrúar 2028,“ segir meðal annars í yfirlýsingu Heinemann. Sjá einnig: Hundrað og fimmtíu manns unnu að opnuninni Þá vill Heinemann meina að engin stjórnarskrárbundin réttindi séu brotin og að fyrirtækið muni leggja sig fram við að virða réttindi starfsfólks. „Þá er það einnig rangt að Heinemann hafi leitast við að komast undan kjarasamningi Sameykis eða hafi reynt að semja um að kjarasamningur VR ætti að gilda um störf starfsmanna þess, enda er það ekki á færi atvinnurekanda að velja hvaða kjarasamningar gilda um starfsmenn þeirra og þar af leiðandi til hvaða stéttarfélags atvinnurekandi skilar iðgjaldi starfsmanna,” segir ennfremur í yfirlýsingunni. Fullyrt er í yfirlýsingunni að engin réttindi, hvorki stjórnarskrárvarin né önnur, hafi verið né verði brotin og að félagið hafi og muni „halda áfram að leggja sig fram um að fylgja í hvívetna þeim lögum sem gilda um réttindi starfsmanna.“ Sameyki sé ekki fyrir starfsfólk í einkageiranum Þá er bent á í yfirlýsingunni að Heinemann sé einkarekið fyrirtæki og starfsmenn þess sinni verslunar-, þjónustu-, og skrifstofustörfum í einkarekstri. Á sama tíma sé Sameyki stéttarfélag í almannaþjónustu þar sem félagsmenn eru „einstaklingar í þjónustu ríkisins og sveitarfélaga og einstaklingar sem starfa hjá stofnunum og opinberum fyrirtækjum,” að því er segir í yfirlýsingunni. Af þessum sökum muni aðeins kjarasamningur VR og SA „aðeins geta gilt um störf starfsmanna Heinemann eftir að kjarasamningur Sameykis og Fríhafnarinnar ehf. fellur úr gildi árið 2028 að mati þeirra sérfræðinga sem félagið hefur ráðfært sig við.” Fyrirtækið muni leitast við að eiga áfram uppbyggilegt samtal við Sameyki og aðra aðila vinnumarkaðarins þar sem hagsmunir starfsmanna verði hafðir að leiðarljósi. „Heinemann á Íslandi hefur að markmiði vera öflugur og ábyrgur vinnuveitandi, enda byggir rekstur félagsins á góðri þjónustu og öflugri liðsheild 150 starfsmanna þess. Það hefur verið og mun áfram vera markmið Heinemann að tryggja að réttindi starfsmanna skerðist að engu leyti óháð því hvaða kjarasamningur gildir um störf þeirra,“ segir að lokum í yfirlýsingunni. Keflavíkurflugvöllur Stéttarfélög Vinnumarkaður Kjaramál Verslun Mest lesið Telur um dulda launahækkun skrifstofufólks að ræða Viðskipti innlent Segja falda launauppbót hjá níu af hverjum tíu stofnunum ríkisins Viðskipti innlent Nú er ekki hægt að afskrá flugvélar nema að greiða gjöldin Viðskipti innlent Ísland verði leiðandi í þróun varna og viðskipta á Norðurslóðum Viðskipti innlent Eva og Guðrún nýir forstöðumenn hjá Icelandair Viðskipti innlent Rifjar Ímon-málið upp 17 árum seinna: „Hreint og beint ofbeldi af hálfu opinberra starfsmanna“ Viðskipti innlent „Það er kennitöluflakk í skilgreiningu sinni“ Viðskipti innlent Bein útsending: Er gervigreindin alvöru tækifæri fyrir Ísland? Viðskipti innlent Óvæntur atvinnumissir: Óttinn verstur en mörg góð ráð Atvinnulíf Davíð Ernir til liðs við Athygli Viðskipti innlent Fleiri fréttir Eva og Guðrún nýir forstöðumenn hjá Icelandair Nú er ekki hægt að afskrá flugvélar nema að greiða gjöldin Telur um dulda launahækkun skrifstofufólks að ræða Davíð Ernir til liðs við Athygli Netvís tekur við af SAFT Bein útsending: Er gervigreindin alvöru tækifæri fyrir Ísland? Ísland verði leiðandi í þróun varna og viðskipta á Norðurslóðum Segja falda launauppbót hjá níu af hverjum tíu stofnunum ríkisins „Það er kennitöluflakk í skilgreiningu sinni“ Einar rýfur þögnina: Vísar kenningum um fléttu á bug Bein útsending: Ársfundur atvinnulífsins Spá óbreyttum stýrivöxtum í næstu viku „Hef engar upplýsingar um að eitthvað óeðlilegt hafi átt sér stað“ 208 sagt upp í fimm hópuppsögnum Einn stofnenda Play og Leifur í framkvæmdastjórn Icelandair Eiríkur Orri til Ofar Samkaup eignast 38 prósenta hlut í Kjötkompaní Segir stjórnendur ætla að skilja skuldirnar eftir á Íslandi „Það verður andskoti flókið“ Kaupfélagið á bak við risaviðskipti í Iceland Seafood Múlakaffi nýtir farþegamiðstöðina yfir veturinn „Við munum gæta réttar kröfuhafa í hvívetna“ Viðkvæm staða í björgunaraðgerðum Play Europe Horfa fram á tugmilljarða samdrátt og bíða í ofvæni eftir loðnufréttum Hætti korteri eftir peppfund með Möltufólkinu Isavia gefur strandaglópum engin grið Ásgeir og Darri til Landslaga Sahara og Olís tilnefnd til tvennra alþjóðlegra verðlauna Hvetur stjórnvöld til að veita ferðaskrifstofum lán eins og í Covid Búið að greiða laun og barnabætur Sjá meira
Þetta kemur fram í yfirlýsingu frá Heinemann þar sem brugðist er við bréfi sem Sameyki sendi félagsfólki og Vísir greindi frá fyrr í vikunni. Í bréfinu sagði Kári Sigurðsson, formaður stéttarfélagsins Sameykis, Heinemann brjóta gegn stjórnarskrárvörðum rétti Íslendinga með því að hyggjast þvinga starfsfólk verslana á flugvellinum til að fylgja kjarasamningum VR í stað Sameykis. Í bréfinu er vitnað til efnis fundar sem stéttarfélagið átti með forsvarsmönnum Heinemann þann 15. apríl en í bréfinu til félagsmanna sagði meðal annars að á fundinum hafi orðið ljóst að Heinemann vildi komast undan kjarasamningi Sameykis. Á fundinum hafi einnig komið fram að fyrirtækið hyggist gera kjarasamninga við VR og ætti nýráðið starfsfólk að starfa eftir samningi þeirra á milli. Núverandi félagsfólk Sameykis fengi að velja hvort það haldi sig þar eða skipti yfir í VR. Samningur Sameykis myndi þó einungis gilda til 1. febrúar 2028 og þá eiga allir starfsmenn að fylgja kjarasamningum VR og Samtaka atvinnulífsins. Frjálst að eiga aðild að Sameyki á meðan kjarasamningur er í gildi Í yfirlýsingu Heinemann felst staðfesting fyrirtækisins á því að eftir að núverandi kjarasamningur rennur úr gildi verði ekki hjá því komist að miðað verði við samning VR og SA. Hins vegar er túlkun Sameykis sem fram kom í bréfinu hafnað. Fyrirtækið ætli sér hvorki nú né síðar að meina starfsmönnum sínum að eiga aðild að Sameyki eða skikka þá til aðildar að VR. „Þetta er rangt og ekki í samræmi við það sem komið hefur fram á fundum fulltrúa Heinemann með forsvarsmönnum Sameykis. Öllum starfsmönnum sem störfuðu áður hjá Fríhöfnin ehf. og starfa nú í verslunum Ísland Duty Free er frjálst að eiga aðild að Sameyki á meðan kjarasamningur Sameykis og Fríhafnarinnar ehf., sem fór áður með rekstur fríhafnarverslana á Keflavíkurflugvelli, er í gildi til 1. febrúar 2028,“ segir meðal annars í yfirlýsingu Heinemann. Sjá einnig: Hundrað og fimmtíu manns unnu að opnuninni Þá vill Heinemann meina að engin stjórnarskrárbundin réttindi séu brotin og að fyrirtækið muni leggja sig fram við að virða réttindi starfsfólks. „Þá er það einnig rangt að Heinemann hafi leitast við að komast undan kjarasamningi Sameykis eða hafi reynt að semja um að kjarasamningur VR ætti að gilda um störf starfsmanna þess, enda er það ekki á færi atvinnurekanda að velja hvaða kjarasamningar gilda um starfsmenn þeirra og þar af leiðandi til hvaða stéttarfélags atvinnurekandi skilar iðgjaldi starfsmanna,” segir ennfremur í yfirlýsingunni. Fullyrt er í yfirlýsingunni að engin réttindi, hvorki stjórnarskrárvarin né önnur, hafi verið né verði brotin og að félagið hafi og muni „halda áfram að leggja sig fram um að fylgja í hvívetna þeim lögum sem gilda um réttindi starfsmanna.“ Sameyki sé ekki fyrir starfsfólk í einkageiranum Þá er bent á í yfirlýsingunni að Heinemann sé einkarekið fyrirtæki og starfsmenn þess sinni verslunar-, þjónustu-, og skrifstofustörfum í einkarekstri. Á sama tíma sé Sameyki stéttarfélag í almannaþjónustu þar sem félagsmenn eru „einstaklingar í þjónustu ríkisins og sveitarfélaga og einstaklingar sem starfa hjá stofnunum og opinberum fyrirtækjum,” að því er segir í yfirlýsingunni. Af þessum sökum muni aðeins kjarasamningur VR og SA „aðeins geta gilt um störf starfsmanna Heinemann eftir að kjarasamningur Sameykis og Fríhafnarinnar ehf. fellur úr gildi árið 2028 að mati þeirra sérfræðinga sem félagið hefur ráðfært sig við.” Fyrirtækið muni leitast við að eiga áfram uppbyggilegt samtal við Sameyki og aðra aðila vinnumarkaðarins þar sem hagsmunir starfsmanna verði hafðir að leiðarljósi. „Heinemann á Íslandi hefur að markmiði vera öflugur og ábyrgur vinnuveitandi, enda byggir rekstur félagsins á góðri þjónustu og öflugri liðsheild 150 starfsmanna þess. Það hefur verið og mun áfram vera markmið Heinemann að tryggja að réttindi starfsmanna skerðist að engu leyti óháð því hvaða kjarasamningur gildir um störf þeirra,“ segir að lokum í yfirlýsingunni.
Keflavíkurflugvöllur Stéttarfélög Vinnumarkaður Kjaramál Verslun Mest lesið Telur um dulda launahækkun skrifstofufólks að ræða Viðskipti innlent Segja falda launauppbót hjá níu af hverjum tíu stofnunum ríkisins Viðskipti innlent Nú er ekki hægt að afskrá flugvélar nema að greiða gjöldin Viðskipti innlent Ísland verði leiðandi í þróun varna og viðskipta á Norðurslóðum Viðskipti innlent Eva og Guðrún nýir forstöðumenn hjá Icelandair Viðskipti innlent Rifjar Ímon-málið upp 17 árum seinna: „Hreint og beint ofbeldi af hálfu opinberra starfsmanna“ Viðskipti innlent „Það er kennitöluflakk í skilgreiningu sinni“ Viðskipti innlent Bein útsending: Er gervigreindin alvöru tækifæri fyrir Ísland? Viðskipti innlent Óvæntur atvinnumissir: Óttinn verstur en mörg góð ráð Atvinnulíf Davíð Ernir til liðs við Athygli Viðskipti innlent Fleiri fréttir Eva og Guðrún nýir forstöðumenn hjá Icelandair Nú er ekki hægt að afskrá flugvélar nema að greiða gjöldin Telur um dulda launahækkun skrifstofufólks að ræða Davíð Ernir til liðs við Athygli Netvís tekur við af SAFT Bein útsending: Er gervigreindin alvöru tækifæri fyrir Ísland? Ísland verði leiðandi í þróun varna og viðskipta á Norðurslóðum Segja falda launauppbót hjá níu af hverjum tíu stofnunum ríkisins „Það er kennitöluflakk í skilgreiningu sinni“ Einar rýfur þögnina: Vísar kenningum um fléttu á bug Bein útsending: Ársfundur atvinnulífsins Spá óbreyttum stýrivöxtum í næstu viku „Hef engar upplýsingar um að eitthvað óeðlilegt hafi átt sér stað“ 208 sagt upp í fimm hópuppsögnum Einn stofnenda Play og Leifur í framkvæmdastjórn Icelandair Eiríkur Orri til Ofar Samkaup eignast 38 prósenta hlut í Kjötkompaní Segir stjórnendur ætla að skilja skuldirnar eftir á Íslandi „Það verður andskoti flókið“ Kaupfélagið á bak við risaviðskipti í Iceland Seafood Múlakaffi nýtir farþegamiðstöðina yfir veturinn „Við munum gæta réttar kröfuhafa í hvívetna“ Viðkvæm staða í björgunaraðgerðum Play Europe Horfa fram á tugmilljarða samdrátt og bíða í ofvæni eftir loðnufréttum Hætti korteri eftir peppfund með Möltufólkinu Isavia gefur strandaglópum engin grið Ásgeir og Darri til Landslaga Sahara og Olís tilnefnd til tvennra alþjóðlegra verðlauna Hvetur stjórnvöld til að veita ferðaskrifstofum lán eins og í Covid Búið að greiða laun og barnabætur Sjá meira
Rifjar Ímon-málið upp 17 árum seinna: „Hreint og beint ofbeldi af hálfu opinberra starfsmanna“ Viðskipti innlent
Rifjar Ímon-málið upp 17 árum seinna: „Hreint og beint ofbeldi af hálfu opinberra starfsmanna“ Viðskipti innlent