Hvetja stjórnvöld í Ísrael til að breyta stefnu sinni tafarlaust Lovísa Arnardóttir skrifar 16. maí 2025 16:00 Kristrún Frostadóttir forsætisráðherra ásamt öðrum leiðtogum sem undirrituðu yfirlýsinguna. Á myndina vantar forsætisráðherra Írlands sem komst ekki til Tirana. Stjórnarráðið Kristrún Frostadóttir forsætisráðherra undirritaði í dag yfirlýsingu með leiðtogum sex annarra ríkja þar sem þeir lýsa því yfir að tafarlausra aðgerða sé þörf til að koma í veg fyrir frekari hörmungar á Gasa. Ísland átti frumkvæði að gerð yfirlýsingarinnar samkvæmt tilkynningu stjórnarráðsins og veitti því forystu ásamt Spáni að hópurinn náði saman. Í yfirlýsingunni segja forsætisráðherrar Íslands, Spánar, Noregs, Írlands, Lúxemborgar, Slóveníu og Möltu að til þessa hafi yfir 50 þúsund manns látið lífið á Gasa og margir til viðbótar muni svelta í hel á komandi dögum ef ekkert verður að gert. Í yfirlýsingunni hvetja stjórnvöld í Ísrael til að breyta stefnu sinni tafarlaust, stöðva hernaðaraðgerðir á Gasa og tryggja óheftan aðgang hjálpargagna frá alþjóðlegum mannúðarsamtökum inn á svæðið. „Frumkvæði þessa hóps og sá stuðningur við Palestínu sem fram kemur í yfirlýsingunni skiptir mjög miklu máli. Staðan á Gasa er hryllileg, hún versnar með hverjum deginum sem líður, og við getum ekki setið lengur þögul hjá. Þetta er í fyrsta sinn sem yfirlýsing er gefin út á leiðtogastigi og það bendir til þess að afstaðan sé að breytast. Ég bind vonir við að þessi yfirlýsing, ásamt öðrum ferlum sem eru í gangi á alþjóðavettvangi, leiði til stærri skrefa í málum Palestínu,“ segir Kristrún sem er stödd í Tirana í Albaníu á vettvangi EPC (European Political Community). Yfirlýsingin kemur í kjölfar sameiginlegrar yfirlýsingar utanríkisráðherra sex ríkja frá 7. maí síðastliðnum sem Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir utanríkisráðherra undirritaði. Þar höfnuðu ráðherrarnir öllum hugmyndum um brottflutning Palestínumanna frá Gasa enda væru þær brot á alþjóðalögum. „Við erum að hittast hér í Tirana til að ræða öryggismál í Evrópu en hljóð og mynd þurfa að fara saman. Við erum sammála um að það sem er að gerast á Gasa þurfi að ræða í samhengi við öryggi, ekki síst öryggi í Evrópu. Það varðar hag okkar allra að koma á friði í Palestínu. Fyrir utan þann augljósa siðferðislega vinkil sem er á málinu, enda öllum ljóst að verið er að beita hungri sem vopni og alþjóðleg lög margbrotin. Það var þungur tónn í umræðum okkar og ljóst að þolinmæði gagnvart óbreyttu ástandi er á þrotum. Ég lýsti yfir fullum vilja Íslands til að halda þessu samtali áfram og taka þátt í öllum aðgerðum sem mögulega væri hægt að grípa til,“ segir Kristrún í tilkynningu stjórnarráðsins. Átök í Ísrael og Palestínu Ísrael Palestína Ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur Öryggis- og varnarmál Spánn Noregur Lúxemborg Slóvenía Malta Írland Tengdar fréttir Sex evrópskir utanríkisráðherrar skora á Ísrael Utanríkisráðherra Íslands og fimm annarra Evrópuríkja hafa sent frá sér sameiginlega yfirlýsingu þar sem kallað er eftir því að ísraelsk stjórnvöld hverfi frá áformum sínum um að víkka út hernaðaraðgerðir og hafa varanlega viðveru á Gasa. Ráðherrarnir hafna jafnframt „öllum hugmyndum um brottflutning Palestínumanna frá Gaza enda væru það brot á alþjóðalögum,“ segir meðal annars í tilkynningu frá utanríkisráðuneytinu um málið. 7. maí 2025 07:24 Mest lesið „Það voru bara slagsmál, viltu senda bíl“ Innlent Kraftaverk að Gunnari hafi verið bjargað þegar hann lenti í sjónum Innlent Foreldrar hafa áhyggjur af börnum sínum með Sergio í Dúbaí Innlent Gaf lungnadeildinni sex ferðasúrefnistæki til að þakka fyrir sig Innlent Nick Reiner ákærður fyrir að myrða foreldra sína Erlent Kveiktu á 200 kertum fyrir drengina sem hafa látist í baráttu við fíkn Innlent „Þessir þrír flokkar til þess að gera tómar skeljar“ Innlent Margrét Löf dæmd í 16 ára fangelsi Innlent Þau eru tilnefnd sem maður ársins Innlent Ekki lengur hægt að breiða yfir sannleikann Innlent Fleiri fréttir Kveiktu á 200 kertum fyrir drengina sem hafa látist í baráttu við fíkn „Þarna var bara verið að tikka í box“ Gaf lungnadeildinni sex ferðasúrefnistæki til að þakka fyrir sig Kraftaverk að Gunnari hafi verið bjargað þegar hann lenti í sjónum „Það voru bara slagsmál, viltu senda bíl“ „Þessir þrír flokkar til þess að gera tómar skeljar“ Foreldrar hafa áhyggjur af börnum sínum með Sergio í Dúbaí Umdeildur athafnamaður og vendingar á vinstri væng Ekki dómarans eins að meta hvort umskurn væri hættuleg Theodóra ætlar ekki fram aftur fyrir Viðreisn „Hæstvirtur yfirlætisráðherra, nei fyrirgefðu, hæstvirtur forsætisráðherra“ Lesstofu Borgarskjalasafnsins lokað Margrét Löf dæmd í 16 ára fangelsi „Óásættanlegt“ að taka borgarfulltrúa af gestalistanum Það hafi víst verið haft samráð við sjávarútveginn Píratar bjóða ekki fram í vor og Sigurbjörg Erla hættir „Við vitum að áföllin munu koma“ Alexandra sækist eftir oddvitasætinu Pírati skiptir um skútu og makrílsamningur fellur í grýttan jarðveg Dóra Björt til liðs við Samfylkinguna Æfur vegna samnings um makríl: „Skiljum vini okkar Grænlendinga eftir á köldum klaka“ Engin breyting á trúfélagsskráningu landsmanna Bein útsending: Boða óvænt til blaðamannafundar í Ráðhúsinu Hækka hitann í Breiðholtslaug Meðalbílaleigubíllinn verði fyrir mestum áhrifum Óvíst hvort Guðmundur Ingi snúi aftur í ráðuneytið Fjölgun landsmanna það eina sem hafi komið í veg fyrir tekjufall Rúv Umferðarslys á Breiðholtsbraut Orð gegn orði um samskipti innan almannavarnarnefndar Skýrslan ekki til neins ef ekki verði brugðist við Sjá meira
Í yfirlýsingunni segja forsætisráðherrar Íslands, Spánar, Noregs, Írlands, Lúxemborgar, Slóveníu og Möltu að til þessa hafi yfir 50 þúsund manns látið lífið á Gasa og margir til viðbótar muni svelta í hel á komandi dögum ef ekkert verður að gert. Í yfirlýsingunni hvetja stjórnvöld í Ísrael til að breyta stefnu sinni tafarlaust, stöðva hernaðaraðgerðir á Gasa og tryggja óheftan aðgang hjálpargagna frá alþjóðlegum mannúðarsamtökum inn á svæðið. „Frumkvæði þessa hóps og sá stuðningur við Palestínu sem fram kemur í yfirlýsingunni skiptir mjög miklu máli. Staðan á Gasa er hryllileg, hún versnar með hverjum deginum sem líður, og við getum ekki setið lengur þögul hjá. Þetta er í fyrsta sinn sem yfirlýsing er gefin út á leiðtogastigi og það bendir til þess að afstaðan sé að breytast. Ég bind vonir við að þessi yfirlýsing, ásamt öðrum ferlum sem eru í gangi á alþjóðavettvangi, leiði til stærri skrefa í málum Palestínu,“ segir Kristrún sem er stödd í Tirana í Albaníu á vettvangi EPC (European Political Community). Yfirlýsingin kemur í kjölfar sameiginlegrar yfirlýsingar utanríkisráðherra sex ríkja frá 7. maí síðastliðnum sem Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir utanríkisráðherra undirritaði. Þar höfnuðu ráðherrarnir öllum hugmyndum um brottflutning Palestínumanna frá Gasa enda væru þær brot á alþjóðalögum. „Við erum að hittast hér í Tirana til að ræða öryggismál í Evrópu en hljóð og mynd þurfa að fara saman. Við erum sammála um að það sem er að gerast á Gasa þurfi að ræða í samhengi við öryggi, ekki síst öryggi í Evrópu. Það varðar hag okkar allra að koma á friði í Palestínu. Fyrir utan þann augljósa siðferðislega vinkil sem er á málinu, enda öllum ljóst að verið er að beita hungri sem vopni og alþjóðleg lög margbrotin. Það var þungur tónn í umræðum okkar og ljóst að þolinmæði gagnvart óbreyttu ástandi er á þrotum. Ég lýsti yfir fullum vilja Íslands til að halda þessu samtali áfram og taka þátt í öllum aðgerðum sem mögulega væri hægt að grípa til,“ segir Kristrún í tilkynningu stjórnarráðsins.
Átök í Ísrael og Palestínu Ísrael Palestína Ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur Öryggis- og varnarmál Spánn Noregur Lúxemborg Slóvenía Malta Írland Tengdar fréttir Sex evrópskir utanríkisráðherrar skora á Ísrael Utanríkisráðherra Íslands og fimm annarra Evrópuríkja hafa sent frá sér sameiginlega yfirlýsingu þar sem kallað er eftir því að ísraelsk stjórnvöld hverfi frá áformum sínum um að víkka út hernaðaraðgerðir og hafa varanlega viðveru á Gasa. Ráðherrarnir hafna jafnframt „öllum hugmyndum um brottflutning Palestínumanna frá Gaza enda væru það brot á alþjóðalögum,“ segir meðal annars í tilkynningu frá utanríkisráðuneytinu um málið. 7. maí 2025 07:24 Mest lesið „Það voru bara slagsmál, viltu senda bíl“ Innlent Kraftaverk að Gunnari hafi verið bjargað þegar hann lenti í sjónum Innlent Foreldrar hafa áhyggjur af börnum sínum með Sergio í Dúbaí Innlent Gaf lungnadeildinni sex ferðasúrefnistæki til að þakka fyrir sig Innlent Nick Reiner ákærður fyrir að myrða foreldra sína Erlent Kveiktu á 200 kertum fyrir drengina sem hafa látist í baráttu við fíkn Innlent „Þessir þrír flokkar til þess að gera tómar skeljar“ Innlent Margrét Löf dæmd í 16 ára fangelsi Innlent Þau eru tilnefnd sem maður ársins Innlent Ekki lengur hægt að breiða yfir sannleikann Innlent Fleiri fréttir Kveiktu á 200 kertum fyrir drengina sem hafa látist í baráttu við fíkn „Þarna var bara verið að tikka í box“ Gaf lungnadeildinni sex ferðasúrefnistæki til að þakka fyrir sig Kraftaverk að Gunnari hafi verið bjargað þegar hann lenti í sjónum „Það voru bara slagsmál, viltu senda bíl“ „Þessir þrír flokkar til þess að gera tómar skeljar“ Foreldrar hafa áhyggjur af börnum sínum með Sergio í Dúbaí Umdeildur athafnamaður og vendingar á vinstri væng Ekki dómarans eins að meta hvort umskurn væri hættuleg Theodóra ætlar ekki fram aftur fyrir Viðreisn „Hæstvirtur yfirlætisráðherra, nei fyrirgefðu, hæstvirtur forsætisráðherra“ Lesstofu Borgarskjalasafnsins lokað Margrét Löf dæmd í 16 ára fangelsi „Óásættanlegt“ að taka borgarfulltrúa af gestalistanum Það hafi víst verið haft samráð við sjávarútveginn Píratar bjóða ekki fram í vor og Sigurbjörg Erla hættir „Við vitum að áföllin munu koma“ Alexandra sækist eftir oddvitasætinu Pírati skiptir um skútu og makrílsamningur fellur í grýttan jarðveg Dóra Björt til liðs við Samfylkinguna Æfur vegna samnings um makríl: „Skiljum vini okkar Grænlendinga eftir á köldum klaka“ Engin breyting á trúfélagsskráningu landsmanna Bein útsending: Boða óvænt til blaðamannafundar í Ráðhúsinu Hækka hitann í Breiðholtslaug Meðalbílaleigubíllinn verði fyrir mestum áhrifum Óvíst hvort Guðmundur Ingi snúi aftur í ráðuneytið Fjölgun landsmanna það eina sem hafi komið í veg fyrir tekjufall Rúv Umferðarslys á Breiðholtsbraut Orð gegn orði um samskipti innan almannavarnarnefndar Skýrslan ekki til neins ef ekki verði brugðist við Sjá meira
Sex evrópskir utanríkisráðherrar skora á Ísrael Utanríkisráðherra Íslands og fimm annarra Evrópuríkja hafa sent frá sér sameiginlega yfirlýsingu þar sem kallað er eftir því að ísraelsk stjórnvöld hverfi frá áformum sínum um að víkka út hernaðaraðgerðir og hafa varanlega viðveru á Gasa. Ráðherrarnir hafna jafnframt „öllum hugmyndum um brottflutning Palestínumanna frá Gaza enda væru það brot á alþjóðalögum,“ segir meðal annars í tilkynningu frá utanríkisráðuneytinu um málið. 7. maí 2025 07:24