Við munum aldrei fela okkur aftur Kári Garðarsson skrifar 17. maí 2025 07:02 Neikvæð umræða og aðgerðir stjórnvalda gagnvart hinsegin fólki, í löndum sem við höfum almennt borið okkur saman við, hafa ekki farið fram hjá neinu okkar. Aðför stjórnmálafólks og skipulagðra þrýstihópa að réttindum og tilverurétti hinsegin fólks er með þeim hætti í Bandaríkjunum, Bretlandi, Ungverjalandi, Georgíu og fleiri löndum að það er ómögulegt annað en að finna til sorgar, reiði og jafnvel vanmáttar yfir stöðunni. Við vitum að þessari alþjóðlegu bylgju er ekki lokið, en það er ekkert sem segir að þróunin þurfi að verða sams konar á Íslandi. Á meðan réttindi hinsegin fólks skerðast víða um heim heldur Ísland nefnilega áfram í rétta átt. Árlega gefa ILGA-Europe, regnhlífarsamtök hinsegin fólks í Evrópu, út Regnbogakortið sem greinir lagalega stöðu í öllum löndum Evrópu. Í vikunni birtist uppfærð útgáfa kortsins og féll Ísland úr öðru sæti niður í það þriðja, þrátt fyrir að bæta við sig á milli ára. Belgía fer upp fyrir okkur í annað sæti Regnbogakortsins fyrst og fremst vegna aðgerða stjórnvalda þar í landi gegn hatursglæpum og hatursorðræðu. Tækifæri eru því til staðar fyrir Ísland að skipa sér í allra fremstu röð í heiminum og það er sjálfsögð krafa hinsegin samfélagsins að þangað skuli áfram stefnt. Það er mögulegt á aðeins einu ári ef ný ríkisstjórn hefur kjark og vilja til þess. Íslensk stjórnvöld geta til dæmis fylgt fordæmi Belga og stigið inn með afgerandi hætti með aðgerðum gegn hatursglæpum og hatursorðræðu. Einnig þarf að bæta lagalega umgjörð til að tryggja líkamlega friðhelgi intersex fólks og loks réttindi fólks sem þarf á alþjóðlegri vernd að halda. Þegar andstæðingar mannréttinda hinsegin fólks ýta á móti er aðeins ein fær leið fyrir frjálslynt lýðræðisríki: Áfram. Í dag er alþjóðlegur dagur gegn hinsegin fordómum og fyrsta Hamingjuhlaupið er hlaupið af því tilefni í Elliðaárdalnum. Dagurinn í dag er einnig merkilegur fyrir þær sakir að Samtökin ‘78 munu veita Herði Torfasyni heiðursmerki félagsins við hátíðlega athöfn á Hótel Borg kl. 18. Hörður Torfason er sannkallaður brautryðjandi. Hann markaði veginn fyrir manneskjur eins og mig og fleiri sem á eftir komu. Fyrir fimmtíu árum síðan steig hann fram sem hommi í tímamótaviðtali, stoltur af sjálfum sér og baðst ekki afsökunar á neinu. Hörður og mörg fleiri sem mótuðu upphafsár Samtakanna ‘78 urðu fyrir miklu mótlæti. Þrátt fyrir það höfðu þau hugrekki til þess að berjast fyrir eigin tilveru - og þar með fyrir frelsi okkar allra. Sagan gengur í hringi. Mótlætið sem hinsegin fólk finnur fyrir þessa dagana, ekki síst trans fólk, er birtingarmynd sömu fordómanna og ranghugmyndanna sem brautryðjendur hinsegin réttinda á Íslandi þurftu að takast á við. Það er ráðist með markvissum hætti að réttindum okkar um allan heim og áhrif þess ná auðvitað líka hingað til Íslands. En gleymum því aldrei að við höfum séð það svartara og höfum það hugfast að við munum sjá það bjartara. Samtökin ‘78 standa í fæturna, sterkari en nokkru sinni fyrr. Við munum aldrei fela okkur aftur. Höfundur er framkvæmdastjóri Samtakanna ‘78. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Hinsegin Málefni trans fólks Kári Garðarsson Mest lesið Ég heiti Elísa og ég er Drusla Elísa Rún Svansdóttir Skoðun Grindavík má enn bíða Gísli Stefánsson Skoðun Feluleikur ríkisstjórnarinnar? Lárus Guðmundsson Skoðun Yfirlýsing frá Kára Stefánssyni um hrakfarir hans í samskiptum við íhaldssaman blaðamann Kári Stefánsson Skoðun Þið voruð í partýinu líka! Gísli Sigurður Gunnlaugsson Skoðun Lýðheilsan að veði? Willum Þór Þórsson Skoðun Þétting byggðar er ekki vandamálið Dóra Björt Guðjónsdóttir Skoðun Swuayda blæðir: Hróp sem heimurinn heyrir ekki Mouna Nasr Skoðun Lífið í tjaldi á Gaza Viðar Hreinsson,Israa Saed Skoðun Gaza og sjálfbærni mennskunnar Elva Rakel Jónsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Feluleikur ríkisstjórnarinnar? Lárus Guðmundsson skrifar Skoðun Ég heiti Elísa og ég er Drusla Elísa Rún Svansdóttir skrifar Skoðun Grindavík má enn bíða Gísli Stefánsson skrifar Skoðun Aðventukerti og aðgangshindranir Kristín María Birgisdóttir skrifar Skoðun Lífið í tjaldi á Gaza Viðar Hreinsson,Israa Saed skrifar Skoðun Gaza og sjálfbærni mennskunnar Elva Rakel Jónsdóttir skrifar Skoðun Börnin og hungursneyðin í Gaza Sverrir Ólafsson skrifar Skoðun Kynbundið ofbeldi Sigríður Ingibjörg Ingadóttir,Steinunn Bragadóttir skrifar Skoðun Aðdragandi aðildar þarf umboð Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Yfirlýsing frá Kára Stefánssyni um hrakfarir hans í samskiptum við íhaldssaman blaðamann Kári Stefánsson skrifar Skoðun Þétting byggðar er ekki vandamálið Dóra Björt Guðjónsdóttir skrifar Skoðun Þrengt að þjóðarleikvanginum Þorvaldur Örlygsson skrifar Skoðun Ert þú drusla? Katrín Sigríður J. Steingrímsdóttir,Elísa Rún Svansdóttir,Lilja Íris Long Birnudóttir,Lísa Margrét Gunnarsdóttir,Margrét Baldursdóttir,Silja Höllu Egilsdóttir skrifar Skoðun Sameiginleg yfirlýsing 28 ríkja um málefni Palestínu, hvers virði er hún? Einar Ólafsson skrifar Skoðun Alltof mörg sveitarfélög á Íslandi! Gunnar Alexander Ólafsson skrifar Skoðun Öryggi betur tryggt – fangelsismál færð til nútímans Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Lýðheilsan að veði? Willum Þór Þórsson skrifar Skoðun Evrópusambandsaðild - valdefling íslensks almennings Magnús Árni Skjöld Magnússon skrifar Skoðun Köllum Skjöld Íslands réttu nafni: Rasískt götugengi Ian McDonald skrifar Skoðun Hverjir eru komnir með nóg? Nichole Leigh Mosty skrifar Skoðun Að leigja okkar eigin innviði Halldóra Mogensen skrifar Skoðun Málþóf sem valdníðsla Einar G. Harðarson skrifar Skoðun Klaufaskapur og reynsluleysi? Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Hvernig spyr ég gervigreind til að fá besta svarið? Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Ertu bitur? Björn Leví Gunnarsson skrifar Skoðun Er hægt að læra af draumum? Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Afstæði ábyrgðar Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Klassapróf fína fólksins – eða hvernig erfingjar kenna okkur að lifa Sigríður Svanborgardóttir skrifar Skoðun Fjárhagslegt virði vörumerkja Elías Larsen skrifar Skoðun Við ákærum – hver sveik strandveiðisjómenn? Kjartan Páll Sveinsson skrifar Sjá meira
Neikvæð umræða og aðgerðir stjórnvalda gagnvart hinsegin fólki, í löndum sem við höfum almennt borið okkur saman við, hafa ekki farið fram hjá neinu okkar. Aðför stjórnmálafólks og skipulagðra þrýstihópa að réttindum og tilverurétti hinsegin fólks er með þeim hætti í Bandaríkjunum, Bretlandi, Ungverjalandi, Georgíu og fleiri löndum að það er ómögulegt annað en að finna til sorgar, reiði og jafnvel vanmáttar yfir stöðunni. Við vitum að þessari alþjóðlegu bylgju er ekki lokið, en það er ekkert sem segir að þróunin þurfi að verða sams konar á Íslandi. Á meðan réttindi hinsegin fólks skerðast víða um heim heldur Ísland nefnilega áfram í rétta átt. Árlega gefa ILGA-Europe, regnhlífarsamtök hinsegin fólks í Evrópu, út Regnbogakortið sem greinir lagalega stöðu í öllum löndum Evrópu. Í vikunni birtist uppfærð útgáfa kortsins og féll Ísland úr öðru sæti niður í það þriðja, þrátt fyrir að bæta við sig á milli ára. Belgía fer upp fyrir okkur í annað sæti Regnbogakortsins fyrst og fremst vegna aðgerða stjórnvalda þar í landi gegn hatursglæpum og hatursorðræðu. Tækifæri eru því til staðar fyrir Ísland að skipa sér í allra fremstu röð í heiminum og það er sjálfsögð krafa hinsegin samfélagsins að þangað skuli áfram stefnt. Það er mögulegt á aðeins einu ári ef ný ríkisstjórn hefur kjark og vilja til þess. Íslensk stjórnvöld geta til dæmis fylgt fordæmi Belga og stigið inn með afgerandi hætti með aðgerðum gegn hatursglæpum og hatursorðræðu. Einnig þarf að bæta lagalega umgjörð til að tryggja líkamlega friðhelgi intersex fólks og loks réttindi fólks sem þarf á alþjóðlegri vernd að halda. Þegar andstæðingar mannréttinda hinsegin fólks ýta á móti er aðeins ein fær leið fyrir frjálslynt lýðræðisríki: Áfram. Í dag er alþjóðlegur dagur gegn hinsegin fordómum og fyrsta Hamingjuhlaupið er hlaupið af því tilefni í Elliðaárdalnum. Dagurinn í dag er einnig merkilegur fyrir þær sakir að Samtökin ‘78 munu veita Herði Torfasyni heiðursmerki félagsins við hátíðlega athöfn á Hótel Borg kl. 18. Hörður Torfason er sannkallaður brautryðjandi. Hann markaði veginn fyrir manneskjur eins og mig og fleiri sem á eftir komu. Fyrir fimmtíu árum síðan steig hann fram sem hommi í tímamótaviðtali, stoltur af sjálfum sér og baðst ekki afsökunar á neinu. Hörður og mörg fleiri sem mótuðu upphafsár Samtakanna ‘78 urðu fyrir miklu mótlæti. Þrátt fyrir það höfðu þau hugrekki til þess að berjast fyrir eigin tilveru - og þar með fyrir frelsi okkar allra. Sagan gengur í hringi. Mótlætið sem hinsegin fólk finnur fyrir þessa dagana, ekki síst trans fólk, er birtingarmynd sömu fordómanna og ranghugmyndanna sem brautryðjendur hinsegin réttinda á Íslandi þurftu að takast á við. Það er ráðist með markvissum hætti að réttindum okkar um allan heim og áhrif þess ná auðvitað líka hingað til Íslands. En gleymum því aldrei að við höfum séð það svartara og höfum það hugfast að við munum sjá það bjartara. Samtökin ‘78 standa í fæturna, sterkari en nokkru sinni fyrr. Við munum aldrei fela okkur aftur. Höfundur er framkvæmdastjóri Samtakanna ‘78.
Yfirlýsing frá Kára Stefánssyni um hrakfarir hans í samskiptum við íhaldssaman blaðamann Kári Stefánsson Skoðun
Skoðun Yfirlýsing frá Kára Stefánssyni um hrakfarir hans í samskiptum við íhaldssaman blaðamann Kári Stefánsson skrifar
Skoðun Ert þú drusla? Katrín Sigríður J. Steingrímsdóttir,Elísa Rún Svansdóttir,Lilja Íris Long Birnudóttir,Lísa Margrét Gunnarsdóttir,Margrét Baldursdóttir,Silja Höllu Egilsdóttir skrifar
Skoðun Sameiginleg yfirlýsing 28 ríkja um málefni Palestínu, hvers virði er hún? Einar Ólafsson skrifar
Skoðun Öryggi betur tryggt – fangelsismál færð til nútímans Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir skrifar
Skoðun Klassapróf fína fólksins – eða hvernig erfingjar kenna okkur að lifa Sigríður Svanborgardóttir skrifar
Yfirlýsing frá Kára Stefánssyni um hrakfarir hans í samskiptum við íhaldssaman blaðamann Kári Stefánsson Skoðun