Gegndarlaus áróður hafi tryggt gott gengi Ísraels Oddur Ævar Gunnarsson skrifar 18. maí 2025 12:03 Grétar Þór segir ekki hægt að lesa beina stuðningsyfirlýsingu við Ísrael úr úrslitum gærkvöldsins í Eurovision. Inga Auðbjörg segir gengið ekki koma á óvart. Austurríki kom, sá og sigraði Eurovision söngvakeppnina í gær. Á tíma leit hinsvegar út fyrir að Ísrael myndi bera sigur úr býtum, þrátt fyrir umdeilda þátttöku. Stjórnmálafræðingur segist efins um pólitíska þýðingu keppninnar en aðdáandi sem sniðgekk keppnina segist ekki hissa á góðu gengi Ísrael, það sé að þakka gegndarlausum áróðri á samfélagsmiðlum. VÆB bræður urðu að sætta sig við næstneðsta sæti í Eurovision söngvakeppninni sem fram fór í Basel í gær en söngvarinn JJ sigraði keppnina fyrir hönd Austurríkis. Á tíma leit út fyrir að Ísrael myndi bera sigur úr býtum í keppninni en landið rakaði inn stigum frá almenningi í símakosningu og hlaut alls 356 stig. Þátttaka Ísrael í keppninni hefur verið umdeild vegna hernaðar þeirra á Gasa og gríðarlegs mannfalls meðal Palestínumanna. Var þátttökunni mótmælt utan keppnishallarinnar sem og innan hennar. Skiptar skoðanir eru á þýðingu góðs gengis Ísraels í keppninni. Bjarki Sigurðsson fréttamaður greinir stöðuna degi eftir úrslitin á vettvangi í Basel. Ekki bein stuðningsyfirlýsing Grétar Þór Eyþórsson prófessor í stjórnmálafræði segir Ísraelsmenn geta túlkað sigurinn sem ímyndarsigur.„Þeir geta eflaust túlkað það þannig en gott gengi þeirra í keppninni í gær getur náttúrulega líka verið vegna þess að fólki í Evrópu líkaði lagið vel og þá ekki látið það hafa nein áhrif á sig hvað Ísraelsmenn eru að gera að öðru leyti, hvað sem svo sem okkur finnst um það.“ Almenningur í Evrópu virðist ekki miðað við úrslitin í gær líta svo á að keppnin sé pólitísk að sögn Grétars. „Ég á nú síður von á því að gengi Ísraels í gær sé svona einhverskonar stuðningsyfirlýsing við það sem þeir eru að gera, að minnsta kosti ekki bein stuðningsyfirlýsing.“ Gengið komi ekki á óvart Inga Auðbjörg Straumland fyrrverandi stjórnarkona í FÁSES, félags áhugafólks um Eurovision, hefur sniðgengið keppnina undanfarin ár vegna þátttöku Ísrael. Hún segir gengi landsins ekki koma sér á óvart. „Þetta er ekkert ótrúlegt fyrir mér, þetta er bara úrslitin sem ég bjóst við. Að því sögðu ég hef ekki heyrt lagið, ég fylgdist ekki með, ég var upptekin við að keppa í Klúróvisjón á meðan en var algerlega að undirbúa mig undir það andlega að Ísrael myndi nú kannski bara hafa þessa keppni af því að þau hafa verið með gegndarlausan áróður, þó ég sé að sniðganga þá kemst ég ekki hjá því að vera vör við það, þau stilla upp auglýsingum á Youtube og flæða inn á allar Eurovision grúppur sem ég reyni að skrolla framhjá. Þannig ég er ekkert hissa, fólk pakkar í vörn og kýs sína konu tuttugu sinnum og þá bara fer þetta svona.“ Eurovision Eurovision 2025 Ísrael Mest lesið Ökumaður bifhjólsins látinn Innlent Ógeðsleg aðkoma að íbúðinni eftir Airbnb-gesti Innlent Ísland leggur til fólk í finnskar herstöðvar Innlent Alvarlegt mótorhjólaslys og Miklubraut lokað Innlent „Nú verður að hafa hraðar hendur“ Innlent Óska eftir vitnum: Missti stjórn og hafnaði á vegriði Innlent Ljóstruðu upp um heimilisfang sænska forsætisráðherrans á Strava Erlent Dettifoss vélarvana úti á ballarhafi Innlent Hæstiréttur hafnar Hvammsvirkjun Innlent Kona á fimmtugsaldri í haldi vegna hnífstunguárásar Innlent Fleiri fréttir „Í næstu umferð fara hlutirnir í gegn“ Tilkynnt um buxnalausan mann og stolinn pizzaofn „Það er enginn svartur listi hjá okkur“ Davíð hafi lagt Golíat Hlaup er hafið úr Mýrdalsjökli Ökumaður bifhjólsins látinn Dettifoss vélarvana úti á ballarhafi Flugvél snúið við vegna bilunar „Enn ein viðurkenning að það má brjóta á fötluðu fólki“ Ógeðsleg aðkoma að íbúðinni eftir Airbnb-gesti Óska eftir vitnum: Missti stjórn og hafnaði á vegriði Bíða niðurstaðna um magakveisuna á Laugarvatni Dómurinn vonbrigði en virkjunin ekki út úr myndinni Kona á fimmtugsaldri í haldi vegna hnífstunguárásar „Nú verður að hafa hraðar hendur“ Hvammsvirkjun í uppnámi og ókyrrð hjá Play Hæstiréttur hafnar Hvammsvirkjun Inga Sæland með galsa á þingi í nótt „Orðaskiftismetið tikið“ Bifhjólamaðurinn „mikið slasaður“ Alvarlegt mótorhjólaslys og Miklubraut lokað Ungt fólk notar frekar samfélagsmiðla en hefðbundna fréttamiðla Stór meirihluti þjóðarinnar hlynntur veiðigjaldafrumvarpinu „Þú ert mögulega búin að nota gagnaver 400 sinnum síðan í morgun“ Kjarnorkukafbátur í höfn í fyrsta sinn Ísland leggur til fólk í finnskar herstöðvar Fluttur á bráðamóttöku með áverka á höfði eftir líkamsárás Segir stjórnina ekki standa við stóru orðin í orkumálum „Kannski var þetta prakkarastrik“ „Íslandsmet í óvandaðri lagasetningu“ Sjá meira
VÆB bræður urðu að sætta sig við næstneðsta sæti í Eurovision söngvakeppninni sem fram fór í Basel í gær en söngvarinn JJ sigraði keppnina fyrir hönd Austurríkis. Á tíma leit út fyrir að Ísrael myndi bera sigur úr býtum í keppninni en landið rakaði inn stigum frá almenningi í símakosningu og hlaut alls 356 stig. Þátttaka Ísrael í keppninni hefur verið umdeild vegna hernaðar þeirra á Gasa og gríðarlegs mannfalls meðal Palestínumanna. Var þátttökunni mótmælt utan keppnishallarinnar sem og innan hennar. Skiptar skoðanir eru á þýðingu góðs gengis Ísraels í keppninni. Bjarki Sigurðsson fréttamaður greinir stöðuna degi eftir úrslitin á vettvangi í Basel. Ekki bein stuðningsyfirlýsing Grétar Þór Eyþórsson prófessor í stjórnmálafræði segir Ísraelsmenn geta túlkað sigurinn sem ímyndarsigur.„Þeir geta eflaust túlkað það þannig en gott gengi þeirra í keppninni í gær getur náttúrulega líka verið vegna þess að fólki í Evrópu líkaði lagið vel og þá ekki látið það hafa nein áhrif á sig hvað Ísraelsmenn eru að gera að öðru leyti, hvað sem svo sem okkur finnst um það.“ Almenningur í Evrópu virðist ekki miðað við úrslitin í gær líta svo á að keppnin sé pólitísk að sögn Grétars. „Ég á nú síður von á því að gengi Ísraels í gær sé svona einhverskonar stuðningsyfirlýsing við það sem þeir eru að gera, að minnsta kosti ekki bein stuðningsyfirlýsing.“ Gengið komi ekki á óvart Inga Auðbjörg Straumland fyrrverandi stjórnarkona í FÁSES, félags áhugafólks um Eurovision, hefur sniðgengið keppnina undanfarin ár vegna þátttöku Ísrael. Hún segir gengi landsins ekki koma sér á óvart. „Þetta er ekkert ótrúlegt fyrir mér, þetta er bara úrslitin sem ég bjóst við. Að því sögðu ég hef ekki heyrt lagið, ég fylgdist ekki með, ég var upptekin við að keppa í Klúróvisjón á meðan en var algerlega að undirbúa mig undir það andlega að Ísrael myndi nú kannski bara hafa þessa keppni af því að þau hafa verið með gegndarlausan áróður, þó ég sé að sniðganga þá kemst ég ekki hjá því að vera vör við það, þau stilla upp auglýsingum á Youtube og flæða inn á allar Eurovision grúppur sem ég reyni að skrolla framhjá. Þannig ég er ekkert hissa, fólk pakkar í vörn og kýs sína konu tuttugu sinnum og þá bara fer þetta svona.“
Eurovision Eurovision 2025 Ísrael Mest lesið Ökumaður bifhjólsins látinn Innlent Ógeðsleg aðkoma að íbúðinni eftir Airbnb-gesti Innlent Ísland leggur til fólk í finnskar herstöðvar Innlent Alvarlegt mótorhjólaslys og Miklubraut lokað Innlent „Nú verður að hafa hraðar hendur“ Innlent Óska eftir vitnum: Missti stjórn og hafnaði á vegriði Innlent Ljóstruðu upp um heimilisfang sænska forsætisráðherrans á Strava Erlent Dettifoss vélarvana úti á ballarhafi Innlent Hæstiréttur hafnar Hvammsvirkjun Innlent Kona á fimmtugsaldri í haldi vegna hnífstunguárásar Innlent Fleiri fréttir „Í næstu umferð fara hlutirnir í gegn“ Tilkynnt um buxnalausan mann og stolinn pizzaofn „Það er enginn svartur listi hjá okkur“ Davíð hafi lagt Golíat Hlaup er hafið úr Mýrdalsjökli Ökumaður bifhjólsins látinn Dettifoss vélarvana úti á ballarhafi Flugvél snúið við vegna bilunar „Enn ein viðurkenning að það má brjóta á fötluðu fólki“ Ógeðsleg aðkoma að íbúðinni eftir Airbnb-gesti Óska eftir vitnum: Missti stjórn og hafnaði á vegriði Bíða niðurstaðna um magakveisuna á Laugarvatni Dómurinn vonbrigði en virkjunin ekki út úr myndinni Kona á fimmtugsaldri í haldi vegna hnífstunguárásar „Nú verður að hafa hraðar hendur“ Hvammsvirkjun í uppnámi og ókyrrð hjá Play Hæstiréttur hafnar Hvammsvirkjun Inga Sæland með galsa á þingi í nótt „Orðaskiftismetið tikið“ Bifhjólamaðurinn „mikið slasaður“ Alvarlegt mótorhjólaslys og Miklubraut lokað Ungt fólk notar frekar samfélagsmiðla en hefðbundna fréttamiðla Stór meirihluti þjóðarinnar hlynntur veiðigjaldafrumvarpinu „Þú ert mögulega búin að nota gagnaver 400 sinnum síðan í morgun“ Kjarnorkukafbátur í höfn í fyrsta sinn Ísland leggur til fólk í finnskar herstöðvar Fluttur á bráðamóttöku með áverka á höfði eftir líkamsárás Segir stjórnina ekki standa við stóru orðin í orkumálum „Kannski var þetta prakkarastrik“ „Íslandsmet í óvandaðri lagasetningu“ Sjá meira