Narsissismi í hnotskurn Hallgerður Ljósynja Hauksdóttir skrifar 18. maí 2025 16:02 Narissisimi er mikið ræddur á sama tíma óljóst hugtak. Um er að ræða fólk sem getur haft allmargar og ólíkar ytri ásjónur en það þarf að leita þess sem innra býr til að sjá það sem við er að fást. Jafnframt er víða tekist á um skilgreiningarvaldið yfir því hvað narsissismi er. Mér hefur reynst best að styðjast við þekkingu sem byggð er á menntun sem byggð er á rannsóknum – en í bland við reynslu fólks sem lýsir upplifun sinni af samskiptum við fólk af þessu tagi. Þetta tvennt fer reyndar mjög vel saman. Narcissus var fagurt og aðlaðandi ungmenni sem hafði ekki til að bera samkennd þegar kom að áhrifum aðdráttarafls hans. Echo elskaði Narcissus og veslaðist upp og varð að hvísli einu er hún leitaði tengsla og athygli hans, sem aldrei fékkst. Gyðjan Nemesis lagði þá refsingu á Narcissus að hann skyldi sjálfur veslast upp við eigin sjálfsdýrkun. Þessi forna goðsögn er mjög góð lýsing á bæði áhrifum narsissisma á líf fólks í kringum hann og á hann sjálfan. Goðsögnin lýsir manngerð sem mannkynið þekkti löngu áður en nútíma læknisfræði varð til. Narsissistar eru fólk sem er að því leyti ekki tilfinningalega fullgert að þau mynda ekki raunverulega djúp gagnkvæm tengsl við annað fólk, en lifa á sama tíma mismeðvitandi í sálfsdýrkandi innri veruleika. Þetta hefur gríðarlegar afleiðingar fyrir fólk sem stendur þeim nærri. Við fyrstu sýn sést þetta ekki vel en ástandið kemur í ljós með tímanum, eða eftir því sem á reynir. Skorturinn innsæi sem samkennd myndi gefa leiðir til skaðlegrar hegðunar í garð þeirra sem tengjast viðkomandi tilfinningaböndum eða annarra í áskilinni nálægð af öðru tagi, til dæmis maka eigin ættingja, eða eigin vinnufélaga eða nágranna. Það eru hörð örlög að veslast upp við þá vonlausu stöðu að leggja ást á narsissista og í sjálfu sér einnig hörð örlög fyrir narsissista að fá ekki að upplifa til fulls mennskuna heldur visna í eigin sjálfsupphafningu. Ljóst er að það er fyrst og fremst fólk sem lifir í nálægð við narsissistann sem fer illa út úr samskiptunum, enda með væntingar um eðlileg tengsl. Ástæðan er sú að narsissismi er egosyncrónískt ástand, það er samhljóma sjálfinu og þar liggur skorturinn á innsæinu sem tengslahæfnin myndi gefa. Þetta sýnir að mínu mati hvað samhygð er sterkur og mikilvægur þáttur í heilbrigðum samskiptum og heilbrigðu samfélagi. Við mættum gjarnan bera meiri virðingu fyrir samúðarkenndinni sem styrkleika. Geðlæknisfræðin lýsir narsissisma stundum sem tengslaröskun úr frumbernsku, þá sem persónuleikaröskun sem verði til hjá börnum vegna samspils næmis erfða og neikvæðra umhverfisáhrifa. Þetta er þó allt í þróun innan læknisfræðinnar og tekist á um hugtakið, við erum líklega komin framar í því að greina mynstrið en orsakir þess. Sál- og geðlæknisfræðin hafa í dag hvað mest umboð til skilgreininga á persónugerðum en það er vaxandi þáttur að almenningur lýsi og samhæfi upplifun sinni og sterkur leikur skoða narsissisma út frá þekktum áhrifum og afeiðingum á annað fólk fremur en einungis sem fyrirbæri í einni manneskju. Til að flækja þetta svolítið meira þá eru narsissistísk einkenni stundum meðgreind með öðrum röskunum eða hegðunarmynstri, sem getur verið læknanlegt eða ekki læknanlegt. Almennt er álitið að narsissismi sé sem hrein persónuleikaröskun ólæknanleg, enda um að ræða grunngerð persónunnar fremur en til dæmis geðkvilla. Persónugerðin heitir á ensku narsississtic personality disordar (npd). Á íslensku er hún kölluð sjálfsupphafningarpersónuleikaröskun, óþjált en lýsandi orð, sem sést reyndar ekki oft. Talið er að um sé að ræða 1-3% fólks heilt yfir, stundum allt að 6%, en þetta eru þó alltaf fremur lágar tölur þegar kemur að grunnröskuninni sjálfri. Talan bólgnar hinsvegar verulega út þegar tekin eru inn narsissistísk hegðunareinkenni sem fylgja með öðru en einungis þröngri greiningu á þessari sérstöku persónuleikaröskun. Dæmi um narsissistísk hegðunareinkenni sem greinast með öðru og sem ná má bata við eru til dæmis þau sem meðgreind og þróast með virkum alkóhólisma. Megineinkenni alkóhólisma hvað hegðun í garð annarra varðar eru að mínu mati stundum nánast eins bein lýsing á narsissisma: mikil sjálfhverfa, ábyrgðarleysi, skeytingarleysi, afneitun, viðvarandi gremja/ gremjuköst, sjálfsvorkunn, óheiðarleiki, einangrun, tilfinningalegur vanþroski og skortur á innsæi í eigin hegðun, fleira mætti telja. Alkóhólismi er hinsvegar ekki egósynkrónískur þ.e. fólk finnur ósamhljóminn við sig sjálft eftir því sem sjúkdómnum vindur fram og því fer að líða illa með sig. Batavinna við alkóhólisma felst mikið til í því að vinda ofan af þessu narsissistíska ástandi og rækta heilbrigðari hætti sem viðkomandi eru eiginlegri. Sem er gerlegt, ef neyslu er hætt. Með þessu er ég auðvitað ekki að segja að alkóhólistar séu narsissistar, heldur er þetta einmitt dæmi um ástand með skýrum narsissistískum hegðunareinkennum, sem veðrast af með batanum. Alkóhólismi er auðvitað flóknari en hér er lýst, ég er aðeins að bera hér saman það sem fer saman. Jafnframt geta narsissistar auðvitað einnig orðið alkóhólistar. Dæmi um narsissistísk hegðunareinkenni sem eru meðgreind með öðru og er ekki unnt að ná bata við er til dæmis eitthvað sem er ýmist kallað siðblinda, eða andfélagleg persónuleikaröskun (eftir því hvoru megin við hafið okkar er verið að ræða málið). En þannig eru narsissistísk hegðunareinkenni alltaf hluti af greiningu á siðblindu en siðblinda engan vegin alltaf meðgreind með narsissisma. Um þetta er auðvitað deilt líka eins og margt annað í sambandi við persónuleikaraskanir. Það sem við vitum hinsvegar öll er að á meðal okkar er alltaf að finna stakt fólk sem meiðir, skaðar, truflar og veldur tilfinningalegu, félagslegu, fjárhagslegu og samfélagslegu tjóni. Það sést iðulega ekki á ytri ásjónu þess sjálfs, en slóðina má finna. Þessi aukna notkun á hugtakinu, frá grunnpersónuleikaröskuninni, gerir narsissisima ekki endilega einfaldari að æfa sig í að sjá, en fólk þyrfti samt að hafa í huga að um getur verið að ræða annað hvort hegðunareinkenni, sem vinna má með, eða persónugerð, sem breytist ekki. Undanfarin misseri hefur átt sér stað ákveðin þynning á hugtakinu, það er orðið að tískuorði sem er notað vítt og breitt, jafnvel fullyrt að við séum ,,öll narsissistar, bara mismikið”. En narsissismi er alltaf tærandi og skaðlegur. Narsissismi á ekkert skylt við eðlilega þörf til að líta í spegil og dást að klippingunni eða vera ánægð með nýja bílinn. Við getum öll verið eigingjörn eða sjálfusupptekin við einhver tækifæri. Orðið hefur verulegan slagkraft enda stundum notað viljandi til að meiða og refsa öðru fólki. Það má reyndar alveg skoða það sérstaklega hvaða fólk velur að beita þessu orði á annað fólk og hvernig. Best er að mínu mati að láta sérmenntað fólk um formlegar persónuleikagreiningar. En með þessu þynnist líka hugtakið tilgangi sínum, sem er að auka innsæi okkar og skilning á fyrirbærinu, nokkuð sem goðsögnin un Narcissus snýst um. Þesari þróun hefur sumt það sérfróða fólk sem fræðir okkur best svarað með því að hverfa frá merkimiðanum narsissisma og reyna að varpa fremur ljósi á þá hegðun sem við þurfum að læra að sjá og varast. Þetta gildir érstaklega fyrir okkur almenning. Við þyrftum í raun öll að læra að sjá þetta, fyrir okkur sjálf og helst líka til að stuðla saman að heilbrigðu samfélagi okkar allra. Meira um það seinna. Ef ég nenni. Höfundur er áhugamanneskja um efnið Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Hallgerður Hauksdóttir Mest lesið Ónýtt dekk undir rándýrum bíl Kristján Ra. Kristjánsson Skoðun Mamma fékk fjórar milljónir fyrir að eignast þig í apríl Guðfinna Kristín Björnsdóttir Skoðun Kæru samborgarar, ég er ástæðan fyrir mögulegum skertum lífsgæðum ykkar Andri Valgeirsson Skoðun Kemur málinu ekki við Inga Sæland Skoðun Að vera eða ekki vera aumingi Helgi Guðnason Skoðun Fimm áherslur sem hafa bætt lífsgæði Kópavogsbúa Ásdís Kristjánsdóttir,Orri Hlöðversson Skoðun Móttökudeildir: Brú til þátttöku – ekki aðskilnaður Friðþjófur Helgi Karlsson Skoðun Góð samviska er gulli betri Árni Sigurðsson Skoðun Rangfærslur sveitarfélaga um réttindi fatlaðs fólks Alma Ýr Ingólfsdóttir Skoðun Réttindi allra að tala íslensku Hrafn Splidt Skoðun Skoðun Skoðun Erum ekki mætt í biðsal elliáranna Ragnheiður K. Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Að vera eða ekki vera aumingi Helgi Guðnason skrifar Skoðun Kæru samborgarar, ég er ástæðan fyrir mögulegum skertum lífsgæðum ykkar Andri Valgeirsson skrifar Skoðun Setjum velferð barna og ungmenna í forgang og sameinumst um bætta lýðheilsu María Heimisdóttir,Dóra Guðrún Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Rangfærslur sveitarfélaga um réttindi fatlaðs fólks Alma Ýr Ingólfsdóttir skrifar Skoðun Sameinumst í að enda stafrænt ofbeldi gegn fötluðum konum Anna Lára Steindal skrifar Skoðun Áskoranir í iðnnámi Íslendinga! Böðvar Ingi Guðbjartsson skrifar Skoðun Opin eða lokuð landamæri? Pétur Björgvin Sveinsson skrifar Skoðun Góð samviska er gulli betri Árni Sigurðsson skrifar Skoðun Móttökudeildir: Brú til þátttöku – ekki aðskilnaður Friðþjófur Helgi Karlsson skrifar Skoðun Fimm áherslur sem hafa bætt lífsgæði Kópavogsbúa Ásdís Kristjánsdóttir,Orri Hlöðversson skrifar Skoðun Réttindi allra að tala íslensku Hrafn Splidt skrifar Skoðun Tryggjum öryggi eldri borgara Sigurður Ágúst Sigurðsson skrifar Skoðun Bætt stjórnsýsla fyrir framhaldsskólana Guðmundur Ingi Kristinsson skrifar Skoðun Ónýtt dekk undir rándýrum bíl Kristján Ra. Kristjánsson skrifar Skoðun Kemur málinu ekki við Inga Sæland skrifar Skoðun Mótum framtíðina með sterku skólakerfi Magnús Þór Jónsson skrifar Skoðun Jákvæð áhrif millilandaflugs til Akureyrar eru miklu meiri en þú heldur Lára Halldóra Eiríksdóttir skrifar Skoðun Fögnum degi sjúkraliða og störfum þeirra alla daga Alma D. Möller skrifar Skoðun Þegar stórútgerðin gleypir allt – er kominn tími á norskar lausnir? Kjartan Sveinsson skrifar Skoðun Óstaðsettir í hús Guðmunda G. Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Flokkur fólksins hefur bætt hag aldraðra og öryrkja Sigurður Helgi Pálmason skrifar Skoðun Láttu ekki svindla á þér við jólainnkaupin Inga María Backman skrifar Skoðun Duga aðgerðir ríkistjórnarinnar til að rífa fjölda eldri borgara úr fátæktargildrunni? Björn Snæbjörnsson skrifar Skoðun Túlkun gagna er ábyrgð Joanna Marcinkowska skrifar Skoðun Lífsstílshljómkviðan: öndun í köldum potti Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Brunavarir, vatnsúðakerfi – Upphaf, innleiðing og mistökin Snæbjörn R Rafnsson skrifar Skoðun Sameinumst í að enda stafrænt ofbeldi gegn fötluðum konum Anna Lára Steindal skrifar Skoðun Er munur á trú og trúarbrögðum? Árni Gunnarsson skrifar Skoðun Hvaða einkennir góðan stjórnmálamann? Berglind Guðmundsdóttir skrifar Sjá meira
Narissisimi er mikið ræddur á sama tíma óljóst hugtak. Um er að ræða fólk sem getur haft allmargar og ólíkar ytri ásjónur en það þarf að leita þess sem innra býr til að sjá það sem við er að fást. Jafnframt er víða tekist á um skilgreiningarvaldið yfir því hvað narsissismi er. Mér hefur reynst best að styðjast við þekkingu sem byggð er á menntun sem byggð er á rannsóknum – en í bland við reynslu fólks sem lýsir upplifun sinni af samskiptum við fólk af þessu tagi. Þetta tvennt fer reyndar mjög vel saman. Narcissus var fagurt og aðlaðandi ungmenni sem hafði ekki til að bera samkennd þegar kom að áhrifum aðdráttarafls hans. Echo elskaði Narcissus og veslaðist upp og varð að hvísli einu er hún leitaði tengsla og athygli hans, sem aldrei fékkst. Gyðjan Nemesis lagði þá refsingu á Narcissus að hann skyldi sjálfur veslast upp við eigin sjálfsdýrkun. Þessi forna goðsögn er mjög góð lýsing á bæði áhrifum narsissisma á líf fólks í kringum hann og á hann sjálfan. Goðsögnin lýsir manngerð sem mannkynið þekkti löngu áður en nútíma læknisfræði varð til. Narsissistar eru fólk sem er að því leyti ekki tilfinningalega fullgert að þau mynda ekki raunverulega djúp gagnkvæm tengsl við annað fólk, en lifa á sama tíma mismeðvitandi í sálfsdýrkandi innri veruleika. Þetta hefur gríðarlegar afleiðingar fyrir fólk sem stendur þeim nærri. Við fyrstu sýn sést þetta ekki vel en ástandið kemur í ljós með tímanum, eða eftir því sem á reynir. Skorturinn innsæi sem samkennd myndi gefa leiðir til skaðlegrar hegðunar í garð þeirra sem tengjast viðkomandi tilfinningaböndum eða annarra í áskilinni nálægð af öðru tagi, til dæmis maka eigin ættingja, eða eigin vinnufélaga eða nágranna. Það eru hörð örlög að veslast upp við þá vonlausu stöðu að leggja ást á narsissista og í sjálfu sér einnig hörð örlög fyrir narsissista að fá ekki að upplifa til fulls mennskuna heldur visna í eigin sjálfsupphafningu. Ljóst er að það er fyrst og fremst fólk sem lifir í nálægð við narsissistann sem fer illa út úr samskiptunum, enda með væntingar um eðlileg tengsl. Ástæðan er sú að narsissismi er egosyncrónískt ástand, það er samhljóma sjálfinu og þar liggur skorturinn á innsæinu sem tengslahæfnin myndi gefa. Þetta sýnir að mínu mati hvað samhygð er sterkur og mikilvægur þáttur í heilbrigðum samskiptum og heilbrigðu samfélagi. Við mættum gjarnan bera meiri virðingu fyrir samúðarkenndinni sem styrkleika. Geðlæknisfræðin lýsir narsissisma stundum sem tengslaröskun úr frumbernsku, þá sem persónuleikaröskun sem verði til hjá börnum vegna samspils næmis erfða og neikvæðra umhverfisáhrifa. Þetta er þó allt í þróun innan læknisfræðinnar og tekist á um hugtakið, við erum líklega komin framar í því að greina mynstrið en orsakir þess. Sál- og geðlæknisfræðin hafa í dag hvað mest umboð til skilgreininga á persónugerðum en það er vaxandi þáttur að almenningur lýsi og samhæfi upplifun sinni og sterkur leikur skoða narsissisma út frá þekktum áhrifum og afeiðingum á annað fólk fremur en einungis sem fyrirbæri í einni manneskju. Til að flækja þetta svolítið meira þá eru narsissistísk einkenni stundum meðgreind með öðrum röskunum eða hegðunarmynstri, sem getur verið læknanlegt eða ekki læknanlegt. Almennt er álitið að narsissismi sé sem hrein persónuleikaröskun ólæknanleg, enda um að ræða grunngerð persónunnar fremur en til dæmis geðkvilla. Persónugerðin heitir á ensku narsississtic personality disordar (npd). Á íslensku er hún kölluð sjálfsupphafningarpersónuleikaröskun, óþjált en lýsandi orð, sem sést reyndar ekki oft. Talið er að um sé að ræða 1-3% fólks heilt yfir, stundum allt að 6%, en þetta eru þó alltaf fremur lágar tölur þegar kemur að grunnröskuninni sjálfri. Talan bólgnar hinsvegar verulega út þegar tekin eru inn narsissistísk hegðunareinkenni sem fylgja með öðru en einungis þröngri greiningu á þessari sérstöku persónuleikaröskun. Dæmi um narsissistísk hegðunareinkenni sem greinast með öðru og sem ná má bata við eru til dæmis þau sem meðgreind og þróast með virkum alkóhólisma. Megineinkenni alkóhólisma hvað hegðun í garð annarra varðar eru að mínu mati stundum nánast eins bein lýsing á narsissisma: mikil sjálfhverfa, ábyrgðarleysi, skeytingarleysi, afneitun, viðvarandi gremja/ gremjuköst, sjálfsvorkunn, óheiðarleiki, einangrun, tilfinningalegur vanþroski og skortur á innsæi í eigin hegðun, fleira mætti telja. Alkóhólismi er hinsvegar ekki egósynkrónískur þ.e. fólk finnur ósamhljóminn við sig sjálft eftir því sem sjúkdómnum vindur fram og því fer að líða illa með sig. Batavinna við alkóhólisma felst mikið til í því að vinda ofan af þessu narsissistíska ástandi og rækta heilbrigðari hætti sem viðkomandi eru eiginlegri. Sem er gerlegt, ef neyslu er hætt. Með þessu er ég auðvitað ekki að segja að alkóhólistar séu narsissistar, heldur er þetta einmitt dæmi um ástand með skýrum narsissistískum hegðunareinkennum, sem veðrast af með batanum. Alkóhólismi er auðvitað flóknari en hér er lýst, ég er aðeins að bera hér saman það sem fer saman. Jafnframt geta narsissistar auðvitað einnig orðið alkóhólistar. Dæmi um narsissistísk hegðunareinkenni sem eru meðgreind með öðru og er ekki unnt að ná bata við er til dæmis eitthvað sem er ýmist kallað siðblinda, eða andfélagleg persónuleikaröskun (eftir því hvoru megin við hafið okkar er verið að ræða málið). En þannig eru narsissistísk hegðunareinkenni alltaf hluti af greiningu á siðblindu en siðblinda engan vegin alltaf meðgreind með narsissisma. Um þetta er auðvitað deilt líka eins og margt annað í sambandi við persónuleikaraskanir. Það sem við vitum hinsvegar öll er að á meðal okkar er alltaf að finna stakt fólk sem meiðir, skaðar, truflar og veldur tilfinningalegu, félagslegu, fjárhagslegu og samfélagslegu tjóni. Það sést iðulega ekki á ytri ásjónu þess sjálfs, en slóðina má finna. Þessi aukna notkun á hugtakinu, frá grunnpersónuleikaröskuninni, gerir narsissisima ekki endilega einfaldari að æfa sig í að sjá, en fólk þyrfti samt að hafa í huga að um getur verið að ræða annað hvort hegðunareinkenni, sem vinna má með, eða persónugerð, sem breytist ekki. Undanfarin misseri hefur átt sér stað ákveðin þynning á hugtakinu, það er orðið að tískuorði sem er notað vítt og breitt, jafnvel fullyrt að við séum ,,öll narsissistar, bara mismikið”. En narsissismi er alltaf tærandi og skaðlegur. Narsissismi á ekkert skylt við eðlilega þörf til að líta í spegil og dást að klippingunni eða vera ánægð með nýja bílinn. Við getum öll verið eigingjörn eða sjálfusupptekin við einhver tækifæri. Orðið hefur verulegan slagkraft enda stundum notað viljandi til að meiða og refsa öðru fólki. Það má reyndar alveg skoða það sérstaklega hvaða fólk velur að beita þessu orði á annað fólk og hvernig. Best er að mínu mati að láta sérmenntað fólk um formlegar persónuleikagreiningar. En með þessu þynnist líka hugtakið tilgangi sínum, sem er að auka innsæi okkar og skilning á fyrirbærinu, nokkuð sem goðsögnin un Narcissus snýst um. Þesari þróun hefur sumt það sérfróða fólk sem fræðir okkur best svarað með því að hverfa frá merkimiðanum narsissisma og reyna að varpa fremur ljósi á þá hegðun sem við þurfum að læra að sjá og varast. Þetta gildir érstaklega fyrir okkur almenning. Við þyrftum í raun öll að læra að sjá þetta, fyrir okkur sjálf og helst líka til að stuðla saman að heilbrigðu samfélagi okkar allra. Meira um það seinna. Ef ég nenni. Höfundur er áhugamanneskja um efnið
Skoðun Kæru samborgarar, ég er ástæðan fyrir mögulegum skertum lífsgæðum ykkar Andri Valgeirsson skrifar
Skoðun Setjum velferð barna og ungmenna í forgang og sameinumst um bætta lýðheilsu María Heimisdóttir,Dóra Guðrún Guðmundsdóttir skrifar
Skoðun Fimm áherslur sem hafa bætt lífsgæði Kópavogsbúa Ásdís Kristjánsdóttir,Orri Hlöðversson skrifar
Skoðun Jákvæð áhrif millilandaflugs til Akureyrar eru miklu meiri en þú heldur Lára Halldóra Eiríksdóttir skrifar
Skoðun Þegar stórútgerðin gleypir allt – er kominn tími á norskar lausnir? Kjartan Sveinsson skrifar
Skoðun Duga aðgerðir ríkistjórnarinnar til að rífa fjölda eldri borgara úr fátæktargildrunni? Björn Snæbjörnsson skrifar