Körfubolti

„Við máttum ekki gefast upp“

Árni Jóhannsson skrifar
Jase Febres með boltann gegn Dedrick Basile.
Jase Febres með boltann gegn Dedrick Basile. Vísir/Pawel

Jase Febres var einn af þeim sem leiddu áhlaupið sem skiluðu sigri Stjörnunnar í leik númer fjögur í einvíginu um Íslandsmeistaratitilinn. Hann skoraði 24 stig, hvert öðru mikilvægara, en þau komu öll í seinni hálfleik til að skila sigri Stjörnunnar 91-86 gegn Tindastól.

Hann var til viðtals við Andra Má Eggertsson strax eftir leik. Hann var spurður út í tilfinninguna að hafa náð í sigurinn og að það sé oddaleikur um titilinn framundan.

„Maður lifandi, þetta andrúmsloft hérna var gjörsamlega bilað. Þjálfarateymið, liðið og stuðninsmenn náði í þetta. Salurinn er brennandi heitur og allir eru úrvinda. Við máttum ekki gefast upp því þetta var mögulega síðasti leikurinn okkar í vetur.“

Jase var beðinn um að tala um fyrri hálfleikinn en Tindastóll leiddi með 12 stigum í hálfleik og virtist vera með góð tök á leiknum en ólseigir Stjörnumenn sigldu fram úr á hárréttum tíma til að vinna leikinn.

„Við verðum að hrósa Tindastól. Þeir hittu úr öllu og eru með frábæra leikmenn í sínu liði. Við fórum inn í klefann og þurftum að taka ákvarðanir um að spila eins hart og við gætum og láta þá klikka á sínum skotum. Þeir hittu úr öllu. Það var breytingin sem við gerðum.“

Jase skoraði ekkert í fyrri hálfleik og var spurður hvort það hafi verið pressa á honum að skila einhverju í seinni hálfleik.

„Liðsfélagarnir trúa á mig og sögðu við mig að halda áfram að spila minn leik og það gerði ég til að skila sigrinum.“

Hvernig var að spila eftir Shaquille Rombley þurfti frá að hverfa í fyrri hálfleik en Jase og Shaquille eru góðir vinir?

„Ég meina, hann er með svakalega nærveru fyrir okkur. Ég vissi ekki að hann hafi horfið af sviðinu fyrr en það var smá eftir af fyrri hálfleik. Sem betur fer er hann í góðu lagi og við fáum tækifæri til að sjá hann aftur á gólfinu.“


Tengdar fréttir




Fleiri fréttir

Sjá meira


×