Aftur í Síkið: „Held að menn séu búnir að grafa þetta“ Aron Guðmundsson skrifar 14. maí 2025 12:02 Pétur Rúnar Birgisson, fyrirliði Tindastóls í síðasta leik gegn Stjörnunni í úrslitaeinvígi Bónus deildar karla í körfubolta. Vísir/Hulda Margrét Pétur Rúnar Birgisson, fyrirliði Tindastóls, segir mikilvægt fyrir sig og sína liðsfélaga að dvelja ekki við frammistöðuna í síðasta leik gegn Stjörnunni í úrslitaeinvígi Bónus-deildar karla þar sem að pirringur út í dómara leiksins hafði aðeins of mikil áhrif. Það hafi verið leiðinlegt hvernig leikurinn tapaðist, nú þurfi að svara fyrir það. Leikmenn Tindastóls létu skapið hlaupa með sig í gönur í síðasta leik liðanna í Garðabæ sem lauk með 29 stiga sigri Stjörnunnar sem jöfnuðu þar með einvígið í stöðuna 1-1. Vinna þarf þrjá leiki til að tryggja sér Íslandsmeistaratitilinn og nú í kvöld heldur einvígið aftur í Síkið á Sauðárkróki þar sem að Stólarnir vilja án efa koma með ákveðið svar. Hafandi horft á tapleikinn aftur milli leikja segir Pétur að margt gott hafi verið að finna í leik Tindastóls framan af. Þegar komið var fram í fjórða leikhluta virtist hins vegar allt leikplan fjúka út um gluggann. „Við erum undir einhverjum ellefu til þrettán stigum fyrir fjórða leikhlutann en svo missum við bara hausinn. Leyfum þeim að skjóta mikið af vítum, það er bara eitthvað sem við verðum að passa okkur á. Við megum ekki gjörsamlega missa hausinn og láta dómarana fara svona mikið í taugarnar á okkur. Það var bara svolítið það sem gerðist. Stjarnan fékk þarna níu stiga sókn í byrjun fjórða leikhluta sem fór svolítið með leikinn fyrir okkur, við áttum erfitt með að koma til baka eftir það.“ Er eitthvað sem skýrir það hvers vegna þið missið hausinn svona? „Maður er búinn að vera lengi í íþróttum og þetta er einhver réttlætishyggja sem spilar þarna inn í. Þér finnst á þér brotið og svo er dæmt hinu megin og þú ræður ekki við tilfinningarnar. Giannis Agravanis fær tæknivillu fyrir svo ekkert miklar sakir og mér finnst dómararnir hafa getað sleppt henni en þeir dæma hana og þá missir eldri bróðir hans hausinn. Það þurfti ekki meira til þarna. Hann missir hausinn, fær tæknivillu og er hent beint út, í þokkabót er svo brotið á Ægi Þór í skoti. Þeir fengu sex víti, boltann og það var bara fullmikið á þessum tímapunkti og erfitt að koma til baka. Ég held að menn séu búnir að grafa þetta og séu klárir í leikinn í kvöld.“ Tilfinningin væntanlega verið beisk eftir þennan leik. Hvernig hafið þið unnið úr þessu á þessum stutta tíma milli leikja? „Tilfinningin var ekki góð, mér fannst leiðinlegt hvernig við töpuðum þessu en svo horfir maður bara á þetta aftur og þetta var ekkert ömurlegt. Við áttum gott spjall. Það eru mest þrír leikir eftir, minnst tveir og það er voða skrítið ef við ætlum að láta þetta hafa áhrif á okkur til langs tíma. Menn eru bara klárir á því að skilja þetta eftir í fortíðinni og mæta klárir til leiks í kvöld.“ Menn vilja koma með ákveðið svar? „Já klárlega. Það er ekkert gaman að tapa með þrjátíu stigum. Við vinnum fyrsta leikinn með þremur stigum og staðan í einvíginu verður 1-0. Þeir vinna okkur svo með þrjátíu stigum og staðan í einvíginu er orðin 1-1. Það er ekki eins og það hafi eitthvað verra en það gerst, við verðum bara að halda áfram að verja okkar heimavöll, gera það í kvöld. Við mætum klárir með okkar stuðningsmönnum og reynum að gera eitthvað sérstakt. Þriðji leikur Tindastóls og Stjörnunnar í úrslitaeinvígi Bónus deildar karla í körfubolta hefst klukkan korter yfir sjö í kvöld og verður sýndur í beinni útsendingu á Stöð 2 Sport. Upphitun fyrir leik hefst klukkan hálf sjö. Bónus-deild karla Tindastóll Stjarnan Körfubolti Mest lesið Guðmundur svekktur eftir sniðgöngu: „Finnst þetta skammarlegt“ Handbolti Spálíkan kippir okkur niður á jörðina fyrir EM Handbolti „Donald Trump er algjör hálfviti“ Sport Viðar Örn leitaði sér aðstoðar við áfengis- og spilafíkn Íslenski boltinn „Búið að rífa úr honum stælana, egóið og hrokann“ Handbolti Skytturnar með forystuna en Garnacho stal þrumunni af Gyökeres Enski boltinn Ungverski línumaðurinn verður ekki með á EM Handbolti Sektaðir um hálfa milljón: Kane og þjálfarar þriggja liða borga mest Körfubolti Skotinn til bana í jarðarför móður sinnar Fótbolti Hlaupabrettið kemst ekki upp í hraða Baldvins Sport Fleiri fréttir „Ég held að þetta verði bara betra héðan í frá“ „Hættum að spila okkar leik“ Uppgjörið: Þór Þ. - KR 123-126 | Endurkoma, framlenging og dramatík í Þorlákshöfn „Var í raun bara verið að yfirspila okkur“ Bragi: Er að þroskast mikið sem leikmaður Uppgjör: Ármann - Valur 94-77 | Frábær sigur Ármanns á lánlausum Valsmönnum Uppgjörið: Stjarnan - Keflavík 116-98 | Keflvíkingar kafsigldir í Garðabæ Tindastóll - ÍR 101-90 | Stólarnir fóru létt með Breiðhyltinga Sektaðir um hálfa milljón: Kane og þjálfarar þriggja liða borga mest „Hann hefði bara átt að kyngja þessu, vera stór og halda áfram úti“ Uppgjörið:Grindavík - Njarðvík 89-79| Stórkostlegur seinni hálfleikur hjá Grindavík Haukar stálu sigri af Hamar/Þór Tryggvi lét til sín taka er Bilbao tyllti sér í toppsætið Stjarnan og Valur á sigurbraut í Bónus deildinni Umfjöllun: KR 82-64 Tindastóll | KR-ingar hefndu sín Harden upp fyrir Shaq á stigalistanum: „Mikill heiður“ Extra-leikarnir: „Fannst þessi einkunnagjöf lykta af smá Kópavogsmeðvirkni“ „Hlutir sem ég hefði ekki getað gert ef ég væri að spila“ Hetjuþristur er Keflavík sló út ríkjandi bikarmeistara Vals í spennutrylli KR ekki í teljandi vandræðum með að tryggja sig í undanúrslit Svarar formanni KKÍ: „Eins og að gráta yfir bensínverði á meðan þú ert á Ferrari“ „Mjög hentugt að fá viku til að koma honum inn í hlutina“ „Íþróttaskuld“ eða „íþróttasukk“ Kemi tilþrifin: „Ég skoraði aðeins meira og er myndarlegri“ Helgi Már: Lögðumst bara flatir fyrir þeim Hilmar Smári: Gott að spila aftur í Garðabænum Uppgjörið Stjarnan - Grindavík 100-77 | Aftur fór Stjarnan illa með Grindavík Sunnlendingar sóttu síðasta farseðilinn eftir mikla spennu Pavel hjálpar Grindvíkingum Stólarnir fyrstir í undanúrslit Sjá meira
Leikmenn Tindastóls létu skapið hlaupa með sig í gönur í síðasta leik liðanna í Garðabæ sem lauk með 29 stiga sigri Stjörnunnar sem jöfnuðu þar með einvígið í stöðuna 1-1. Vinna þarf þrjá leiki til að tryggja sér Íslandsmeistaratitilinn og nú í kvöld heldur einvígið aftur í Síkið á Sauðárkróki þar sem að Stólarnir vilja án efa koma með ákveðið svar. Hafandi horft á tapleikinn aftur milli leikja segir Pétur að margt gott hafi verið að finna í leik Tindastóls framan af. Þegar komið var fram í fjórða leikhluta virtist hins vegar allt leikplan fjúka út um gluggann. „Við erum undir einhverjum ellefu til þrettán stigum fyrir fjórða leikhlutann en svo missum við bara hausinn. Leyfum þeim að skjóta mikið af vítum, það er bara eitthvað sem við verðum að passa okkur á. Við megum ekki gjörsamlega missa hausinn og láta dómarana fara svona mikið í taugarnar á okkur. Það var bara svolítið það sem gerðist. Stjarnan fékk þarna níu stiga sókn í byrjun fjórða leikhluta sem fór svolítið með leikinn fyrir okkur, við áttum erfitt með að koma til baka eftir það.“ Er eitthvað sem skýrir það hvers vegna þið missið hausinn svona? „Maður er búinn að vera lengi í íþróttum og þetta er einhver réttlætishyggja sem spilar þarna inn í. Þér finnst á þér brotið og svo er dæmt hinu megin og þú ræður ekki við tilfinningarnar. Giannis Agravanis fær tæknivillu fyrir svo ekkert miklar sakir og mér finnst dómararnir hafa getað sleppt henni en þeir dæma hana og þá missir eldri bróðir hans hausinn. Það þurfti ekki meira til þarna. Hann missir hausinn, fær tæknivillu og er hent beint út, í þokkabót er svo brotið á Ægi Þór í skoti. Þeir fengu sex víti, boltann og það var bara fullmikið á þessum tímapunkti og erfitt að koma til baka. Ég held að menn séu búnir að grafa þetta og séu klárir í leikinn í kvöld.“ Tilfinningin væntanlega verið beisk eftir þennan leik. Hvernig hafið þið unnið úr þessu á þessum stutta tíma milli leikja? „Tilfinningin var ekki góð, mér fannst leiðinlegt hvernig við töpuðum þessu en svo horfir maður bara á þetta aftur og þetta var ekkert ömurlegt. Við áttum gott spjall. Það eru mest þrír leikir eftir, minnst tveir og það er voða skrítið ef við ætlum að láta þetta hafa áhrif á okkur til langs tíma. Menn eru bara klárir á því að skilja þetta eftir í fortíðinni og mæta klárir til leiks í kvöld.“ Menn vilja koma með ákveðið svar? „Já klárlega. Það er ekkert gaman að tapa með þrjátíu stigum. Við vinnum fyrsta leikinn með þremur stigum og staðan í einvíginu verður 1-0. Þeir vinna okkur svo með þrjátíu stigum og staðan í einvíginu er orðin 1-1. Það er ekki eins og það hafi eitthvað verra en það gerst, við verðum bara að halda áfram að verja okkar heimavöll, gera það í kvöld. Við mætum klárir með okkar stuðningsmönnum og reynum að gera eitthvað sérstakt. Þriðji leikur Tindastóls og Stjörnunnar í úrslitaeinvígi Bónus deildar karla í körfubolta hefst klukkan korter yfir sjö í kvöld og verður sýndur í beinni útsendingu á Stöð 2 Sport. Upphitun fyrir leik hefst klukkan hálf sjö.
Bónus-deild karla Tindastóll Stjarnan Körfubolti Mest lesið Guðmundur svekktur eftir sniðgöngu: „Finnst þetta skammarlegt“ Handbolti Spálíkan kippir okkur niður á jörðina fyrir EM Handbolti „Donald Trump er algjör hálfviti“ Sport Viðar Örn leitaði sér aðstoðar við áfengis- og spilafíkn Íslenski boltinn „Búið að rífa úr honum stælana, egóið og hrokann“ Handbolti Skytturnar með forystuna en Garnacho stal þrumunni af Gyökeres Enski boltinn Ungverski línumaðurinn verður ekki með á EM Handbolti Sektaðir um hálfa milljón: Kane og þjálfarar þriggja liða borga mest Körfubolti Skotinn til bana í jarðarför móður sinnar Fótbolti Hlaupabrettið kemst ekki upp í hraða Baldvins Sport Fleiri fréttir „Ég held að þetta verði bara betra héðan í frá“ „Hættum að spila okkar leik“ Uppgjörið: Þór Þ. - KR 123-126 | Endurkoma, framlenging og dramatík í Þorlákshöfn „Var í raun bara verið að yfirspila okkur“ Bragi: Er að þroskast mikið sem leikmaður Uppgjör: Ármann - Valur 94-77 | Frábær sigur Ármanns á lánlausum Valsmönnum Uppgjörið: Stjarnan - Keflavík 116-98 | Keflvíkingar kafsigldir í Garðabæ Tindastóll - ÍR 101-90 | Stólarnir fóru létt með Breiðhyltinga Sektaðir um hálfa milljón: Kane og þjálfarar þriggja liða borga mest „Hann hefði bara átt að kyngja þessu, vera stór og halda áfram úti“ Uppgjörið:Grindavík - Njarðvík 89-79| Stórkostlegur seinni hálfleikur hjá Grindavík Haukar stálu sigri af Hamar/Þór Tryggvi lét til sín taka er Bilbao tyllti sér í toppsætið Stjarnan og Valur á sigurbraut í Bónus deildinni Umfjöllun: KR 82-64 Tindastóll | KR-ingar hefndu sín Harden upp fyrir Shaq á stigalistanum: „Mikill heiður“ Extra-leikarnir: „Fannst þessi einkunnagjöf lykta af smá Kópavogsmeðvirkni“ „Hlutir sem ég hefði ekki getað gert ef ég væri að spila“ Hetjuþristur er Keflavík sló út ríkjandi bikarmeistara Vals í spennutrylli KR ekki í teljandi vandræðum með að tryggja sig í undanúrslit Svarar formanni KKÍ: „Eins og að gráta yfir bensínverði á meðan þú ert á Ferrari“ „Mjög hentugt að fá viku til að koma honum inn í hlutina“ „Íþróttaskuld“ eða „íþróttasukk“ Kemi tilþrifin: „Ég skoraði aðeins meira og er myndarlegri“ Helgi Már: Lögðumst bara flatir fyrir þeim Hilmar Smári: Gott að spila aftur í Garðabænum Uppgjörið Stjarnan - Grindavík 100-77 | Aftur fór Stjarnan illa með Grindavík Sunnlendingar sóttu síðasta farseðilinn eftir mikla spennu Pavel hjálpar Grindvíkingum Stólarnir fyrstir í undanúrslit Sjá meira