Þrír góðir veðurdagar framundan: „Rjómablíða út um allt“ Magnús Jochum Pálsson og Oddur Ævar Gunnarsson skrifa 18. maí 2025 23:35 Haraldur Ólafsson segir horfur á þremur góðum dögum til viðbótar áður en vætan kemur. Veðurfræðingur segir frávik í loftstraumum valda hlýjunni sem hefur verið undanfarna daga. Næstu þrjá daga verður áfram gott veður áður en væta tekur við. Honum þykir líklegt að maímet hafi fallið á þónokkrum stöðum í dag. Það hefur ekki farið framhjá neinum að sól og blíða hefur verið á landinu öllu þessa helgina þar sem hitinn hefur víðast hvar farið yfir tuttugu stig. Oddur Ævar, fréttamaður Stöðvar 2, kíkti í Nauthólsvíkina og ræddi þar við Harald Ólafsson, veðurfræðing. Haraldur, hvað í ósköpunum er að gerast? „Það er einfaldlega rjómablíða út um allt. Þetta eru frávik í loftstraumum sem verða alltaf öðru hvoru. Þau eru sérstök að því leyti að núna er hlýtt í öllum landshlutum, það er yfir tuttugu stiga hiti í öllum landshlutum, sum staðar hátt í 25 stig og líka til fjalla,“ sagði Haraldur. Þannig það er enginn Íslendingur skilinn eftir? „Þeir eru allavega mjög fáir og þurfa eiginlega að vera úti á sjó,“ segir Haraldur. Þrír góðir dagar framundan En hvernig er þetta með framhaldið? Erum við að fara að fá nokkra svona daga í viðbót? „Það eru horfur á því að við fáum þrjá daga til viðbótar. Það verður líklega enginn af þeim þremur dögum eins góður og dagurinn í dag. En þeir verða góðir engu að síður. En svo á fimmtudag-föstudag fer hann líklega að skipta um gír með vætu mjög víða um land. Maður upplifir oft að þegar maður fær svona gott veður þá hljóti slæma veðrið að vera handan við hornið. Þú ert að segja mér að þetta gætu verið bestu dagar sumarsins? „Það veit maður svosem aldrei en við getum þó verið vissir um það að það mun koma slæmt veður fyrr eða síðar og það mun koma gott veður fyrr eða síðar.“ Það er oft verið að tala um met, núna er talað um met sem var slegið 1960. Erum við að keppa við það? „Það virðist vera að Reykjavík sé rétt undir metinu, gömlu maímeti, en mér finnst nú mjög líklegt að þó nokkrir staðir hafi farið upp fyrir maímet í dag.“ Veður Mest lesið „Alla mína ævi var ég að reyna að verja hann fyrir kynþáttafordómum“ Innlent Guðmundur dæmdur í lífstíðarfangelsi fyrir morð í Svíþjóð Erlent Ekki lengur gert ráð fyrir að fangaverðir starfi í brottfararstöð Innlent Björgunarsveitarkona miður sín: Fékk ítrekaðar athugasemdir um húðlit Neyðarkallsins Innlent Rússar nærri stærstu landvinningunum í rúm tvö ár Erlent „Mig langar til að tala eins og Íslendingur – nákvæmlega eins og Íslendingur“ Innlent Njósnað um konuna sem ásakaði Khan um kynferðisbrot Erlent Gefa grænt ljós á kröfur um skráningu líffræðilegs kyns í vegabréfum Erlent Þjófarnir lifðu eins og kóngar um stund Innlent „Fullt af munum sem myndu ekki ganga kaupum og sölum á markaði“ Innlent Fleiri fréttir Þurrt um vestanvert landið en dálítil úrkoma austantil Þungbúið austantil en annars þurrt og nokkuð bjart Skýjað með köflum og sums staðar úrkoma Norðlæg átt og lengst af þurrt suðvestantil Þykknar upp sunnan heiða undir kvöld Hvassast á Vestfjörðum Léttir til suðvestanlands Verður líklega mikið eftir af snjó og klaka Hvasst, hlýtt og von á asahláku eða glerhálku „Þetta verður allt saman stórvarasamt í fyrramálið“ Gular veðurviðvaranir víða um land Frostið náði næstum 20 stigum á Sandskeiði Djúp lægð nálgast landið úr suðri Nýtt snjódýptarmet í Reykjavík í október Hlýni á föstudag og snjórinn geti horfið í næstu viku Appelsínugular viðvaranir orðnar að gulum Miklar tafir hjá strætó og vagnar fastir Allur floti Vegagerðar úti að ryðja snjó Veðurvaktin: Allt á kafi í snjó á metdegi Mildari spá í kortunum Gular viðvaranir vegna snjókomunnar suðvestantil Um sautján stiga frost í Skagafirði í nótt Frost komst í fjórtán stig í nótt Norðanáttin gengur niður Klukkustunda bið eftir dekkjaskiptum í vetrarparadísinni Stormur eða hvassviðri suðaustantil Gul viðvörun á landinu sunnan- og austanverðu Svöl norðanátt og hálka á vegum Stefnir í fyrstu hálku haustsins á höfuðborgarsvæðinu Rigning eða slydda suðvestantil Sjá meira
Það hefur ekki farið framhjá neinum að sól og blíða hefur verið á landinu öllu þessa helgina þar sem hitinn hefur víðast hvar farið yfir tuttugu stig. Oddur Ævar, fréttamaður Stöðvar 2, kíkti í Nauthólsvíkina og ræddi þar við Harald Ólafsson, veðurfræðing. Haraldur, hvað í ósköpunum er að gerast? „Það er einfaldlega rjómablíða út um allt. Þetta eru frávik í loftstraumum sem verða alltaf öðru hvoru. Þau eru sérstök að því leyti að núna er hlýtt í öllum landshlutum, það er yfir tuttugu stiga hiti í öllum landshlutum, sum staðar hátt í 25 stig og líka til fjalla,“ sagði Haraldur. Þannig það er enginn Íslendingur skilinn eftir? „Þeir eru allavega mjög fáir og þurfa eiginlega að vera úti á sjó,“ segir Haraldur. Þrír góðir dagar framundan En hvernig er þetta með framhaldið? Erum við að fara að fá nokkra svona daga í viðbót? „Það eru horfur á því að við fáum þrjá daga til viðbótar. Það verður líklega enginn af þeim þremur dögum eins góður og dagurinn í dag. En þeir verða góðir engu að síður. En svo á fimmtudag-föstudag fer hann líklega að skipta um gír með vætu mjög víða um land. Maður upplifir oft að þegar maður fær svona gott veður þá hljóti slæma veðrið að vera handan við hornið. Þú ert að segja mér að þetta gætu verið bestu dagar sumarsins? „Það veit maður svosem aldrei en við getum þó verið vissir um það að það mun koma slæmt veður fyrr eða síðar og það mun koma gott veður fyrr eða síðar.“ Það er oft verið að tala um met, núna er talað um met sem var slegið 1960. Erum við að keppa við það? „Það virðist vera að Reykjavík sé rétt undir metinu, gömlu maímeti, en mér finnst nú mjög líklegt að þó nokkrir staðir hafi farið upp fyrir maímet í dag.“
Veður Mest lesið „Alla mína ævi var ég að reyna að verja hann fyrir kynþáttafordómum“ Innlent Guðmundur dæmdur í lífstíðarfangelsi fyrir morð í Svíþjóð Erlent Ekki lengur gert ráð fyrir að fangaverðir starfi í brottfararstöð Innlent Björgunarsveitarkona miður sín: Fékk ítrekaðar athugasemdir um húðlit Neyðarkallsins Innlent Rússar nærri stærstu landvinningunum í rúm tvö ár Erlent „Mig langar til að tala eins og Íslendingur – nákvæmlega eins og Íslendingur“ Innlent Njósnað um konuna sem ásakaði Khan um kynferðisbrot Erlent Gefa grænt ljós á kröfur um skráningu líffræðilegs kyns í vegabréfum Erlent Þjófarnir lifðu eins og kóngar um stund Innlent „Fullt af munum sem myndu ekki ganga kaupum og sölum á markaði“ Innlent Fleiri fréttir Þurrt um vestanvert landið en dálítil úrkoma austantil Þungbúið austantil en annars þurrt og nokkuð bjart Skýjað með köflum og sums staðar úrkoma Norðlæg átt og lengst af þurrt suðvestantil Þykknar upp sunnan heiða undir kvöld Hvassast á Vestfjörðum Léttir til suðvestanlands Verður líklega mikið eftir af snjó og klaka Hvasst, hlýtt og von á asahláku eða glerhálku „Þetta verður allt saman stórvarasamt í fyrramálið“ Gular veðurviðvaranir víða um land Frostið náði næstum 20 stigum á Sandskeiði Djúp lægð nálgast landið úr suðri Nýtt snjódýptarmet í Reykjavík í október Hlýni á föstudag og snjórinn geti horfið í næstu viku Appelsínugular viðvaranir orðnar að gulum Miklar tafir hjá strætó og vagnar fastir Allur floti Vegagerðar úti að ryðja snjó Veðurvaktin: Allt á kafi í snjó á metdegi Mildari spá í kortunum Gular viðvaranir vegna snjókomunnar suðvestantil Um sautján stiga frost í Skagafirði í nótt Frost komst í fjórtán stig í nótt Norðanáttin gengur niður Klukkustunda bið eftir dekkjaskiptum í vetrarparadísinni Stormur eða hvassviðri suðaustantil Gul viðvörun á landinu sunnan- og austanverðu Svöl norðanátt og hálka á vegum Stefnir í fyrstu hálku haustsins á höfuðborgarsvæðinu Rigning eða slydda suðvestantil Sjá meira