Brýn þörf á auknum fjárveitingum vegna sjávarflóða Anton Guðmundsson skrifar 19. maí 2025 09:02 Sjávarflóð eru náttúruvá sem Íslendingar þurfa að búa við og mikilvægt er að bregðast við á viðeigandi hátt. Líkt og í baráttunni við ofanflóð, þar sem sterk og markviss varnarvinna hefur skilað góðum árangri, er nauðsynlegt að setja upp öflugar sjóvarnir til að lágmarka skaða af völdum sjávarflóða. Hækkandi sjávarstaða og auknar veðursveiflur gera það að verkum að mikilvægi sjóvarna hefur aldrei verið meira. Samkvæmt áætlunum samgönguáætlunar er gert ráð fyrir að verja 150 milljónum króna árlega í sjóvarnir á landsvísu. Það er ljóst að þessi upphæð er langt frá því að nægja til að mæta þeirri gríðarlegu þörf sem skapast hefur á undanförnum árum, sérstaklega á þeim svæðum sem eru hvað viðkvæmust fyrir ágangi sjávar. Á Suðurnesjum hafa ítrekað komið upp tilvik þar sem sjávarflóð hafa ógnað byggð og innviðum. Í Suðurnesjabæ varð stórtjón 1. mars 2025 þegar hafnarmannvirki og aðrar eignir urðu fyrir miklum skaða af völdum sjávarflóða. Bændur og landeigendur urðu fyrir verulegu tjóni og annar golfvöllurinn í sveitarfélaginu var illa leikinn. Kirkjugarðar voru einnig í stórhættu á að verða fyrir ágangi sjávar. Ástandið er þannig að jafnvel þyrfti í raun að nýta alla þá fjárhæð sem ætluð er í sjóvarnir á landsvísu eingöngu í Suðurnesjabæ til að tryggja nauðsynlegar varnir þar. Þetta undirstrikar hversu brýnt það er að endurskoða fjármögnun sjóvarna hér á landi. Eitt mögulegt úrræði væri að skoða stofnun sérstaks sjávarflóðasjóðs að fyrirmynd ofanflóðasjóðs. Þannig mætti tryggja samræmda stefnu og stöðugan fjárhagslegan stuðning við varnir gegn sjávarflóðum um landið allt. Að sama skapi mætti horfa til þess að auka fjárveitingar ríkisins í sjóvarnir og setja slíkt á dagskrá ríkisstjórnarinnar. Þegar horft er til framtíðar er ljóst að vandinn mun aðeins aukast. Loftslagsbreytingar, hækkandi sjávarstaða og aukin tíðni óveðra eru staðreyndir sem ekki er hægt að líta framhjá. Nú er tíminn til að bregðast við – áður en kostnaðurinn við aðgerðir verður óviðráðanlegur. Ég skora á ríkisstjórn Samfylkingar, Viðreisnar og Flokki fólksins að setja sjávarflóð og sjóvarnir á dagskrá. Það er deginum ljósara að þörfin er knýjandi og hún á aðeins eftir að aukast á komandi árum. Nú er mikilvægt að grípa til aðgerða til að tryggja vernd viðkvæmra svæða fyrir sjávarflóðum. Höfundur er oddviti Framsóknarflokksins í Suðurnesjabæ. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Anton Guðmundsson Framsóknarflokkurinn Suðurnesjabær Mest lesið Heimilisofbeldi er ekki einkamál – hugleiðing fyrrverandi lögreglumanns Sigurður Árni Reynisson Skoðun Halldór 01.11.25 Halldór Síbrotaferill ríkislögreglustjóra Einar Steingrímsson Skoðun Hvers virði er framtíðin? Um olíuleit við Ísland Jóhanna Malen Skúladóttir Skoðun Velkomin á fjórðu vaktina Árný Ingvarsdóttir Skoðun Fjölmiðlar í kreppu Stefán Jón Hafstein Skoðun Hefur þú tíma? Ósk Kristinsdóttir Skoðun Á rauðu ljósi í Reykjavík Einar Sveinbjörn Guðmundsson Skoðun Vísvitandi verið að skaða atvinnulífið? Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Heilnæm fæða – íslenskur landbúnaður er grunnur öryggis okkar Ragnar Rögnvaldsson Skoðun Skoðun Skoðun Síbrotaferill ríkislögreglustjóra Einar Steingrímsson skrifar Skoðun Velkomin á fjórðu vaktina Árný Ingvarsdóttir skrifar Skoðun Hvers virði er framtíðin? Um olíuleit við Ísland Jóhanna Malen Skúladóttir skrifar Skoðun Vísvitandi verið að skaða atvinnulífið? Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Varaflugvallagjaldið og flugöryggi Njáll Trausti Friðbertsson skrifar Skoðun Heimilisofbeldi er ekki einkamál – hugleiðing fyrrverandi lögreglumanns Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Á rauðu ljósi í Reykjavík Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Hefur þú tíma? Ósk Kristinsdóttir skrifar Skoðun Heilnæm fæða – íslenskur landbúnaður er grunnur öryggis okkar Ragnar Rögnvaldsson skrifar Skoðun Arnaldarvísitalan Starri Reynisson skrifar Skoðun Fjölmiðlar í kreppu Stefán Jón Hafstein skrifar Skoðun Dauðsföll í Gaza-stríðinu og Mogginn Egill Þórir Einarsson skrifar Skoðun Eyðum óvissunni Stefán Vagn Stefánsson skrifar Skoðun Opinberi geirinn og stjórnunarráðgjafar: ástarsaga Adeel Akmal skrifar Skoðun Ættbálkahegðun á stafrænu formi Martha Árnadóttir skrifar Skoðun Kirkjurnar standa en stoðirnar eru sveltar Anton Guðmundsson skrifar Skoðun Martin bakari flýgur heim með látum frá leikvelli auðmanna í Vatnsmýrinni Daði Rafnsson,Haukur Magnússon,Kristján Vigfússon,Margrét Manda Jónsdóttir skrifar Skoðun Stytta þarf veiðitíma svartfugla strax Hólmfríður Arnardóttir,Helga Ögmundardóttir skrifar Skoðun Hver greiðir fyrir breytingarnar? Svanfríður G. Bergvinsdóttir skrifar Skoðun Um Liverpool, Diogo Jota, áföll og sorgina – hugleiðingar sálfræðings Andri Hrafn Sigurðsson skrifar Skoðun Stöndum vörð um Héraðsvötnin! Rakel Hinriksdóttir skrifar Skoðun Við erum búin að missa tökin Ása Berglind Hjálmarsdóttir skrifar Skoðun Hjúkrunarheimili í Þorlákshöfn Gestur Þór Kristjánsson,Sigurbjörg Jenný Jónsdóttir,Grétar Ingi Erlendsson,Erla Sif Markúsdóttir skrifar Skoðun Stöðug uppbygging orkuinnviða Adrian Pike,Bjarni Þórður Bjarnason,Tómas Már Sigurðsson skrifar Skoðun Rýr húsnæðispakki Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Hrekkjavaka á Landakoti Kristófer Ingi Svavarsson skrifar Skoðun Óvenjulegt fólk Helgi Brynjarsson skrifar Skoðun Hálfrar aldar svívirða Stefán Pálsson skrifar Skoðun $€tjum í$lensku á (mat) $€ðilinn! Ólafur Guðsteinn Kristjánsson skrifar Skoðun Minna tal, meiri uppbygging Guðrún Hafsteinsdóttir skrifar Sjá meira
Sjávarflóð eru náttúruvá sem Íslendingar þurfa að búa við og mikilvægt er að bregðast við á viðeigandi hátt. Líkt og í baráttunni við ofanflóð, þar sem sterk og markviss varnarvinna hefur skilað góðum árangri, er nauðsynlegt að setja upp öflugar sjóvarnir til að lágmarka skaða af völdum sjávarflóða. Hækkandi sjávarstaða og auknar veðursveiflur gera það að verkum að mikilvægi sjóvarna hefur aldrei verið meira. Samkvæmt áætlunum samgönguáætlunar er gert ráð fyrir að verja 150 milljónum króna árlega í sjóvarnir á landsvísu. Það er ljóst að þessi upphæð er langt frá því að nægja til að mæta þeirri gríðarlegu þörf sem skapast hefur á undanförnum árum, sérstaklega á þeim svæðum sem eru hvað viðkvæmust fyrir ágangi sjávar. Á Suðurnesjum hafa ítrekað komið upp tilvik þar sem sjávarflóð hafa ógnað byggð og innviðum. Í Suðurnesjabæ varð stórtjón 1. mars 2025 þegar hafnarmannvirki og aðrar eignir urðu fyrir miklum skaða af völdum sjávarflóða. Bændur og landeigendur urðu fyrir verulegu tjóni og annar golfvöllurinn í sveitarfélaginu var illa leikinn. Kirkjugarðar voru einnig í stórhættu á að verða fyrir ágangi sjávar. Ástandið er þannig að jafnvel þyrfti í raun að nýta alla þá fjárhæð sem ætluð er í sjóvarnir á landsvísu eingöngu í Suðurnesjabæ til að tryggja nauðsynlegar varnir þar. Þetta undirstrikar hversu brýnt það er að endurskoða fjármögnun sjóvarna hér á landi. Eitt mögulegt úrræði væri að skoða stofnun sérstaks sjávarflóðasjóðs að fyrirmynd ofanflóðasjóðs. Þannig mætti tryggja samræmda stefnu og stöðugan fjárhagslegan stuðning við varnir gegn sjávarflóðum um landið allt. Að sama skapi mætti horfa til þess að auka fjárveitingar ríkisins í sjóvarnir og setja slíkt á dagskrá ríkisstjórnarinnar. Þegar horft er til framtíðar er ljóst að vandinn mun aðeins aukast. Loftslagsbreytingar, hækkandi sjávarstaða og aukin tíðni óveðra eru staðreyndir sem ekki er hægt að líta framhjá. Nú er tíminn til að bregðast við – áður en kostnaðurinn við aðgerðir verður óviðráðanlegur. Ég skora á ríkisstjórn Samfylkingar, Viðreisnar og Flokki fólksins að setja sjávarflóð og sjóvarnir á dagskrá. Það er deginum ljósara að þörfin er knýjandi og hún á aðeins eftir að aukast á komandi árum. Nú er mikilvægt að grípa til aðgerða til að tryggja vernd viðkvæmra svæða fyrir sjávarflóðum. Höfundur er oddviti Framsóknarflokksins í Suðurnesjabæ.
Heimilisofbeldi er ekki einkamál – hugleiðing fyrrverandi lögreglumanns Sigurður Árni Reynisson Skoðun
Skoðun Heimilisofbeldi er ekki einkamál – hugleiðing fyrrverandi lögreglumanns Sigurður Árni Reynisson skrifar
Skoðun Martin bakari flýgur heim með látum frá leikvelli auðmanna í Vatnsmýrinni Daði Rafnsson,Haukur Magnússon,Kristján Vigfússon,Margrét Manda Jónsdóttir skrifar
Skoðun Um Liverpool, Diogo Jota, áföll og sorgina – hugleiðingar sálfræðings Andri Hrafn Sigurðsson skrifar
Skoðun Hjúkrunarheimili í Þorlákshöfn Gestur Þór Kristjánsson,Sigurbjörg Jenný Jónsdóttir,Grétar Ingi Erlendsson,Erla Sif Markúsdóttir skrifar
Skoðun Stöðug uppbygging orkuinnviða Adrian Pike,Bjarni Þórður Bjarnason,Tómas Már Sigurðsson skrifar
Heimilisofbeldi er ekki einkamál – hugleiðing fyrrverandi lögreglumanns Sigurður Árni Reynisson Skoðun