Djúpstæður metnaður til að skapa fjölskylduvænt umhverfi Jakob Bjarnar skrifar 19. maí 2025 09:42 Helga Halldórsdóttir, forstöðumaður mannauðssviðs tekur verið verðlaunaskjali frá Forseta Íslands, Höllu Tómasdóttur. Haraldur Gjuðjóns Thors Þekkingarverðlaun FVH – Félagi viðskipta- og hagfræðinga – voru afhent í 25. skipti. Arion banki var valinn Þekkingarfyrirtæki ársins og Syndis hlaut Þekkingarviðurkenningu FVH. Anna Margrét Steingrímsdóttir framkvæmdastjóri FVH er í skýjunum með hvernig til tókst að þessu sinni. „Ég er svakalega ánægð með þetta. Fyrir svona lítið fagfélag sem er rekið á félagsgjöldum og óhagnaðardrifið er gaman að geta gert þetta. Forsetinn hefur afhent verðlaun frá upphafi og þetta er stór dagur fyrir okkur, bara dásamlegt. Svo þurfum við að taka þetta saman, það er mikill hugur í fyrirtækjum.“ Anna Margrét bendir á að Halla forseti hafi einmitt starfað að mannauðsmálum og hafði hún mikið og margt um þann málaflokk að segja. Anton Egilsson, framkvæmdastjóri Syndis og Eva Demireva ásamt Forseta Íslands Höllu Tómasdóttur.Haraldur Guðjónsson Thors Afhendingin fór fram þann 15. maí síðastliðinn. Verðlaunin hafa verið afhent árlega frá árinu 2000 og var það Forseti Íslands, Halla Tómasdóttir sem afhenti verðlaunin við hátíðlega athöfn en þess má geta að Forseti Íslands er sérstakur verndari verðlaunanna. í ár voru verðlaunin veitt fyrirtæki sem hefur þróað eða innleitt ferli sem auðvelda starfsfólki að samræma vinnu og barneignir með það að markmiði að viðhalda þekkingu innan fyrirtækisins og skapað jákvæð áhrif á rekstur þess og samfélagið í heild sinni. Fjölskylduvæn stefna með hjarta Í fréttatilkynningu segir að það hafi vakið sérstaka athygli dómnefndar djúpstæður metnaður Arion banka til að skapa fjölskylduvænt vinnuumhverfi sem styður við jafnvægi á milli einkalífs og vinnu. „Stefna bankans er ekki einungis á blaði heldur virkur hluti af menningu fyrirtækisins sem endurspeglast meðal annars í því að bankastjóri, Benedikt Gíslason, situr sjálfur í jafnréttisnefnd.“ Meðal aðgerða sem Arion hefur hrint í framkvæmd eru: Trygging 80% launa og orlofsávinnslu á meðan fæðingarorlofi stendur Dagvistunarúrræði fyrir börn starfsfólks á aldrinum 12–24 mánaða Kveðju og endurkomusamtöl stjórnenda við starfsfólk sem fer í fæðingarorlof Sveigjanleiki við endurkomu úr fæðingarorlofi Fjölskylduvæna viðburði á vegum starfsmannafélagsins, svo sem jólatrésferðir, íþróttaskóla og fjölskylduhátíðir Það var einróma álit dómnefndar að Arion hefði svo sannarlega með eftirtektarverðum og markverðum hætti þróað og innleitt ferli sem auðvelda starfsfólki sínu að samræma vinnu og barneignir og sýnt að aðgerðirnar hafa skilað mælanlegum árangri og haft jákvæð áhrif á rekstur fyrirtækisins og samfélagið. Starfsfólk mannauðssviðs Arion ásamt Forseta Íslands, Höllu TómasdótturHaraldur Guðjónsson Thors Við viðtöku verðlaunanna sagði Helga Halldórsdóttir, forstöðumaður mannauðssviðs: „Við þökkum kærlega fyrir þessa viðurkenningu. Hún hvetur okkur til að halda áfram að vera í fremstu röð fyrirtækja á Íslandi í að skapa eftirsóknarvert starfsumhverfi með áherslu á jafnvægi milli vinnu og fjölskyldulífs.“ Syndis hlaut Þekkingarviðurkenningu FVH 2025 Þá hlaut Syndis Þekkingarviðurkenningu FVH árið 2025. „Syndis hefur stigið merk skref til stuðnings við starfsfólk sitt sem er í barneignarferli og hefur meðal annars tryggt foreldrum launað leyfi allt að 4 vikum fyrir settan fæðingardag án skerðingu orlofs, ávinnslu orlofs í fæðingarorlofi, að launaþróun staðni ekki þrátt fyrir orlofstöku, hlutastarf að loknu fæðingarorlofi, skýrt verklag um yfirfærslu þekkingar áður en starfsmaður fer í orlof og sveigjanlegan vinnutíma að fæðingarorlofi loknu.“ Svo segir í fréttatilkynningu. Og við yfirferð á svörum Syndis þótti dómnefnd skína í gegn að fámennur vinnustaður gæti vel lagt sitt af mörkum við að styðja við foreldra þegar kemur að því að samræma vinnu og barneignir. Fjármálafyrirtæki Upplýsingatækni Nýsköpun Mest lesið Völdu Noreg fram yfir Ísland þrátt fyrir að besta lausnin væri hér Viðskipti innlent Eiginkona stjórnarmanns keypti óvart í bankanum Viðskipti innlent Fyrirtæki í vopnaframleiðslu eru á rauðum lista Viðskipti innlent Linda tekur við sem framkvæmdastjóri fjármálasviðs Alvotech Atvinnulíf Um forvitna yfirmanninn Atvinnulíf Kaffi heldur áfram að hækka í verði Neytendur Hagnaðist um tæpar sjötíu milljónir króna Viðskipti innlent Forstjóri X hættir óvænt Viðskipti erlent Raunverð íbúða hefur þrefaldast frá aldamótum Viðskipti innlent Fyrsta íslenska grænkera ostagerðin í hættu Viðskipti innlent Fleiri fréttir Fyrirtæki í vopnaframleiðslu eru á rauðum lista Kaffi heldur áfram að hækka í verði Linda tekur við sem framkvæmdastjóri fjármálasviðs Alvotech Um forvitna yfirmanninn Völdu Noreg fram yfir Ísland þrátt fyrir að besta lausnin væri hér Eiginkona stjórnarmanns keypti óvart í bankanum Raunverð íbúða hefur þrefaldast frá aldamótum Forstjóri X hættir óvænt Atli Óskar ráðinn rekstrarstjóri framleiðslu Engin U-beygja hjá Play Veitingamenn verulega óánægðir með eftirlitið „Ávísun á ánægjuleg viðskipti“ Hindranir í vegi þess að lífeyrissjóðirnir taki þátt í hernaðaruppbyggingu Evrópu Spá umtalsverðum samdrætti í byggingu nýrra íbúða Vilja „ósýnilegar“ stöðumælasektir burt Falsaði fleiri bréf Veltir því upp hvort eigendum hafi verið refsað fyrir að tjá sig Hætta við yfirtökuna Harpa og Linda ráðnar forstöðumenn Þegar gott slúður í vinnunni gerir gagn Stærsti samruninn í áraraðir á borð Samkeppniseftirlitsins Sylvía Kristín ráðin forstjóri Nova Íslenskur pítsastaður í Kína: „Það verður skrítnara og skrítnara að segja frá þessu“ Farþegum til landsins fjölgaði um tuttugu prósent Kvika hafi grætt töluvert á því að hafna upphaflegum tilboðum „Sem betur fer eru aðrir fiskar í sjónum“ Arion og Kvika í samrunaviðræður Eyþór hættur sem framkvæmdastjóri Hopp Svona munu stækkuð Skógarböð og hótel líta út Skrautleg saga laganna hans Bubba Sjá meira
Anna Margrét Steingrímsdóttir framkvæmdastjóri FVH er í skýjunum með hvernig til tókst að þessu sinni. „Ég er svakalega ánægð með þetta. Fyrir svona lítið fagfélag sem er rekið á félagsgjöldum og óhagnaðardrifið er gaman að geta gert þetta. Forsetinn hefur afhent verðlaun frá upphafi og þetta er stór dagur fyrir okkur, bara dásamlegt. Svo þurfum við að taka þetta saman, það er mikill hugur í fyrirtækjum.“ Anna Margrét bendir á að Halla forseti hafi einmitt starfað að mannauðsmálum og hafði hún mikið og margt um þann málaflokk að segja. Anton Egilsson, framkvæmdastjóri Syndis og Eva Demireva ásamt Forseta Íslands Höllu Tómasdóttur.Haraldur Guðjónsson Thors Afhendingin fór fram þann 15. maí síðastliðinn. Verðlaunin hafa verið afhent árlega frá árinu 2000 og var það Forseti Íslands, Halla Tómasdóttir sem afhenti verðlaunin við hátíðlega athöfn en þess má geta að Forseti Íslands er sérstakur verndari verðlaunanna. í ár voru verðlaunin veitt fyrirtæki sem hefur þróað eða innleitt ferli sem auðvelda starfsfólki að samræma vinnu og barneignir með það að markmiði að viðhalda þekkingu innan fyrirtækisins og skapað jákvæð áhrif á rekstur þess og samfélagið í heild sinni. Fjölskylduvæn stefna með hjarta Í fréttatilkynningu segir að það hafi vakið sérstaka athygli dómnefndar djúpstæður metnaður Arion banka til að skapa fjölskylduvænt vinnuumhverfi sem styður við jafnvægi á milli einkalífs og vinnu. „Stefna bankans er ekki einungis á blaði heldur virkur hluti af menningu fyrirtækisins sem endurspeglast meðal annars í því að bankastjóri, Benedikt Gíslason, situr sjálfur í jafnréttisnefnd.“ Meðal aðgerða sem Arion hefur hrint í framkvæmd eru: Trygging 80% launa og orlofsávinnslu á meðan fæðingarorlofi stendur Dagvistunarúrræði fyrir börn starfsfólks á aldrinum 12–24 mánaða Kveðju og endurkomusamtöl stjórnenda við starfsfólk sem fer í fæðingarorlof Sveigjanleiki við endurkomu úr fæðingarorlofi Fjölskylduvæna viðburði á vegum starfsmannafélagsins, svo sem jólatrésferðir, íþróttaskóla og fjölskylduhátíðir Það var einróma álit dómnefndar að Arion hefði svo sannarlega með eftirtektarverðum og markverðum hætti þróað og innleitt ferli sem auðvelda starfsfólki sínu að samræma vinnu og barneignir og sýnt að aðgerðirnar hafa skilað mælanlegum árangri og haft jákvæð áhrif á rekstur fyrirtækisins og samfélagið. Starfsfólk mannauðssviðs Arion ásamt Forseta Íslands, Höllu TómasdótturHaraldur Guðjónsson Thors Við viðtöku verðlaunanna sagði Helga Halldórsdóttir, forstöðumaður mannauðssviðs: „Við þökkum kærlega fyrir þessa viðurkenningu. Hún hvetur okkur til að halda áfram að vera í fremstu röð fyrirtækja á Íslandi í að skapa eftirsóknarvert starfsumhverfi með áherslu á jafnvægi milli vinnu og fjölskyldulífs.“ Syndis hlaut Þekkingarviðurkenningu FVH 2025 Þá hlaut Syndis Þekkingarviðurkenningu FVH árið 2025. „Syndis hefur stigið merk skref til stuðnings við starfsfólk sitt sem er í barneignarferli og hefur meðal annars tryggt foreldrum launað leyfi allt að 4 vikum fyrir settan fæðingardag án skerðingu orlofs, ávinnslu orlofs í fæðingarorlofi, að launaþróun staðni ekki þrátt fyrir orlofstöku, hlutastarf að loknu fæðingarorlofi, skýrt verklag um yfirfærslu þekkingar áður en starfsmaður fer í orlof og sveigjanlegan vinnutíma að fæðingarorlofi loknu.“ Svo segir í fréttatilkynningu. Og við yfirferð á svörum Syndis þótti dómnefnd skína í gegn að fámennur vinnustaður gæti vel lagt sitt af mörkum við að styðja við foreldra þegar kemur að því að samræma vinnu og barneignir.
Fjármálafyrirtæki Upplýsingatækni Nýsköpun Mest lesið Völdu Noreg fram yfir Ísland þrátt fyrir að besta lausnin væri hér Viðskipti innlent Eiginkona stjórnarmanns keypti óvart í bankanum Viðskipti innlent Fyrirtæki í vopnaframleiðslu eru á rauðum lista Viðskipti innlent Linda tekur við sem framkvæmdastjóri fjármálasviðs Alvotech Atvinnulíf Um forvitna yfirmanninn Atvinnulíf Kaffi heldur áfram að hækka í verði Neytendur Hagnaðist um tæpar sjötíu milljónir króna Viðskipti innlent Forstjóri X hættir óvænt Viðskipti erlent Raunverð íbúða hefur þrefaldast frá aldamótum Viðskipti innlent Fyrsta íslenska grænkera ostagerðin í hættu Viðskipti innlent Fleiri fréttir Fyrirtæki í vopnaframleiðslu eru á rauðum lista Kaffi heldur áfram að hækka í verði Linda tekur við sem framkvæmdastjóri fjármálasviðs Alvotech Um forvitna yfirmanninn Völdu Noreg fram yfir Ísland þrátt fyrir að besta lausnin væri hér Eiginkona stjórnarmanns keypti óvart í bankanum Raunverð íbúða hefur þrefaldast frá aldamótum Forstjóri X hættir óvænt Atli Óskar ráðinn rekstrarstjóri framleiðslu Engin U-beygja hjá Play Veitingamenn verulega óánægðir með eftirlitið „Ávísun á ánægjuleg viðskipti“ Hindranir í vegi þess að lífeyrissjóðirnir taki þátt í hernaðaruppbyggingu Evrópu Spá umtalsverðum samdrætti í byggingu nýrra íbúða Vilja „ósýnilegar“ stöðumælasektir burt Falsaði fleiri bréf Veltir því upp hvort eigendum hafi verið refsað fyrir að tjá sig Hætta við yfirtökuna Harpa og Linda ráðnar forstöðumenn Þegar gott slúður í vinnunni gerir gagn Stærsti samruninn í áraraðir á borð Samkeppniseftirlitsins Sylvía Kristín ráðin forstjóri Nova Íslenskur pítsastaður í Kína: „Það verður skrítnara og skrítnara að segja frá þessu“ Farþegum til landsins fjölgaði um tuttugu prósent Kvika hafi grætt töluvert á því að hafna upphaflegum tilboðum „Sem betur fer eru aðrir fiskar í sjónum“ Arion og Kvika í samrunaviðræður Eyþór hættur sem framkvæmdastjóri Hopp Svona munu stækkuð Skógarböð og hótel líta út Skrautleg saga laganna hans Bubba Sjá meira