Grindvíkingar fá að gista í húsunum sem þeir seldu Árni Sæberg skrifar 19. maí 2025 10:32 Grindvíkingar sem gert hafa hollvinasamning við Þórkötlu fá að gista í gömlu húsunum sínum í sumar. Vísir/Vilhelm Frá og með 28. maí munu þeir sem gert hafa svokallaðan hollvinasamning um sínar gömlu eignir í Grindavík einnig geta gist í þeim. Um er að ræða tímabundið verkefni til reynslu í sumar. Í fréttatilkynningu þess efnis segir að markmiðið með verkefninu sé að ýta undir að íbúar haldi tengslum við bæinn og þar með auka líkurnar á að fólk flytji aftur til Grindavíkur þegar það er talið öruggt. Heimildin sé hugsuð til sumardvalar en ekki til fastrar búsetu. Borga hita og rafmagn Hollvinasamningar hafa staðið Grindvíkingum, sem selt hafa Þórkötlu hús sín í bænum, til boða frá ágúst í fyrra. Um er að ræða samning um afnot og aðgengi að húsunum gegn greiðslu þrjátíu þúsund króna einskiptisumsýslugjalds og mánaðarlegs kostnaðs af hita og rafmagni. Í tilkynningu segir að frá því að Þórkatla hóf að bjóða upp á hollvinasamninga hafi félagið fundið fyrir miklum áhuga hollvina á því að gista í eignunum. Sá áhugi hafi aukist jafnt og þétt en hingað til hafi ekki verið talið forsvaranlegt að leyfa gistingu. Í ljósi aðstæðna og þróunar í bænum hafi nú hins vegar verið tekin ákvörðun um að heimila hollvinum til reynslu að gista í eignunum yfir sumartímann, frá lok maí til loka september 2025. Annað umsýslugjald rukkað Heimildin byggi á því að staðsetning, ástand og staða brunavarna sé með þeim hætti að óhætt sé fyrir fólk að dvelja í eigninni næturlangt. Innheimt verði umsýslugjald þegar samningur um gistingu í sumar er undirritaður. Vonir standi til að hægt verði að endurvekja blómlega byggð í Grindavík sem fyrst. Grindvíkingar vilji snúa heim, ýmist sem fyrst eða þegar dregið hefur úr áhættu. Það sé mat Þórkötlu að fyrsta skrefið í þá átt sé að heimila gistingu hollvina, en síðar þegar aðstæður leyfa muni félagið leigja og selja fasteignir til Grindvíkinga. Ríflega sjötíu milljarða fjárfesting Þórkatla hafi gengið frá kaupum á 943 eignum í Grindavík, tekið við 913 eignum og gengið frá afsali fyrir 904 eignir í Grindavík. Heildarfjárfesting félagsins í þeim 943 eignum sem gengið hefur verið frá til þessa sé 71,6 milljarðar króna. Þar af séu kaupsamnings- og afsalsgreiðslur um 50 milljarðar og yfirtekin húsnæðislán um 21,6 milljarðar. Frestur einstaklinga til að sækja um sölu á íbúðarhúsnæði í Grindavík hafi runnið út 31. mars síðastliðinn en lög um framlengingu á frestinum til 30. júní 2025 séu í vinnslu hjá Alþingi sem stendur. Grindavík Eldgos og jarðhræringar Eldgos á Reykjanesskaga Mest lesið Íslendingar í alvarlegu umferðarslysi í Suður-Afríku Innlent Halla forseti opnar sig um kynferðisbrot í æsku Innlent Bústaðakirkja opnuð vegna slyssins í Suður-Afríku Innlent Nemandi réðst á kennara á jólaskemmtun í Ingunnarskóla Innlent Enn fleiri myndir úr safni Epsteins: „En hún vill þúsund dali fyrir hverja stúlku“ Erlent Tvær íslenskar konur létust í umferðarslysinu í Suður-Afríku Innlent Reynslubolti kveður lögregluna Innlent Stormur gæti skollið á landið á aðfangadag Innlent Katrín orðin stjórnarformaður Innlent Hæstiréttur vill ekki hlýða á Kristján Markús Innlent Fleiri fréttir „Verður vonandi til að styrkja íslensku einkareknu miðlana“ Talinn hafa komið til landsins til að stela Snorkstelpan snýr aftur eftir ágreining um höfundarrétt Framlög til einkarekinna fjölmiðla næstum tvöfaldast Meðferð við spilafíkn loks niðurgreidd af Sjúkratryggingum Kílómetragjaldið bitni helst á sparneytnum eldsneytisbílum Tvær íslenskar konur létust í umferðarslysinu í Suður-Afríku Íslendingar lentu í alvarlegu slysi í Suður-Afríku Stóraukið fjármagn til Frú Ragnheiðar Standi ekki til að leggja niður Rás 2 þrátt fyrir boðaða heimild Bæta hjóla- og göngustíga í Breiðholti, Grafarholti og í Elliðaárdal Birkir vill þriðja til fjórða sæti hjá Samfylkingu Lítið snjóflóð féll á snjótroðara í Hlíðarfjalli Tímamótasamningur Sjúkratrygginga og SÁÁ Hætta á snjóflóðum til fjalla í Eyjafirði Hluti auglýsingatekna Rúv renni til einkarekinna fjölmiðla „Við látum alltaf taka okkur í bakaríið á endanum“ Götulokanir í miðborginni á Þorláksmessu og um áramót Logi kynnti aðgerðir í þágu fjölmiðla Einn handtekinn í aðgerð sérsveitar á Selfossi Bústaðakirkja opnuð vegna slyssins í Suður-Afríku Stormur gæti skollið á landið á aðfangadag Kílómetragjaldið verður að veruleika og hvassviðri um jólin Funduðu í 320 klukkustundir og afgreiddu 37 frumvörp Telja innbrot og umferðarlagabrot mesta vandamálið Katrín orðin stjórnarformaður Hæstiréttur vill ekki hlýða á Kristján Markús Nemandi réðst á kennara á jólaskemmtun í Ingunnarskóla Halla forseti opnar sig um kynferðisbrot í æsku Íslendingar í alvarlegu umferðarslysi í Suður-Afríku Sjá meira
Í fréttatilkynningu þess efnis segir að markmiðið með verkefninu sé að ýta undir að íbúar haldi tengslum við bæinn og þar með auka líkurnar á að fólk flytji aftur til Grindavíkur þegar það er talið öruggt. Heimildin sé hugsuð til sumardvalar en ekki til fastrar búsetu. Borga hita og rafmagn Hollvinasamningar hafa staðið Grindvíkingum, sem selt hafa Þórkötlu hús sín í bænum, til boða frá ágúst í fyrra. Um er að ræða samning um afnot og aðgengi að húsunum gegn greiðslu þrjátíu þúsund króna einskiptisumsýslugjalds og mánaðarlegs kostnaðs af hita og rafmagni. Í tilkynningu segir að frá því að Þórkatla hóf að bjóða upp á hollvinasamninga hafi félagið fundið fyrir miklum áhuga hollvina á því að gista í eignunum. Sá áhugi hafi aukist jafnt og þétt en hingað til hafi ekki verið talið forsvaranlegt að leyfa gistingu. Í ljósi aðstæðna og þróunar í bænum hafi nú hins vegar verið tekin ákvörðun um að heimila hollvinum til reynslu að gista í eignunum yfir sumartímann, frá lok maí til loka september 2025. Annað umsýslugjald rukkað Heimildin byggi á því að staðsetning, ástand og staða brunavarna sé með þeim hætti að óhætt sé fyrir fólk að dvelja í eigninni næturlangt. Innheimt verði umsýslugjald þegar samningur um gistingu í sumar er undirritaður. Vonir standi til að hægt verði að endurvekja blómlega byggð í Grindavík sem fyrst. Grindvíkingar vilji snúa heim, ýmist sem fyrst eða þegar dregið hefur úr áhættu. Það sé mat Þórkötlu að fyrsta skrefið í þá átt sé að heimila gistingu hollvina, en síðar þegar aðstæður leyfa muni félagið leigja og selja fasteignir til Grindvíkinga. Ríflega sjötíu milljarða fjárfesting Þórkatla hafi gengið frá kaupum á 943 eignum í Grindavík, tekið við 913 eignum og gengið frá afsali fyrir 904 eignir í Grindavík. Heildarfjárfesting félagsins í þeim 943 eignum sem gengið hefur verið frá til þessa sé 71,6 milljarðar króna. Þar af séu kaupsamnings- og afsalsgreiðslur um 50 milljarðar og yfirtekin húsnæðislán um 21,6 milljarðar. Frestur einstaklinga til að sækja um sölu á íbúðarhúsnæði í Grindavík hafi runnið út 31. mars síðastliðinn en lög um framlengingu á frestinum til 30. júní 2025 séu í vinnslu hjá Alþingi sem stendur.
Grindavík Eldgos og jarðhræringar Eldgos á Reykjanesskaga Mest lesið Íslendingar í alvarlegu umferðarslysi í Suður-Afríku Innlent Halla forseti opnar sig um kynferðisbrot í æsku Innlent Bústaðakirkja opnuð vegna slyssins í Suður-Afríku Innlent Nemandi réðst á kennara á jólaskemmtun í Ingunnarskóla Innlent Enn fleiri myndir úr safni Epsteins: „En hún vill þúsund dali fyrir hverja stúlku“ Erlent Tvær íslenskar konur létust í umferðarslysinu í Suður-Afríku Innlent Reynslubolti kveður lögregluna Innlent Stormur gæti skollið á landið á aðfangadag Innlent Katrín orðin stjórnarformaður Innlent Hæstiréttur vill ekki hlýða á Kristján Markús Innlent Fleiri fréttir „Verður vonandi til að styrkja íslensku einkareknu miðlana“ Talinn hafa komið til landsins til að stela Snorkstelpan snýr aftur eftir ágreining um höfundarrétt Framlög til einkarekinna fjölmiðla næstum tvöfaldast Meðferð við spilafíkn loks niðurgreidd af Sjúkratryggingum Kílómetragjaldið bitni helst á sparneytnum eldsneytisbílum Tvær íslenskar konur létust í umferðarslysinu í Suður-Afríku Íslendingar lentu í alvarlegu slysi í Suður-Afríku Stóraukið fjármagn til Frú Ragnheiðar Standi ekki til að leggja niður Rás 2 þrátt fyrir boðaða heimild Bæta hjóla- og göngustíga í Breiðholti, Grafarholti og í Elliðaárdal Birkir vill þriðja til fjórða sæti hjá Samfylkingu Lítið snjóflóð féll á snjótroðara í Hlíðarfjalli Tímamótasamningur Sjúkratrygginga og SÁÁ Hætta á snjóflóðum til fjalla í Eyjafirði Hluti auglýsingatekna Rúv renni til einkarekinna fjölmiðla „Við látum alltaf taka okkur í bakaríið á endanum“ Götulokanir í miðborginni á Þorláksmessu og um áramót Logi kynnti aðgerðir í þágu fjölmiðla Einn handtekinn í aðgerð sérsveitar á Selfossi Bústaðakirkja opnuð vegna slyssins í Suður-Afríku Stormur gæti skollið á landið á aðfangadag Kílómetragjaldið verður að veruleika og hvassviðri um jólin Funduðu í 320 klukkustundir og afgreiddu 37 frumvörp Telja innbrot og umferðarlagabrot mesta vandamálið Katrín orðin stjórnarformaður Hæstiréttur vill ekki hlýða á Kristján Markús Nemandi réðst á kennara á jólaskemmtun í Ingunnarskóla Halla forseti opnar sig um kynferðisbrot í æsku Íslendingar í alvarlegu umferðarslysi í Suður-Afríku Sjá meira