Erfitt að flytja tímabundið heim í tóm hús Samúel Karl Ólason og Lillý Valgerður Pétursdóttir skrifa 19. maí 2025 22:44 Markmiðið er að ýta undir að haldi tengsl við Grindavík og auka líkur á að þeir flytji aftur þangað þegar það er öruggt. Vísir/Vilhelm Grindvíkingar, sem ætla að búa í bænum í sumar segja tilraunaverkefni um búsetu þar jákvætt. Mörgum gæti þó reynst erfitt að snúa aftur vegna töluverðar óvissu og kostnaðar, þar sem margir þyrftu þá að reka tvö heimili. Frá og með 28. maí munu þeir sem gert hafa svokallaðan hollvinasamning um sínar gömlu eignir í Grindavík einnig geta gist í þeim, fram á haust, eða út september. Óvissan um hvað gerist í haust, þegar tilraunaverkefninu lýkur, er mörgum í huga. Þá þurftu flestir að tæma hús sín þegar bærinn var rýmdur svo það gæti reynst þeim erfitt að halda til í húsunum. Hollvinasamningar hafa staðið Grindvíkingum, sem selt hafa fasteignafélaginu Þórkötlu hús sín í bænum, til boða frá ágúst í fyrra. Um er að ræða samning um afnot og aðgengi að húsunum gegn greiðslu þrjátíu þúsund króna einskiptisumsýslugjalds og mánaðarlegs kostnaðar af hita og rafmagni. Markmiðið er að ýta undir að haldi tengsl við Grindavík og auka líkur á að þeir flytji aftur þangað þegar það er öruggt. Sjá einnig: Grindvíkingar fá að gista í húsunum sem þeir seldu Fréttastofa ræddi við nokkra Grindvíkinga í bænum í dag. Þeir voru allir á því að um jákvætt skref væri að ræða en töluðu um að hægt væri að gera þetta betur. Einnig var rætt við Valgerði Ágústsdóttur, sem situr í stjórn Járngerðar, hagsmunasamtaka Grindvíkinga. Hún sagði verkefnið hafa gríðarlega þýðingu fyrir Grindvíkinga. Þórkatla ætti nánast öll íbúðarhús í bænum. „Við sjáum fyrir okkur að það verði meira líf hérna næstu misserin. Hins vegar finnst okkur að það hefði mátt vera meiri fyrirsjáanleiki,“ segir Valgerður. Vísar hún til þess að fólk gæti séð lengur fram í tímann en í september. Flestir væru búnir að tæma húsin sín og erfitt að fylla þau aftur, fyrir mögulega stuttan tíma. Næst sagði Valgerður að Grindvíkingar vildu sjá að á meðan hættan væri ásættanleg vildi fólk vita fram í tímann að það geti verið áfram í bænum. Hún sagði þau í samtökunum einnig hafa áhyggjur af fólki sem hafa ekki tök á að gera hollvinasamning. Eigi ekki efni á því að standa í þessum aukakostnaði. Ríflega sjötíu milljarða fjárfesting Þórkatla hafi gengið frá kaupum á 943 eignum í Grindavík, tekið við 913 eignum og gengið frá afsali fyrir 904 eignir í Grindavík. Heildarfjárfesting félagsins í þeim 943 eignum sem gengið hefur verið frá til þessa sé 71,6 milljarðar króna. Þar af séu kaupsamnings- og afsalsgreiðslur um 50 milljarðar og yfirtekin húsnæðislán um 21,6 milljarðar. Frestur einstaklinga til að sækja um sölu á íbúðarhúsnæði í Grindavík hafi runnið út 31. mars síðastliðinn en lög um framlengingu á frestinum til 30. júní 2025 séu í vinnslu hjá Alþingi sem stendur. Grindavík Eldgos og jarðhræringar Eldgos á Reykjanesskaga Húsnæðismál Mest lesið Tjald vonarinnar brann til kaldra kola Innlent Stal 73 rauðvínsflöskum og rúllaði burt á þríhjóli Erlent Skötumessur Ásmundar Friðrikssonar gefa vel af sér Innlent Díselþjófar staðnir að verki: „Þetta er búið að kosta okkur milljónir“ Innlent „Þá er samkeppnishæfnin farin, það segir sig bara sjálft“ Innlent Hvalfjarðargöng opin á ný Innlent Mikið viðbragð vegna umferðarslyss Innlent „Það er verið að taka aðeins of mikið“ Innlent Epstein-skjölin og Trump: Eitthvað virðist rotið í Danaveldi Erlent Líkamsárás í farþegaskipi Innlent Fleiri fréttir Tjald vonarinnar brann til kaldra kola Skötumessur Ásmundar Friðrikssonar gefa vel af sér „Þá er samkeppnishæfnin farin, það segir sig bara sjálft“ Líkamsárás í farþegaskipi „Kaldar kveðjur frá ESB“ og tilfinningaþrungin stund á Druslugöngu Hvalfjarðargöng opin á ný „Það er verið að taka aðeins of mikið“ Díselþjófar staðnir að verki: „Þetta er búið að kosta okkur milljónir“ „Ég held að það sé nú best að anda rólega“ Áhugi ungra stráka á Druslugöngunni kom skemmtilega á óvart Mögulegir Evróputollar á íslenskar vörur, lundastofn í rénun og Druslugangan Komst ekki heim frá Íran fyrr en mánuði eftir árásirnar Segir eðlilegast að strandveiðiheimildir verði fyrir utan alla potta Reyndist fjölmennt matarboð „þar sem gleðin var við völd“ Skógasafn vill Gunnfaxa en beðið svara eigenda Áfram gýs úr einum gíg „Það nægir ekki ESB að rústa eigin iðnaðarframleiðslu“ Vill bjóða borgarstjóra í vöfflukaffi eftir deilurnar Ósammála Náttúrufræðistofnun og segja veiðar á lunda forsvaranlegar Eldri borgarar í Vogum leiddu knattspyrnumenn inn á völlinn ESB leggur til tolla á Ísland: „Þetta er bara tillaga sem er á borðinu“ Uppsagnir sjómanna í Grindavík: „Hvenær er nóg, nóg?“ Vilja innlima Vesturbakkann og deilu um göngustíg lýkur með vöfflum Handtekinn vegna ólöglegs vopnaburðar Bilun í flugstjórn olli um tveggja tíma seinkun Mikið viðbragð vegna umferðarslyss Keyrt á íslenska stráka á Ólympíuhátíð Ekki þeir sömu og voru handteknir vegna fyrri þjófnaðarins Minni helst á þjóðarmorð Serba á múslimum í Bosníu Hneig niður vegna flogakasts Sjá meira
Frá og með 28. maí munu þeir sem gert hafa svokallaðan hollvinasamning um sínar gömlu eignir í Grindavík einnig geta gist í þeim, fram á haust, eða út september. Óvissan um hvað gerist í haust, þegar tilraunaverkefninu lýkur, er mörgum í huga. Þá þurftu flestir að tæma hús sín þegar bærinn var rýmdur svo það gæti reynst þeim erfitt að halda til í húsunum. Hollvinasamningar hafa staðið Grindvíkingum, sem selt hafa fasteignafélaginu Þórkötlu hús sín í bænum, til boða frá ágúst í fyrra. Um er að ræða samning um afnot og aðgengi að húsunum gegn greiðslu þrjátíu þúsund króna einskiptisumsýslugjalds og mánaðarlegs kostnaðar af hita og rafmagni. Markmiðið er að ýta undir að haldi tengsl við Grindavík og auka líkur á að þeir flytji aftur þangað þegar það er öruggt. Sjá einnig: Grindvíkingar fá að gista í húsunum sem þeir seldu Fréttastofa ræddi við nokkra Grindvíkinga í bænum í dag. Þeir voru allir á því að um jákvætt skref væri að ræða en töluðu um að hægt væri að gera þetta betur. Einnig var rætt við Valgerði Ágústsdóttur, sem situr í stjórn Járngerðar, hagsmunasamtaka Grindvíkinga. Hún sagði verkefnið hafa gríðarlega þýðingu fyrir Grindvíkinga. Þórkatla ætti nánast öll íbúðarhús í bænum. „Við sjáum fyrir okkur að það verði meira líf hérna næstu misserin. Hins vegar finnst okkur að það hefði mátt vera meiri fyrirsjáanleiki,“ segir Valgerður. Vísar hún til þess að fólk gæti séð lengur fram í tímann en í september. Flestir væru búnir að tæma húsin sín og erfitt að fylla þau aftur, fyrir mögulega stuttan tíma. Næst sagði Valgerður að Grindvíkingar vildu sjá að á meðan hættan væri ásættanleg vildi fólk vita fram í tímann að það geti verið áfram í bænum. Hún sagði þau í samtökunum einnig hafa áhyggjur af fólki sem hafa ekki tök á að gera hollvinasamning. Eigi ekki efni á því að standa í þessum aukakostnaði. Ríflega sjötíu milljarða fjárfesting Þórkatla hafi gengið frá kaupum á 943 eignum í Grindavík, tekið við 913 eignum og gengið frá afsali fyrir 904 eignir í Grindavík. Heildarfjárfesting félagsins í þeim 943 eignum sem gengið hefur verið frá til þessa sé 71,6 milljarðar króna. Þar af séu kaupsamnings- og afsalsgreiðslur um 50 milljarðar og yfirtekin húsnæðislán um 21,6 milljarðar. Frestur einstaklinga til að sækja um sölu á íbúðarhúsnæði í Grindavík hafi runnið út 31. mars síðastliðinn en lög um framlengingu á frestinum til 30. júní 2025 séu í vinnslu hjá Alþingi sem stendur.
Grindavík Eldgos og jarðhræringar Eldgos á Reykjanesskaga Húsnæðismál Mest lesið Tjald vonarinnar brann til kaldra kola Innlent Stal 73 rauðvínsflöskum og rúllaði burt á þríhjóli Erlent Skötumessur Ásmundar Friðrikssonar gefa vel af sér Innlent Díselþjófar staðnir að verki: „Þetta er búið að kosta okkur milljónir“ Innlent „Þá er samkeppnishæfnin farin, það segir sig bara sjálft“ Innlent Hvalfjarðargöng opin á ný Innlent Mikið viðbragð vegna umferðarslyss Innlent „Það er verið að taka aðeins of mikið“ Innlent Epstein-skjölin og Trump: Eitthvað virðist rotið í Danaveldi Erlent Líkamsárás í farþegaskipi Innlent Fleiri fréttir Tjald vonarinnar brann til kaldra kola Skötumessur Ásmundar Friðrikssonar gefa vel af sér „Þá er samkeppnishæfnin farin, það segir sig bara sjálft“ Líkamsárás í farþegaskipi „Kaldar kveðjur frá ESB“ og tilfinningaþrungin stund á Druslugöngu Hvalfjarðargöng opin á ný „Það er verið að taka aðeins of mikið“ Díselþjófar staðnir að verki: „Þetta er búið að kosta okkur milljónir“ „Ég held að það sé nú best að anda rólega“ Áhugi ungra stráka á Druslugöngunni kom skemmtilega á óvart Mögulegir Evróputollar á íslenskar vörur, lundastofn í rénun og Druslugangan Komst ekki heim frá Íran fyrr en mánuði eftir árásirnar Segir eðlilegast að strandveiðiheimildir verði fyrir utan alla potta Reyndist fjölmennt matarboð „þar sem gleðin var við völd“ Skógasafn vill Gunnfaxa en beðið svara eigenda Áfram gýs úr einum gíg „Það nægir ekki ESB að rústa eigin iðnaðarframleiðslu“ Vill bjóða borgarstjóra í vöfflukaffi eftir deilurnar Ósammála Náttúrufræðistofnun og segja veiðar á lunda forsvaranlegar Eldri borgarar í Vogum leiddu knattspyrnumenn inn á völlinn ESB leggur til tolla á Ísland: „Þetta er bara tillaga sem er á borðinu“ Uppsagnir sjómanna í Grindavík: „Hvenær er nóg, nóg?“ Vilja innlima Vesturbakkann og deilu um göngustíg lýkur með vöfflum Handtekinn vegna ólöglegs vopnaburðar Bilun í flugstjórn olli um tveggja tíma seinkun Mikið viðbragð vegna umferðarslyss Keyrt á íslenska stráka á Ólympíuhátíð Ekki þeir sömu og voru handteknir vegna fyrri þjófnaðarins Minni helst á þjóðarmorð Serba á múslimum í Bosníu Hneig niður vegna flogakasts Sjá meira