Manni bjargað eftir að fiskibátur hans strandaði við grjótgarð Lovísa Arnardóttir og Gunnar Reynir Valþórsson skrifa 20. maí 2025 07:59 Báturinn endaði úti við grjótgarð. Landsbjörg Mannbjörg varð þegar lítill fiskibátur strandaði við grjótgarðinn fyrir utan höfnina á Rifi snemma í morgun. Frá þessu er greint í tilkynningu frá Landsbjörg. Þar segir að um fjögur í nótt hafi stjórnstöð Landhelgisgæslunnar borist neyðarkall á rás 16 frá fiskibát sem var á leið á miðin frá Rifi. Talsverð þoka hafi verið á staðnum og báturinn siglt upp í grjótgarð utan við höfnina á Rifi. Samkvæmt tilkynningu var ekki nema um klukkustund liðin frá því leit að öðrum fiskibát á Breiðafirði hafði verið hætt en fjallað var um það fyrr í morgun á Vísi. Áhöfnin á Björgu, björgunarskipi Slysavarnafélagsins Landsbjargar á Rifi voru þá samkvæmt tilkynningu rétt búin að ganga frá skipinu og því fljót að bregðast við þessu öðru útkalli næturinnar, þegar það barst. Þegar Björg kom að strandstað var henni siglt alveg upp að bátnum þar sem hann lá utan í garðinum og þannig var hægt að bjarga skipverjanum um borð. Farið var með hann í land þar sem hann fór svo til skoðunar á heilsugæslunni. Mikil þoka var við Rif í nótt og í morgun. Landsbjörg Björg fór svo aftur að bátnum, sem og minni björgunarbátur Lífsbjargar, björgunarsveitarinnar á Rifi, þar sem hafist var handa við verðmætabjörgun, en talsvert af lausamunum úr bátnum var á floti í sjónum allt um kring. Báturinn var þá í raun hálf sokkinn þar sem hann lá utan í garðinum. Lokið var við að hreinsa til á strandstað og báturinn skilinn eftir á garðinum nú á sjöunda tímanum í morgun. Þokan spilaði inn í Jón Þór Víglundsson, upplýsingafulltrúi Landsbjargar, segir í samtali við fréttastofu ekki ljóst hvað nákvæmlega gerðist en að það hafi verið ansi þétt þoka við Rif. „Það virðist hafa spilað eitthvað inn í þetta mál. Hann siglir upp í grjótgarðinn. Eitthvað villti þokan sýn,“ segir Jón Þór og að maðurinn sem var bjargað hafi ekki verið alvarlega slasaður. Báturinn sé talsvert skemmdur. Um er að ræða sjötta útkallið vegna lítils fiskibáts á rúmum sólarhring. Eitt útkallið var snemma í nótt og fjögur í gær. „Síðasti sólarhringur hefur verið óvenju annasamur. Við upplifðum það í gær að eiga fjögur björgunarskip á sjó með báta í drætti á sama tíma og svo í nótt. Áhöfnin á Björgu var að ganga frá í nótt þegar þetta útkall barst.“ Lét ekki vita af sér Í fyrra útkalli næturinnar var leitað að báti sem kom svo í ljós að var kominn til hafnar en hafði ekki verið tilkynnt um. „Það er náttúrlega sjófarendum mikilvægt öryggisatriði að tilkynna sig bæði út og inn þannig stjórnstöð Landhelgisgæslunnar viti af þeim. Annars er ekki hægt að bregðast við.“ Landhelgisgæslan Björgunarsveitir Sjávarútvegur Snæfellsbær Tengdar fréttir Fimm bjargað úr sjónum eftir að skemmtibát hvolfdi Síðan á miðnætti hafa verið fimm útköll á sjóbjörgunarsveitir Slysavarnafélagsins Landsbjargar. Í tilkynningu segir að það sé óvenju mikið miðað við árstíma. Fyrsta útkallið var frá fólki sem var á siglingu á miðjum Seyðisfirði og hin fjögur vegna strandveiðibáta í vandræðum. 19. maí 2025 12:48 Mest lesið Nýtt myndband af banaskotinu: „Helvítis tík“ Erlent Martraðakennd flugferð: „Það voru allir að öskra á Allah og hágrátandi“ Innlent „Erum að sjá allt niður í níu og ellefu ára stúlkur“ Innlent Allt bendi til þess að breytingar séu í farvatninu Erlent Sundlaugum lokað vegna óöruggra aðstæðna Innlent Blendnar tilfinningar við upphaf niðurrifs í Grindavík Innlent Viðverustjórn er hluti af sérfræðiþekkingu mannauðsfólks Innlent Miklar tafir vegna áreksturs í Vesturbæ Innlent Gæsluvarðhaldskröfu yfir grunuðum barnaníðingi hafnað Innlent Meðal möguleika að greiða Grænlendingum milljónir Erlent Fleiri fréttir Stofna ný samtök gegn ESB aðild Miklar tafir vegna áreksturs í Vesturbæ Náið fylgst með stöðu mála í Venesúela hjá Útlendingastofnun Utanríkisráðherra Þýskalands fundar með Þorgerði Hryðjuverkamálið komið á dagskrá Hæstaréttar Seinka læknisskoðun fyrir endurnýjun ökuskírteina Íranir mótmæltu við stjórnarráðið Blendnar tilfinningar við upphaf niðurrifs í Grindavík Hefja átak í bólusetningu drengja gegn HPV veirunni Fimmtungur leikskólabarna borðar innan við tíu fæðutegundir Kom til átaka eftir þjófnað í verslun í annað sinn sama dag Vonast til stöðugleika eftir mikið umrótarár í ráðuneytinu Vonar að stöðugleiki skapist loks í ráðuneytinu og niðurrif í Grindavík Sundlaugum lokað vegna óöruggra aðstæðna Eigi að setja allan kraft í að hræða íslensku þjóðina í Evrópusambandið Viðverustjórn er hluti af sérfræðiþekkingu mannauðsfólks Tár féllu, veðurguðir léku sér og stórmenni kvöddu sviðið Slökktu eld í djúpgámi í Kópavogi Martraðakennd flugferð: „Það voru allir að öskra á Allah og hágrátandi“ Kviknaði í ruslagámi í Keflavík „Erum að sjá allt niður í níu og ellefu ára stúlkur“ Gæsluvarðhaldskröfu yfir grunuðum barnaníðingi hafnað Ráðast í úttekt á hljóðdempun á höfuðborgarsvæðinu Frír leikskóli í sex klukkutíma á dag í Hveragerði Ákærður með hraði fyrir að nauðga dreng í Hafnarfirði Miklar tafir á Hellisheiði vegna slyss Tíðindi af kynferðisbrotamáli í Hafnarfirði „Ég veit ekkert hvað er í gangi“ Jón Rúnar stefnir Hafnarfjarðarbæ Framsókn velur á lista í febrúar og Einar enn óskoraður oddviti Sjá meira
Talsverð þoka hafi verið á staðnum og báturinn siglt upp í grjótgarð utan við höfnina á Rifi. Samkvæmt tilkynningu var ekki nema um klukkustund liðin frá því leit að öðrum fiskibát á Breiðafirði hafði verið hætt en fjallað var um það fyrr í morgun á Vísi. Áhöfnin á Björgu, björgunarskipi Slysavarnafélagsins Landsbjargar á Rifi voru þá samkvæmt tilkynningu rétt búin að ganga frá skipinu og því fljót að bregðast við þessu öðru útkalli næturinnar, þegar það barst. Þegar Björg kom að strandstað var henni siglt alveg upp að bátnum þar sem hann lá utan í garðinum og þannig var hægt að bjarga skipverjanum um borð. Farið var með hann í land þar sem hann fór svo til skoðunar á heilsugæslunni. Mikil þoka var við Rif í nótt og í morgun. Landsbjörg Björg fór svo aftur að bátnum, sem og minni björgunarbátur Lífsbjargar, björgunarsveitarinnar á Rifi, þar sem hafist var handa við verðmætabjörgun, en talsvert af lausamunum úr bátnum var á floti í sjónum allt um kring. Báturinn var þá í raun hálf sokkinn þar sem hann lá utan í garðinum. Lokið var við að hreinsa til á strandstað og báturinn skilinn eftir á garðinum nú á sjöunda tímanum í morgun. Þokan spilaði inn í Jón Þór Víglundsson, upplýsingafulltrúi Landsbjargar, segir í samtali við fréttastofu ekki ljóst hvað nákvæmlega gerðist en að það hafi verið ansi þétt þoka við Rif. „Það virðist hafa spilað eitthvað inn í þetta mál. Hann siglir upp í grjótgarðinn. Eitthvað villti þokan sýn,“ segir Jón Þór og að maðurinn sem var bjargað hafi ekki verið alvarlega slasaður. Báturinn sé talsvert skemmdur. Um er að ræða sjötta útkallið vegna lítils fiskibáts á rúmum sólarhring. Eitt útkallið var snemma í nótt og fjögur í gær. „Síðasti sólarhringur hefur verið óvenju annasamur. Við upplifðum það í gær að eiga fjögur björgunarskip á sjó með báta í drætti á sama tíma og svo í nótt. Áhöfnin á Björgu var að ganga frá í nótt þegar þetta útkall barst.“ Lét ekki vita af sér Í fyrra útkalli næturinnar var leitað að báti sem kom svo í ljós að var kominn til hafnar en hafði ekki verið tilkynnt um. „Það er náttúrlega sjófarendum mikilvægt öryggisatriði að tilkynna sig bæði út og inn þannig stjórnstöð Landhelgisgæslunnar viti af þeim. Annars er ekki hægt að bregðast við.“
Landhelgisgæslan Björgunarsveitir Sjávarútvegur Snæfellsbær Tengdar fréttir Fimm bjargað úr sjónum eftir að skemmtibát hvolfdi Síðan á miðnætti hafa verið fimm útköll á sjóbjörgunarsveitir Slysavarnafélagsins Landsbjargar. Í tilkynningu segir að það sé óvenju mikið miðað við árstíma. Fyrsta útkallið var frá fólki sem var á siglingu á miðjum Seyðisfirði og hin fjögur vegna strandveiðibáta í vandræðum. 19. maí 2025 12:48 Mest lesið Nýtt myndband af banaskotinu: „Helvítis tík“ Erlent Martraðakennd flugferð: „Það voru allir að öskra á Allah og hágrátandi“ Innlent „Erum að sjá allt niður í níu og ellefu ára stúlkur“ Innlent Allt bendi til þess að breytingar séu í farvatninu Erlent Sundlaugum lokað vegna óöruggra aðstæðna Innlent Blendnar tilfinningar við upphaf niðurrifs í Grindavík Innlent Viðverustjórn er hluti af sérfræðiþekkingu mannauðsfólks Innlent Miklar tafir vegna áreksturs í Vesturbæ Innlent Gæsluvarðhaldskröfu yfir grunuðum barnaníðingi hafnað Innlent Meðal möguleika að greiða Grænlendingum milljónir Erlent Fleiri fréttir Stofna ný samtök gegn ESB aðild Miklar tafir vegna áreksturs í Vesturbæ Náið fylgst með stöðu mála í Venesúela hjá Útlendingastofnun Utanríkisráðherra Þýskalands fundar með Þorgerði Hryðjuverkamálið komið á dagskrá Hæstaréttar Seinka læknisskoðun fyrir endurnýjun ökuskírteina Íranir mótmæltu við stjórnarráðið Blendnar tilfinningar við upphaf niðurrifs í Grindavík Hefja átak í bólusetningu drengja gegn HPV veirunni Fimmtungur leikskólabarna borðar innan við tíu fæðutegundir Kom til átaka eftir þjófnað í verslun í annað sinn sama dag Vonast til stöðugleika eftir mikið umrótarár í ráðuneytinu Vonar að stöðugleiki skapist loks í ráðuneytinu og niðurrif í Grindavík Sundlaugum lokað vegna óöruggra aðstæðna Eigi að setja allan kraft í að hræða íslensku þjóðina í Evrópusambandið Viðverustjórn er hluti af sérfræðiþekkingu mannauðsfólks Tár féllu, veðurguðir léku sér og stórmenni kvöddu sviðið Slökktu eld í djúpgámi í Kópavogi Martraðakennd flugferð: „Það voru allir að öskra á Allah og hágrátandi“ Kviknaði í ruslagámi í Keflavík „Erum að sjá allt niður í níu og ellefu ára stúlkur“ Gæsluvarðhaldskröfu yfir grunuðum barnaníðingi hafnað Ráðast í úttekt á hljóðdempun á höfuðborgarsvæðinu Frír leikskóli í sex klukkutíma á dag í Hveragerði Ákærður með hraði fyrir að nauðga dreng í Hafnarfirði Miklar tafir á Hellisheiði vegna slyss Tíðindi af kynferðisbrotamáli í Hafnarfirði „Ég veit ekkert hvað er í gangi“ Jón Rúnar stefnir Hafnarfjarðarbæ Framsókn velur á lista í febrúar og Einar enn óskoraður oddviti Sjá meira
Fimm bjargað úr sjónum eftir að skemmtibát hvolfdi Síðan á miðnætti hafa verið fimm útköll á sjóbjörgunarsveitir Slysavarnafélagsins Landsbjargar. Í tilkynningu segir að það sé óvenju mikið miðað við árstíma. Fyrsta útkallið var frá fólki sem var á siglingu á miðjum Seyðisfirði og hin fjögur vegna strandveiðibáta í vandræðum. 19. maí 2025 12:48