Senda farandfólk frá Asíu til Suður-Súdan Samúel Karl Ólason skrifar 20. maí 2025 23:48 Donald Trump, forseti, og Mike Johnson, forseti fulltrúadeildarinnar, í þinghúsi Bandaríkjanna í dag. AP/Rod Lamkey, Jr. Bandarískur dómari segir útlit fyrir að ríkisstjórn Donalds Trump hafi brotið gegn fyrri úrskurði hans með því að flytja farandmenn úr landi og til Suður-Súdan, án þess að gefa þeim færi á því að mæta fyrir dómara fyrst. Lögmaður vakti fyrr í dag athygli á því að verið væri að senda fólk frá ríkjum eins og Taílandi, Pakistan og Mexíkó til Afríku. Talið er að um sé að ræða allt að tólf manns og voru þau færð í flugvél í Texas í dag og flogið af stað til Afríku. Lögmaður eins þeirra hefur beðið dómara um að koma í veg fyrir brottflutninginn. Hann sagðist samkvæmt Reuters ætla að íhuga að skipa ríkisstjórninni að snúa flugvélinni við. Sameinuðu þjóðirnar hafa varað við öryggisástandinu í Suður-Súdan og að spenna þar geti leitt til þess að borgarastyrjöld sem lauk árið 2018 blossi upp á nýjan leik. Umræddur dómari hafði áður komist að þeirri niðurstöðu að yfirvöld mættu ekki flytja flótta- og farandfólk til annarra ríkja en upprunalanda þeirra, án þess að þau fengju fyrst að mæta í dómsal og verjast brottflutningnum. Þá var verið að flytja fólk frá Víetnam, Laos og Filippseyjum til Líbíu. Mega ekki flytja fólkið til upprunalanda Þetta er í kjölfar þess að heimavarnaráðuneyti Bandaríkjanna skipaði í febrúar starfsmönnum að finna leiðir til að flytja farand- og flóttafólk sem ekki má flytja til heimalanda þeirra til annarra ríkja í staðinn. Dómarinn sagði að ekki mætti brjóta á stjórnarskrárbundnum rétti fólks til réttlátrar málsmeðferðar. Umrædd réttindi kallast „habeas corpus“ og fela í sér að ekki sé hægt að fangelsa einstaklinga án þess að þeir séu leiddir fyrir dómara og án þess að viðkomandi fái réttlæta málsmeðferð. Kveðið er á um þennan rétt í stjórnarskrá Bandaríkjanna. Þetta á við alla sem eru í Bandaríkjunum, hvort sem þeir eru borgarar eða ekki. Einn nánasti ráðgjafi Trumps lýsti því nýverið yfir að verið væri að skoða leiðir til að leggja þennan rétt til hliðar, á grunni þess að flæði farand- og flóttafólks til Bandaríkjanna væri í raun innrás. Var það eftir að Trump sjálfur sagði þennan rétt fólks standa í vegi hans varðandi ætlanir um að vísa milljónum manna úr landi. Trump og ráðgjafar hans hafa ítrekað haldið því fram að flæði farand- og flóttafólks yfir landamæri Bandaríkjanna sé í raun innrás. Á þeim grunni hefur ríkisstjórnin notast við aldagömul lög sem á ensku kallast „Alien enemies act“ til að vísa fólki úr landi og í mörgum tilfellum án þess að það hafi fengið réttmæta málsmeðferð. Sjá einnig: Getur frelsað El Salvador-fangann en vill það ekki Lög þessi eru helst þekkt fyrir að hafa verið notuð á tímum seinni heimsstyrjaldarinnar til að setja bandaríska ríkisborgara sem áttu rætur að rekja til Japan, Þýskalands eða Ítalíu í fangabúðir. Ráðherra sneri réttinum á hvolf Kristi Noem, fyrrverandi ríkisstjóri Suður-Dakóta og núverandi heimavarnaráðherra, var spurð að því á þingi í dag hvort hún vissi hvað habeas corpus væri. Hún staðhæfði að um væri að ræða stjórnarskrárbundinn rétt forsetans til að vísa fólki úr landi og til að „svipta fólk réttinum til…“ Hún var stöðvuð áður en hún kláraði svarið. Reuters sagði einnig frá því í dag að fólk sem er í Bandaríkjunum ólöglega hafi fengið mjög háar sektir á undanförnum dögum. Ein þeirra, sem á son sem er bandarískur ríkisborgari, var sektuð um 1,8 milljónir dala. Lögmenn sem rætt var við segja að fólk hafi verið sektað allt frá nokkrum þúsundum dala upp í 1,8 milljónir. Fólkinu var sagt að það hefði þrjátíu daga til að mótmæla sektinni og færa rök fyrir því af hverju þau ættu ekki að þurfa að greiða hana. Með þessu vilja meðlimir ríkisstjórnar Trumps þrýsta á fólk til að yfirgefa Bandaríkin sjálft. Bandaríkin Donald Trump Suður-Súdan Flóttamenn Mest lesið Meintur þjófur leitaði til lögreglu vegna framkvæmdastjórans Innlent Fjórir látnir eftir skotárás á Manhattan Erlent Maxwell biðlar til Hæstaréttar Erlent Vonast til að spáin rætist ekki: Rigning og 22 metrar á sekúndu Innlent Langtímarannsóknir skorti á áhrifum kreatíns Innlent Ágengir ferðamenn hafi sært syrgjandi Mýrdælinga Innlent Dóttirin í Súlunesi ákærð Innlent Íhuga að greiða sextíu milljarða til að friðþægja Trump Erlent „Þetta er auðvitað stórhættulegt“ Innlent Fundaði með Guterres: Tveggja ríkja lausnin sé eina lausnin Innlent Fleiri fréttir Ætlaði í höfuðstöðvar NFL Bandarískir trúboðar herja á einangraða ættbálka með drónum og sólarknúnum afspilunartækjum Trump um Epstein: „Hann stal fólki sem vann fyrir mig“ Íhuga að greiða sextíu milljarða til að friðþægja Trump Hyggjast greiða 60 þúsund á ári fyrir öll börn undir þriggja ára „Versta mögulega tilfelli hungursneyðar“ Maxwell biðlar til Hæstaréttar Á annan tug í valnum eftir að Rússar sprengdu fangelsi í loft upp Trump segir „alvöru hungursneyð“ ríkja á Gasa Fjórir látnir eftir skotárás á Manhattan Vill að skýrslutaka Murdochs fari fram eins fljótt og hægt er Tóku tugi af lífi eftir að hafa fengið lausnarfé Elsti Gallagher-bróðirinn ákærður fyrir nauðgun Krísa yfirvofandi: Þurr svæði stækka og þorna hraðar Fækkar dögunum sem hann gaf Pútín: „Ég held ég viti þegar svarið“ Vara við hópeitrunum af völdum THC eftir atvik í fyrra Þrír látnir eftir að lest fór af sporinu Ætla að breyta heræfingum eftir skammir frá systur Kims Semja um vopnahlé 64 prósent myndu þiggja gjaldfrjáls þyngdarstjórnunarlyf Skotárás í Bangkok: Skaut fimm til bana og fyrirfór sér Deilur Repúblikana um Epstein-skjölin magnast enn Gera tíu klukkustunda „mannúðarhlé“ á árásum Segir nýjan viðskiptasamning þann „stærsta í sögunni“ Ísraelsher stöðvaði aðra skútu með vistum Stal 73 rauðvínsflöskum og rúllaði burt á þríhjóli Forsætisráðherra segir að átökin gætu færst nær stríði Biðst afsökunar en segist hvorki þuklari, flassari né dónakarl „Góðu fréttirnar eru að það sem hann segir skiptir engu máli“ „Tími til kominn að ljúka stríðinu á Gasa“ Sjá meira
Talið er að um sé að ræða allt að tólf manns og voru þau færð í flugvél í Texas í dag og flogið af stað til Afríku. Lögmaður eins þeirra hefur beðið dómara um að koma í veg fyrir brottflutninginn. Hann sagðist samkvæmt Reuters ætla að íhuga að skipa ríkisstjórninni að snúa flugvélinni við. Sameinuðu þjóðirnar hafa varað við öryggisástandinu í Suður-Súdan og að spenna þar geti leitt til þess að borgarastyrjöld sem lauk árið 2018 blossi upp á nýjan leik. Umræddur dómari hafði áður komist að þeirri niðurstöðu að yfirvöld mættu ekki flytja flótta- og farandfólk til annarra ríkja en upprunalanda þeirra, án þess að þau fengju fyrst að mæta í dómsal og verjast brottflutningnum. Þá var verið að flytja fólk frá Víetnam, Laos og Filippseyjum til Líbíu. Mega ekki flytja fólkið til upprunalanda Þetta er í kjölfar þess að heimavarnaráðuneyti Bandaríkjanna skipaði í febrúar starfsmönnum að finna leiðir til að flytja farand- og flóttafólk sem ekki má flytja til heimalanda þeirra til annarra ríkja í staðinn. Dómarinn sagði að ekki mætti brjóta á stjórnarskrárbundnum rétti fólks til réttlátrar málsmeðferðar. Umrædd réttindi kallast „habeas corpus“ og fela í sér að ekki sé hægt að fangelsa einstaklinga án þess að þeir séu leiddir fyrir dómara og án þess að viðkomandi fái réttlæta málsmeðferð. Kveðið er á um þennan rétt í stjórnarskrá Bandaríkjanna. Þetta á við alla sem eru í Bandaríkjunum, hvort sem þeir eru borgarar eða ekki. Einn nánasti ráðgjafi Trumps lýsti því nýverið yfir að verið væri að skoða leiðir til að leggja þennan rétt til hliðar, á grunni þess að flæði farand- og flóttafólks til Bandaríkjanna væri í raun innrás. Var það eftir að Trump sjálfur sagði þennan rétt fólks standa í vegi hans varðandi ætlanir um að vísa milljónum manna úr landi. Trump og ráðgjafar hans hafa ítrekað haldið því fram að flæði farand- og flóttafólks yfir landamæri Bandaríkjanna sé í raun innrás. Á þeim grunni hefur ríkisstjórnin notast við aldagömul lög sem á ensku kallast „Alien enemies act“ til að vísa fólki úr landi og í mörgum tilfellum án þess að það hafi fengið réttmæta málsmeðferð. Sjá einnig: Getur frelsað El Salvador-fangann en vill það ekki Lög þessi eru helst þekkt fyrir að hafa verið notuð á tímum seinni heimsstyrjaldarinnar til að setja bandaríska ríkisborgara sem áttu rætur að rekja til Japan, Þýskalands eða Ítalíu í fangabúðir. Ráðherra sneri réttinum á hvolf Kristi Noem, fyrrverandi ríkisstjóri Suður-Dakóta og núverandi heimavarnaráðherra, var spurð að því á þingi í dag hvort hún vissi hvað habeas corpus væri. Hún staðhæfði að um væri að ræða stjórnarskrárbundinn rétt forsetans til að vísa fólki úr landi og til að „svipta fólk réttinum til…“ Hún var stöðvuð áður en hún kláraði svarið. Reuters sagði einnig frá því í dag að fólk sem er í Bandaríkjunum ólöglega hafi fengið mjög háar sektir á undanförnum dögum. Ein þeirra, sem á son sem er bandarískur ríkisborgari, var sektuð um 1,8 milljónir dala. Lögmenn sem rætt var við segja að fólk hafi verið sektað allt frá nokkrum þúsundum dala upp í 1,8 milljónir. Fólkinu var sagt að það hefði þrjátíu daga til að mótmæla sektinni og færa rök fyrir því af hverju þau ættu ekki að þurfa að greiða hana. Með þessu vilja meðlimir ríkisstjórnar Trumps þrýsta á fólk til að yfirgefa Bandaríkin sjálft.
Bandaríkin Donald Trump Suður-Súdan Flóttamenn Mest lesið Meintur þjófur leitaði til lögreglu vegna framkvæmdastjórans Innlent Fjórir látnir eftir skotárás á Manhattan Erlent Maxwell biðlar til Hæstaréttar Erlent Vonast til að spáin rætist ekki: Rigning og 22 metrar á sekúndu Innlent Langtímarannsóknir skorti á áhrifum kreatíns Innlent Ágengir ferðamenn hafi sært syrgjandi Mýrdælinga Innlent Dóttirin í Súlunesi ákærð Innlent Íhuga að greiða sextíu milljarða til að friðþægja Trump Erlent „Þetta er auðvitað stórhættulegt“ Innlent Fundaði með Guterres: Tveggja ríkja lausnin sé eina lausnin Innlent Fleiri fréttir Ætlaði í höfuðstöðvar NFL Bandarískir trúboðar herja á einangraða ættbálka með drónum og sólarknúnum afspilunartækjum Trump um Epstein: „Hann stal fólki sem vann fyrir mig“ Íhuga að greiða sextíu milljarða til að friðþægja Trump Hyggjast greiða 60 þúsund á ári fyrir öll börn undir þriggja ára „Versta mögulega tilfelli hungursneyðar“ Maxwell biðlar til Hæstaréttar Á annan tug í valnum eftir að Rússar sprengdu fangelsi í loft upp Trump segir „alvöru hungursneyð“ ríkja á Gasa Fjórir látnir eftir skotárás á Manhattan Vill að skýrslutaka Murdochs fari fram eins fljótt og hægt er Tóku tugi af lífi eftir að hafa fengið lausnarfé Elsti Gallagher-bróðirinn ákærður fyrir nauðgun Krísa yfirvofandi: Þurr svæði stækka og þorna hraðar Fækkar dögunum sem hann gaf Pútín: „Ég held ég viti þegar svarið“ Vara við hópeitrunum af völdum THC eftir atvik í fyrra Þrír látnir eftir að lest fór af sporinu Ætla að breyta heræfingum eftir skammir frá systur Kims Semja um vopnahlé 64 prósent myndu þiggja gjaldfrjáls þyngdarstjórnunarlyf Skotárás í Bangkok: Skaut fimm til bana og fyrirfór sér Deilur Repúblikana um Epstein-skjölin magnast enn Gera tíu klukkustunda „mannúðarhlé“ á árásum Segir nýjan viðskiptasamning þann „stærsta í sögunni“ Ísraelsher stöðvaði aðra skútu með vistum Stal 73 rauðvínsflöskum og rúllaði burt á þríhjóli Forsætisráðherra segir að átökin gætu færst nær stríði Biðst afsökunar en segist hvorki þuklari, flassari né dónakarl „Góðu fréttirnar eru að það sem hann segir skiptir engu máli“ „Tími til kominn að ljúka stríðinu á Gasa“ Sjá meira