Kveikjum neistann um allt land Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar 21. maí 2025 11:03 Flokkur fólksins hefur lengi talað fyrir verkefninu Kveikjum neistann, í borgarstjórn sem á hinu háa Alþingi. Um er að ræða rannsóknar- og þróunarverkefni sem Grunnskóli Vestmannaeyja hefur tekið virkan þátt í með nemendum sínum í tæp tvö ár. Þau Hermundur Sigmundsson prófessor við NTNU og HÍ og Svava Þ. Hjaltalín, sérkennari og læsisfræðingur eiga veg og vanda af verkefninu sem er í umsjón Rannsóknarseturs um menntun og hugarfar við HÍ. Markmið Kveikjum neistans er metnaðarfullt: að bæta læsi og nám allra barna á markvissan og einstaklingsmiðaðan hátt. Notast er við hljóðaðferð við lestrarkennslu, með öflugri eftirfylgni og sérsniðna þjálfunartíma þar sem hvert barn fær viðeigandi áskoranir. Stundatöflu hefur verið breytt, dagurinn einfaldaður, hreyfing aukin og settir inn svokallaðir „ástríðutímar“ sem vekja gríðarlega lukku. Áherslur verkefnisins snúa að læsi, stærðfræði, náttúrufræði, hreyfingu og hugarfari nemenda. Höfuðáherslan er á að allir nemendur nái að brjóta lestrarkóðann þ.e. geti tengt saman hljóð og orð og þannig lagt traustan grunn að áframhaldandi lestri, lesskilningi og skapandi skrifum. Frá upphafi hefur árangur verið mældur reglulega og nýjustu niðurstöður sýna að 94 af 96 nemendum, eða 98% í fyrstu tveimur árgöngum verkefnisins, hafa náð tökum á lestrarkóðanum. Árangurinn lofar því góðu. Ekkert barn skilið út undan Staða margra nemenda í lestri og lesskilningi í Reykjavík er ekki nógu góð. Þetta hafa PISA-kannanir sýnt okkur undanfarin ár en 16% barna ná ekki stigi tvö í lesskilningi, sem sagt lesa sér ekki til gagns. Úr þessu má ekki gera lítið eða hunsa. Því miður hefur ekki verið lögð næg áhersla á þessi mál hjá síðustu ríkisstjórn og hefur vandi barna vaxið eins og margar skýrslur hafa staðfest. Þegar litið er til barna af erlendum uppruna kemur í ljós að 92,5% þeirra eru metin á rauðu eða gulu ljósi í íslenskukunnáttu, sem kallar á tafarlausar aðgerðir. Einnig þarf að huga sérstaklega að þeim börnum sem ekki geta nýtt sér hefðbundnar kennsluaðferðir. Þau börn þurfa oft að fá aðstoð hjá sérkennara og þurfa lengri tíma og meira næði en gengur og gerist í almennum bekk. Rannsóknir á líðan barna sýna marktækan mun á milli þeirra sem tóku þátt í Kveikjum neistann í 1. bekk skólaárið 2021-2022 og þeirra sem voru í 1. bekk árið áður en verkefnið hófst. Þetta segir okkur hvað lestrarfærni er mikil áhrifabreyta á líðan og sjálfsmynd barna. Að upplifa árangur og finna færni sína vaxa hefur bein áhrif á vellíðan og sjálfstraust. Það góða við Kveikjum neistann er að nálgunin kveikir áhuga, byggir upp og mætir börnum af virðingu og umhyggju. Það er bæði skynsamlegt og nauðsynlegt að byggja á aðferðum sem hafa þegar sýnt sig í stað þess að reyna sífellt að finna upp hjólið. Nú er rétti tíminn til að kveikja neistann um allt land. Í nýju frumvarpi um breytingar á grunnskólalögum eru þessi mál ávörpuð. Ríkisstjórnin, með barna- og menntamálaráðherra í fararbroddi í þessum málaflokki, hefur lagt línurnar svo hugað sé að þörfum allra barna á þessu sviði. Nú er röðin komin að börnum þessa lands og ekkert þeirra skal skilið út undan. Höfundur er alþingismaður. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir Flokkur fólksins Skóla- og menntamál Grunnskólar Mest lesið Öndum rólega Heiðrún Lind Marteinsdóttir Skoðun Þau sem hlaupa í átt að hættunni þegar aðrir flýja Gísli Rafn Ólafsson Skoðun „Akademísk sniðganga“: gaslýsingar og hnignun háskólasamfélagsins Birgir Finnsson Skoðun Þúsundir barna bætast við umferðina Hrefna Sigurjónsdóttir Skoðun Ferðumst saman í Reykjavík Heiða Björg Hilmisdóttir Skoðun Hver lifir á strípuðum bótum? Harpa Sævarsdóttir Skoðun Framtíð villta laxins hangir á bláþræði Elvar Örn Friðriksson Skoðun Fíknisjúkdómur – samfélagsleg ábyrgð sem við þurfum að takast á við Halldór Þór Svavarsson Skoðun Það sem ekki má segja um það sem enginn vill sjá Viðar Hreinsson Skoðun Hvaða framtíð bíður barna okkar árið 2050? Hafdís Hanna Ægisdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Ferðumst saman í Reykjavík Heiða Björg Hilmisdóttir skrifar Skoðun Þúsundir barna bætast við umferðina Hrefna Sigurjónsdóttir skrifar Skoðun Þau sem hlaupa í átt að hættunni þegar aðrir flýja Gísli Rafn Ólafsson skrifar Skoðun Öndum rólega Heiðrún Lind Marteinsdóttir skrifar Skoðun Réttur barna versus veruleiki Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Framtíð villta laxins hangir á bláþræði Elvar Örn Friðriksson skrifar Skoðun „Akademísk sniðganga“: gaslýsingar og hnignun háskólasamfélagsins Birgir Finnsson skrifar Skoðun Við lifum ekki á tíma fasisma Hjörvar Sigurðsson skrifar Skoðun Fíknisjúkdómur – samfélagsleg ábyrgð sem við þurfum að takast á við Halldór Þór Svavarsson skrifar Skoðun Ætlar ríkið að stuðla að aukinni tóbaksneyslu á Íslandi? Bjarni Freyr Guðmundsson skrifar Skoðun Bílastæðavandi í Reykjavík – tími til aðgerða Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Þakkir til Sivjar Arnar Sigurðsson skrifar Skoðun Fráleit túlkun á fornum texta breytir ekki staðreyndum Ómar Torfason skrifar Skoðun Betri strætó strax í dag Dóra Björt Guðjónsdóttir skrifar Skoðun Viltu skilja bílinn eftir heima? Sara Björg Sigurðardóttir skrifar Skoðun Hvaða framtíð bíður barna okkar árið 2050? Hafdís Hanna Ægisdóttir skrifar Skoðun Metabolic Psychiatry: Ný nálgun í geðlækningum Vigdís M. Jónsdóttir skrifar Skoðun Af hverju skiptir vökvagjöf okkur svona miklu máli? Hanna Birna Valdimarsdóttir skrifar Skoðun Gervigreindin kolfellur á öllum prófum. Er bólan að bresta? Brynjólfur Þorvarðsson skrifar Skoðun Kerfisbundið afnám réttinda kvenna — Staða afganskra kvenna 4 árum eftir valdatöku talíbana Ólafur Elínarson,Anna Steinsen skrifar Skoðun Hér er það sem Ágúst sagði ykkur ekki Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Framtíð íslensks menntakerfis – lærum af Buffalo og leiðandi háskólum heims Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Öryggismenning – hjartað í ábyrgri ferðaþjónustu Ólína Laxdal,Sólveig Nikulásdóttir skrifar Skoðun Nýsamþykkt aðgerðaáætlun í krabbameinsmálum – aldrei mikilvægari en nú Halla Þorvaldsdóttir skrifar Skoðun Falið heimsveldi Al Thani-fjölskyldunnar Finnur Th. Eiríksson skrifar Skoðun Við styðjum Ingólf Gíslason og annað starfsfólk í akademískri sniðgöngu Elía Hörpu og Önundarbur,Inga Björk Margrétar Bjarnadóttir,Íris Ellenberger,Sjöfn Asare skrifar Skoðun Hið landlæga fúsk Helga Sigrún Harðardóttir skrifar Skoðun Þetta þarftu að vita: 12 atriði Ágúst Ólafur Ágústsson skrifar Skoðun Ég frétti af konu Gunnhildur Sveinsdóttir skrifar Skoðun Rangfærslur ESB-sinna leiðréttar Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Sjá meira
Flokkur fólksins hefur lengi talað fyrir verkefninu Kveikjum neistann, í borgarstjórn sem á hinu háa Alþingi. Um er að ræða rannsóknar- og þróunarverkefni sem Grunnskóli Vestmannaeyja hefur tekið virkan þátt í með nemendum sínum í tæp tvö ár. Þau Hermundur Sigmundsson prófessor við NTNU og HÍ og Svava Þ. Hjaltalín, sérkennari og læsisfræðingur eiga veg og vanda af verkefninu sem er í umsjón Rannsóknarseturs um menntun og hugarfar við HÍ. Markmið Kveikjum neistans er metnaðarfullt: að bæta læsi og nám allra barna á markvissan og einstaklingsmiðaðan hátt. Notast er við hljóðaðferð við lestrarkennslu, með öflugri eftirfylgni og sérsniðna þjálfunartíma þar sem hvert barn fær viðeigandi áskoranir. Stundatöflu hefur verið breytt, dagurinn einfaldaður, hreyfing aukin og settir inn svokallaðir „ástríðutímar“ sem vekja gríðarlega lukku. Áherslur verkefnisins snúa að læsi, stærðfræði, náttúrufræði, hreyfingu og hugarfari nemenda. Höfuðáherslan er á að allir nemendur nái að brjóta lestrarkóðann þ.e. geti tengt saman hljóð og orð og þannig lagt traustan grunn að áframhaldandi lestri, lesskilningi og skapandi skrifum. Frá upphafi hefur árangur verið mældur reglulega og nýjustu niðurstöður sýna að 94 af 96 nemendum, eða 98% í fyrstu tveimur árgöngum verkefnisins, hafa náð tökum á lestrarkóðanum. Árangurinn lofar því góðu. Ekkert barn skilið út undan Staða margra nemenda í lestri og lesskilningi í Reykjavík er ekki nógu góð. Þetta hafa PISA-kannanir sýnt okkur undanfarin ár en 16% barna ná ekki stigi tvö í lesskilningi, sem sagt lesa sér ekki til gagns. Úr þessu má ekki gera lítið eða hunsa. Því miður hefur ekki verið lögð næg áhersla á þessi mál hjá síðustu ríkisstjórn og hefur vandi barna vaxið eins og margar skýrslur hafa staðfest. Þegar litið er til barna af erlendum uppruna kemur í ljós að 92,5% þeirra eru metin á rauðu eða gulu ljósi í íslenskukunnáttu, sem kallar á tafarlausar aðgerðir. Einnig þarf að huga sérstaklega að þeim börnum sem ekki geta nýtt sér hefðbundnar kennsluaðferðir. Þau börn þurfa oft að fá aðstoð hjá sérkennara og þurfa lengri tíma og meira næði en gengur og gerist í almennum bekk. Rannsóknir á líðan barna sýna marktækan mun á milli þeirra sem tóku þátt í Kveikjum neistann í 1. bekk skólaárið 2021-2022 og þeirra sem voru í 1. bekk árið áður en verkefnið hófst. Þetta segir okkur hvað lestrarfærni er mikil áhrifabreyta á líðan og sjálfsmynd barna. Að upplifa árangur og finna færni sína vaxa hefur bein áhrif á vellíðan og sjálfstraust. Það góða við Kveikjum neistann er að nálgunin kveikir áhuga, byggir upp og mætir börnum af virðingu og umhyggju. Það er bæði skynsamlegt og nauðsynlegt að byggja á aðferðum sem hafa þegar sýnt sig í stað þess að reyna sífellt að finna upp hjólið. Nú er rétti tíminn til að kveikja neistann um allt land. Í nýju frumvarpi um breytingar á grunnskólalögum eru þessi mál ávörpuð. Ríkisstjórnin, með barna- og menntamálaráðherra í fararbroddi í þessum málaflokki, hefur lagt línurnar svo hugað sé að þörfum allra barna á þessu sviði. Nú er röðin komin að börnum þessa lands og ekkert þeirra skal skilið út undan. Höfundur er alþingismaður.
Fíknisjúkdómur – samfélagsleg ábyrgð sem við þurfum að takast á við Halldór Þór Svavarsson Skoðun
Skoðun Fíknisjúkdómur – samfélagsleg ábyrgð sem við þurfum að takast á við Halldór Þór Svavarsson skrifar
Skoðun Kerfisbundið afnám réttinda kvenna — Staða afganskra kvenna 4 árum eftir valdatöku talíbana Ólafur Elínarson,Anna Steinsen skrifar
Skoðun Framtíð íslensks menntakerfis – lærum af Buffalo og leiðandi háskólum heims Sigvaldi Einarsson skrifar
Skoðun Öryggismenning – hjartað í ábyrgri ferðaþjónustu Ólína Laxdal,Sólveig Nikulásdóttir skrifar
Skoðun Nýsamþykkt aðgerðaáætlun í krabbameinsmálum – aldrei mikilvægari en nú Halla Þorvaldsdóttir skrifar
Skoðun Við styðjum Ingólf Gíslason og annað starfsfólk í akademískri sniðgöngu Elía Hörpu og Önundarbur,Inga Björk Margrétar Bjarnadóttir,Íris Ellenberger,Sjöfn Asare skrifar
Fíknisjúkdómur – samfélagsleg ábyrgð sem við þurfum að takast á við Halldór Þór Svavarsson Skoðun