Níðingarnir treysta á skömmina í kynlífskúgunarmálum Jakob Bjarnar skrifar 21. maí 2025 15:59 Grímur ræddi kynlífskúgun á þinginu nú fyrir stundu. Hann sagði slík óþverrabrögð algeng þar sem glæpamennirnir treysti á skömm þeirra sem fyrir verða. vísir/anton brink Grímur Grímsson þingmaður Viðreisnar, áður yfirlögregluþjónn, gerði kynlífskúgun að umtalsefni í ræðustól Alþingis nú fyrir stundu. „Kynferðisofbeldi tekur á sig ýmsar myndir. Allar alvarlegar,“ sagði Grímur en hann var einn fjölmargra sem tók til máls á þinginu nú rétt í þessu þar sem fjölmörg mál voru rædd í dagskrárliðnum störf þingsins. Ein birtingarmynd kynferðisofbeldis er það sem nefnt hefur verið kynlífskúgun á Íslandi sem oftar en ekki tengist netnotkun. „Oft er um að ræða skipulagða brotastarfsemi. Í stuttu máli má lýsa slíkri háttsemi sem svo að einstaklingur, oft ungur að árum, sendir mynd af sér til þess sem hann telur vera traustsins verðan. Kynni hafa oft hafist á netinu og oft er um að ræða djarfar mynd, oft eftir að hinn aðilinn hefur sent mynd sem hann segir vera af sér.“ Um leið og myndin hefur verið send kemur hins vegar í ljós að um svik er að ræða. „Hinn áður grunlausi er nú krafinn um fjármuni, öðrum kosti verði vinum og fjölskyldu send myndin. Hluti kúgunarinnar getur einnig verið sá að heimta fleiri myndir. Ungt fólk sem brotið er á með þessum hætti sér oft á tíðum ekki fyrir sér hvernig á að bregðast við. Og lætur undan hótunum, greiðir fjármuni til brotamanna og/eða sendir fleiri myndir af sér.“ Treysta á skömmina Kúgunin hættir hins vegar ekki og brotaþolar upplifa oft mikinn kvíða, skömm, þunglyndi og jafnvel sjálfsvígshugsanir. „Viðkomandi finna fyrir einangrun og einmanaleika, föst í vef ótta og skammar. En skömmin er einmitt er það sem gerendur treysta á. Treysta á að viðkomandi sjái enga leið aðra en verða við kröfum þeirra.“ Grímur sagði að lögreglu bærust nú þegar nokkur símtöl í viku hverri þar sem slík mál væru undir.vísir/vilhelm Grímur segir alls ekki óeðlilegt að ungt fólk kanni sjálfsmynd sína og stofni til kynna á netinu. Og ef gætt er grunnþátta öryggis má draga verulega úr líkum á því að svona nokkuð komi upp. „En það er mikilvægt að þeir sem brotið er á upplifi að til staðar sé hjálp. Og að þeir geti leitað til einhvers sem þeir treysta, foreldra, systkina eða vina. Þeir sem brotið er á með kynlífskúgun þurfa að vera sér meðvitaðir um að versta leiðin er að láta undan kúguninni. Hún mun ekki hætta.“ Nokkur símtöl í viku hverri Grímur minnti á vefsvæði hjálparlínunnar þar sem finna má upplýsingar, 1212 og hjálparsíma Rauða krossins – 1717 gæti verið góður kostur, þegar maður vill eiga samtal við einhvern í trúnaði. „Kynlífskúgun þekkist á Íslandi,“ sagði Grímur og vitnaði í yfirmann kynferðisbrotadeildar lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu sem hefur sagt að lögreglunni bærust nokkur símtöl á viku vegna þessa ófögnuðar. Grímur sagði þetta samfélagslegt vandamál, ekki aðeins vandamál þeirra sem í lenda heldur samfélagsins alls. Hann hvatti til aukinnar meðvitundar um þessi mál. Alþingi Lögreglan Lögreglumál Ofbeldi gegn börnum Stafrænt ofbeldi Kynferðisofbeldi Netglæpir Mest lesið Fréttamaður Ríkisútvarpsins sakaður um áreitni Innlent Ár frá morðtilrauninni: „Reyndi að drepa mig og það var eins og að drekka vatn fyrir hann“ Innlent Frelsinu fagnað á fjórhjóli sem Sjúkratryggingar greiða ekki niður Innlent Fella niður vörugjöld á vistvæna bíla en hækka á aðra Innlent Andrés prins afsalar sér öllum titlum í kjölfar ásakana Erlent Lögreglan fjarlægði „fátæktargildru“ ÖBÍ Innlent Dró strax í land með sölu stýriflauga eftir spjallið við Pútín Erlent Gagnrýnir ummæli Elds Smára: „Slökkvum eldinn“ Innlent Oddný Sv. Björgvinsdóttir er látin Innlent Máttu gauka nafni tengdamóðurinnar að Ásthildi Lóu Innlent Fleiri fréttir Vill skoða að lengja fæðingarorlof Allt stefnir í verkfall flugumferðarstjóra á sunnudag Skilji áhyggjurnar Fara fram á gæsluvarðhald yfir meintum brennuvargi Fréttamaður Ríkisútvarpsins sakaður um áreitni Um sé að ræða afturför í jafnréttismálum Fella niður vörugjöld á vistvæna bíla en hækka á aðra Máttu gauka nafni tengdamóðurinnar að Ásthildi Lóu Fimm ár fyrir að stinga mann í tvígang í brjóstið Misskilningur að flugvélin hafi breytt um stefnu vegna veðurs Getur ekki sagt til um hvort hún myndi kvitta undir náðun Kouranis Framtíð PCC á Bakka ekki útséð „Ekki á réttri leið“ samþykki samfélagið fátækt Ár frá morðtilrauninni: „Reyndi að drepa mig og það var eins og að drekka vatn fyrir hann“ Oddný Sv. Björgvinsdóttir er látin Uppsagnir hjá Sýn, staða fjölmiðla og trans dans Miðflokksins Bein útsending: Ætlum við að móta okkar eigin framtíð? Lögreglan fjarlægði „fátæktargildru“ ÖBÍ Yfir þúsund börn bíða eftir því að komast til talmeinafræðings Gagnrýnir ummæli Elds Smára: „Slökkvum eldinn“ Frelsinu fagnað á fjórhjóli sem Sjúkratryggingar greiða ekki niður Áætlanir um málsafgreiðslu ráðuneytis brugðust 26 sinnum Vill breytingar á úreltum reglum, sama í hvora áttina Höggvið á hnút svo börnin í Nuuk fái loks nýja skólann Gagnrýna drög að frumvarpi um brottfararstöð: Ætlað að líkjast fangelsi Sex vilja fyrrum embætti Úlfars Enginn matur í ísskápum dæmi um vanrækslu Skoða hvort þurfi að tilkynna samningana til ESA Hverfið gert að umferðareyju raungerist hugmyndir Strætó Skoðar að tilkynna bensínstöðvamálið til ESA og nýtt líf með fjórhjóli Sjá meira
„Kynferðisofbeldi tekur á sig ýmsar myndir. Allar alvarlegar,“ sagði Grímur en hann var einn fjölmargra sem tók til máls á þinginu nú rétt í þessu þar sem fjölmörg mál voru rædd í dagskrárliðnum störf þingsins. Ein birtingarmynd kynferðisofbeldis er það sem nefnt hefur verið kynlífskúgun á Íslandi sem oftar en ekki tengist netnotkun. „Oft er um að ræða skipulagða brotastarfsemi. Í stuttu máli má lýsa slíkri háttsemi sem svo að einstaklingur, oft ungur að árum, sendir mynd af sér til þess sem hann telur vera traustsins verðan. Kynni hafa oft hafist á netinu og oft er um að ræða djarfar mynd, oft eftir að hinn aðilinn hefur sent mynd sem hann segir vera af sér.“ Um leið og myndin hefur verið send kemur hins vegar í ljós að um svik er að ræða. „Hinn áður grunlausi er nú krafinn um fjármuni, öðrum kosti verði vinum og fjölskyldu send myndin. Hluti kúgunarinnar getur einnig verið sá að heimta fleiri myndir. Ungt fólk sem brotið er á með þessum hætti sér oft á tíðum ekki fyrir sér hvernig á að bregðast við. Og lætur undan hótunum, greiðir fjármuni til brotamanna og/eða sendir fleiri myndir af sér.“ Treysta á skömmina Kúgunin hættir hins vegar ekki og brotaþolar upplifa oft mikinn kvíða, skömm, þunglyndi og jafnvel sjálfsvígshugsanir. „Viðkomandi finna fyrir einangrun og einmanaleika, föst í vef ótta og skammar. En skömmin er einmitt er það sem gerendur treysta á. Treysta á að viðkomandi sjái enga leið aðra en verða við kröfum þeirra.“ Grímur sagði að lögreglu bærust nú þegar nokkur símtöl í viku hverri þar sem slík mál væru undir.vísir/vilhelm Grímur segir alls ekki óeðlilegt að ungt fólk kanni sjálfsmynd sína og stofni til kynna á netinu. Og ef gætt er grunnþátta öryggis má draga verulega úr líkum á því að svona nokkuð komi upp. „En það er mikilvægt að þeir sem brotið er á upplifi að til staðar sé hjálp. Og að þeir geti leitað til einhvers sem þeir treysta, foreldra, systkina eða vina. Þeir sem brotið er á með kynlífskúgun þurfa að vera sér meðvitaðir um að versta leiðin er að láta undan kúguninni. Hún mun ekki hætta.“ Nokkur símtöl í viku hverri Grímur minnti á vefsvæði hjálparlínunnar þar sem finna má upplýsingar, 1212 og hjálparsíma Rauða krossins – 1717 gæti verið góður kostur, þegar maður vill eiga samtal við einhvern í trúnaði. „Kynlífskúgun þekkist á Íslandi,“ sagði Grímur og vitnaði í yfirmann kynferðisbrotadeildar lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu sem hefur sagt að lögreglunni bærust nokkur símtöl á viku vegna þessa ófögnuðar. Grímur sagði þetta samfélagslegt vandamál, ekki aðeins vandamál þeirra sem í lenda heldur samfélagsins alls. Hann hvatti til aukinnar meðvitundar um þessi mál.
Alþingi Lögreglan Lögreglumál Ofbeldi gegn börnum Stafrænt ofbeldi Kynferðisofbeldi Netglæpir Mest lesið Fréttamaður Ríkisútvarpsins sakaður um áreitni Innlent Ár frá morðtilrauninni: „Reyndi að drepa mig og það var eins og að drekka vatn fyrir hann“ Innlent Frelsinu fagnað á fjórhjóli sem Sjúkratryggingar greiða ekki niður Innlent Fella niður vörugjöld á vistvæna bíla en hækka á aðra Innlent Andrés prins afsalar sér öllum titlum í kjölfar ásakana Erlent Lögreglan fjarlægði „fátæktargildru“ ÖBÍ Innlent Dró strax í land með sölu stýriflauga eftir spjallið við Pútín Erlent Gagnrýnir ummæli Elds Smára: „Slökkvum eldinn“ Innlent Oddný Sv. Björgvinsdóttir er látin Innlent Máttu gauka nafni tengdamóðurinnar að Ásthildi Lóu Innlent Fleiri fréttir Vill skoða að lengja fæðingarorlof Allt stefnir í verkfall flugumferðarstjóra á sunnudag Skilji áhyggjurnar Fara fram á gæsluvarðhald yfir meintum brennuvargi Fréttamaður Ríkisútvarpsins sakaður um áreitni Um sé að ræða afturför í jafnréttismálum Fella niður vörugjöld á vistvæna bíla en hækka á aðra Máttu gauka nafni tengdamóðurinnar að Ásthildi Lóu Fimm ár fyrir að stinga mann í tvígang í brjóstið Misskilningur að flugvélin hafi breytt um stefnu vegna veðurs Getur ekki sagt til um hvort hún myndi kvitta undir náðun Kouranis Framtíð PCC á Bakka ekki útséð „Ekki á réttri leið“ samþykki samfélagið fátækt Ár frá morðtilrauninni: „Reyndi að drepa mig og það var eins og að drekka vatn fyrir hann“ Oddný Sv. Björgvinsdóttir er látin Uppsagnir hjá Sýn, staða fjölmiðla og trans dans Miðflokksins Bein útsending: Ætlum við að móta okkar eigin framtíð? Lögreglan fjarlægði „fátæktargildru“ ÖBÍ Yfir þúsund börn bíða eftir því að komast til talmeinafræðings Gagnrýnir ummæli Elds Smára: „Slökkvum eldinn“ Frelsinu fagnað á fjórhjóli sem Sjúkratryggingar greiða ekki niður Áætlanir um málsafgreiðslu ráðuneytis brugðust 26 sinnum Vill breytingar á úreltum reglum, sama í hvora áttina Höggvið á hnút svo börnin í Nuuk fái loks nýja skólann Gagnrýna drög að frumvarpi um brottfararstöð: Ætlað að líkjast fangelsi Sex vilja fyrrum embætti Úlfars Enginn matur í ísskápum dæmi um vanrækslu Skoða hvort þurfi að tilkynna samningana til ESA Hverfið gert að umferðareyju raungerist hugmyndir Strætó Skoðar að tilkynna bensínstöðvamálið til ESA og nýtt líf með fjórhjóli Sjá meira