Norðmaður fékk flutningaskip næstum inn í húsið á meðan hann svaf Kjartan Kjartansson skrifar 22. maí 2025 10:03 Íbúar við Þrándheimsfjörð virða fyrir sér flutnigaskipið sem strandaði við hliðina á húsi í morgun. Vísir/EPA Aðeins örfáum metrum munaði að flutningaskip sem strandaði í Þrándheimsfirði í Noregi snemma í morgun rækist á íbúðarhús. Húsráðandi vaknaði ekki við að skipið sigldi í strand og segir uppákomuna meira fáránlega en ógnvekjandi. Johan Helberg svaf svefni hinna réttlátu í timburhúsi sínu í Byneset við Þrándheimsfjörð þegar 135 metra langt flutningaskip sigldi upp í land, aðeins örfáum metrum frá horni hússins. Helbeg varð ekki var við neitt en hrökk hins vegar upp þegar nágranni hans, sem hafði orðið vitni að strandinu, hringdi dyrabjöllunni í miklu uppnámi. „Þetta var frekar fjarstæðukennt. Þegar ég leit út um gluggann var stefnið á risastóru skipi þarna,“ segir Helberg við norska ríkisútvarpið. Engar skemmdir urðu á húsinu aðrar en á leiðslu fyrir hitadælu þess. „Ef það hefði lent fimm metrum lengra til hægri hefði það runnið upp kletta og þá hefði húsið mitt líklega litið nokkuð öðruvísi út,“ segir Helberg við norska ríkisútvarpið. Flutningaskipið skemmdist ekki við strandið. Ekki tókst að losa það í fyrstu tilraun í morgun.Vísir/EPA Stímdi beint upp í land Nágranninn segist hafa vaknað við skip úti á firðinum um klukkan fimm að staðartíma í nótt. Hann sé vanur skipaumferð um fjörðinn en honum hafi þótt vélarhljóðið sérstaklega hátt. „Þannig að ég leit út um gluggann og sá bát stefna beint upp á strönd,“ segir Jostein Jørgensen. Skipið hafi verið á dágóðri siglingu og ekki sýnt nein merki um að það reyndi að breyta um stefnu þrátt fyrir að hann reyndi að öskra og blístra á það. Lögreglan segir að enginn grunur sé um að þeir sem stýrðu skipinu hafi verið ölvaðir. Sextán manna áhöfn var um borð. Þá virðist engar skemmdir hafa orðið á því. Reynt var að færa skipið í morgun án árangurs. Háflóð verður næst á níunda tímanum í kvöld. „Þetta var í raun og veru meira fáránlegt en ógnvekjandi,“ segir Helberg um uppákomuna. Noregur Skipaflutningar Mest lesið Mölvuð rúða snemmbúin og leiðinleg jólagjöf Innlent Setja sjálf upp umferðarljós og gagnrýna ráðaleysi borgarinnar Innlent Annað hvort hörfi Úkraínumenn eða verði hraktir burt með valdi Erlent Endurheimtu verðmætt hálsmenið úr þörmum þjófsins Erlent Dagar Úffa mögulega taldir Innlent Mjófirðingar í skýjunum og sjá fjörðinn sinn rísa á ný Innlent Óheimilt að skjóta niður ólöglega dróna nema af þeim stafi hætta Erlent Kristrún bað forseta um að stöðva umræður Innlent Gervigreind á jólaísnum hafi komið á óvart Viðskipti innlent Tímamót og bylting í nýju Konukoti Innlent Fleiri fréttir Vellinum í Edinborg lokað um stund og seinkanir mögulegar Norðmenn kaupa langdræg vopn og kafbáta fyrir milljarða Biðla til Belga en tvær tillögur á borðinu Endurheimtu verðmætt hálsmenið úr þörmum þjófsins Óheimilt að skjóta niður ólöglega dróna nema af þeim stafi hætta Krefja Farage um heiðarleika og afsökunarbeiðni Færeyingar rýmka verulega lög um þungunarrof Annað hvort hörfi Úkraínumenn eða verði hraktir burt með valdi Handtóku sprengjumann eftir nærri því fimm ára leit Ógnaði öryggi hermanna með Signal-spjalli Vöruðu við því að Bandaríkin gætu svikið Úkraínu og Evrópu Telja Pútín siðferðislega ábyrgan fyrir dauða breskrar konu Dæmdur í fangelsi fyrir að selja Perry ketamín Leggja fram áætlun um haldlagningu frystra sjóða Rússa Braust inn í vínbúð og „drapst“ á klósettinu Birtu áður óséðar myndir af einkaeyju Epsteins Rússneskur geimfari sakaður um njósnir Náðar Demókrata sakaðan um mútuþægni Þorgerður mætt en söguleg fjarvera Rubio vekur furðu Lögregla vaktar hægðir meints skartgripaþjófs Stöðva afgreiðslu umsókna innflytjenda frá nítján ríkjum Hefja aftur leit að MH370 Vill alla Sómala á brott: „Landið ykkar er glatað og við viljum þá ekki í okkar landi“ Engin niðurstaða á annars „gagnlegum“ fundi Fyrrverandi forseti Hondúras laus eftir náðun Trumps Segist tilbúinn í stríð við Evrópu Fyrrverandi utanríkismálastjóri ESB handtekinn Sparka Hitler-eftirhermu úr Valkosti fyrir Þýskaland Íhuga að banna stjórnmálaflokkum að taka við rafmyntum Forstjórar Volvo og Polestar vara við frestun Sjá meira
Johan Helberg svaf svefni hinna réttlátu í timburhúsi sínu í Byneset við Þrándheimsfjörð þegar 135 metra langt flutningaskip sigldi upp í land, aðeins örfáum metrum frá horni hússins. Helbeg varð ekki var við neitt en hrökk hins vegar upp þegar nágranni hans, sem hafði orðið vitni að strandinu, hringdi dyrabjöllunni í miklu uppnámi. „Þetta var frekar fjarstæðukennt. Þegar ég leit út um gluggann var stefnið á risastóru skipi þarna,“ segir Helberg við norska ríkisútvarpið. Engar skemmdir urðu á húsinu aðrar en á leiðslu fyrir hitadælu þess. „Ef það hefði lent fimm metrum lengra til hægri hefði það runnið upp kletta og þá hefði húsið mitt líklega litið nokkuð öðruvísi út,“ segir Helberg við norska ríkisútvarpið. Flutningaskipið skemmdist ekki við strandið. Ekki tókst að losa það í fyrstu tilraun í morgun.Vísir/EPA Stímdi beint upp í land Nágranninn segist hafa vaknað við skip úti á firðinum um klukkan fimm að staðartíma í nótt. Hann sé vanur skipaumferð um fjörðinn en honum hafi þótt vélarhljóðið sérstaklega hátt. „Þannig að ég leit út um gluggann og sá bát stefna beint upp á strönd,“ segir Jostein Jørgensen. Skipið hafi verið á dágóðri siglingu og ekki sýnt nein merki um að það reyndi að breyta um stefnu þrátt fyrir að hann reyndi að öskra og blístra á það. Lögreglan segir að enginn grunur sé um að þeir sem stýrðu skipinu hafi verið ölvaðir. Sextán manna áhöfn var um borð. Þá virðist engar skemmdir hafa orðið á því. Reynt var að færa skipið í morgun án árangurs. Háflóð verður næst á níunda tímanum í kvöld. „Þetta var í raun og veru meira fáránlegt en ógnvekjandi,“ segir Helberg um uppákomuna.
Noregur Skipaflutningar Mest lesið Mölvuð rúða snemmbúin og leiðinleg jólagjöf Innlent Setja sjálf upp umferðarljós og gagnrýna ráðaleysi borgarinnar Innlent Annað hvort hörfi Úkraínumenn eða verði hraktir burt með valdi Erlent Endurheimtu verðmætt hálsmenið úr þörmum þjófsins Erlent Dagar Úffa mögulega taldir Innlent Mjófirðingar í skýjunum og sjá fjörðinn sinn rísa á ný Innlent Óheimilt að skjóta niður ólöglega dróna nema af þeim stafi hætta Erlent Kristrún bað forseta um að stöðva umræður Innlent Gervigreind á jólaísnum hafi komið á óvart Viðskipti innlent Tímamót og bylting í nýju Konukoti Innlent Fleiri fréttir Vellinum í Edinborg lokað um stund og seinkanir mögulegar Norðmenn kaupa langdræg vopn og kafbáta fyrir milljarða Biðla til Belga en tvær tillögur á borðinu Endurheimtu verðmætt hálsmenið úr þörmum þjófsins Óheimilt að skjóta niður ólöglega dróna nema af þeim stafi hætta Krefja Farage um heiðarleika og afsökunarbeiðni Færeyingar rýmka verulega lög um þungunarrof Annað hvort hörfi Úkraínumenn eða verði hraktir burt með valdi Handtóku sprengjumann eftir nærri því fimm ára leit Ógnaði öryggi hermanna með Signal-spjalli Vöruðu við því að Bandaríkin gætu svikið Úkraínu og Evrópu Telja Pútín siðferðislega ábyrgan fyrir dauða breskrar konu Dæmdur í fangelsi fyrir að selja Perry ketamín Leggja fram áætlun um haldlagningu frystra sjóða Rússa Braust inn í vínbúð og „drapst“ á klósettinu Birtu áður óséðar myndir af einkaeyju Epsteins Rússneskur geimfari sakaður um njósnir Náðar Demókrata sakaðan um mútuþægni Þorgerður mætt en söguleg fjarvera Rubio vekur furðu Lögregla vaktar hægðir meints skartgripaþjófs Stöðva afgreiðslu umsókna innflytjenda frá nítján ríkjum Hefja aftur leit að MH370 Vill alla Sómala á brott: „Landið ykkar er glatað og við viljum þá ekki í okkar landi“ Engin niðurstaða á annars „gagnlegum“ fundi Fyrrverandi forseti Hondúras laus eftir náðun Trumps Segist tilbúinn í stríð við Evrópu Fyrrverandi utanríkismálastjóri ESB handtekinn Sparka Hitler-eftirhermu úr Valkosti fyrir Þýskaland Íhuga að banna stjórnmálaflokkum að taka við rafmyntum Forstjórar Volvo og Polestar vara við frestun Sjá meira