Næstu sólarhringar á Gaza skipta sköpum Hlynur Már Vilhjálmsson skrifar 23. maí 2025 10:46 „Ísrael“ er de jure Palestína - sem þýðir að ríkið Ísrael hefur ekki rétt á tilveru sinni vegna þess að landið var í eigu annarra og stofnun þess fór fram með þjóðarmorði á Palestínumönnum frá 1948 með stuðningi Vesturveldanna. Við stofnun zíonista á Ísrael á árunum 1947-1949 myrtu zíonistar 15.000 Palestínumenn. Fyrstu fjöldamorðin sem zíonistar frömdu í Palestínu eiga þó sögu allt baka til ársins 1937 með fjöldamorðum á Palestínumönnum í Haifa og Jerúsalem. Finnst ykkur ekkert ljótt við þessa sögu? Balfour-yfirlýsingin átti ekki rétt á sér vegna ofangreinds. Ekki ætla ég að segja ykkur hvort að tveggja ríkja lausn eða ein Palestína fyrir gyðinga og araba sé rétta svarið í dag. En ég fer aðeins í það síðar í pistlinum hvað fólkið við austurenda Miðjarðarhafs segir um þessi efni. Það tekur a.m.k. enginn heilvita maður ákvörðun um að taka land af þjóð og drepa innfædda sem einhverja lausn á vandamálum. En Balfour-yfirlýsingin leiddi til einmitt slíks ástands sem hefur staðið yfir síðan. Ekki myndum við samþykkja það væri það Ísland sem ráðist væri á með þeim hætti. Við myndum krefjast þess að bandamenn okkar kæmu okkur til varna samstundis og við myndum óska eftir aðstoð hvaðan sem er. Við myndum berjast tilbaka með þeim hætti sem við gætum og við myndum ekki gefast upp. Árásaraðilinn fengi samstundis stimplana hryðjuverkahópur og illmenni. Það var ekki Breta að ákveða hver skyldi eiga land Palestínu í framhaldi af hernámi Breta á Palestínu fram að árinu 1948. Ísrael var stofnað af zíonistum á Vesturlöndum með Balfour-yfirlýsingunni í óþökk gyðingasamfélagsins enda stendur Ísraelsríki gegn gyðingdómi vegna orðs Móses í Torah, heilagri bók gyðinga, um stofnun ríkis fyrir gyðinga sem bannar slíkt. Ísraelar hafa sýnt alla tíð frá stofnun Ísraelsríkis með Balfour-yfirlýsingunni og þjóðarmorðinu 1948 að þeir hafa engan áhuga á friði heldur vilja þeir leggja Jerúsalem og nágrannasvæði undir sig. Sýrland er t.d. næst á stríðsrekstursdagskrá Ísraela eftir helförina í Gaza, auk áframhaldandi stríða við Íran, Líbanon og Jemen og ef mannkynssagan hefur kennt okkur eitthvað þá mun sá hernaður halda áfram inn í önnur nágrannaríki, Egyptaland, Írak og önnur lönd í kring. Heimsvaldahyggja Hlutverk Ísrael er að vera armur heimsvaldastefnu Bandaríkjanna og Evrópubúa sem hafa stjórnað heiminum með ofbeldi í aldir. Í Suður-Ameríku er varla talað frumbyggjamál lengur, nú eru þar aðallega töluð evrópsku tungumálin spænska og portúgalska. Í Afríku er svipað upp á teningnum að vissu marki, víða töluð franska, portúgalska eða enska. Flestir vita af árásum Breta á Kína frá 1839 og stjórn þeirra á Hong Kong. Fæstir hugsa um þjóðarmorðin sem fylgdu árásum Breta á Ástralíu og Nýja-Sjáland frá 1788. Þau þjóðarmorð eru eftir sem áður staðreynd. Bandaríkin voru svo stofnuð með þjóðarmorðum Evrópubúa á innfæddum indíánum og leiða heiminn í þjóðarmorðum á Gaza og víðar á 21. öldinni. Heimsvaldahyggjan er vandamál sem elur á ofbeldi og hvetur til stigmögnun þess. Ríkjum heims ber að taka höndum saman um að stöðva glæpi Ísraela. Ef að Evrópumenn gera það ekki þá munu einhverjir aðrir gera það og Evrópumenn dagsins í dag fara þá í sögubækurnar fyrir að hafa ekki staðið gegn helförinni sem nú stendur yfir í Gaza. Ísraelar hafa gefið skít í allt og alla, hafa m.a.s. gert reglulega lítið úr stríðsglæpamanninum Joe Biden sem fjármagnaði helförina í Gaza upp í topp í kjölfar árásar Hamas á Ísrael. Ísraelar munu ekki stöðva helförina fyrr en Ísland og aðrar þjóðir leggja algert viðskiptabann á Ísrael sem þarf að standa yfir þar til að Ísraelar eru búnir að hverfa frá Gaza og stríðsglæpamennirnir komnir í hendur alþjóðadómstóla. Eyðilegging Palestínu Zíonistarnir í Ísrael hafa sprengt öll húsin í Gaza, þeir hafa sprengt alla skóla, þeir hafa sprengt öll sjúkrahús, þeir hafa sprengt allir kirkjur og moskur, þeir hafa sprengt fjöldann allan af tjöldum fólks sem flýr linnulaust sprengjuregnið, þeir hafa ýmist sprengt eða tekið af lífi með byssum fréttafólk, þeir hafa ýmist sprengt eða tekið af lífi með byssum hjálparstarfsmenn og sjúkraliða Rauða hálfmánans og logið svo til um slík mál. Þeir hafa sprengt bíla með smábörnum í eins og í máli hinnar 5 ára gömlu Hind Rajab. Þeir hafa haldið læknum úr gjöreyðilögðum sjúkrahúsum Gaza sem gíslum og pyntað eins og í máli Dr. Hossam Abu Safiya. Þeir hafa sprengt hús Sameinuðu þjóðanna og Vesturbakkinn er ekki undanskilinn þessari upptalningu. Eyðileggingin er algjör og mannvonskan er á pari við það sem við töldum okkur hafa lært að koma í veg fyrir eftir seinni heimsstyrjöldina enda helför nú víða orðið samþykkt orð yfir ástandið í Gaza og orðið "stríð" farið að eiga minna og minna við. Og hverjir hafa fjármagnað þetta? Jú, Bandaríkjamenn og Evrópa. Þess vegna berum við Íslendingar sem þátttakendur í heimsvaldastefnuveislu NATO sérstaka ábyrgð á velferð barnanna í Gaza. Áróður Bandaríkjanna og Evrópu Áróðursmaskína zíonista og öfgahægrisins í Ísrael, Evrópu og Bandaríkjunum hefur málað alla andstæðinga helfararinnar í Gaza upp sem gyðingahatara. Þetta á ekki við nokkur rök að styðjast því að sístækkandi hópur gyðinga um allan heim er farinn að mótmæla Ísrael og glæpum Ísraela gegn mannkyninu. Bandarískar sýnagógur lokuðu dyrum sínum þannig fyrir öryggismálaráðherra Ísraela, Ben-Gvir, á dögunum í mótmælaskyni. Og sá hópur gyðinga er sjálfur ofsóttur í dag af zíonistunum, sagður hallur undir Hamas og gyðingahatara. Þetta er einfaldlega til marks um það að gyðingar bera ekki ábyrgð á helförinni í Gaza en zíonistar allra landa gera það og er skýr greinarmunur þar á þrátt fyrir algengan áróður í fjölmiðlum um annað. Ef við erum smeyk við að taka afstöðu með mannúð vegna hræðslu við Bandaríkjamenn þá sýnir það einfaldlega það að Bandaríkin eru ekki góður félagsskapur, nú né fyrr. Alls staðar um Bandaríkin eru fyrirtæki og stofnanir enn í dag að styðja við helförina. Hvers konar vinir eru það? Ekki mínir. Ráðamenn á Íslandi tala enn í dag um það að Ísraelar hafi rétt á að verja sig fyrir Hamas en þetta eru einfaldlega rangar upplýsingar frá íslenskum ráðamönnum. Samkvæmt alþjóðalögum hefur her sem tekur yfir annað land ekki rétt á að verja sig fyrir andstöðuhópi sem herinn verður fyrir en hitt á þó við um innfædda Palestínumenn, Hamas-menn og aðra, sem hafa lagalegan rétt samkvæmt alþjóðalögum til að verja land sitt frá ofbeldi hins erlenda hervalds. Og fjöldamorð sem Ísraelar hafa framið í Palestínu síðan 1937 eru á sjöunda tug, þ.e.a.s. ef við teljum hin daglegu fjöldamorð í Gaza í dag saman sem eitt. Þegar við fordæmum morð Hamas á saklausum borgurum í Ísrael þann 7. október 2023 er því mikilvægt að fordæma á sama tíma þjóðarmorð Ísraela í Palestínu sem staðið hefur yfir stöðugt síðan 1937. Evrópubúar og fjölmargir gyðingar víðs vegar um allan heim eru þessa dagana að vakna og sjá það að zíonisminn, hugmyndin um stofnun Ísrael, er ljót hugmyndafræði sem hefur logið að okkur áratugum saman. Við gerum best með því að vinna af heilindum og gæsku með þeim gyðingum sem mótmæla glæpum Ísraela og annarra zíonista. Þannig er hægt að koma í veg fyrir að ásakanir í garð andstæðinga þjóðarmorða um gyðingahatur séu nokkuð annað en lélegur áróður frá fólki sem við ættum ekki að líta upp til, zíonistunum. Fjöldi samtaka gyðinga eins og Jewish voice for peace og Jews for Palestinian right of return hefur mótmælt glæpum Ísraela. Þetta er fólkið sem við skulum vinna með. Fólki af öllum þjóðernum og trúarbrögðum sem velur frið og ekki þjóðarmorð eða hótanir í garð íslenskra ráðamanna. Íslenskir þingmenn sem hafa talað um rétt barnanna í Gaza og Vesturbakkanum til að lifa hafa undanfarið greint frá hótunum sem þeir hafa fengið frá embættismönnum í Ísrael og Bandaríkjunum. Gjarnan mætti fara umræða um það hversu mörg bréf íslenskir fjölmiðlar og fyrirtæki hafa fengið erlendis frá sömu erinda. Áróður Vesturlanda til stuðnings zíonismanum hefur orðið til þess að bönnuð hefur verið öll gagnrýni á glæpi Vesturlanda og Ísraela gegn Palestínu. Þannig má ekki sýna hópum sem verja Palestínu og Mið-Austurlönd (Hútum, Hezbollah, Hamas) frá þjóðarmorðingjum Ísraela og Bandaríkjanna stuðning vegna þess að hóparnir eru andstæðingar heimsvaldastefnu Bandaríkjanna og Evrópu. Þýsk yfirvöld beita þannig enn í dag fasískum vinnubrögðum með því að berja á og handtaka mótmælendur helfararinnar í Gaza. Andstæðingar helfararinnar fá gjarnan að heyra gagnrýni frá zíonistum og öfgahægrimönnum þess efnis að Hamas þurfi bara að skila gíslunum og þá leysist málin og þá verði friður en svo er ekki. Ekki nefna sömu menn einu orði á þá fjölmörgu gísla sem eru í haldi Ísraela án dóms og laga, þar á meðal Ahmed Manasra sem handtekinn var 13 ára gamall árið 2016 og var haldið við skelfilegar aðstæður í ísraelsku fangelsi í heilan áratug eða lækninn Hussam Abu Safia sem tekinn var höndum án kæru þegar hann var við störf á sjúkrahúsi í norðurhluta Gaza í desember síðastliðnum og pyntaður hryllilega í ísraelsku fangelsi í kjölfarið þar sem hann tapaði 20 kílóum á tveimur mánuðum eftir handtökuna svo dæmi séu nefnd. Staðreyndin er einfaldlega sú að Hamas hefur færri og minni glæpi framið en Ísrael, Bandaríkin eða Evrópa þegar kemur að morðum á saklausum borgurum síðan 1937 en einnig síðan 1987 þegar Hamas-samtökin voru stofnuð eftir hálfa öld af glæpum Ísraela. Hverjir eru þá eiginlega vondu kallarnir? Eru það Palestínumenn af því að þeir eru ekki við eða erum það við af því að við gátum ekki tekið ákvörðun um að friður yrði í Palestínu í kjölfar stjórn Breta á Palestínu á fyrri hluta síðustu aldar heldur gáfum land Palestínumanna í hendur ofbeldisfullra zíonista sem fóru beint í þjóðarmorð á innfæddum við komuna til Palestínu? Ætlum við að standa með glæpum Ísraela og heimta svo að hlustað verði á okkur þegar við heimtum réttlæti fyrir okkar börn? Rík neyð um aðgerðir strax Sameinuðu þjóðirnar hafa gefið það út að um 15 þúsund börn í Gaza séu í raunverulegri hættu á að deyja úr hungri á næstu dögum ef þau fá ekki mat. Ísraelar leyfðu í gær nokkrum bílförmum af mat að komast til Gaza en hið raunverulega lágmark á fjölda bílfarma sem þurfa að berast til Gaza á hverjum degi eru á milli 500 og 700. Ríkisstjórn Ísraela hefur einnig gefið það út að eina ástæða þess að nokkrir bílfarmar hafa verið leyfðir sé svo að Vesturlönd líti ekki illum augum á ríkisstjórn Ísraela. Áhuginn í Ísrael fyrir velferð barnanna í Gaza er nákvæmlega enginn. Höfum það á hreinu. Gideon Levy Gideon Levy er leiðandi rödd í ísraelsku samfélagi um frið og líf í sátt og samlyndi við Palestínumenn en má sín lítils í sínu samfélagi. Í nýju viðtali við hann á fréttamiðlinum Middle East Eye greindi hann frá nokkrum atriðum sem mikilvægt er að skilja varðandi ísraelskt samfélag í dag og kemur hann eftirfarandi punktum áleiðis. Árásin á Gaza hefur þann tilgang að bjarga stjórnmálaferli Netanyahu sem hefur stuðning stórs meirihluta Ísraela um að taka yfir Vesturbakkann og Gaza og færa palestínska þjóð burtu eða drepa hana alla og börn hennar. Árásin á Gaza hefur ekkert með öryggi Ísraela að gera og er helmingur Ísraela meðvitaður um það. En jafnvel sá helmingur þjóðarinnar, sem myndi frekar flokkast undir frjálslynt fólk lítur ekki á Palestínumenn sem manneskjur. Það er ekkert stríð í gangi á Gaza, engin átök. Palestínumenn á Gaza búa í tjöldum og eru á vergangi án matar í kjölfar gjöreyðileggingar Ísraela á Gaza-ströndinni. Fólk í slíkri stöðu hefur ekkert bolmagn til stríðsreksturs. Ekkert bendir til þess að Ísraelar myndu stöðva helförina á Gaza þó að gíslum í haldi Hamas yrði öllum sleppt. Stuðningsmenn Netanyahu vilja drepa öll börn á Gaza. Stuðningsmenn Netanyahu sjá frið sem uppgjöf og slíkt kemur því ekki til greina að þeirra mati. Netanyahu hefur engan áhuga á að hlusta á gagnrýni frá breskum eða öðrum ráðamönnum á Vesturlöndum. Allt tal ráðamanna á Vesturlöndum, fordæmingar, aðvaranir um viðskiptaþvinganir eða frestanir á viðskiptasamningnum hafa ekkert að segja. Aðgerðir á borð við algjörar viðskiptaþvinganir gegn Ísrael í anda þvingana í garð Suður-Afríku á sjöunda áratugnum myndu hins vegar hafa áhrif. Í Ísrael er megn áróður þess efnis að allir andstæðingar helfararinnar í Gaza, svo sem þeir mótmælendur í Evrópu sem mótmæla glæpum Ísraela, séu gyðingahatarar sem vilji neyða Ísraela burtu frá Ísrael og því hafi það ekkert upp á sig að hlusta á neina gagnrýni. Flestir Ísraelar trúa þessu í dag. Um helmingur Ísraela sér að helförin á Gaza snýst um pólitískan ávinning Netanyahu en ekki um öryggi Ísraela. Almenningur í Ísrael setur enga pressu á Netanyahu um að stöðva helförina í Gaza, einungis um að frelsa gíslana sem Netanyahu segir svo að sé hluti af helförinni í Gaza. Þetta er nóg til að sefa almenningsálit Ísraela gagnvart helförinni. Nauðsynlegt er að alþjóðasamfélagið fari í aðgerðir gegn Ísrael, það gæti endað helförina. Engin langtímalausn er sjáanleg eins og staðan er núna. Ísraelar tala einungis um að færa palestínsku þjóðina til annarra landa eða um að eyða lífum hennar. Enginn í Ísrael talar um tveggja ríkja lausn sem mögulega lausn og telst slíkt fráleitt að mati almennings í Ísrael. Allir stjórnmálaflokkar í Ísrael eru sammála um það að er útilokað að vinna með Palestínumönnum að friði. Eins og staðan er núna þá mun hernám Ísraela á Vesturbakkanum og Gaza aldrei linna. Það hefur aldrei verið jafn einróma álit almennings í Ísrael og nú. Utanaðkomandi aðilar þurfi að koma að með þeim hætti að stuðla að friði. Skipta þurfi um fólk í stjórnum stærstu flokkanna sem hafa hvað mest að segja í ísraelsku samfélagi sem verði einungis mögulega framkvæmt með alþjóðlegri pressu. Líta þurfi á aðgerðir alþjóðasamfélagsins gegn Suður-Afríku á sjöunda áratugnum sem fyrirmynd nú að aðgerðum gagnvart Ísrael. Mustafa Barghouti Mustafa Barghouti er palestínskur læknir og stofnandi vinstri sinnaða stjórnmálaflokksins Palestinian National Initiative. Í nýju viðtali við hann á Middle East Eye kemur hann eftirfarandi punktum áleiðis. Spánverjar hafa þegar gert það sem allar þjóðir þurfa að gera, að loka fyrir viðskiptatengsl við Ísrael. Bretar þurfi að setja á viðskiptabann tengt vopnasölu til Ísrael sem og að setja á almennt viðskiptabann á Ísrael líkt og Spánverjar hafa gert. 200 börn hafa þegar dáið úr hungursneyð á Gaza. Barghouti varar við útbreiðslu fjölmargra veiru- og bakteríusjúkdóma svo sem mænusótt, stífkrampaveiki, mislingar og taugaveiki á meðal barna í Gaza sem búa nú við veikara ónæmiskerfi vegna næringarskortar og almenns skorts á öllu. Þetta mun fjölga dauðsföllum palestínskra barna á næstu dögum ef Evrópa bregst ekki við og kemur í veg fyrir dauða þessara barna. Palestínumenn þurfa að innleiða Peking-yfirlýsinguna svokölluðu strax og friður við Ísrael hefur náðst sem nota ætti sem formála að lýðræðislegum kosningum í Palestínu. Peking-yfirlýsingin er plagg undirritað á síðasta ári af leiðtogum allra 14 stjórnmálaflokka í Palestínu um samstarf um uppbyggingu Gaza og stjórn á Gaza og Vesturbakkanum til bráðabirgða. Áhrif á Evrópu Helförin í Gaza hefur einnig gert Evrópu að óöruggari stað. Hryðjuverkaárásír og hatursglæpir evrópskra öfgahægrimanna gagnvart múslimum fer ört fjölgandi og ríkislögreglustjóri Íslands hefur nú í vor skilgreint öfgahægrimenn sem mestu hryðjuverkahættu á landinu. Sem stendur eru múslimar einn af helstu hópum sem öfgahægrimenn á Vesturlöndum einbeita sér að og má kenna hatursáróðri frá Donald Trump og íslensku Trumpistunum Margréti Friðriksdóttur og Eld Smára Kristinssyni og fleirum slíkum öfgahægrimönnum um það. Evrópskar ríkisstjórnir eru þó loks að vakna að einhverju leyti upp úr dvala og heilaþvætti áróðursmaskínu NATO og glæpalýðs Ísraela og Bandaríkjanna. Jafnvel eru einhverjir íhaldsmenn í Bretlandi farnir að mótmæla Ísraelum og er þá fokið í öll skjól. En við megum engan tíma missa. Tryggja þarf börnunum í Gaza sem nú eru á barmi lífshættulegs næringarskorts matar- og lyfjasendingar tafarlaust og eigi síðar. Ef ástandið lagast ekki strax margfaldast ábyrgð ráðamanna á Íslandi og annarra Evrópubúa með hverju barninu í Gaza sem fellur af næringarskorti eða linnulausum sprengingum Ísraela á tjöld palestínsks flóttafólks í Gaza. Verum ekki smeyk við að taka afstöðu með mannúð. Tími hugleysis er úti ef mannúðin á að sigra. Og ég fer ekki fram á mikið. Ég fer bara fram á að þú styðjir skilyrðislausan rétt barnanna í Gaza sem og annarra barna til að lifa og með reisn í sinu landi því um það snýst málið, að öll börn eru jafn verðmæt og okkar eigin. Næstu sólarhringar eru krítískir um að bjarga lífi þúsunda barna í Gaza. Ríkisstjórn Íslands, hlustið á fólkið. Viðskiptaþvinganir á Ísrael núna. Rapyd og önnur ísraelsk fyrirtæki burtu frá Íslandi. Tafarlausar viðræður við Spán, Írland, Noreg og fleiri Evrópuþjóðir um matar- og lyfjasendingar til Gaza sjóleiðis til að koma nauðsynlegri næringu til barnanna á Gaza. Höfundur er umsjónarmaður upplýsingaveitunnar Glæpir Ísraela á Facebook, trúnaðarmaður í Sameyki, heilbrigðisstarfsmaður, fyrrverandi varamaður Sósíalistaflokksins í borgarstjórn Reykjavíkur, áhugamaður um stéttar-, heilbrigðis og velferðarmál og andstöðumaður við óréttlæti, ójöfnuð, ofbeldi, mannvonsku, Trumpisma, zíonisma og aðra öfgahægripólitík hvar sem hana er að finna. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið „Glæpir“ Íslendinga Árni Davíðsson Skoðun Ef eitthvað væri að marka Bjarna Gunnar Smári Egilsson Skoðun Varst þú að kaupa gallaða fasteign? Sara Bryndís Þórsdóttir Skoðun Störf án staðsetningar - of hátt flækjustig eða rökrétt framþróun? Hildur Ösp Gylfadóttir,Áslaug Eir Hólmgeirsdóttir Skoðun Vörusvik Rafmenntar í nafni Kvikmyndaskóla Íslands og afleiðingar þeirra Böðvar Bjarki Pétursson,Friðrik Þór Friðriksson Skoðun Þegar fólkið okkar langar að deyja Sigurborg Sveinsdóttir,Svava Arnardóttir Skoðun Í skjóli hvíta bjargvættarins Yousef Ingi Tamimi Skoðun Áttaviti í öldrunarþjónustu Gunnlaugur Már Briem Skoðun Skólar hafa stigið skrefið með góðum árangri Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir Skoðun Biðin sem (enn) veikir og tekur Guðlaugur Eyjólfsson Skoðun Skoðun Skoðun Skólar hafa stigið skrefið með góðum árangri Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Varst þú að kaupa gallaða fasteign? Sara Bryndís Þórsdóttir skrifar Skoðun Störf án staðsetningar - of hátt flækjustig eða rökrétt framþróun? Hildur Ösp Gylfadóttir,Áslaug Eir Hólmgeirsdóttir skrifar Skoðun „Glæpir“ Íslendinga Árni Davíðsson skrifar Skoðun Vörusvik Rafmenntar í nafni Kvikmyndaskóla Íslands og afleiðingar þeirra Böðvar Bjarki Pétursson,Friðrik Þór Friðriksson skrifar Skoðun Fleiri átök = verri útkoma í lestri? Birgir Hrafn Birgisson skrifar Skoðun Biðin sem (enn) veikir og tekur Guðlaugur Eyjólfsson skrifar Skoðun Stafrænt netöryggisbelti Hrannar Ásgrímsson skrifar Skoðun Hvert stefnir ráðherra? Aðalsteinn Árni Baldursson skrifar Skoðun Free tuition Colin Fisher skrifar Skoðun Þegar fólkið okkar langar að deyja Sigurborg Sveinsdóttir,Svava Arnardóttir skrifar Skoðun Why protest works Adam Daniel Fishwick skrifar Skoðun Í senn minning og ákvörðun um framtíð Elliði Vignisson skrifar Skoðun Reynslunni ríkari eftir fjárhagsleg áföll síðustu ára Njáll Trausti Friðbertsson skrifar Skoðun Ríkisstjórn lobbýistanna Jón Ferdínand Estherarson skrifar Skoðun 7 símtöl í röð - en ekkert fer í gegn Gró Einarsdóttir skrifar Skoðun Áttaviti í öldrunarþjónustu Gunnlaugur Már Briem skrifar Skoðun Í skjóli hvíta bjargvættarins Yousef Ingi Tamimi skrifar Skoðun Að gjamma á stóra grábjörninn getur haft afleiðingar! Davíð Bergmann skrifar Skoðun Lokun Leo Seafood - Afleiðing tvöföldunar veiðigjalda Sigurgeir B. Kristgeirsson skrifar Skoðun Við getum öll stutt við lesskilning barna - Gleðilegan dag læsis Auður Soffía Björgvinsdóttir skrifar Skoðun Allir geta hjálpað einhverjum Árni Sigurðsson skrifar Skoðun Við erum ekki valdalausar. Við erum óbrjótandi Noorina Khalikyar skrifar Skoðun Vægið eftir sem áður dropi í hafið Hjörtur J Guðmundsson skrifar Skoðun Getur þjóð orðið of rík? – Ádeila frá Noregi sem getur átt við um Ísland Júlíus Valsson skrifar Skoðun Fólk í sárum veldur tárum Árni Sigurðsson skrifar Skoðun Sveitarstjórn Grímsnes- og Grafningshrepps reynir að skrá fólk út úr samfélaginu Guðrún M. Njálsdóttir,Ragna Ívarsdóttir,Þröstur Sverrisson skrifar Skoðun Akademískt frelsi og grátur í draumum Viðar Hreinsson skrifar Skoðun Skóli án aðgreiningar - tékklisti fyrir stjórnvöld til að gera betur Unnur Helga Óttarsdóttir,Anna Lára Steindal skrifar Skoðun Fjöldi kynja – treystir þú þér í samtalið með velferð barna að leiðarljósi? Böðvar Ingi Guðbjartsson skrifar Sjá meira
„Ísrael“ er de jure Palestína - sem þýðir að ríkið Ísrael hefur ekki rétt á tilveru sinni vegna þess að landið var í eigu annarra og stofnun þess fór fram með þjóðarmorði á Palestínumönnum frá 1948 með stuðningi Vesturveldanna. Við stofnun zíonista á Ísrael á árunum 1947-1949 myrtu zíonistar 15.000 Palestínumenn. Fyrstu fjöldamorðin sem zíonistar frömdu í Palestínu eiga þó sögu allt baka til ársins 1937 með fjöldamorðum á Palestínumönnum í Haifa og Jerúsalem. Finnst ykkur ekkert ljótt við þessa sögu? Balfour-yfirlýsingin átti ekki rétt á sér vegna ofangreinds. Ekki ætla ég að segja ykkur hvort að tveggja ríkja lausn eða ein Palestína fyrir gyðinga og araba sé rétta svarið í dag. En ég fer aðeins í það síðar í pistlinum hvað fólkið við austurenda Miðjarðarhafs segir um þessi efni. Það tekur a.m.k. enginn heilvita maður ákvörðun um að taka land af þjóð og drepa innfædda sem einhverja lausn á vandamálum. En Balfour-yfirlýsingin leiddi til einmitt slíks ástands sem hefur staðið yfir síðan. Ekki myndum við samþykkja það væri það Ísland sem ráðist væri á með þeim hætti. Við myndum krefjast þess að bandamenn okkar kæmu okkur til varna samstundis og við myndum óska eftir aðstoð hvaðan sem er. Við myndum berjast tilbaka með þeim hætti sem við gætum og við myndum ekki gefast upp. Árásaraðilinn fengi samstundis stimplana hryðjuverkahópur og illmenni. Það var ekki Breta að ákveða hver skyldi eiga land Palestínu í framhaldi af hernámi Breta á Palestínu fram að árinu 1948. Ísrael var stofnað af zíonistum á Vesturlöndum með Balfour-yfirlýsingunni í óþökk gyðingasamfélagsins enda stendur Ísraelsríki gegn gyðingdómi vegna orðs Móses í Torah, heilagri bók gyðinga, um stofnun ríkis fyrir gyðinga sem bannar slíkt. Ísraelar hafa sýnt alla tíð frá stofnun Ísraelsríkis með Balfour-yfirlýsingunni og þjóðarmorðinu 1948 að þeir hafa engan áhuga á friði heldur vilja þeir leggja Jerúsalem og nágrannasvæði undir sig. Sýrland er t.d. næst á stríðsrekstursdagskrá Ísraela eftir helförina í Gaza, auk áframhaldandi stríða við Íran, Líbanon og Jemen og ef mannkynssagan hefur kennt okkur eitthvað þá mun sá hernaður halda áfram inn í önnur nágrannaríki, Egyptaland, Írak og önnur lönd í kring. Heimsvaldahyggja Hlutverk Ísrael er að vera armur heimsvaldastefnu Bandaríkjanna og Evrópubúa sem hafa stjórnað heiminum með ofbeldi í aldir. Í Suður-Ameríku er varla talað frumbyggjamál lengur, nú eru þar aðallega töluð evrópsku tungumálin spænska og portúgalska. Í Afríku er svipað upp á teningnum að vissu marki, víða töluð franska, portúgalska eða enska. Flestir vita af árásum Breta á Kína frá 1839 og stjórn þeirra á Hong Kong. Fæstir hugsa um þjóðarmorðin sem fylgdu árásum Breta á Ástralíu og Nýja-Sjáland frá 1788. Þau þjóðarmorð eru eftir sem áður staðreynd. Bandaríkin voru svo stofnuð með þjóðarmorðum Evrópubúa á innfæddum indíánum og leiða heiminn í þjóðarmorðum á Gaza og víðar á 21. öldinni. Heimsvaldahyggjan er vandamál sem elur á ofbeldi og hvetur til stigmögnun þess. Ríkjum heims ber að taka höndum saman um að stöðva glæpi Ísraela. Ef að Evrópumenn gera það ekki þá munu einhverjir aðrir gera það og Evrópumenn dagsins í dag fara þá í sögubækurnar fyrir að hafa ekki staðið gegn helförinni sem nú stendur yfir í Gaza. Ísraelar hafa gefið skít í allt og alla, hafa m.a.s. gert reglulega lítið úr stríðsglæpamanninum Joe Biden sem fjármagnaði helförina í Gaza upp í topp í kjölfar árásar Hamas á Ísrael. Ísraelar munu ekki stöðva helförina fyrr en Ísland og aðrar þjóðir leggja algert viðskiptabann á Ísrael sem þarf að standa yfir þar til að Ísraelar eru búnir að hverfa frá Gaza og stríðsglæpamennirnir komnir í hendur alþjóðadómstóla. Eyðilegging Palestínu Zíonistarnir í Ísrael hafa sprengt öll húsin í Gaza, þeir hafa sprengt alla skóla, þeir hafa sprengt öll sjúkrahús, þeir hafa sprengt allir kirkjur og moskur, þeir hafa sprengt fjöldann allan af tjöldum fólks sem flýr linnulaust sprengjuregnið, þeir hafa ýmist sprengt eða tekið af lífi með byssum fréttafólk, þeir hafa ýmist sprengt eða tekið af lífi með byssum hjálparstarfsmenn og sjúkraliða Rauða hálfmánans og logið svo til um slík mál. Þeir hafa sprengt bíla með smábörnum í eins og í máli hinnar 5 ára gömlu Hind Rajab. Þeir hafa haldið læknum úr gjöreyðilögðum sjúkrahúsum Gaza sem gíslum og pyntað eins og í máli Dr. Hossam Abu Safiya. Þeir hafa sprengt hús Sameinuðu þjóðanna og Vesturbakkinn er ekki undanskilinn þessari upptalningu. Eyðileggingin er algjör og mannvonskan er á pari við það sem við töldum okkur hafa lært að koma í veg fyrir eftir seinni heimsstyrjöldina enda helför nú víða orðið samþykkt orð yfir ástandið í Gaza og orðið "stríð" farið að eiga minna og minna við. Og hverjir hafa fjármagnað þetta? Jú, Bandaríkjamenn og Evrópa. Þess vegna berum við Íslendingar sem þátttakendur í heimsvaldastefnuveislu NATO sérstaka ábyrgð á velferð barnanna í Gaza. Áróður Bandaríkjanna og Evrópu Áróðursmaskína zíonista og öfgahægrisins í Ísrael, Evrópu og Bandaríkjunum hefur málað alla andstæðinga helfararinnar í Gaza upp sem gyðingahatara. Þetta á ekki við nokkur rök að styðjast því að sístækkandi hópur gyðinga um allan heim er farinn að mótmæla Ísrael og glæpum Ísraela gegn mannkyninu. Bandarískar sýnagógur lokuðu dyrum sínum þannig fyrir öryggismálaráðherra Ísraela, Ben-Gvir, á dögunum í mótmælaskyni. Og sá hópur gyðinga er sjálfur ofsóttur í dag af zíonistunum, sagður hallur undir Hamas og gyðingahatara. Þetta er einfaldlega til marks um það að gyðingar bera ekki ábyrgð á helförinni í Gaza en zíonistar allra landa gera það og er skýr greinarmunur þar á þrátt fyrir algengan áróður í fjölmiðlum um annað. Ef við erum smeyk við að taka afstöðu með mannúð vegna hræðslu við Bandaríkjamenn þá sýnir það einfaldlega það að Bandaríkin eru ekki góður félagsskapur, nú né fyrr. Alls staðar um Bandaríkin eru fyrirtæki og stofnanir enn í dag að styðja við helförina. Hvers konar vinir eru það? Ekki mínir. Ráðamenn á Íslandi tala enn í dag um það að Ísraelar hafi rétt á að verja sig fyrir Hamas en þetta eru einfaldlega rangar upplýsingar frá íslenskum ráðamönnum. Samkvæmt alþjóðalögum hefur her sem tekur yfir annað land ekki rétt á að verja sig fyrir andstöðuhópi sem herinn verður fyrir en hitt á þó við um innfædda Palestínumenn, Hamas-menn og aðra, sem hafa lagalegan rétt samkvæmt alþjóðalögum til að verja land sitt frá ofbeldi hins erlenda hervalds. Og fjöldamorð sem Ísraelar hafa framið í Palestínu síðan 1937 eru á sjöunda tug, þ.e.a.s. ef við teljum hin daglegu fjöldamorð í Gaza í dag saman sem eitt. Þegar við fordæmum morð Hamas á saklausum borgurum í Ísrael þann 7. október 2023 er því mikilvægt að fordæma á sama tíma þjóðarmorð Ísraela í Palestínu sem staðið hefur yfir stöðugt síðan 1937. Evrópubúar og fjölmargir gyðingar víðs vegar um allan heim eru þessa dagana að vakna og sjá það að zíonisminn, hugmyndin um stofnun Ísrael, er ljót hugmyndafræði sem hefur logið að okkur áratugum saman. Við gerum best með því að vinna af heilindum og gæsku með þeim gyðingum sem mótmæla glæpum Ísraela og annarra zíonista. Þannig er hægt að koma í veg fyrir að ásakanir í garð andstæðinga þjóðarmorða um gyðingahatur séu nokkuð annað en lélegur áróður frá fólki sem við ættum ekki að líta upp til, zíonistunum. Fjöldi samtaka gyðinga eins og Jewish voice for peace og Jews for Palestinian right of return hefur mótmælt glæpum Ísraela. Þetta er fólkið sem við skulum vinna með. Fólki af öllum þjóðernum og trúarbrögðum sem velur frið og ekki þjóðarmorð eða hótanir í garð íslenskra ráðamanna. Íslenskir þingmenn sem hafa talað um rétt barnanna í Gaza og Vesturbakkanum til að lifa hafa undanfarið greint frá hótunum sem þeir hafa fengið frá embættismönnum í Ísrael og Bandaríkjunum. Gjarnan mætti fara umræða um það hversu mörg bréf íslenskir fjölmiðlar og fyrirtæki hafa fengið erlendis frá sömu erinda. Áróður Vesturlanda til stuðnings zíonismanum hefur orðið til þess að bönnuð hefur verið öll gagnrýni á glæpi Vesturlanda og Ísraela gegn Palestínu. Þannig má ekki sýna hópum sem verja Palestínu og Mið-Austurlönd (Hútum, Hezbollah, Hamas) frá þjóðarmorðingjum Ísraela og Bandaríkjanna stuðning vegna þess að hóparnir eru andstæðingar heimsvaldastefnu Bandaríkjanna og Evrópu. Þýsk yfirvöld beita þannig enn í dag fasískum vinnubrögðum með því að berja á og handtaka mótmælendur helfararinnar í Gaza. Andstæðingar helfararinnar fá gjarnan að heyra gagnrýni frá zíonistum og öfgahægrimönnum þess efnis að Hamas þurfi bara að skila gíslunum og þá leysist málin og þá verði friður en svo er ekki. Ekki nefna sömu menn einu orði á þá fjölmörgu gísla sem eru í haldi Ísraela án dóms og laga, þar á meðal Ahmed Manasra sem handtekinn var 13 ára gamall árið 2016 og var haldið við skelfilegar aðstæður í ísraelsku fangelsi í heilan áratug eða lækninn Hussam Abu Safia sem tekinn var höndum án kæru þegar hann var við störf á sjúkrahúsi í norðurhluta Gaza í desember síðastliðnum og pyntaður hryllilega í ísraelsku fangelsi í kjölfarið þar sem hann tapaði 20 kílóum á tveimur mánuðum eftir handtökuna svo dæmi séu nefnd. Staðreyndin er einfaldlega sú að Hamas hefur færri og minni glæpi framið en Ísrael, Bandaríkin eða Evrópa þegar kemur að morðum á saklausum borgurum síðan 1937 en einnig síðan 1987 þegar Hamas-samtökin voru stofnuð eftir hálfa öld af glæpum Ísraela. Hverjir eru þá eiginlega vondu kallarnir? Eru það Palestínumenn af því að þeir eru ekki við eða erum það við af því að við gátum ekki tekið ákvörðun um að friður yrði í Palestínu í kjölfar stjórn Breta á Palestínu á fyrri hluta síðustu aldar heldur gáfum land Palestínumanna í hendur ofbeldisfullra zíonista sem fóru beint í þjóðarmorð á innfæddum við komuna til Palestínu? Ætlum við að standa með glæpum Ísraela og heimta svo að hlustað verði á okkur þegar við heimtum réttlæti fyrir okkar börn? Rík neyð um aðgerðir strax Sameinuðu þjóðirnar hafa gefið það út að um 15 þúsund börn í Gaza séu í raunverulegri hættu á að deyja úr hungri á næstu dögum ef þau fá ekki mat. Ísraelar leyfðu í gær nokkrum bílförmum af mat að komast til Gaza en hið raunverulega lágmark á fjölda bílfarma sem þurfa að berast til Gaza á hverjum degi eru á milli 500 og 700. Ríkisstjórn Ísraela hefur einnig gefið það út að eina ástæða þess að nokkrir bílfarmar hafa verið leyfðir sé svo að Vesturlönd líti ekki illum augum á ríkisstjórn Ísraela. Áhuginn í Ísrael fyrir velferð barnanna í Gaza er nákvæmlega enginn. Höfum það á hreinu. Gideon Levy Gideon Levy er leiðandi rödd í ísraelsku samfélagi um frið og líf í sátt og samlyndi við Palestínumenn en má sín lítils í sínu samfélagi. Í nýju viðtali við hann á fréttamiðlinum Middle East Eye greindi hann frá nokkrum atriðum sem mikilvægt er að skilja varðandi ísraelskt samfélag í dag og kemur hann eftirfarandi punktum áleiðis. Árásin á Gaza hefur þann tilgang að bjarga stjórnmálaferli Netanyahu sem hefur stuðning stórs meirihluta Ísraela um að taka yfir Vesturbakkann og Gaza og færa palestínska þjóð burtu eða drepa hana alla og börn hennar. Árásin á Gaza hefur ekkert með öryggi Ísraela að gera og er helmingur Ísraela meðvitaður um það. En jafnvel sá helmingur þjóðarinnar, sem myndi frekar flokkast undir frjálslynt fólk lítur ekki á Palestínumenn sem manneskjur. Það er ekkert stríð í gangi á Gaza, engin átök. Palestínumenn á Gaza búa í tjöldum og eru á vergangi án matar í kjölfar gjöreyðileggingar Ísraela á Gaza-ströndinni. Fólk í slíkri stöðu hefur ekkert bolmagn til stríðsreksturs. Ekkert bendir til þess að Ísraelar myndu stöðva helförina á Gaza þó að gíslum í haldi Hamas yrði öllum sleppt. Stuðningsmenn Netanyahu vilja drepa öll börn á Gaza. Stuðningsmenn Netanyahu sjá frið sem uppgjöf og slíkt kemur því ekki til greina að þeirra mati. Netanyahu hefur engan áhuga á að hlusta á gagnrýni frá breskum eða öðrum ráðamönnum á Vesturlöndum. Allt tal ráðamanna á Vesturlöndum, fordæmingar, aðvaranir um viðskiptaþvinganir eða frestanir á viðskiptasamningnum hafa ekkert að segja. Aðgerðir á borð við algjörar viðskiptaþvinganir gegn Ísrael í anda þvingana í garð Suður-Afríku á sjöunda áratugnum myndu hins vegar hafa áhrif. Í Ísrael er megn áróður þess efnis að allir andstæðingar helfararinnar í Gaza, svo sem þeir mótmælendur í Evrópu sem mótmæla glæpum Ísraela, séu gyðingahatarar sem vilji neyða Ísraela burtu frá Ísrael og því hafi það ekkert upp á sig að hlusta á neina gagnrýni. Flestir Ísraelar trúa þessu í dag. Um helmingur Ísraela sér að helförin á Gaza snýst um pólitískan ávinning Netanyahu en ekki um öryggi Ísraela. Almenningur í Ísrael setur enga pressu á Netanyahu um að stöðva helförina í Gaza, einungis um að frelsa gíslana sem Netanyahu segir svo að sé hluti af helförinni í Gaza. Þetta er nóg til að sefa almenningsálit Ísraela gagnvart helförinni. Nauðsynlegt er að alþjóðasamfélagið fari í aðgerðir gegn Ísrael, það gæti endað helförina. Engin langtímalausn er sjáanleg eins og staðan er núna. Ísraelar tala einungis um að færa palestínsku þjóðina til annarra landa eða um að eyða lífum hennar. Enginn í Ísrael talar um tveggja ríkja lausn sem mögulega lausn og telst slíkt fráleitt að mati almennings í Ísrael. Allir stjórnmálaflokkar í Ísrael eru sammála um það að er útilokað að vinna með Palestínumönnum að friði. Eins og staðan er núna þá mun hernám Ísraela á Vesturbakkanum og Gaza aldrei linna. Það hefur aldrei verið jafn einróma álit almennings í Ísrael og nú. Utanaðkomandi aðilar þurfi að koma að með þeim hætti að stuðla að friði. Skipta þurfi um fólk í stjórnum stærstu flokkanna sem hafa hvað mest að segja í ísraelsku samfélagi sem verði einungis mögulega framkvæmt með alþjóðlegri pressu. Líta þurfi á aðgerðir alþjóðasamfélagsins gegn Suður-Afríku á sjöunda áratugnum sem fyrirmynd nú að aðgerðum gagnvart Ísrael. Mustafa Barghouti Mustafa Barghouti er palestínskur læknir og stofnandi vinstri sinnaða stjórnmálaflokksins Palestinian National Initiative. Í nýju viðtali við hann á Middle East Eye kemur hann eftirfarandi punktum áleiðis. Spánverjar hafa þegar gert það sem allar þjóðir þurfa að gera, að loka fyrir viðskiptatengsl við Ísrael. Bretar þurfi að setja á viðskiptabann tengt vopnasölu til Ísrael sem og að setja á almennt viðskiptabann á Ísrael líkt og Spánverjar hafa gert. 200 börn hafa þegar dáið úr hungursneyð á Gaza. Barghouti varar við útbreiðslu fjölmargra veiru- og bakteríusjúkdóma svo sem mænusótt, stífkrampaveiki, mislingar og taugaveiki á meðal barna í Gaza sem búa nú við veikara ónæmiskerfi vegna næringarskortar og almenns skorts á öllu. Þetta mun fjölga dauðsföllum palestínskra barna á næstu dögum ef Evrópa bregst ekki við og kemur í veg fyrir dauða þessara barna. Palestínumenn þurfa að innleiða Peking-yfirlýsinguna svokölluðu strax og friður við Ísrael hefur náðst sem nota ætti sem formála að lýðræðislegum kosningum í Palestínu. Peking-yfirlýsingin er plagg undirritað á síðasta ári af leiðtogum allra 14 stjórnmálaflokka í Palestínu um samstarf um uppbyggingu Gaza og stjórn á Gaza og Vesturbakkanum til bráðabirgða. Áhrif á Evrópu Helförin í Gaza hefur einnig gert Evrópu að óöruggari stað. Hryðjuverkaárásír og hatursglæpir evrópskra öfgahægrimanna gagnvart múslimum fer ört fjölgandi og ríkislögreglustjóri Íslands hefur nú í vor skilgreint öfgahægrimenn sem mestu hryðjuverkahættu á landinu. Sem stendur eru múslimar einn af helstu hópum sem öfgahægrimenn á Vesturlöndum einbeita sér að og má kenna hatursáróðri frá Donald Trump og íslensku Trumpistunum Margréti Friðriksdóttur og Eld Smára Kristinssyni og fleirum slíkum öfgahægrimönnum um það. Evrópskar ríkisstjórnir eru þó loks að vakna að einhverju leyti upp úr dvala og heilaþvætti áróðursmaskínu NATO og glæpalýðs Ísraela og Bandaríkjanna. Jafnvel eru einhverjir íhaldsmenn í Bretlandi farnir að mótmæla Ísraelum og er þá fokið í öll skjól. En við megum engan tíma missa. Tryggja þarf börnunum í Gaza sem nú eru á barmi lífshættulegs næringarskorts matar- og lyfjasendingar tafarlaust og eigi síðar. Ef ástandið lagast ekki strax margfaldast ábyrgð ráðamanna á Íslandi og annarra Evrópubúa með hverju barninu í Gaza sem fellur af næringarskorti eða linnulausum sprengingum Ísraela á tjöld palestínsks flóttafólks í Gaza. Verum ekki smeyk við að taka afstöðu með mannúð. Tími hugleysis er úti ef mannúðin á að sigra. Og ég fer ekki fram á mikið. Ég fer bara fram á að þú styðjir skilyrðislausan rétt barnanna í Gaza sem og annarra barna til að lifa og með reisn í sinu landi því um það snýst málið, að öll börn eru jafn verðmæt og okkar eigin. Næstu sólarhringar eru krítískir um að bjarga lífi þúsunda barna í Gaza. Ríkisstjórn Íslands, hlustið á fólkið. Viðskiptaþvinganir á Ísrael núna. Rapyd og önnur ísraelsk fyrirtæki burtu frá Íslandi. Tafarlausar viðræður við Spán, Írland, Noreg og fleiri Evrópuþjóðir um matar- og lyfjasendingar til Gaza sjóleiðis til að koma nauðsynlegri næringu til barnanna á Gaza. Höfundur er umsjónarmaður upplýsingaveitunnar Glæpir Ísraela á Facebook, trúnaðarmaður í Sameyki, heilbrigðisstarfsmaður, fyrrverandi varamaður Sósíalistaflokksins í borgarstjórn Reykjavíkur, áhugamaður um stéttar-, heilbrigðis og velferðarmál og andstöðumaður við óréttlæti, ójöfnuð, ofbeldi, mannvonsku, Trumpisma, zíonisma og aðra öfgahægripólitík hvar sem hana er að finna.
Störf án staðsetningar - of hátt flækjustig eða rökrétt framþróun? Hildur Ösp Gylfadóttir,Áslaug Eir Hólmgeirsdóttir Skoðun
Vörusvik Rafmenntar í nafni Kvikmyndaskóla Íslands og afleiðingar þeirra Böðvar Bjarki Pétursson,Friðrik Þór Friðriksson Skoðun
Skoðun Störf án staðsetningar - of hátt flækjustig eða rökrétt framþróun? Hildur Ösp Gylfadóttir,Áslaug Eir Hólmgeirsdóttir skrifar
Skoðun Vörusvik Rafmenntar í nafni Kvikmyndaskóla Íslands og afleiðingar þeirra Böðvar Bjarki Pétursson,Friðrik Þór Friðriksson skrifar
Skoðun Við getum öll stutt við lesskilning barna - Gleðilegan dag læsis Auður Soffía Björgvinsdóttir skrifar
Skoðun Getur þjóð orðið of rík? – Ádeila frá Noregi sem getur átt við um Ísland Júlíus Valsson skrifar
Skoðun Sveitarstjórn Grímsnes- og Grafningshrepps reynir að skrá fólk út úr samfélaginu Guðrún M. Njálsdóttir,Ragna Ívarsdóttir,Þröstur Sverrisson skrifar
Skoðun Skóli án aðgreiningar - tékklisti fyrir stjórnvöld til að gera betur Unnur Helga Óttarsdóttir,Anna Lára Steindal skrifar
Skoðun Fjöldi kynja – treystir þú þér í samtalið með velferð barna að leiðarljósi? Böðvar Ingi Guðbjartsson skrifar
Störf án staðsetningar - of hátt flækjustig eða rökrétt framþróun? Hildur Ösp Gylfadóttir,Áslaug Eir Hólmgeirsdóttir Skoðun
Vörusvik Rafmenntar í nafni Kvikmyndaskóla Íslands og afleiðingar þeirra Böðvar Bjarki Pétursson,Friðrik Þór Friðriksson Skoðun