Handlagin hjón selja tvær eignir í sögulegu farandshúsi Svava Marín Óskarsdóttir skrifar 27. maí 2025 15:01 Húsið var upprunalega byggt árið 1902. Fasteignavefur Hjónin Vigdís Hrefna Pálsdóttir leikkona og Örn Úlfar Höskuldsson þýðandi hafa sett fallegt hús við Bergstaðastræti í Reykjavík á sölu. Húsið var reist árið 1902 en hefur nýverið verið endurbyggt af alúð með virðingu fyrir upprunalegri hönnun. Heildarstærð hússins er 228 fermetrar og skiptist í þrjár hæðir. Það er til sölu sem tvær aðskildar eignir. Húsið ber með sér merkilega sögu. Það var byggt við Bergstaðastræti 7 og flutt í Hvassahraun á Vatnsleysuströnd fyrir um sextíu árum, en síðar flutt aftur til Reykjavíkur, þar sem það stendur í dag. Hjónin búa sjálf í næsta húsi. Undanfarin ár hafa þau unnið að endurnýjun gamalla húsa, meðal annars húss við Bergstaðastræti 20 sem þau keyptu og fært í upprunalegt horf. Auk þess hefur Örn verið að gera upp hús við Bergstaðastræti 40. Sjá: Leikkona vill fá týndan sauð á Bergstaðastræti Vigdís Hrefna sagði frá því í viðtali við Fréttablaðið árið 2017 að þau Örn hefðu sent bréf til borgaryfirvalda árið 2017 þar sem þau óskuðu eftir því að fá lóðina við Bergstaðastræti 18 undir húsið sem var þá í umsjón Minjaverndar. „Gaman væri að færa götunni aftur týndan sauð, koma lóð sem hefur verið í órækt og óstandi um árabil í fallegt horf,“ sagði Vigdís Hrefna meðal annars í bréfinu. Vandaðar endurbætur og útsýni Húsinu er skipt í tvær eignir, önnur um 164 fermetra og hin minni um 64 fermetra. Stærri eignin er vönduð efri sérhæð og ris með sérinngangi og víðáttumiklu útsýni. Sérlega vel hefur verið staðið að endurbyggingu eignarinnar, þar sem hvert smáatriði hefur verið unnið af natni. Á neðri hæðinni eru gegnheil afrísk hnotugólfborð, en í risinu eru endurgerð furugólf sem endurspegla uppruna hússins. Flísarnar eru handgerðar, upprunnar frá Portúgal. Allar hurðir í eigninni, bæði að utan sem innan, eru sérsmíðaðar fulningahurðir. Þá hafa klassískir breskir pottofnar verið fluttir inn og falla vel að sögulegu yfirbragði eignarinnar. Ásett verð er 229 milljónir króna. Nánari upplýsingar á fasteignavef Vísis. Íbúð með skjólsælum garði Minni eignin er staðsett á jarðhæð hússins og skiptist í litla forstofu, bjarta stofu með eldhúsi, baðherbergi og tvö svefnherbergi. Útgengt er frá eldhúsinu út í skjólsælt, afgirt og hellulagt baksvæði með fallegum blómabeðum. Eldhúsið er búið nýrri, svartri innréttingu með innbyggðum ísskáp og uppþvottavél, ásamt gegnheilri eikarborðplötu. Baðherbergið er flísalagt og innréttað með klassískum Burlington baðtækjum og rúmgóðri walk-in sturtu. Ásett verð er 79,9 milljónir. Nánari upplýsingar á fasteignavef Vísis. Fasteignamarkaður Hús og heimili Reykjavík Mest lesið Smurði kúk um allt stofugólfið þar til hann kafnaði úti í horni Lífið Blaðri því út um allan bæ að hann sé næsti Bond Bíó og sjónvarp Gugga fer yfir eineltið, frægðina og eftirpartýið með Drake Lífið Olli sjálfum sér vonbrigðum í sturtunni Lífið Fáum við einn þátt í viðbót af Stranger Things? Bíó og sjónvarp Kallar Sóla klónabarnið sitt Lífið Ólafur Jóhann er konungur bóksölunnar 2025 Menning Hvað vildu Íslendingar vita á árinu 2025? Lífið Við þurfum að ræða Sydney Sweeney Gagnrýni Mótmælir söfnuninni: „Ég myndi frekar stinga byssu upp í rassgatið á mér“ Lífið Fleiri fréttir Gugga fer yfir eineltið, frægðina og eftirpartýið með Drake Smurði kúk um allt stofugólfið þar til hann kafnaði úti í horni Hvað vildu Íslendingar vita á árinu 2025? Olli sjálfum sér vonbrigðum í sturtunni Kallar Sóla klónabarnið sitt Mótmælir söfnuninni: „Ég myndi frekar stinga byssu upp í rassgatið á mér“ Uppáhaldsatriðin að mati höfunda Skaupsins Golfkúlan hafnaði í höfði forsætisráðherra Barnabarn Íþróttaálfsins á leiðinni Íslenski Johnny Cash á rúntinum með Bítinu Scary Movie-stjarna látin Óútskýrð ráðgáta í Havana endurvakti fjandskap Kúbu og Bandaríkjanna Víkingar fengu son í jólagjöf Fannst látinn á fjöllum degi eftir afmælisdaginn Stjörnulífið: „Ekkert nýársheit í ár því það sem ég er að gera virkar greinilega“ „Á bak við fíkn er alltaf áfallasaga“ Nyrsta barn ársins fæddist fyrsta dag ársins Kraftaverkaaðgerð batt enda á fimm ár af sársauka Eldgosið sem lýsti upp næturhiminninn og lamaði Evrópu Þarf alltaf „eitthvað til að kjamsa á“ daginn eftir skaup Steinhissa á því að fyrsta barnið sé fyrsta barn ársins Fiðluleikari kærir Will Smith fyrir kynferðislega áreitni Áramótaheit landsmanna: Hætta að segja six-seven og lifa af Heyra ekkert í Harry og Meghan Búinn að sturta sig með fötu síðan í nóvember Dóttir Tommy Lee Jones fannst látin Nýársbingó Blökastsins á rólegasta degi ársins Þórdís Elva bað poppstjörnunnar Króli og Birta eignuðust lítinn prins Íslendingar tjá sig um skaupið: „Versta skaup ever“ eða það besta í manna minnum? Sjá meira
Húsið ber með sér merkilega sögu. Það var byggt við Bergstaðastræti 7 og flutt í Hvassahraun á Vatnsleysuströnd fyrir um sextíu árum, en síðar flutt aftur til Reykjavíkur, þar sem það stendur í dag. Hjónin búa sjálf í næsta húsi. Undanfarin ár hafa þau unnið að endurnýjun gamalla húsa, meðal annars húss við Bergstaðastræti 20 sem þau keyptu og fært í upprunalegt horf. Auk þess hefur Örn verið að gera upp hús við Bergstaðastræti 40. Sjá: Leikkona vill fá týndan sauð á Bergstaðastræti Vigdís Hrefna sagði frá því í viðtali við Fréttablaðið árið 2017 að þau Örn hefðu sent bréf til borgaryfirvalda árið 2017 þar sem þau óskuðu eftir því að fá lóðina við Bergstaðastræti 18 undir húsið sem var þá í umsjón Minjaverndar. „Gaman væri að færa götunni aftur týndan sauð, koma lóð sem hefur verið í órækt og óstandi um árabil í fallegt horf,“ sagði Vigdís Hrefna meðal annars í bréfinu. Vandaðar endurbætur og útsýni Húsinu er skipt í tvær eignir, önnur um 164 fermetra og hin minni um 64 fermetra. Stærri eignin er vönduð efri sérhæð og ris með sérinngangi og víðáttumiklu útsýni. Sérlega vel hefur verið staðið að endurbyggingu eignarinnar, þar sem hvert smáatriði hefur verið unnið af natni. Á neðri hæðinni eru gegnheil afrísk hnotugólfborð, en í risinu eru endurgerð furugólf sem endurspegla uppruna hússins. Flísarnar eru handgerðar, upprunnar frá Portúgal. Allar hurðir í eigninni, bæði að utan sem innan, eru sérsmíðaðar fulningahurðir. Þá hafa klassískir breskir pottofnar verið fluttir inn og falla vel að sögulegu yfirbragði eignarinnar. Ásett verð er 229 milljónir króna. Nánari upplýsingar á fasteignavef Vísis. Íbúð með skjólsælum garði Minni eignin er staðsett á jarðhæð hússins og skiptist í litla forstofu, bjarta stofu með eldhúsi, baðherbergi og tvö svefnherbergi. Útgengt er frá eldhúsinu út í skjólsælt, afgirt og hellulagt baksvæði með fallegum blómabeðum. Eldhúsið er búið nýrri, svartri innréttingu með innbyggðum ísskáp og uppþvottavél, ásamt gegnheilri eikarborðplötu. Baðherbergið er flísalagt og innréttað með klassískum Burlington baðtækjum og rúmgóðri walk-in sturtu. Ásett verð er 79,9 milljónir. Nánari upplýsingar á fasteignavef Vísis.
Fasteignamarkaður Hús og heimili Reykjavík Mest lesið Smurði kúk um allt stofugólfið þar til hann kafnaði úti í horni Lífið Blaðri því út um allan bæ að hann sé næsti Bond Bíó og sjónvarp Gugga fer yfir eineltið, frægðina og eftirpartýið með Drake Lífið Olli sjálfum sér vonbrigðum í sturtunni Lífið Fáum við einn þátt í viðbót af Stranger Things? Bíó og sjónvarp Kallar Sóla klónabarnið sitt Lífið Ólafur Jóhann er konungur bóksölunnar 2025 Menning Hvað vildu Íslendingar vita á árinu 2025? Lífið Við þurfum að ræða Sydney Sweeney Gagnrýni Mótmælir söfnuninni: „Ég myndi frekar stinga byssu upp í rassgatið á mér“ Lífið Fleiri fréttir Gugga fer yfir eineltið, frægðina og eftirpartýið með Drake Smurði kúk um allt stofugólfið þar til hann kafnaði úti í horni Hvað vildu Íslendingar vita á árinu 2025? Olli sjálfum sér vonbrigðum í sturtunni Kallar Sóla klónabarnið sitt Mótmælir söfnuninni: „Ég myndi frekar stinga byssu upp í rassgatið á mér“ Uppáhaldsatriðin að mati höfunda Skaupsins Golfkúlan hafnaði í höfði forsætisráðherra Barnabarn Íþróttaálfsins á leiðinni Íslenski Johnny Cash á rúntinum með Bítinu Scary Movie-stjarna látin Óútskýrð ráðgáta í Havana endurvakti fjandskap Kúbu og Bandaríkjanna Víkingar fengu son í jólagjöf Fannst látinn á fjöllum degi eftir afmælisdaginn Stjörnulífið: „Ekkert nýársheit í ár því það sem ég er að gera virkar greinilega“ „Á bak við fíkn er alltaf áfallasaga“ Nyrsta barn ársins fæddist fyrsta dag ársins Kraftaverkaaðgerð batt enda á fimm ár af sársauka Eldgosið sem lýsti upp næturhiminninn og lamaði Evrópu Þarf alltaf „eitthvað til að kjamsa á“ daginn eftir skaup Steinhissa á því að fyrsta barnið sé fyrsta barn ársins Fiðluleikari kærir Will Smith fyrir kynferðislega áreitni Áramótaheit landsmanna: Hætta að segja six-seven og lifa af Heyra ekkert í Harry og Meghan Búinn að sturta sig með fötu síðan í nóvember Dóttir Tommy Lee Jones fannst látin Nýársbingó Blökastsins á rólegasta degi ársins Þórdís Elva bað poppstjörnunnar Króli og Birta eignuðust lítinn prins Íslendingar tjá sig um skaupið: „Versta skaup ever“ eða það besta í manna minnum? Sjá meira