NEL tekur fyrir mál fjölskyldu Sigurðar Kristófers í júní Lovísa Arnardóttir skrifar 23. maí 2025 06:41 Sigurður Kristófer var formaður björgunarsveitarinnar Kyndils í Mosfellsbæ og var við æfingu þegar hann lést. Vísir/Vilhelm Nefnd um eftirlit með lögreglu tekur fyrir í júní mál fjölskyldu sem hefur kvartað til nefndarinnar vegna framkomu lögreglumanns þegar þeir var tilkynnt um andlát sonar síns. Samkvæmt svörum frá nefndinni eru þau að bíða frekari gagna og stefni svo að því að taka málið fyrir í júní. Maðurinn, Sigurður Kristófer McQuillan Óskarsson lést á björgunarsveitaræfingu við Tungufljótnærri Geysi í Haukadal í nóvember í fyrra. Sigurður Kristófer var formaður björgunarsveitarinnar Kyndils sem var við æfingu síðdegis á sunnudegi 3. nóvember 2024. Fjallað var um mál mannsins í Morgunblaðinu í gær og tilkynningu foreldra hans til nefndarinnar. Þar kom fram að foreldrar mannsins fengu ekki að vita af andláti Sigurðar Kristófers fyrr en þremur tímum eftir andlát hans. Þar kom einnig fram að móðirin hafi heyrt í útvarpsfréttum RÚV klukkan sex að maður hefði fallið í fljótið. Fram kom í fréttum þegar slysið varð að lögreglu hafi borist tilkynning um að maður hefði fallið í ána rétt fyrir klukkan fjögur Gekk illa að fá upplýsingar Fjölskyldan hafi vitað að Sigurður Kristófer var á staðnum við æfingu og reynt að afla sér upplýsinga en það gengið illa. Þeim hafi þó verið tjáð að lögreglan væri á leið til þeirra. Þau hafi hitt lögreglumann fyrir utan heimili sitt sem var einn á ferð og spurt strax hvort Sigurður væri látinn. Þegar faðir hans kom inn eftir að hafa lagt bílnum hafi lögreglumaðurinn tilkynnt þeim að Sigurður væri látinn. Fjölskyldan gagnrýnir að ekki hafi verið kallaður til prestur eða nokkur annar til að sinna sálgæslu og að lögreglumaðurinn hafi farið stuttu eftir að hann tilkynnti þeim um andlátið, á meðan móðir hans og faðir voru enn í miklu uppnámi. Þá gagnrýna þau í greininni að farið hafi verið með lík Sigurðar á líkhús á Selfossi en ekki á höfuðborgarsvæðið þar sem hann var búsettur. Þau hafi viljað sjá hann en ekki treyst sér til að aka yfir heiðina í því ástandi sem þau voru í. Útfararstjórinn hafi á endanum sótt hann daginn eftir og flutt hann á höfuðborgarsvæðið. Mosfellsbær Lögreglan Lögreglumál Björgunarsveitir Bláskógabyggð Mest lesið Sveitarstjórn reyni að skrá íbúa úr sveitarfélaginu og ógni grundvallarréttindum Innlent Lögregla kölluð til eftir að bremsuvírar voru klipptir á reiðhjólum barna Innlent Skoða að efla geðheilbrigðisþjónustu á Austurlandi eftir röð áfalla Innlent Hleypur 110 kílómetra á dag til að setja heimsmet Innlent Kjölur ekki á dagskrá Innlent Fólk deili lyfseðlum og „míkródósi“: „Við getum ekki réttlætt þá meðferð“ Innlent Lögregla hafi hlaupið á sig á Siglufirði: „Þetta eru einstök prúðmenni“ Innlent „Mér hefur aldrei verið sýnd jafn mikil vanvirðing“ Innlent Ástand á stúdentagörðum: Ítrekuð innbrot, mat stolið, dýnur í kjallara og hland á gólfi Innlent Starfsfólk Alcoa vilji setja fyrirtækinu mörk Innlent Fleiri fréttir Sveitarstjórn reyni að skrá íbúa úr sveitarfélaginu og ógni grundvallarréttindum Skoða að efla geðheilbrigðisþjónustu á Austurlandi eftir röð áfalla Kjölur ekki á dagskrá Lögregla kölluð til eftir að bremsuvírar voru klipptir á reiðhjólum barna Hleypur 110 kílómetra á dag til að setja heimsmet Fólk deili lyfseðlum og „míkródósi“: „Við getum ekki réttlætt þá meðferð“ Deila lyfseðlum fyrir þyngdarstjórnunarlyf og undankeppni HM hefst Starfsfólk Alcoa vilji setja fyrirtækinu mörk Lögregla hafi hlaupið á sig á Siglufirði: „Þetta eru einstök prúðmenni“ Ætla að rannsaka meint undirboð á kísilmálmi „Mér hefur aldrei verið sýnd jafn mikil vanvirðing“ Hélt eiginkonu og fimm börnum í heljargreipum Breyta Korpuskóla til að anna eftirspurn í Klettaskóla Vegabætur á Vestfjörðum opni tækifæri í vetrarferðamennsku Vilja aðgerðir strax Ástand á stúdentagörðum: Ítrekuð innbrot, mat stolið, dýnur í kjallara og hland á gólfi „Geta verið dauðsföll, þú veist ekkert hvað er í þessu“ Öllum börnum undir sex mánaða boðin forvörn gegn RS veiru Vildu fá að vita hvort ríkisstyrkir hefðu farið í málsóknir gegn orkuframkvæmdum Vara við ólöglegum megrunarlyfjum sem eru í umferð Konan er fundin Sextán ára kveikti í herbergi sínu Þremur sleppt úr haldi og brotaþoli útskrifaður „Það kemur að því að við lendum í veseni“ Ekki hægt að þaga þegar stjórnmálamenn leika sér að því að særa fram tröllin 252,6 milljónir runnið í ríkissjóð úr dánarbúum án lögerfingja á tíu árum Þrjú söfn í eina sæng Yfirgefið hreysi víkur fyrir hundrað íbúðum Líkamsárás á gistiheimili „Ekkert óeðlilegt við það að endurskoða þetta kerfi“ Sjá meira
Maðurinn, Sigurður Kristófer McQuillan Óskarsson lést á björgunarsveitaræfingu við Tungufljótnærri Geysi í Haukadal í nóvember í fyrra. Sigurður Kristófer var formaður björgunarsveitarinnar Kyndils sem var við æfingu síðdegis á sunnudegi 3. nóvember 2024. Fjallað var um mál mannsins í Morgunblaðinu í gær og tilkynningu foreldra hans til nefndarinnar. Þar kom fram að foreldrar mannsins fengu ekki að vita af andláti Sigurðar Kristófers fyrr en þremur tímum eftir andlát hans. Þar kom einnig fram að móðirin hafi heyrt í útvarpsfréttum RÚV klukkan sex að maður hefði fallið í fljótið. Fram kom í fréttum þegar slysið varð að lögreglu hafi borist tilkynning um að maður hefði fallið í ána rétt fyrir klukkan fjögur Gekk illa að fá upplýsingar Fjölskyldan hafi vitað að Sigurður Kristófer var á staðnum við æfingu og reynt að afla sér upplýsinga en það gengið illa. Þeim hafi þó verið tjáð að lögreglan væri á leið til þeirra. Þau hafi hitt lögreglumann fyrir utan heimili sitt sem var einn á ferð og spurt strax hvort Sigurður væri látinn. Þegar faðir hans kom inn eftir að hafa lagt bílnum hafi lögreglumaðurinn tilkynnt þeim að Sigurður væri látinn. Fjölskyldan gagnrýnir að ekki hafi verið kallaður til prestur eða nokkur annar til að sinna sálgæslu og að lögreglumaðurinn hafi farið stuttu eftir að hann tilkynnti þeim um andlátið, á meðan móðir hans og faðir voru enn í miklu uppnámi. Þá gagnrýna þau í greininni að farið hafi verið með lík Sigurðar á líkhús á Selfossi en ekki á höfuðborgarsvæðið þar sem hann var búsettur. Þau hafi viljað sjá hann en ekki treyst sér til að aka yfir heiðina í því ástandi sem þau voru í. Útfararstjórinn hafi á endanum sótt hann daginn eftir og flutt hann á höfuðborgarsvæðið.
Mosfellsbær Lögreglan Lögreglumál Björgunarsveitir Bláskógabyggð Mest lesið Sveitarstjórn reyni að skrá íbúa úr sveitarfélaginu og ógni grundvallarréttindum Innlent Lögregla kölluð til eftir að bremsuvírar voru klipptir á reiðhjólum barna Innlent Skoða að efla geðheilbrigðisþjónustu á Austurlandi eftir röð áfalla Innlent Hleypur 110 kílómetra á dag til að setja heimsmet Innlent Kjölur ekki á dagskrá Innlent Fólk deili lyfseðlum og „míkródósi“: „Við getum ekki réttlætt þá meðferð“ Innlent Lögregla hafi hlaupið á sig á Siglufirði: „Þetta eru einstök prúðmenni“ Innlent „Mér hefur aldrei verið sýnd jafn mikil vanvirðing“ Innlent Ástand á stúdentagörðum: Ítrekuð innbrot, mat stolið, dýnur í kjallara og hland á gólfi Innlent Starfsfólk Alcoa vilji setja fyrirtækinu mörk Innlent Fleiri fréttir Sveitarstjórn reyni að skrá íbúa úr sveitarfélaginu og ógni grundvallarréttindum Skoða að efla geðheilbrigðisþjónustu á Austurlandi eftir röð áfalla Kjölur ekki á dagskrá Lögregla kölluð til eftir að bremsuvírar voru klipptir á reiðhjólum barna Hleypur 110 kílómetra á dag til að setja heimsmet Fólk deili lyfseðlum og „míkródósi“: „Við getum ekki réttlætt þá meðferð“ Deila lyfseðlum fyrir þyngdarstjórnunarlyf og undankeppni HM hefst Starfsfólk Alcoa vilji setja fyrirtækinu mörk Lögregla hafi hlaupið á sig á Siglufirði: „Þetta eru einstök prúðmenni“ Ætla að rannsaka meint undirboð á kísilmálmi „Mér hefur aldrei verið sýnd jafn mikil vanvirðing“ Hélt eiginkonu og fimm börnum í heljargreipum Breyta Korpuskóla til að anna eftirspurn í Klettaskóla Vegabætur á Vestfjörðum opni tækifæri í vetrarferðamennsku Vilja aðgerðir strax Ástand á stúdentagörðum: Ítrekuð innbrot, mat stolið, dýnur í kjallara og hland á gólfi „Geta verið dauðsföll, þú veist ekkert hvað er í þessu“ Öllum börnum undir sex mánaða boðin forvörn gegn RS veiru Vildu fá að vita hvort ríkisstyrkir hefðu farið í málsóknir gegn orkuframkvæmdum Vara við ólöglegum megrunarlyfjum sem eru í umferð Konan er fundin Sextán ára kveikti í herbergi sínu Þremur sleppt úr haldi og brotaþoli útskrifaður „Það kemur að því að við lendum í veseni“ Ekki hægt að þaga þegar stjórnmálamenn leika sér að því að særa fram tröllin 252,6 milljónir runnið í ríkissjóð úr dánarbúum án lögerfingja á tíu árum Þrjú söfn í eina sæng Yfirgefið hreysi víkur fyrir hundrað íbúðum Líkamsárás á gistiheimili „Ekkert óeðlilegt við það að endurskoða þetta kerfi“ Sjá meira