Gjaldfrjálsar máltíðir fyrir leikskólabörn Hólmfríður Jennýjar Árnadóttir skrifar 23. maí 2025 11:33 Á dögunum var haldið málþingið ,,Hollar skólamáltíðir fyrir loftslagið og líðan barna” á vegum Menntavísindasviðs HÍ og Aldin, samtaka eldri borgara gegn loftlagsvá. Þingið var áhugavert, fróðlegt og skemmtilegt þó ég sem leikskólastjóri hafi saknað þess að ekkert erindi hafi verið um hlutverk og mikilvægi máltíða í leikskólum. Í leikskólum fer nefnilega fram afar mikilvægt nám fram hvað varðar máltíðir og matarmenningu og það einmitt með áherslu á loftslags- og náttúruvernd. Í mínum skóla sem starfar eftir hugmyndafræði Reggio Emilia eru máltíðir barnanna hluti af náminu en ekki hlé frá því. Mikil áhersla er lögð á sjálfstæði barna, val og valdeflingu þeirra, tilfinningu fyrir samfélagi og samveru um leið og hlúð er að menningarlegum tengslum í tengslum við mat og matarvenjur. Einnig er litið á umhverfið sem þriðja kennarann og frætt um mikilvægi náttúrunnar við fæðuöflun og um ábyrgð okkar á því að ganga vel um mat, borða fjölbreytta fæðu og læra að þekkja eigið magamál sem lið í að sporna við sóun. Allt er þetta mikilvægt eins og segir í Aðalnámskrá leikskóla og er í markmiðum grænfánaskóla og heilsueflandi skóla, sem við störfum einnig eftir, þar sem umhverfi og menningu sem og lýðheilsu er gert hátt undir höfði. Það hefur vonandi ekki farið fram hjá mörgum að nýlega voru teknar upp gjaldfrjálsar máltíðir fyrir nemendur í grunnskólum sem er sannarlega jákvætt skref í átt að því að öll börn sitji við sama borð, óháð félagslegum eða efnahagslegum bakgrunni. Gjarnan er setningin ,,gjaldfrjálsar skólamáltíðir” notað sem sannarlega er ekki réttnefni enda greiða foreldrar barna í leikskólum, sem er fyrsta skólastigið, enn fyrir fæði sinna barna. Hitt er svo að máltíðirnar eru ekki fríar eða gjaldfrjálsar heldur greiddar úr sameiginlegum sjóðum og því í boði okkar allra sem leggjum til í þá sjóði og er það sannarlega vel. Næsta aðgerð ætti að vera að bjóða upp á gjaldfrjálsar eða ,,skattgreiddar” máltíðir fyrir börn á leikskólaaldri. Víða greiða foreldrar á bilinu 12 til 14 þúsund á mánuði fyrir morgunmat, hádegisverð og síðdegishressingu barna sinna eða 132 til 154 þúsund á árs grundvelli. Þetta eru töluverðar upphæðir og margfaldast við hvert barn sem er í leikskóla því þetta er það gjald sem enginn afsláttur er veittur af þó hann komi annars til vegna systkina, námsfólks og stundum starfsfólks leikskóla. Því væru gjaldfrjálsar máltíðir í leikskólum kærkomin búbót fyrir foreldra sem gjarnan eru ungir, í námi, að koma undir sig fótunum og feta fyrstu skrefin á atvinnumarkaði og/eða að basla við húsnæðiskaup. Það munar alveg um þennan útgjaldalið og þar sem lágar tekjur eru fyrir situr fæðisgjaldið samt óhaggað á reikningnum og getur jafnvel staðið í vegi fyrir leikskóladvöl einhverra barna. Slík aðgerð myndi því styðja við jafnrétti kynjanna, atvinnuþátttöku kvenna og þar með hagvöxt. Matarmenning og viðhorf til matar mótast á unga aldri og máltíðir í leikskólum eru hluti af náttúrufræði- og sjálfbærnikennslu. Hægt er að nýta máltíðir sem tækifæri til að ræða matarmenningu, fjölbreytileika og siðfræði matar og slíkt einmitt áhersluatriði í þeim skólum sem eru grænfánaskólar og/eða heilsueflandi skólar. Staðreyndin er sú að það eru gjarnan börn af erlendum uppruna sem ekki sækja leikskóla en fyrir þau sem það gera fá þau dýrmætt tækifæri til inngildingar einmitt í gegn um matarmenningu, siði og venjur þegar þau sitja matmálstíma. Það er því augljós samfélagslegur ávinningur, félagslegt réttlæti og jöfnuður sem felst í aðgengi fyrir öll börn að gjaldfrjálsum morgunverði, hádegisverði og síðdegishressingu óháð efnahag og félagslegri stöðu foreldra. Þess vegna er mikilvægt að fjármögnun þessa komi úr sameiginlegum sjóðum og allt sé gert til að jafna stöðu og tækifæri barna. Gjaldfrjálsar eða ,,skattgreiddar” máltíðir á leikskólastigi er því fjölþætt félagsleg fjárfesting sem styður við heilsu, jafnrétti, menntun, samfélagsleg tengsl og þroska barna á mótunarárum þeirra. Samhliða því veita þær samfélagslegan stuðning sem skilar sér bæði til fjölskyldna og menntakerfisins í heild. Höfundur er leikskólastjóri. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Hólmfríður Jennýjar Árnadóttir Mest lesið Hvað önnur lönd gera í húsnæðiskreppu – og hvað Ísland gerir ekki Yngvi Ómar Sigrúnarson Skoðun Sjálfstæðisflokkurinn yfirgefur okkur Lárus Bl. Sigurðsson Skoðun Auglýst eftir heimili á Facebook Steinunn Gyðu- og Guðjónsdóttir Skoðun Bessastaðaboðskortin Sigríður Svanborgardóttir Skoðun „Múslimahjörðin“ að taka yfir Ísland? Árni Þór Þórsson Skoðun Menntastefna á finnskum krossgötum Álfhildur Leifsdóttir Skoðun Félagsleg hjálp sem sviptir fátækasta fólkið sjálfsbjörg Vilhelm Jónsson Skoðun Eyðilegging Vélfags Sigurður G. Guðjónsson Skoðun Hættið að rukka vangreiðslugjald! Breki Karlsson,Runólfur Ólafsson Skoðun Forgangsröðunarskuld Brynjar Karl Sigurðsson Skoðun Skoðun Skoðun Þegar almenningsálit er lesið sem umboð Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Hættið að rukka vangreiðslugjald! Breki Karlsson,Runólfur Ólafsson skrifar Skoðun Heimsmynd byggð á öðrum fætinum Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Hækkum endurgreiðslu virðisaukaskatts af vinnu iðnaðarmanna Jón Sigurðsson,Pétur H. Halldórsson skrifar Skoðun Forgangsröðunarskuld Brynjar Karl Sigurðsson skrifar Skoðun Hvað gerist þegar gervigreind mætir raunveruleikanum? Björn Thor Stefánsson,Kristján Sölvi Örnólfsson,Oliver Sanchez,Viktor Már Guðmundsson skrifar Skoðun Erum við í djúpum skít? Jón Pétur Wilke Gunnarsson skrifar Skoðun Auglýst eftir heimili á Facebook Steinunn Gyðu- og Guðjónsdóttir skrifar Skoðun Félagsleg hjálp sem sviptir fátækasta fólkið sjálfsbjörg Vilhelm Jónsson skrifar Skoðun Er atvinnulífið að misnota heilbrigðiskerfið? Gunnar Ármannsson skrifar Skoðun Traust verður að endurspeglast í framkvæmd Sandra B. Franks skrifar Skoðun Það er leikur að læra fyrir suma Aðalheiður M. Steindórsdóttir skrifar Skoðun Hvað önnur lönd gera í húsnæðiskreppu – og hvað Ísland gerir ekki Yngvi Ómar Sigrúnarson skrifar Skoðun Ég vil breytingar Kristín Soffía Jónsdóttir skrifar Skoðun Hvert var samkomulagið? Geir Finnsson skrifar Skoðun Ísland á krossgötum Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Íslenska velsældarhagkerfið: Stefnumörkun, áskoranir og tækifæri Soffía S. Sigurgeirsdóttir,Soffia S. Sigurgeirsdóttir,Dóra Guðrún Guðmundsdóttir,Elva Rakel Jónsdóttir skrifar Skoðun Eyðilegging Vélfags Sigurður G. Guðjónsson skrifar Skoðun Menntastefna á finnskum krossgötum Álfhildur Leifsdóttir skrifar Skoðun Viðreisn vill evrópskt sambandsríki Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Fyrirsjáanleiki í frístundastarfi Róbert Ragnarsson skrifar Skoðun Bessastaðaboðskortin Sigríður Svanborgardóttir skrifar Skoðun Niðurrif er fljótlegra en uppbygging Gunnþóra Halldórsdóttir skrifar Skoðun Þegar fagleg auðmýkt víkur fyrir ofurhetjublæti Lára S. Benjnouh skrifar Skoðun Hugleiðing um hernað Ámundi Loftsson skrifar Skoðun Börnin eiga að fá aðstoð strax og sínu umhverfi, ekki seinna og ekki annars staðar Valný Óttarsdóttir skrifar Skoðun Golfvöllur er heilsuauðlind Steinn Baugur Gunnarsson skrifar Skoðun Farsæld barna kemur ekki af sjálfu sér Birgir Örn Guðjónsson skrifar Skoðun Íþróttasukk Grímur Atlason skrifar Skoðun Skipulagt svelti í framhaldsskólum Guðjón Hreinn Hauksson skrifar Sjá meira
Á dögunum var haldið málþingið ,,Hollar skólamáltíðir fyrir loftslagið og líðan barna” á vegum Menntavísindasviðs HÍ og Aldin, samtaka eldri borgara gegn loftlagsvá. Þingið var áhugavert, fróðlegt og skemmtilegt þó ég sem leikskólastjóri hafi saknað þess að ekkert erindi hafi verið um hlutverk og mikilvægi máltíða í leikskólum. Í leikskólum fer nefnilega fram afar mikilvægt nám fram hvað varðar máltíðir og matarmenningu og það einmitt með áherslu á loftslags- og náttúruvernd. Í mínum skóla sem starfar eftir hugmyndafræði Reggio Emilia eru máltíðir barnanna hluti af náminu en ekki hlé frá því. Mikil áhersla er lögð á sjálfstæði barna, val og valdeflingu þeirra, tilfinningu fyrir samfélagi og samveru um leið og hlúð er að menningarlegum tengslum í tengslum við mat og matarvenjur. Einnig er litið á umhverfið sem þriðja kennarann og frætt um mikilvægi náttúrunnar við fæðuöflun og um ábyrgð okkar á því að ganga vel um mat, borða fjölbreytta fæðu og læra að þekkja eigið magamál sem lið í að sporna við sóun. Allt er þetta mikilvægt eins og segir í Aðalnámskrá leikskóla og er í markmiðum grænfánaskóla og heilsueflandi skóla, sem við störfum einnig eftir, þar sem umhverfi og menningu sem og lýðheilsu er gert hátt undir höfði. Það hefur vonandi ekki farið fram hjá mörgum að nýlega voru teknar upp gjaldfrjálsar máltíðir fyrir nemendur í grunnskólum sem er sannarlega jákvætt skref í átt að því að öll börn sitji við sama borð, óháð félagslegum eða efnahagslegum bakgrunni. Gjarnan er setningin ,,gjaldfrjálsar skólamáltíðir” notað sem sannarlega er ekki réttnefni enda greiða foreldrar barna í leikskólum, sem er fyrsta skólastigið, enn fyrir fæði sinna barna. Hitt er svo að máltíðirnar eru ekki fríar eða gjaldfrjálsar heldur greiddar úr sameiginlegum sjóðum og því í boði okkar allra sem leggjum til í þá sjóði og er það sannarlega vel. Næsta aðgerð ætti að vera að bjóða upp á gjaldfrjálsar eða ,,skattgreiddar” máltíðir fyrir börn á leikskólaaldri. Víða greiða foreldrar á bilinu 12 til 14 þúsund á mánuði fyrir morgunmat, hádegisverð og síðdegishressingu barna sinna eða 132 til 154 þúsund á árs grundvelli. Þetta eru töluverðar upphæðir og margfaldast við hvert barn sem er í leikskóla því þetta er það gjald sem enginn afsláttur er veittur af þó hann komi annars til vegna systkina, námsfólks og stundum starfsfólks leikskóla. Því væru gjaldfrjálsar máltíðir í leikskólum kærkomin búbót fyrir foreldra sem gjarnan eru ungir, í námi, að koma undir sig fótunum og feta fyrstu skrefin á atvinnumarkaði og/eða að basla við húsnæðiskaup. Það munar alveg um þennan útgjaldalið og þar sem lágar tekjur eru fyrir situr fæðisgjaldið samt óhaggað á reikningnum og getur jafnvel staðið í vegi fyrir leikskóladvöl einhverra barna. Slík aðgerð myndi því styðja við jafnrétti kynjanna, atvinnuþátttöku kvenna og þar með hagvöxt. Matarmenning og viðhorf til matar mótast á unga aldri og máltíðir í leikskólum eru hluti af náttúrufræði- og sjálfbærnikennslu. Hægt er að nýta máltíðir sem tækifæri til að ræða matarmenningu, fjölbreytileika og siðfræði matar og slíkt einmitt áhersluatriði í þeim skólum sem eru grænfánaskólar og/eða heilsueflandi skólar. Staðreyndin er sú að það eru gjarnan börn af erlendum uppruna sem ekki sækja leikskóla en fyrir þau sem það gera fá þau dýrmætt tækifæri til inngildingar einmitt í gegn um matarmenningu, siði og venjur þegar þau sitja matmálstíma. Það er því augljós samfélagslegur ávinningur, félagslegt réttlæti og jöfnuður sem felst í aðgengi fyrir öll börn að gjaldfrjálsum morgunverði, hádegisverði og síðdegishressingu óháð efnahag og félagslegri stöðu foreldra. Þess vegna er mikilvægt að fjármögnun þessa komi úr sameiginlegum sjóðum og allt sé gert til að jafna stöðu og tækifæri barna. Gjaldfrjálsar eða ,,skattgreiddar” máltíðir á leikskólastigi er því fjölþætt félagsleg fjárfesting sem styður við heilsu, jafnrétti, menntun, samfélagsleg tengsl og þroska barna á mótunarárum þeirra. Samhliða því veita þær samfélagslegan stuðning sem skilar sér bæði til fjölskyldna og menntakerfisins í heild. Höfundur er leikskólastjóri.
Skoðun Hækkum endurgreiðslu virðisaukaskatts af vinnu iðnaðarmanna Jón Sigurðsson,Pétur H. Halldórsson skrifar
Skoðun Hvað gerist þegar gervigreind mætir raunveruleikanum? Björn Thor Stefánsson,Kristján Sölvi Örnólfsson,Oliver Sanchez,Viktor Már Guðmundsson skrifar
Skoðun Hvað önnur lönd gera í húsnæðiskreppu – og hvað Ísland gerir ekki Yngvi Ómar Sigrúnarson skrifar
Skoðun Íslenska velsældarhagkerfið: Stefnumörkun, áskoranir og tækifæri Soffía S. Sigurgeirsdóttir,Soffia S. Sigurgeirsdóttir,Dóra Guðrún Guðmundsdóttir,Elva Rakel Jónsdóttir skrifar
Skoðun Börnin eiga að fá aðstoð strax og sínu umhverfi, ekki seinna og ekki annars staðar Valný Óttarsdóttir skrifar