„Verkefnið bara heltekur okkur“ Sunna Sæmundsdóttir skrifar 23. maí 2025 16:02 Jón Viðar er slökkviliðsstjóri á höfuðborgarsvæðinu. Vísir/Vilhelm Lögregla rannsakar hvort eitthvað saknæmt hafi átt sér stað í tengslum við mannskæðan bruna í Hjarðarhaga í gær og skýrslur verða teknar í dag. Einn lést í gær og sá sem var fluttur alvarlega slasaður á spítala lést í dag. Slökkviliðsstjóri á höfuðborgarsvæðinu segir að gera hefði mátt betur í áfallahjálp á vettvangi. Allt tiltækt slökkvilið var kallað út í gærmorgun þegar eldur kom upp í kjallaraíbúð í fjölbýlishúsi við Hjarðarhaga í Vesturbæ Reykjavíkur. Þrír fullorðnir karlmenn voru í íbúðinni þegar eldurinn kom upp og náði einn þeirra að brjóta sér leið út og láta viðbragðsaðila vita af tveimur sem voru þar inni. Þeir eru nú látnir. Fjöldi nágranna var á vettvangi og hafa einhverjir lýst háværri sprengingu í tengslum við brunann. Jón Viðar Matthíasson, slökkviliðsstjóri á höfuðborgarsvæðinu, segir áfallahjálp mikilvæga í verkefnum sem þessum. Teymi frá Rauða krossinum sé vanalega boðað á vettvang til aðstoðar fyrir sjónarvotta, það hefði mátt fara betur í gær. „Nú verð ég að viðurkenna að atburðarrásin var þannig að verkefnið bara heltekur okkur og ég er ekki með nægilega góða yfirsýn yfir atburðina. Það var mikið annað sem þurfti að sinna en ég held að við hefðum mátt gera betur í þessum þætti og höfum ekki boðað Rauða krossinn. Það er allavega þannig sem þetta slær mig núna,“ segir Jón Viðar. Hann bendir fólki á að hafa samband við hjálparsíma Rauða krossins 1717. Áfallahjálp sé ekki síður mikilvæg fyrir viðbragðsaðila sem munu fara yfir útkallið á svokölluðum viðrunarfundi. Þar sé farið yfir ýmsar tilfinningar sem sprottið upp. „Þú kemur inn á fundinn og ert kannski að velta fyrir hvort þú hafir staðið þig nægilega vel, gleymdist að sinna þessum, gleymdist þetta, er eitthvað sem við getum gert betur. Slíkur fundur er hjá okkur í dag fyrir þá sem voru á vettvangi,“ segir Jón Viðar og bendir á að félagslegur stuðningur sé mikilvægur í aðstæðum sem þessum. Eldsupptök eru til rannsóknar hjá lögreglu og einnig til skoðunar hvort eitthvað saknæmt hafi átt sér stað. Jón Viðar segir útkallið hafa verið flókið þrátt fyrir að eldsvoðinn hafi verið afmarkaður. „Þetta var mikill bruni og verkefni af þessum toga eru alltaf eitthvað sem sest aðeins á fólk.“ Veistu af hverju bruninn var svo mikill? „Nei, það er það sem við vonumst til að fá einhverjar vísbendingar um. Af hverju það var svona mikill bruni.“ Slökkvilið Eldsvoði á Hjarðarhaga Reykjavík Lögreglumál Mest lesið Harpa Elín Haraldsdóttir er látin Innlent „Menn eiga ekki að vera að hnýsast í gögn sem þeim koma ekki við“ Innlent Lögreglan innsiglaði Flóka Innlent Stefnt að leiðtogaprófkjöri eftir áramót og kunnugleg nöfn mögulega í pottinum Innlent Snúin staða Sönnu og sameiginlegt framboð virðist ekki í kortunum Innlent „Lífsgæðin mín hafa verið tekin aftur í burtu frá mér“ Innlent Ítrekar hótanir sínar og hvetur íbúa til að kjósa Cuomo Erlent Ölvaður en ekki barnaníðingur Innlent Tekinn í tíunda skipti dópaður og réttindalaus Innlent Dick Cheney, einn arkítekta Íraksstríðsins, er látinn Erlent Fleiri fréttir Grunaðir um hundruð milljóna króna þjófnað en ganga lausir Hundruð kennara nýta gervigreind til að undirbúa kennslu „Upp er runninn Kristrúnar Frostaveturinn mikli“ Starfsmaður Múlaborgar ákærður Gleðiefni að útkomuspá ársins sé á núlli Stefnt að leiðtogaprófkjöri eftir áramót og kunnugleg nöfn mögulega í pottinum Miðflokkurinn með eigið útspil í öryggis- og varnarmálum „Menn eiga ekki að vera að hnýsast í gögn sem þeim koma ekki við“ Reikna með tæplega nítján milljarða afgangi á næsta ári Tekinn í tíunda skipti dópaður og réttindalaus Uppsagnir hjá Icelandair og borgin kynnir fjárhagsáætlun næsta árs „Lífsgæðin mín hafa verið tekin aftur í burtu frá mér“ Bein útsending: Kynnir sína fyrstu fjárhagsáætlun Ölvaður en ekki barnaníðingur Líklegast að Reykjavíkurleiðin taki breytingum eftir umsagnir Harpa Elín Haraldsdóttir er látin Snúin staða Sönnu og sameiginlegt framboð virðist ekki í kortunum Lögreglan innsiglaði Flóka „Við vorum komin með súrefniskúta heim“ Tveir reyndir lögreglumenn ákærðir fyrir brot í starfi Lögreglumenn ákærðir fyrir uppflettingar og hlerun Sækja slasaðan sjómann djúpt austur af landinu Miðflokkurinn nálgast Sjálfstæðisflokkinn óðfluga Óvænt stólaskipti skyggðu ekki á Bandaríkjareisuna Ákærður fyrir að birta fjölda nektarmynda af fyrrverandi Ekki meiðyrði hjá RÚV að lýsa yfirlýsingum Elds Smára réttilega Georgíumaður hafi kvænst Letta til þess að fá dvalarleyfi Eldur í bíl á Hellisheiði Líklegra að það gjósi nær áramótum Stíga ekki inn í Intra-málið í bili Sjá meira
Allt tiltækt slökkvilið var kallað út í gærmorgun þegar eldur kom upp í kjallaraíbúð í fjölbýlishúsi við Hjarðarhaga í Vesturbæ Reykjavíkur. Þrír fullorðnir karlmenn voru í íbúðinni þegar eldurinn kom upp og náði einn þeirra að brjóta sér leið út og láta viðbragðsaðila vita af tveimur sem voru þar inni. Þeir eru nú látnir. Fjöldi nágranna var á vettvangi og hafa einhverjir lýst háværri sprengingu í tengslum við brunann. Jón Viðar Matthíasson, slökkviliðsstjóri á höfuðborgarsvæðinu, segir áfallahjálp mikilvæga í verkefnum sem þessum. Teymi frá Rauða krossinum sé vanalega boðað á vettvang til aðstoðar fyrir sjónarvotta, það hefði mátt fara betur í gær. „Nú verð ég að viðurkenna að atburðarrásin var þannig að verkefnið bara heltekur okkur og ég er ekki með nægilega góða yfirsýn yfir atburðina. Það var mikið annað sem þurfti að sinna en ég held að við hefðum mátt gera betur í þessum þætti og höfum ekki boðað Rauða krossinn. Það er allavega þannig sem þetta slær mig núna,“ segir Jón Viðar. Hann bendir fólki á að hafa samband við hjálparsíma Rauða krossins 1717. Áfallahjálp sé ekki síður mikilvæg fyrir viðbragðsaðila sem munu fara yfir útkallið á svokölluðum viðrunarfundi. Þar sé farið yfir ýmsar tilfinningar sem sprottið upp. „Þú kemur inn á fundinn og ert kannski að velta fyrir hvort þú hafir staðið þig nægilega vel, gleymdist að sinna þessum, gleymdist þetta, er eitthvað sem við getum gert betur. Slíkur fundur er hjá okkur í dag fyrir þá sem voru á vettvangi,“ segir Jón Viðar og bendir á að félagslegur stuðningur sé mikilvægur í aðstæðum sem þessum. Eldsupptök eru til rannsóknar hjá lögreglu og einnig til skoðunar hvort eitthvað saknæmt hafi átt sér stað. Jón Viðar segir útkallið hafa verið flókið þrátt fyrir að eldsvoðinn hafi verið afmarkaður. „Þetta var mikill bruni og verkefni af þessum toga eru alltaf eitthvað sem sest aðeins á fólk.“ Veistu af hverju bruninn var svo mikill? „Nei, það er það sem við vonumst til að fá einhverjar vísbendingar um. Af hverju það var svona mikill bruni.“
Slökkvilið Eldsvoði á Hjarðarhaga Reykjavík Lögreglumál Mest lesið Harpa Elín Haraldsdóttir er látin Innlent „Menn eiga ekki að vera að hnýsast í gögn sem þeim koma ekki við“ Innlent Lögreglan innsiglaði Flóka Innlent Stefnt að leiðtogaprófkjöri eftir áramót og kunnugleg nöfn mögulega í pottinum Innlent Snúin staða Sönnu og sameiginlegt framboð virðist ekki í kortunum Innlent „Lífsgæðin mín hafa verið tekin aftur í burtu frá mér“ Innlent Ítrekar hótanir sínar og hvetur íbúa til að kjósa Cuomo Erlent Ölvaður en ekki barnaníðingur Innlent Tekinn í tíunda skipti dópaður og réttindalaus Innlent Dick Cheney, einn arkítekta Íraksstríðsins, er látinn Erlent Fleiri fréttir Grunaðir um hundruð milljóna króna þjófnað en ganga lausir Hundruð kennara nýta gervigreind til að undirbúa kennslu „Upp er runninn Kristrúnar Frostaveturinn mikli“ Starfsmaður Múlaborgar ákærður Gleðiefni að útkomuspá ársins sé á núlli Stefnt að leiðtogaprófkjöri eftir áramót og kunnugleg nöfn mögulega í pottinum Miðflokkurinn með eigið útspil í öryggis- og varnarmálum „Menn eiga ekki að vera að hnýsast í gögn sem þeim koma ekki við“ Reikna með tæplega nítján milljarða afgangi á næsta ári Tekinn í tíunda skipti dópaður og réttindalaus Uppsagnir hjá Icelandair og borgin kynnir fjárhagsáætlun næsta árs „Lífsgæðin mín hafa verið tekin aftur í burtu frá mér“ Bein útsending: Kynnir sína fyrstu fjárhagsáætlun Ölvaður en ekki barnaníðingur Líklegast að Reykjavíkurleiðin taki breytingum eftir umsagnir Harpa Elín Haraldsdóttir er látin Snúin staða Sönnu og sameiginlegt framboð virðist ekki í kortunum Lögreglan innsiglaði Flóka „Við vorum komin með súrefniskúta heim“ Tveir reyndir lögreglumenn ákærðir fyrir brot í starfi Lögreglumenn ákærðir fyrir uppflettingar og hlerun Sækja slasaðan sjómann djúpt austur af landinu Miðflokkurinn nálgast Sjálfstæðisflokkinn óðfluga Óvænt stólaskipti skyggðu ekki á Bandaríkjareisuna Ákærður fyrir að birta fjölda nektarmynda af fyrrverandi Ekki meiðyrði hjá RÚV að lýsa yfirlýsingum Elds Smára réttilega Georgíumaður hafi kvænst Letta til þess að fá dvalarleyfi Eldur í bíl á Hellisheiði Líklegra að það gjósi nær áramótum Stíga ekki inn í Intra-málið í bili Sjá meira