Réttlát leiðrétting veiðigjalda Elín Íris Fanndal skrifar 25. maí 2025 08:03 Það er ástæða fyrir réttmætri leiðréttingu veiðigjalda. Ástæðan er einfaldlega þú og allur almenningur í landinu. Við skulum ekki fara í orðaleikinn um hvort um er að ræða „skattahækkun“. Þetta er fyrst og fremst löngu tímabær leiðrétting. Sem vissulega er hækkun á gjaldi en ekki skatti, þar sem gjaldið er frádráttarbært frá tekjuskatti fyrirtækja. Það er ástæða fyrir stórfelldri kulnun margra byggðarlaga á landsvísu. Útgerðum hefur fækkað mikið og þær stækkað í nafni til hagræðingar í rekstri. Í dag eru stærstu sjávarútvegsfyrirtækin í fárra höndum velta hundruðum milljarða, að mestu í eigin þágu. Fólkið í landinu kaus í haust flokka sem mynda löngu tímabæra verkstjórn sem þegar hefur nú þegar sýnt að hún hræðist ekki varnarveggi auðvalds. Nú stendur loksins til að leiðrétta grunn veiðigjalda eins og til var ætlast og afraksturinn verður meðal annars notaður til bættra samgangna. Vegakerfið sem á að þjóna landsmönnum og ferðamönnum er bágborðið víða og þarfnast tafarlausra úrbóta. Veiðigjaldið er leiðrétt og afraksturinn notaður öllum landsmönnum til hagsbóta. Fólk er orðið langþreytt á því að að útgerðin greiði ekki sanngjarnt gjald fyrir aðgang að fiskveiðiauðlindinni sem tekur mið af raunverulegu verði en ekki af viðskiptum útgerðar og vinnslu í eigu sömu aðila. Við sem þjóð höfum ástæðu til að fagna þessari leiðréttingu og þeim framförum sem henni munu fylgja. Það er ekki horft framhjá því lengur að suðvesturhornið hefur skilið sig frá öðrum landshlutum, þegar kemur að samgöngum. Í mínu kjördæmi, Suðurkjördæmi, eru allir helstu vegir í nágrenni höfuðborgarinnar annað hvort með bundu slitlagi eða malbikaðir. Þar er vel séð til þess að fólk komist með góðu móti ferða sinn t.d í sumarbústaði. Þegar austar dregur versnar ástandið hins vegar til mikilla muna. Þjóðvegurinn slitnar og þrengist, langvarandi skortur á viðhaldi hans eykur hættu á slysum vegfarenda til mikilla muna. Íbúar eru langþreyttir á viðvarandi aðgerðaleysi fyrrverandi stjórnvalda þegar kemur að bættum samgöngum. Allir sem aka um kjördæmið upplifa aukna hættu eftir því sem austar dregur sökum versnandi viðhalds þjóðvegarins og gríðarlegri aukningu umferðar. Norðvesturkjördæmier annar landshluti sem setið hefur á hakanum. Vatnsnesvegur nr.711 í Húnaþingi vestra er gott dæmi. Fjölfarin 111 km langur vegur sem liggur hringinn um Vatnsnes og er lífæð samfélagsins. Um þennan veg aka líka erlendir ferðamenn í tugþúsundavís lungann úr árinu, skólabíll þræðir hann tvisvar á dag yfir vetrartímann með börn úr dreifbýlinu sem sækja skóla sinn á Hvammstanga. Vatnsnesvegur er löngu úr sér genginn, þröngur og holóttur og af þeim sökum oft á tíðum illfær. Sem gerir það að verkum að nemendur neyðast til að hossast í skólabílnum í allt að eina og hálfa klukkustund, tvisvar á dag. Ástand vegarins hefur valdið slysum á fólki, tjóni á ökutækjum, tryggingafélög taka engan þátt í að bæta vegfarendum það tjón sem þeir kunna að verða fyrir. Íbúar á Vatnsnesi hafa vegna alls þessa, lengi barist fyrir því að úrbætur þessarar lífæðar verði að veruleika. Sú áralanga barátta varð til þess Vatnsnesvegur komst loksins á framkvæmdaráætlun árið 2019. Var þá fljótlega hafist handa við undirbúning fyrir bundið slitlag á litla 7 km, sem er lítið brot af vandamálinu í heild. En sú tímabæra framkvæmd hefur því miður dregist von úr viti, íbúum til enn frekari ama. Alltof litlu fjármagni var úthlutað til verkefnisins í byrjun sem reyndist aðeins lítill plástur á risastórt svöðusár. Þessi tvö mál kristalla nöturlega veruleika. Nú árið 2025 sitja landsmenn ekki enn við sama borð þegar kemur að bættum samgöngum. Ferðaþjónustunni hefur vaxið fiskur um hrygg um ALLT land, ekki bara á suðvesturhorninu. Vegakerfið er lífæð okkar allra. Það er og hefur verið skýlaus krafa að bætt verði úr og hugað mun betur að öryggi og þjónustu við ALLA landsmenn. Nú verður brugðist við þeirri kröfu af alvöru. Höfundur er varaþingmaður Flokks fólksins. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Elín Íris Fanndal Flokkur fólksins Breytingar á veiðigjöldum Mest lesið Má endalaust vera níðingur!! Arna Magnea Danks Skoðun „Fór í útkall“ Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir Skoðun Takk Vigdís! Takk Guðni! Takk Halla! — Takk þjóð! Hjörtur Hjartarson Skoðun Tillaga um hærri vörugjöld á mótorhjól er skref aftur á bak Unnar Már Magnússon Skoðun Krefjandi tímar í veitingageiranum Einar Bárðarson Skoðun Opið bréf til Jóhanns Páls Jóhannssonar umhverfis-, orku- og loftlagsráðherra Kolbrún Georgsdóttir Skoðun Dagur náms- og starfsráðgjafar 2025: Faglegur stuðningur sem skiptir máli – fyrir einstaklinga og samfélagið Jónína Kárdal,Svandís Sturludóttir Skoðun Um pólitík óttans, öryggisvæðingu fólksflótta og hina ICElensku varðhaldsstöð Sema Erla Serdaroglu Skoðun Silfurfat Samfylkingarinnar Helgi Áss Grétarsson Skoðun ,,Mig langar svo bara að geta kennt þessum 25 börnum“ Sigrún Ólöf Ingólfsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Gervigreind er persónulegi kennarinn þinn – Lærum að læra upp á nýtt Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Gegn áætluðu kílómetragjaldi stjórnvalda á bifhjól Matthías Arngrímsson skrifar Skoðun Tillaga um hærri vörugjöld á mótorhjól er skref aftur á bak Unnar Már Magnússon skrifar Skoðun Hvernig hugsar þú um hreint vatn? Lovísa Árnadóttir skrifar Skoðun Takk Vigdís! Takk Guðni! Takk Halla! — Takk þjóð! Hjörtur Hjartarson skrifar Skoðun Blóðmerar - skeytingarleysi hinna þriggja valda Árni Stefán Árnason skrifar Skoðun Krefjandi tímar í veitingageiranum Einar Bárðarson skrifar Skoðun Má endalaust vera níðingur!! Arna Magnea Danks skrifar Skoðun Um pólitík óttans, öryggisvæðingu fólksflótta og hina ICElensku varðhaldsstöð Sema Erla Serdaroglu skrifar Skoðun Silfurfat Samfylkingarinnar Helgi Áss Grétarsson skrifar Skoðun Opið bréf til Jóhanns Páls Jóhannssonar umhverfis-, orku- og loftlagsráðherra Kolbrún Georgsdóttir skrifar Skoðun Fjármálabylting: Gervigreind og táknvæðing fyrir almenning Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Véfréttir og villuljós Þorsteinn Siglaugsson skrifar Skoðun „Fór í útkall“ Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Dagur náms- og starfsráðgjafar 2025: Faglegur stuðningur sem skiptir máli – fyrir einstaklinga og samfélagið Jónína Kárdal,Svandís Sturludóttir skrifar Skoðun Fjölþátta ógnarstjórn Högni Elfar Gylfason skrifar Skoðun Verjum mikilvæga starfsemi Ljóssins Guðbjörg Jónsdóttir,Helga Tryggvadóttir,Sigurdís Haraldsdóttir skrifar Skoðun ,,Mig langar svo bara að geta kennt þessum 25 börnum“ Sigrún Ólöf Ingólfsdóttir skrifar Skoðun Mér kvíðir slæm íslenska ungmenna Elín Karlsdóttir skrifar Skoðun Íþróttahreyfingin stefnir í gjaldþrot!! Helgi Sigurður Haraldsson skrifar Skoðun Læknaeiðurinn og dánaraðstoð: Hvað þýðir „að valda ekki skaða“? Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Takk Sigurður Ingi Helgi Héðinsson skrifar Skoðun Krónan býr sig ekki til sjálf Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Stöndum saman fyrir íslenskan flugrekstur Bogi Nils Bogason skrifar Skoðun ,,Gallaður" hundur - söluhluturinn hundur - um úrskurð Kærunefndar vöru- og þjónustukaupa Árni Stefán Árnason skrifar Skoðun Fyrst heimsfaraldur, svo náttúruhamfarir, þá gjaldþrot og nú verkföll! Sigríður Margrét Oddsdóttir skrifar Skoðun Baráttan heldur áfram! Hjálmtýr Heiðdal skrifar Skoðun Hvers virði er líf barns? Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Hvernig hljómar tilboðið einn fyrir þrjá? Davíð Már Sigurðsson skrifar Skoðun Fyrrverandi lögreglumaður heyrir enn röddina Sigurður Árni Reynisson skrifar Sjá meira
Það er ástæða fyrir réttmætri leiðréttingu veiðigjalda. Ástæðan er einfaldlega þú og allur almenningur í landinu. Við skulum ekki fara í orðaleikinn um hvort um er að ræða „skattahækkun“. Þetta er fyrst og fremst löngu tímabær leiðrétting. Sem vissulega er hækkun á gjaldi en ekki skatti, þar sem gjaldið er frádráttarbært frá tekjuskatti fyrirtækja. Það er ástæða fyrir stórfelldri kulnun margra byggðarlaga á landsvísu. Útgerðum hefur fækkað mikið og þær stækkað í nafni til hagræðingar í rekstri. Í dag eru stærstu sjávarútvegsfyrirtækin í fárra höndum velta hundruðum milljarða, að mestu í eigin þágu. Fólkið í landinu kaus í haust flokka sem mynda löngu tímabæra verkstjórn sem þegar hefur nú þegar sýnt að hún hræðist ekki varnarveggi auðvalds. Nú stendur loksins til að leiðrétta grunn veiðigjalda eins og til var ætlast og afraksturinn verður meðal annars notaður til bættra samgangna. Vegakerfið sem á að þjóna landsmönnum og ferðamönnum er bágborðið víða og þarfnast tafarlausra úrbóta. Veiðigjaldið er leiðrétt og afraksturinn notaður öllum landsmönnum til hagsbóta. Fólk er orðið langþreytt á því að að útgerðin greiði ekki sanngjarnt gjald fyrir aðgang að fiskveiðiauðlindinni sem tekur mið af raunverulegu verði en ekki af viðskiptum útgerðar og vinnslu í eigu sömu aðila. Við sem þjóð höfum ástæðu til að fagna þessari leiðréttingu og þeim framförum sem henni munu fylgja. Það er ekki horft framhjá því lengur að suðvesturhornið hefur skilið sig frá öðrum landshlutum, þegar kemur að samgöngum. Í mínu kjördæmi, Suðurkjördæmi, eru allir helstu vegir í nágrenni höfuðborgarinnar annað hvort með bundu slitlagi eða malbikaðir. Þar er vel séð til þess að fólk komist með góðu móti ferða sinn t.d í sumarbústaði. Þegar austar dregur versnar ástandið hins vegar til mikilla muna. Þjóðvegurinn slitnar og þrengist, langvarandi skortur á viðhaldi hans eykur hættu á slysum vegfarenda til mikilla muna. Íbúar eru langþreyttir á viðvarandi aðgerðaleysi fyrrverandi stjórnvalda þegar kemur að bættum samgöngum. Allir sem aka um kjördæmið upplifa aukna hættu eftir því sem austar dregur sökum versnandi viðhalds þjóðvegarins og gríðarlegri aukningu umferðar. Norðvesturkjördæmier annar landshluti sem setið hefur á hakanum. Vatnsnesvegur nr.711 í Húnaþingi vestra er gott dæmi. Fjölfarin 111 km langur vegur sem liggur hringinn um Vatnsnes og er lífæð samfélagsins. Um þennan veg aka líka erlendir ferðamenn í tugþúsundavís lungann úr árinu, skólabíll þræðir hann tvisvar á dag yfir vetrartímann með börn úr dreifbýlinu sem sækja skóla sinn á Hvammstanga. Vatnsnesvegur er löngu úr sér genginn, þröngur og holóttur og af þeim sökum oft á tíðum illfær. Sem gerir það að verkum að nemendur neyðast til að hossast í skólabílnum í allt að eina og hálfa klukkustund, tvisvar á dag. Ástand vegarins hefur valdið slysum á fólki, tjóni á ökutækjum, tryggingafélög taka engan þátt í að bæta vegfarendum það tjón sem þeir kunna að verða fyrir. Íbúar á Vatnsnesi hafa vegna alls þessa, lengi barist fyrir því að úrbætur þessarar lífæðar verði að veruleika. Sú áralanga barátta varð til þess Vatnsnesvegur komst loksins á framkvæmdaráætlun árið 2019. Var þá fljótlega hafist handa við undirbúning fyrir bundið slitlag á litla 7 km, sem er lítið brot af vandamálinu í heild. En sú tímabæra framkvæmd hefur því miður dregist von úr viti, íbúum til enn frekari ama. Alltof litlu fjármagni var úthlutað til verkefnisins í byrjun sem reyndist aðeins lítill plástur á risastórt svöðusár. Þessi tvö mál kristalla nöturlega veruleika. Nú árið 2025 sitja landsmenn ekki enn við sama borð þegar kemur að bættum samgöngum. Ferðaþjónustunni hefur vaxið fiskur um hrygg um ALLT land, ekki bara á suðvesturhorninu. Vegakerfið er lífæð okkar allra. Það er og hefur verið skýlaus krafa að bætt verði úr og hugað mun betur að öryggi og þjónustu við ALLA landsmenn. Nú verður brugðist við þeirri kröfu af alvöru. Höfundur er varaþingmaður Flokks fólksins.
Opið bréf til Jóhanns Páls Jóhannssonar umhverfis-, orku- og loftlagsráðherra Kolbrún Georgsdóttir Skoðun
Dagur náms- og starfsráðgjafar 2025: Faglegur stuðningur sem skiptir máli – fyrir einstaklinga og samfélagið Jónína Kárdal,Svandís Sturludóttir Skoðun
Um pólitík óttans, öryggisvæðingu fólksflótta og hina ICElensku varðhaldsstöð Sema Erla Serdaroglu Skoðun
Skoðun Gervigreind er persónulegi kennarinn þinn – Lærum að læra upp á nýtt Sigvaldi Einarsson skrifar
Skoðun Um pólitík óttans, öryggisvæðingu fólksflótta og hina ICElensku varðhaldsstöð Sema Erla Serdaroglu skrifar
Skoðun Opið bréf til Jóhanns Páls Jóhannssonar umhverfis-, orku- og loftlagsráðherra Kolbrún Georgsdóttir skrifar
Skoðun Fjármálabylting: Gervigreind og táknvæðing fyrir almenning Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar
Skoðun Dagur náms- og starfsráðgjafar 2025: Faglegur stuðningur sem skiptir máli – fyrir einstaklinga og samfélagið Jónína Kárdal,Svandís Sturludóttir skrifar
Skoðun Verjum mikilvæga starfsemi Ljóssins Guðbjörg Jónsdóttir,Helga Tryggvadóttir,Sigurdís Haraldsdóttir skrifar
Skoðun ,,Gallaður" hundur - söluhluturinn hundur - um úrskurð Kærunefndar vöru- og þjónustukaupa Árni Stefán Árnason skrifar
Skoðun Fyrst heimsfaraldur, svo náttúruhamfarir, þá gjaldþrot og nú verkföll! Sigríður Margrét Oddsdóttir skrifar
Opið bréf til Jóhanns Páls Jóhannssonar umhverfis-, orku- og loftlagsráðherra Kolbrún Georgsdóttir Skoðun
Dagur náms- og starfsráðgjafar 2025: Faglegur stuðningur sem skiptir máli – fyrir einstaklinga og samfélagið Jónína Kárdal,Svandís Sturludóttir Skoðun
Um pólitík óttans, öryggisvæðingu fólksflótta og hina ICElensku varðhaldsstöð Sema Erla Serdaroglu Skoðun