„Skil ekki af hverju við erum alltaf að koma fólki á óvart“ Sesselja Ósk Gunnarsdóttir skrifar 23. maí 2025 22:25 Guðni var hressari en þetta eftir leik. Vísir/Guðmundur Þórlaugarson FH varð í kvöld fyrsta liðið til að leggja Íslandsmeistara Breiðabliks að velli í Bestu deild kvenna í fótbolta. Guðni Eiríksson, þjálfari FH, skilur ekki af hverju lið hans er alltaf að koma fólki á óvart. Það var toppslagur í Krikanum þegar 7. umferð Bestu deildar kvenna fór fram. Íslandsmeistarar Breiðabliks hafa byrjað af miklum krafti en það hefur FH einnig. Þrátt fyrir mikil áföll undanfarið sneru FH-ingar bökum saman og unnu frábæran sigur. Þær virtust mæta vel skipulagðar til leiks og stóðu sig vel varnarlega þar sem leikmenn náðu að verjast af krafti. „Ég var ánægður með undirbúninginn fyrir leikinn, við mættum vel undirbúnar. Við vorum búin að pæla vel í Blikunum, þær eru frábærar en það eru öll lið með eitthverja veikleika og við nýttum okkur þá.“ „Þetta er eins og þegar Hannibal fór með fílana yfir Alpana, Rómverjar áttu ekki von á því. Þannig við komum kannski á óvart, dugnaður liðsins var til staðar og stelpurnar renndu sér í allt saman og börðust svo sannarlega fyrir þessum stigum.“ „Þegar grunngildin eru til staðar, FH er þannig lið að við viljum halda í grunngildin og stelpurnar gerðu það. Viljinn, baráttan og að svara fyrir tapið í síðasta leik. Við sem komum að þessu liði viljum að stelpurnar sýni að þeim sé ekki sama, við viljum að FH standi fyrir eitthvað. Þegar þú ert í búningnum skaltu gjöra svo vel að berjast fyrir hvor aðra, ef það er ekki til staðar að þá er þetta leiðinlegt og erfitt. Ég held að við höfum hrifið marga FH-inga sem koma sjaldan eða eru að koma horfa á kvennaliðið í fyrsta sinn og þeir sem halda með FH geta verið stoltir af kvennaliðinu.“ Mörg hafa beðið eftir því að FH misstígi sig á tímabilinu en FH tapaði á móti Þrótti í síðustu umferð Bestu deildar. „Ég skil ekki afhverju við erum alltaf að koma fólki á óvart, mér finnst við bara drullu gott lið. Ef að Blikarnir hafa vanmetið okkur fyrir leikinn í dag þá er það bara geggjað og verði þeim bara að því og verði næstu andstæðingum að því líka.“ Fótbolti Íslenski boltinn Besta deild kvenna FH Mest lesið Í beinni: Ísland - Aserbaísjan | Fyrsti leikur í undankeppni HM Fótbolti Anníe Mist selur CrossFit Reykjavíkur og BKG meðal kaupenda Sport Stórsér á stjörnunni eftir leikfang dótturinnar Golf Allir lögðust niður eftir óvænta og ágenga truflun í fótboltaleik Fótbolti Þróttur lánar sextán ára strák til Inter Milan Íslenski boltinn Húðflúraði Diogo Jota á kálfann sinn Fótbolti Caitlin Clark ekki meira með á tímabilinu Körfubolti Levy var neyddur til að hætta Enski boltinn Fantasýn: „Ekki kaupa Isak núna“ Enski boltinn Orðin dýrust í sögu kvennaboltans Enski boltinn Fleiri fréttir Þróttur lánar sextán ára strák til Inter Milan Hetja Blika: „Einn leikur í einu“ „Betra fótboltaliðið tapaði í dag“ Sameiginlegt lið Grindavíkur og Njarðvíkur upp í Bestu eftir ótrúlegan sigur Uppgjör: Víkingur - Valur 3-2 | Víkingur náði í dýrmæt stig í fallbarátunni Uppgjörið: Breiðablik - FH 2-1 | Ótrúleg endurkoma og Blikar að stinga af Uppgjörið: Tindastóll - Fram 1-0 | Lífsnauðsynlegur sigur Stólanna Valsmenn semja við einn markahæsta leikmanninn í Lengjunni Mættust í fótboltagolfi fyrir stórleik kvöldsins Blindraþraut fyrir risaleik: „Þetta er svo vandræðalegt“ Gummi Ben reiður: „Hvað í andskotanum er að hjá Stjörnunni?“ Gagnrýna meðferðina á Gylfa Sig: „Mér finnst þetta vera óskiljanlegt“ „Er ekki alltaf dæmt á þetta?“ Valsmenn án þriggja lykilmanna í leiknum mikilvæga gegn Stjörnunni „Þær eru hræddar við hana“ Segja Römer klára tímabilið með KA Enn einn Íslendingurinn til Kristianstad Öll mörkin í Bestu: Allt brjálað í stórleiknum og umdeilt sigurmark FH Uppgjörið: Stjarnan - KA 3-2 | Guðmundur Baldvin fullkomnaði endurkomu Stjörnunnar með flautumarki Uppgjörið: Fram - Valur 2-1 | Fram stal sigrinum gegn toppliðinu Uppgjörið: Víkingur - Breiðablik 2-2 | Tíu Blikar nældu í sterkt stig á erfiðum útivelli Sigurður Bjartur með umdeilt sigurmark Uppgjör: ÍBV-ÍA 2-0 | Eyjamenn upp í efri hlutann Uppgjörið: Vestri – KR 1-1 | Hvorugt liðið náði í sigurinn sem þurfti Baldur hefur mjög litla trú á því að Blikar verði Íslandsmeistarar í ár Kjartan Henry velur vítaskyttur FH en enginn hlustar á hann Uppgjörið: Þór/KA - Fram 1-2 | Dramatískur sigur Fram Grindvíkingar í bullandi fallhættu eftir tap á Húsavík Uppgjörið: FHL-Stjarnan 0-3 | Stjörnukonur sóttu þrjú stig austur Fylkismenn með þriðja sigur sinn í röð Sjá meira
Það var toppslagur í Krikanum þegar 7. umferð Bestu deildar kvenna fór fram. Íslandsmeistarar Breiðabliks hafa byrjað af miklum krafti en það hefur FH einnig. Þrátt fyrir mikil áföll undanfarið sneru FH-ingar bökum saman og unnu frábæran sigur. Þær virtust mæta vel skipulagðar til leiks og stóðu sig vel varnarlega þar sem leikmenn náðu að verjast af krafti. „Ég var ánægður með undirbúninginn fyrir leikinn, við mættum vel undirbúnar. Við vorum búin að pæla vel í Blikunum, þær eru frábærar en það eru öll lið með eitthverja veikleika og við nýttum okkur þá.“ „Þetta er eins og þegar Hannibal fór með fílana yfir Alpana, Rómverjar áttu ekki von á því. Þannig við komum kannski á óvart, dugnaður liðsins var til staðar og stelpurnar renndu sér í allt saman og börðust svo sannarlega fyrir þessum stigum.“ „Þegar grunngildin eru til staðar, FH er þannig lið að við viljum halda í grunngildin og stelpurnar gerðu það. Viljinn, baráttan og að svara fyrir tapið í síðasta leik. Við sem komum að þessu liði viljum að stelpurnar sýni að þeim sé ekki sama, við viljum að FH standi fyrir eitthvað. Þegar þú ert í búningnum skaltu gjöra svo vel að berjast fyrir hvor aðra, ef það er ekki til staðar að þá er þetta leiðinlegt og erfitt. Ég held að við höfum hrifið marga FH-inga sem koma sjaldan eða eru að koma horfa á kvennaliðið í fyrsta sinn og þeir sem halda með FH geta verið stoltir af kvennaliðinu.“ Mörg hafa beðið eftir því að FH misstígi sig á tímabilinu en FH tapaði á móti Þrótti í síðustu umferð Bestu deildar. „Ég skil ekki afhverju við erum alltaf að koma fólki á óvart, mér finnst við bara drullu gott lið. Ef að Blikarnir hafa vanmetið okkur fyrir leikinn í dag þá er það bara geggjað og verði þeim bara að því og verði næstu andstæðingum að því líka.“
Fótbolti Íslenski boltinn Besta deild kvenna FH Mest lesið Í beinni: Ísland - Aserbaísjan | Fyrsti leikur í undankeppni HM Fótbolti Anníe Mist selur CrossFit Reykjavíkur og BKG meðal kaupenda Sport Stórsér á stjörnunni eftir leikfang dótturinnar Golf Allir lögðust niður eftir óvænta og ágenga truflun í fótboltaleik Fótbolti Þróttur lánar sextán ára strák til Inter Milan Íslenski boltinn Húðflúraði Diogo Jota á kálfann sinn Fótbolti Caitlin Clark ekki meira með á tímabilinu Körfubolti Levy var neyddur til að hætta Enski boltinn Fantasýn: „Ekki kaupa Isak núna“ Enski boltinn Orðin dýrust í sögu kvennaboltans Enski boltinn Fleiri fréttir Þróttur lánar sextán ára strák til Inter Milan Hetja Blika: „Einn leikur í einu“ „Betra fótboltaliðið tapaði í dag“ Sameiginlegt lið Grindavíkur og Njarðvíkur upp í Bestu eftir ótrúlegan sigur Uppgjör: Víkingur - Valur 3-2 | Víkingur náði í dýrmæt stig í fallbarátunni Uppgjörið: Breiðablik - FH 2-1 | Ótrúleg endurkoma og Blikar að stinga af Uppgjörið: Tindastóll - Fram 1-0 | Lífsnauðsynlegur sigur Stólanna Valsmenn semja við einn markahæsta leikmanninn í Lengjunni Mættust í fótboltagolfi fyrir stórleik kvöldsins Blindraþraut fyrir risaleik: „Þetta er svo vandræðalegt“ Gummi Ben reiður: „Hvað í andskotanum er að hjá Stjörnunni?“ Gagnrýna meðferðina á Gylfa Sig: „Mér finnst þetta vera óskiljanlegt“ „Er ekki alltaf dæmt á þetta?“ Valsmenn án þriggja lykilmanna í leiknum mikilvæga gegn Stjörnunni „Þær eru hræddar við hana“ Segja Römer klára tímabilið með KA Enn einn Íslendingurinn til Kristianstad Öll mörkin í Bestu: Allt brjálað í stórleiknum og umdeilt sigurmark FH Uppgjörið: Stjarnan - KA 3-2 | Guðmundur Baldvin fullkomnaði endurkomu Stjörnunnar með flautumarki Uppgjörið: Fram - Valur 2-1 | Fram stal sigrinum gegn toppliðinu Uppgjörið: Víkingur - Breiðablik 2-2 | Tíu Blikar nældu í sterkt stig á erfiðum útivelli Sigurður Bjartur með umdeilt sigurmark Uppgjör: ÍBV-ÍA 2-0 | Eyjamenn upp í efri hlutann Uppgjörið: Vestri – KR 1-1 | Hvorugt liðið náði í sigurinn sem þurfti Baldur hefur mjög litla trú á því að Blikar verði Íslandsmeistarar í ár Kjartan Henry velur vítaskyttur FH en enginn hlustar á hann Uppgjörið: Þór/KA - Fram 1-2 | Dramatískur sigur Fram Grindvíkingar í bullandi fallhættu eftir tap á Húsavík Uppgjörið: FHL-Stjarnan 0-3 | Stjörnukonur sóttu þrjú stig austur Fylkismenn með þriðja sigur sinn í röð Sjá meira
Uppgjörið: Stjarnan - KA 3-2 | Guðmundur Baldvin fullkomnaði endurkomu Stjörnunnar með flautumarki