Fólk í fjarvinnu finni fyrir minni streitu Rafn Ágúst Ragnarsson skrifar 24. maí 2025 00:04 Rannsóknin miðar að því að dýpka skilning á áhrifum ólíks vinnufyrirkomulags á líðan starfsfólks. Háskóli Íslands Fólk í staðbundinni vinnu finnur fyrir meiri streitu en fólk í fjarvinnu en hvert vinnufyrirkomulag fyrir sig hefur sína kosti og galla. Þetta er meðal frumniðurstaðna rannsóknar prófessors við félagsfræði-, mannfræði- og þjóðfræðideild Háskóla Íslands. Thamar Melanie Heijstra prófessor stendur að rannsókninni sem náði til 620 einstaklinga á íslenskum vinnumarkaði og laut að því að kanna upplifun starfsfólks af ólíku vinnufyrirkomulagi, sér í lagi fjarvinnu annars vegar og staðbundinni vinnu hins vegar. Rannsóknin byggist á spurningalista sem sendur var út sumarið 2024 til stofnana og fyrirtækja þar sem talið var líklegt að fjarvinna væri hluti af daglegu vinnufyrirkomulagi. Auk Thamar koma að rannsókninni Guðbjörg Linda Rafnsdóttir prófessor og Ýr Örlygsdóttir félagsfræðinemi. Aukin tíðni haus- og bakverkja og áhyggja Thamar segir niðurstöðurnar sýna að fólk á vinnumarkaði hér á landi sé almennt ánægt með sínar vinnuaðstæður hvort sem þær eru í formi fjarvinnu eða staðbundinnar. „Fólk sem er í fjarvinnu er mjög ánægt en sérstaklega fólk sem er bæði í fjarvinnu og á staðnum. Því finnst þau vera með frelsi til að vinna eftir því sem hentar þeim best,“ segir Thamar í viðtali í Reykjavík síðdegis um rannsóknina. Hún segir það hafa komið fram í svörum þátttakenda að fólk í staðbundinni vinnu finni oftar fyrir streitutengdum kvillum á borð við hausverkjum, bakverkjum og upplifi almennt meiri streitu en kollegar sínir í fjarvinnu. „Fólki finnst það vera að gera meira, og vera meira skilvirk heldur en ef þau væru að vinna á staðnum. Á móti kemur að fólk segir að aðrir horfi á fólk sem er í fjarvinnu eins og það sé bara í fríi. Þau finna fyrir því að fólk er með þá hugmynd að ef þú ert í fjarvinnu ertu í raun ekki að vinna mikið,“ segir Thamar. Fjarvinnan rjúfi tengsl Hún segir það þó koma skýrt fram að starfsfólk í fjarvinnu upplifi sig oft utanveltu og að þau missi tengsl við vinnustaðinn og félagslegu hlið vinnunnar. „En við sjáum að það hefur ekki marktæk áhrif á líðan þeirra. Jú, þau eru klárlega að nefna þetta en við sjáum ekki í tölunum að þetta hafi neikvæð áhrif,“ segir hún. Thamar segist telja að fjarvinna sé komin til að vera á Íslandi. Blandað fyrirkomulag hafi gefið bestu raunina samkvæmt niðurstöðum rannsóknarinnar en þó beri að hafa sig hægan í þessu sem öllu. „Maður myndi halda að það væri líklega best að hafa þetta blandað því þá fær maður það besta úr báðu. En þar þarf fólk líka að passa sig, það finnur fyrir erfiðleikum með að blanda þessu saman, því þá er maður í rauninni á tveimur vinnustöðum: á heima og á staðnum, og í því er ákveðin togstreita. Við sjáum það,“ segir Thamar Heijstra. Fjarvinna Vinnumarkaður Reykjavík síðdegis Mest lesið Tíu drepnir í skotárás á gyðingahátíð Erlent Tvinn-rafmagnsflugvél sem lækka á fargjöldin Erlent Tólf látnir í hryðjuverkaárásinni í Ástralíu Erlent Skýrsla ráðherra svari ekki mikilvægum spurningum um brúun bilsins Innlent Skilur að starfsfólk hafi ekki viljað afgreiða manneskju með hakakross Innlent Tveir látnir eftir skotárás í háskóla Erlent Tveir fluttir á spítala vegna umferðarslyss í Biskupstungum Innlent Segir Kristrúnu verja „lögbrot“ samráðherra síns Innlent Grunaðir um að skipuleggja hryðjuverk á jólamarkaði Erlent Dyraverðir handteknir vegna líkamsárásar Innlent Fleiri fréttir 270 íbúðir í byggingu í Þorlákshöfn Ástandið á bráðamóttökunni sýni viðkæmni kerfisins Segir Kristrúnu verja „lögbrot“ samráðherra síns Hryðjuverkaárás í Ástralíu og ástand í heilbrigðiskerfinu Sanna segir frá nýju framboði Dyraverðir handteknir vegna líkamsárásar Skýrsla ráðherra svari ekki mikilvægum spurningum um brúun bilsins Aðstæður bágbornar á spítalanum til að mæta svo miklu álagi Tveir fluttir á spítala vegna umferðarslyss í Biskupstungum Bjarnveig Birta og Stein Olav sigurvegarar forprófkjörs „Ég fæddist inn í pólitískan líkama“ Eldur í íbúð við Snorrabraut Skilur að starfsfólk hafi ekki viljað afgreiða manneskju með hakakross Sjúklingar ekki lengur í bílageymslu bráðamóttökunnar Sameiningu Dalabyggðar og Húnaþings vestra hafnað Píratar vilja ganga til viðræðna um sameiginlegt framboð Mikilvægt að geyma stafræn gögn innan lögsögunnar Bæjarskrifstofur fluttar: „Þetta húsnæði er barn síns tíma“ Óttast að fólk sleppi að kaupa lyf vegna minni greiðsluþátttöku Munu reyna að fá nýju virkjunarleyfi hnekkt Vara fólk við póstum og skilaboðum frá Grundarheimilunum Vara við póstum frá Grund og „jafnréttisþreyta“ Stuðningsyfirlýsing Össurar eins og koss dauðans Fjárlög, skattar og skipti á dánarbúum á laugardagsþingi Þau fái heiðurslaun listamanna Flúði lögregluna en reyndist allsgáð Mikilvægt að geyma stafræn gögn innan lögsögunnar Beitir sér ekki fyrir sveigjanlegri tilhögun fæðingarorlofs Afrituðu viðkvæmar heilsufarsupplýsingar úr kerfinu Kallar eftir samtali: Ekki spurning hvort heldur hvenær næsta slys verður Sjá meira
Thamar Melanie Heijstra prófessor stendur að rannsókninni sem náði til 620 einstaklinga á íslenskum vinnumarkaði og laut að því að kanna upplifun starfsfólks af ólíku vinnufyrirkomulagi, sér í lagi fjarvinnu annars vegar og staðbundinni vinnu hins vegar. Rannsóknin byggist á spurningalista sem sendur var út sumarið 2024 til stofnana og fyrirtækja þar sem talið var líklegt að fjarvinna væri hluti af daglegu vinnufyrirkomulagi. Auk Thamar koma að rannsókninni Guðbjörg Linda Rafnsdóttir prófessor og Ýr Örlygsdóttir félagsfræðinemi. Aukin tíðni haus- og bakverkja og áhyggja Thamar segir niðurstöðurnar sýna að fólk á vinnumarkaði hér á landi sé almennt ánægt með sínar vinnuaðstæður hvort sem þær eru í formi fjarvinnu eða staðbundinnar. „Fólk sem er í fjarvinnu er mjög ánægt en sérstaklega fólk sem er bæði í fjarvinnu og á staðnum. Því finnst þau vera með frelsi til að vinna eftir því sem hentar þeim best,“ segir Thamar í viðtali í Reykjavík síðdegis um rannsóknina. Hún segir það hafa komið fram í svörum þátttakenda að fólk í staðbundinni vinnu finni oftar fyrir streitutengdum kvillum á borð við hausverkjum, bakverkjum og upplifi almennt meiri streitu en kollegar sínir í fjarvinnu. „Fólki finnst það vera að gera meira, og vera meira skilvirk heldur en ef þau væru að vinna á staðnum. Á móti kemur að fólk segir að aðrir horfi á fólk sem er í fjarvinnu eins og það sé bara í fríi. Þau finna fyrir því að fólk er með þá hugmynd að ef þú ert í fjarvinnu ertu í raun ekki að vinna mikið,“ segir Thamar. Fjarvinnan rjúfi tengsl Hún segir það þó koma skýrt fram að starfsfólk í fjarvinnu upplifi sig oft utanveltu og að þau missi tengsl við vinnustaðinn og félagslegu hlið vinnunnar. „En við sjáum að það hefur ekki marktæk áhrif á líðan þeirra. Jú, þau eru klárlega að nefna þetta en við sjáum ekki í tölunum að þetta hafi neikvæð áhrif,“ segir hún. Thamar segist telja að fjarvinna sé komin til að vera á Íslandi. Blandað fyrirkomulag hafi gefið bestu raunina samkvæmt niðurstöðum rannsóknarinnar en þó beri að hafa sig hægan í þessu sem öllu. „Maður myndi halda að það væri líklega best að hafa þetta blandað því þá fær maður það besta úr báðu. En þar þarf fólk líka að passa sig, það finnur fyrir erfiðleikum með að blanda þessu saman, því þá er maður í rauninni á tveimur vinnustöðum: á heima og á staðnum, og í því er ákveðin togstreita. Við sjáum það,“ segir Thamar Heijstra.
Fjarvinna Vinnumarkaður Reykjavík síðdegis Mest lesið Tíu drepnir í skotárás á gyðingahátíð Erlent Tvinn-rafmagnsflugvél sem lækka á fargjöldin Erlent Tólf látnir í hryðjuverkaárásinni í Ástralíu Erlent Skýrsla ráðherra svari ekki mikilvægum spurningum um brúun bilsins Innlent Skilur að starfsfólk hafi ekki viljað afgreiða manneskju með hakakross Innlent Tveir látnir eftir skotárás í háskóla Erlent Tveir fluttir á spítala vegna umferðarslyss í Biskupstungum Innlent Segir Kristrúnu verja „lögbrot“ samráðherra síns Innlent Grunaðir um að skipuleggja hryðjuverk á jólamarkaði Erlent Dyraverðir handteknir vegna líkamsárásar Innlent Fleiri fréttir 270 íbúðir í byggingu í Þorlákshöfn Ástandið á bráðamóttökunni sýni viðkæmni kerfisins Segir Kristrúnu verja „lögbrot“ samráðherra síns Hryðjuverkaárás í Ástralíu og ástand í heilbrigðiskerfinu Sanna segir frá nýju framboði Dyraverðir handteknir vegna líkamsárásar Skýrsla ráðherra svari ekki mikilvægum spurningum um brúun bilsins Aðstæður bágbornar á spítalanum til að mæta svo miklu álagi Tveir fluttir á spítala vegna umferðarslyss í Biskupstungum Bjarnveig Birta og Stein Olav sigurvegarar forprófkjörs „Ég fæddist inn í pólitískan líkama“ Eldur í íbúð við Snorrabraut Skilur að starfsfólk hafi ekki viljað afgreiða manneskju með hakakross Sjúklingar ekki lengur í bílageymslu bráðamóttökunnar Sameiningu Dalabyggðar og Húnaþings vestra hafnað Píratar vilja ganga til viðræðna um sameiginlegt framboð Mikilvægt að geyma stafræn gögn innan lögsögunnar Bæjarskrifstofur fluttar: „Þetta húsnæði er barn síns tíma“ Óttast að fólk sleppi að kaupa lyf vegna minni greiðsluþátttöku Munu reyna að fá nýju virkjunarleyfi hnekkt Vara fólk við póstum og skilaboðum frá Grundarheimilunum Vara við póstum frá Grund og „jafnréttisþreyta“ Stuðningsyfirlýsing Össurar eins og koss dauðans Fjárlög, skattar og skipti á dánarbúum á laugardagsþingi Þau fái heiðurslaun listamanna Flúði lögregluna en reyndist allsgáð Mikilvægt að geyma stafræn gögn innan lögsögunnar Beitir sér ekki fyrir sveigjanlegri tilhögun fæðingarorlofs Afrituðu viðkvæmar heilsufarsupplýsingar úr kerfinu Kallar eftir samtali: Ekki spurning hvort heldur hvenær næsta slys verður Sjá meira