Sjáðu mörkin úr endurkomu Vestra og þrumufleyg Hallgríms Ingvi Þór Sæmundsson skrifar 25. maí 2025 12:33 Daði Berg Jónsson skoraði tvö mörk gegn Stjörnunni. vísir/anton Heimasigrar unnust í öllum fjórum leikjum gærdagsins í Bestu deild karla. Vestri, Víkingur, Valur og KA unnu öll sína leiki. Vestri var 0-1 undir í hálfleik gegn Stjörnunni en sneri dæminu sér í vil í seinni hálfleik og vann 3-1 sigur. Guðmundur Baldvin Nökkvason kom Stjörnumönnum yfir strax á 6. mínútu og þeir leiddu í hálfleik, 0-1. Gunnar Jónas Hauksson jafnaði fyrir Vestramenn í upphafi seinni hálfleiks og svo var komið að Daða Berg Jónssyni. Hann kom heimamönnum yfir á 74. mínútu og gulltryggði svo sigur þeirra mínútu fyrir leikslok. Vestri er í 2. sæti deildarinnar með sextán stig en Stjarnan í því sjöunda með tíu stig. Víkingur er með sautján stig á toppnum eftir 2-1 sigur á ÍA í Víkinni í gær. Stígur Diljan Þórðarson kom Víkingum yfir á 9. mínútu með sínu fyrsta deildarmarki fyrir félagið og Helgi Guðjónsson, sem lagði fyrsta markið upp, jók muninn svo í 2-0 á 34. mínútu. Haukur Andri Haraldsson minnkaði muninn í 2-1 mínútu fyrir hálfleik en nær komust Skagamenn ekki. Þeir eru með sex stig á botni deildarinnar. Valur vann öruggan 3-0 sigur á ÍBV á heimavelli. Öll mörkin komu á fimmtán mínútna kafla í fyrri hálfleik. Jovan Mitrovic skoraði sjálfsmark á 28. mínútu og aðeins mínútum síðar skoraði Patrick Pedersen sitt sjöunda mark í sumar. Birkir Heimisson gerði svo þriðja mark Valsmanna á markamínútunni, þeirri 43. Valur er með tólf stig í 4. sæti deildarinnar en ÍBV, sem hefur aðeins fengið eitt stig í síðustu fjórum leikjum, er í 9. sætinu með átta stig. Aðeins eitt mark var skorað í leik KA og nýliða Aftureldingar á Akureyri. Það gerði Hallgrímur Mar Steingrímsson með frábæru skoti fyrir utan vítateig á 79. mínútu. Með sigrinum komst KA upp í 10. sæti deildarinnar en liðið er með átta stig. Afturelding er í 8. sætinu með tíu stig. Besta deild karla Vestri Stjarnan Víkingur Reykjavík ÍA Valur ÍBV KA Afturelding Tengdar fréttir „Ég hefði getað sett þrjú“ „Sætt að skora fyrsta markið, sjötti leikurinn og maður er búinn að bíða eftir þessu. Búinn að vera nálægt þessu en það er svo gott að skora og geggjað að fá sigurinn“ sagði Stígur Diljan Þórðarson eftir að hafa skorað sitt fyrsta, löglega, mark á ferlinum, í 2-1 sigri Víkings gegn ÍA. 24. maí 2025 22:00 Daði Berg: Eiginlega ekki við hæfi barna Daði Berg Jónsson var að öðrum ólöstuðum maður leiksins fyrir Vestra í dag sem vann mjög góðan sigur á Stjörnunni í 8. umferð Bestu deildar karla á Kerecis vellinum í kvöld. Daði setti tvö mörk og var mikilvægur í uppspili liðsins. 24. maí 2025 21:46 Uppgjörið: Valur - ÍBV 3-0 | Valsmenn gengu frá Eyjamönnum í fyrri hálfleik Valur lagði ÍBV að velli með þremur mörkum gegn engu þegar liðin áttust við á N1-vellinum að Hlíðarenda í áttundu umferð Bestu-deildar karla í fótbolta í kvöld. 24. maí 2025 18:46 Leik lokið: Víkingur - ÍA 2-1 | Víkingar tylltu sér á toppinn Víkingur vann 2-1 gegn ÍA á Víkingsvelli í 8. umferð Bestu deildar karla. Bæði mörk Víkinga voru keimlík og markið sem þeir fengu á sig var afar klaufalegt. Víkingar tylla sér á toppinn með sigrinum en Skagamenn eru í neðsta sæti deildarinnar. 24. maí 2025 18:33 Uppgjör: Vestri - Stjarnan 3-1 | Ísfirðingar sneru við taflinu í seinni hálfleik Vestri vann ansi góðan sigur á Stjörnunni fyrr í kvöld á Kerecis vellinum á Ísafirði. Stjarnan komst yfir snemma leiks en Vestra menn sneru við taflinu í síðari hálfleik, sem þeir áttu með húð og hári, og skoruðu þrívegis til að tryggja 3-1 sigur. 24. maí 2025 18:33 Uppgjörið: KA - Afturelding 1-0 | KA af botninum KA tók á móti Aftureldingu í 8. umferð Bestu deildar karla á Greifavelli í dag. Fyrir leikinn voru KA á botni deildarinnar með fimm stig. Leiknum lauk með 1-0 sigri KA, þrjú mikilvæg stig fyrir heimamenn. 24. maí 2025 16:16 Mest lesið Sauð upp úr á blaðamannafundi Hollands á EM Fótbolti Liverpool borgar fjölskyldu Jota það sem hann átti eftir af samningnum Sport Taka ákvörðun um Glódísi á leikdag Fótbolti Uppgjörið: ÍBV - Víkingur 0-0 | Hundleiðinlegt í Eyjum Íslenski boltinn Þungt högg fyrir Hildi: Styðjum hana og hún verður klár í leik þrjú Fótbolti Óvissan tekur við hjá Hákoni Enski boltinn Uppgjörið: Vestri - Valur 0-2 | Valur heldur pressu á Víkingum Íslenski boltinn Heimir og Lagerbäck sameinaðir á ný Fótbolti Uppgjörið: ÍA - Fram 0-1 | Vuk heldur áfram að skora Íslenski boltinn Þrennubikar Man. United geymdur á Anfield Enski boltinn Fleiri fréttir „Búnir að vera á smá hrakhólum“ Uppgjörið: ÍBV - Víkingur 0-0 | Hundleiðinlegt í Eyjum Hundur vildi prófa nýja gervigrasið og fór inn á völlinn í Eyjum Uppgjörið: ÍA - Fram 0-1 | Vuk heldur áfram að skora Uppgjörið: Vestri - Valur 0-2 | Valur heldur pressu á Víkingum ÍR á toppinn en fjögur rauð spjöld og allt vitlaust í lokin Allison með fyrsta markið á nýjum Hásteinsvelli Mæta Víkingum á nýlögðu gervigrasi í Eyjum Ásgeir og Hrannar heiðruðu Jota Sjáðu glæsimark Óla Vals og öll hin í Mosfellsbæ Halldór: „Þetta er kannski lægsta orku-level sem ég hef séð hjá liðinu í sumar“ Njarðvíkingar flugu á toppinn með stórsigri í Grindavík Uppgjörið: Afturelding-Breiðablik 2-2 | Meisturum Blika fataðist flugið Þróttarar breyttu tapi í sigur með tveimur mörkum í lokin Fær tveggja leikja bann fyrir hártogið Varð fullorðinn úti „Reisn“ yfir ákvörðun Jóns Daða sem gaf stórliðunum langt nef „Eitt það versta sem ég hef séð síðustu ár“ „Tilhugsunin um að spila fyrir annað félag sat bara ekki rétt í mér“ Jón Daði skrifar undir hjá Selfossi Ætla skrefinu lengra: „Menn muna þá tilfinningu vel“ Skellihlegið í Stúkunni: Svipuð nærvera og þegar Bjössi hitti Karabatic í Lindex Stúkan: Átti annað mark ÍA að standa og hver skoraði? Sjáðu tvennur Eiðs og Nikolaj, aukaspyrnu Kjartans og öll hin mörkin Uppgjörið: Víkingur - Afturelding 2-1 | Víkingar sluppu með skrekkinn Uppgjörið: KR - FH 3-2 | Eiður Gauti hetja KR-inga Uppgjörið: Vestri - ÍA 0-2 | Sigur í fyrsta leik Lárusar Orra Uppgjörið: Fram - ÍBV 2-0 | Sanngjarn sigur heimamanna Hverju breytir Lárus Orri hjá Skagaliðinu? Þrenna á föstudagskvöldi og háskólagráða á laugardegi Sjá meira
Vestri var 0-1 undir í hálfleik gegn Stjörnunni en sneri dæminu sér í vil í seinni hálfleik og vann 3-1 sigur. Guðmundur Baldvin Nökkvason kom Stjörnumönnum yfir strax á 6. mínútu og þeir leiddu í hálfleik, 0-1. Gunnar Jónas Hauksson jafnaði fyrir Vestramenn í upphafi seinni hálfleiks og svo var komið að Daða Berg Jónssyni. Hann kom heimamönnum yfir á 74. mínútu og gulltryggði svo sigur þeirra mínútu fyrir leikslok. Vestri er í 2. sæti deildarinnar með sextán stig en Stjarnan í því sjöunda með tíu stig. Víkingur er með sautján stig á toppnum eftir 2-1 sigur á ÍA í Víkinni í gær. Stígur Diljan Þórðarson kom Víkingum yfir á 9. mínútu með sínu fyrsta deildarmarki fyrir félagið og Helgi Guðjónsson, sem lagði fyrsta markið upp, jók muninn svo í 2-0 á 34. mínútu. Haukur Andri Haraldsson minnkaði muninn í 2-1 mínútu fyrir hálfleik en nær komust Skagamenn ekki. Þeir eru með sex stig á botni deildarinnar. Valur vann öruggan 3-0 sigur á ÍBV á heimavelli. Öll mörkin komu á fimmtán mínútna kafla í fyrri hálfleik. Jovan Mitrovic skoraði sjálfsmark á 28. mínútu og aðeins mínútum síðar skoraði Patrick Pedersen sitt sjöunda mark í sumar. Birkir Heimisson gerði svo þriðja mark Valsmanna á markamínútunni, þeirri 43. Valur er með tólf stig í 4. sæti deildarinnar en ÍBV, sem hefur aðeins fengið eitt stig í síðustu fjórum leikjum, er í 9. sætinu með átta stig. Aðeins eitt mark var skorað í leik KA og nýliða Aftureldingar á Akureyri. Það gerði Hallgrímur Mar Steingrímsson með frábæru skoti fyrir utan vítateig á 79. mínútu. Með sigrinum komst KA upp í 10. sæti deildarinnar en liðið er með átta stig. Afturelding er í 8. sætinu með tíu stig.
Besta deild karla Vestri Stjarnan Víkingur Reykjavík ÍA Valur ÍBV KA Afturelding Tengdar fréttir „Ég hefði getað sett þrjú“ „Sætt að skora fyrsta markið, sjötti leikurinn og maður er búinn að bíða eftir þessu. Búinn að vera nálægt þessu en það er svo gott að skora og geggjað að fá sigurinn“ sagði Stígur Diljan Þórðarson eftir að hafa skorað sitt fyrsta, löglega, mark á ferlinum, í 2-1 sigri Víkings gegn ÍA. 24. maí 2025 22:00 Daði Berg: Eiginlega ekki við hæfi barna Daði Berg Jónsson var að öðrum ólöstuðum maður leiksins fyrir Vestra í dag sem vann mjög góðan sigur á Stjörnunni í 8. umferð Bestu deildar karla á Kerecis vellinum í kvöld. Daði setti tvö mörk og var mikilvægur í uppspili liðsins. 24. maí 2025 21:46 Uppgjörið: Valur - ÍBV 3-0 | Valsmenn gengu frá Eyjamönnum í fyrri hálfleik Valur lagði ÍBV að velli með þremur mörkum gegn engu þegar liðin áttust við á N1-vellinum að Hlíðarenda í áttundu umferð Bestu-deildar karla í fótbolta í kvöld. 24. maí 2025 18:46 Leik lokið: Víkingur - ÍA 2-1 | Víkingar tylltu sér á toppinn Víkingur vann 2-1 gegn ÍA á Víkingsvelli í 8. umferð Bestu deildar karla. Bæði mörk Víkinga voru keimlík og markið sem þeir fengu á sig var afar klaufalegt. Víkingar tylla sér á toppinn með sigrinum en Skagamenn eru í neðsta sæti deildarinnar. 24. maí 2025 18:33 Uppgjör: Vestri - Stjarnan 3-1 | Ísfirðingar sneru við taflinu í seinni hálfleik Vestri vann ansi góðan sigur á Stjörnunni fyrr í kvöld á Kerecis vellinum á Ísafirði. Stjarnan komst yfir snemma leiks en Vestra menn sneru við taflinu í síðari hálfleik, sem þeir áttu með húð og hári, og skoruðu þrívegis til að tryggja 3-1 sigur. 24. maí 2025 18:33 Uppgjörið: KA - Afturelding 1-0 | KA af botninum KA tók á móti Aftureldingu í 8. umferð Bestu deildar karla á Greifavelli í dag. Fyrir leikinn voru KA á botni deildarinnar með fimm stig. Leiknum lauk með 1-0 sigri KA, þrjú mikilvæg stig fyrir heimamenn. 24. maí 2025 16:16 Mest lesið Sauð upp úr á blaðamannafundi Hollands á EM Fótbolti Liverpool borgar fjölskyldu Jota það sem hann átti eftir af samningnum Sport Taka ákvörðun um Glódísi á leikdag Fótbolti Uppgjörið: ÍBV - Víkingur 0-0 | Hundleiðinlegt í Eyjum Íslenski boltinn Þungt högg fyrir Hildi: Styðjum hana og hún verður klár í leik þrjú Fótbolti Óvissan tekur við hjá Hákoni Enski boltinn Uppgjörið: Vestri - Valur 0-2 | Valur heldur pressu á Víkingum Íslenski boltinn Heimir og Lagerbäck sameinaðir á ný Fótbolti Uppgjörið: ÍA - Fram 0-1 | Vuk heldur áfram að skora Íslenski boltinn Þrennubikar Man. United geymdur á Anfield Enski boltinn Fleiri fréttir „Búnir að vera á smá hrakhólum“ Uppgjörið: ÍBV - Víkingur 0-0 | Hundleiðinlegt í Eyjum Hundur vildi prófa nýja gervigrasið og fór inn á völlinn í Eyjum Uppgjörið: ÍA - Fram 0-1 | Vuk heldur áfram að skora Uppgjörið: Vestri - Valur 0-2 | Valur heldur pressu á Víkingum ÍR á toppinn en fjögur rauð spjöld og allt vitlaust í lokin Allison með fyrsta markið á nýjum Hásteinsvelli Mæta Víkingum á nýlögðu gervigrasi í Eyjum Ásgeir og Hrannar heiðruðu Jota Sjáðu glæsimark Óla Vals og öll hin í Mosfellsbæ Halldór: „Þetta er kannski lægsta orku-level sem ég hef séð hjá liðinu í sumar“ Njarðvíkingar flugu á toppinn með stórsigri í Grindavík Uppgjörið: Afturelding-Breiðablik 2-2 | Meisturum Blika fataðist flugið Þróttarar breyttu tapi í sigur með tveimur mörkum í lokin Fær tveggja leikja bann fyrir hártogið Varð fullorðinn úti „Reisn“ yfir ákvörðun Jóns Daða sem gaf stórliðunum langt nef „Eitt það versta sem ég hef séð síðustu ár“ „Tilhugsunin um að spila fyrir annað félag sat bara ekki rétt í mér“ Jón Daði skrifar undir hjá Selfossi Ætla skrefinu lengra: „Menn muna þá tilfinningu vel“ Skellihlegið í Stúkunni: Svipuð nærvera og þegar Bjössi hitti Karabatic í Lindex Stúkan: Átti annað mark ÍA að standa og hver skoraði? Sjáðu tvennur Eiðs og Nikolaj, aukaspyrnu Kjartans og öll hin mörkin Uppgjörið: Víkingur - Afturelding 2-1 | Víkingar sluppu með skrekkinn Uppgjörið: KR - FH 3-2 | Eiður Gauti hetja KR-inga Uppgjörið: Vestri - ÍA 0-2 | Sigur í fyrsta leik Lárusar Orra Uppgjörið: Fram - ÍBV 2-0 | Sanngjarn sigur heimamanna Hverju breytir Lárus Orri hjá Skagaliðinu? Þrenna á föstudagskvöldi og háskólagráða á laugardegi Sjá meira
„Ég hefði getað sett þrjú“ „Sætt að skora fyrsta markið, sjötti leikurinn og maður er búinn að bíða eftir þessu. Búinn að vera nálægt þessu en það er svo gott að skora og geggjað að fá sigurinn“ sagði Stígur Diljan Þórðarson eftir að hafa skorað sitt fyrsta, löglega, mark á ferlinum, í 2-1 sigri Víkings gegn ÍA. 24. maí 2025 22:00
Daði Berg: Eiginlega ekki við hæfi barna Daði Berg Jónsson var að öðrum ólöstuðum maður leiksins fyrir Vestra í dag sem vann mjög góðan sigur á Stjörnunni í 8. umferð Bestu deildar karla á Kerecis vellinum í kvöld. Daði setti tvö mörk og var mikilvægur í uppspili liðsins. 24. maí 2025 21:46
Uppgjörið: Valur - ÍBV 3-0 | Valsmenn gengu frá Eyjamönnum í fyrri hálfleik Valur lagði ÍBV að velli með þremur mörkum gegn engu þegar liðin áttust við á N1-vellinum að Hlíðarenda í áttundu umferð Bestu-deildar karla í fótbolta í kvöld. 24. maí 2025 18:46
Leik lokið: Víkingur - ÍA 2-1 | Víkingar tylltu sér á toppinn Víkingur vann 2-1 gegn ÍA á Víkingsvelli í 8. umferð Bestu deildar karla. Bæði mörk Víkinga voru keimlík og markið sem þeir fengu á sig var afar klaufalegt. Víkingar tylla sér á toppinn með sigrinum en Skagamenn eru í neðsta sæti deildarinnar. 24. maí 2025 18:33
Uppgjör: Vestri - Stjarnan 3-1 | Ísfirðingar sneru við taflinu í seinni hálfleik Vestri vann ansi góðan sigur á Stjörnunni fyrr í kvöld á Kerecis vellinum á Ísafirði. Stjarnan komst yfir snemma leiks en Vestra menn sneru við taflinu í síðari hálfleik, sem þeir áttu með húð og hári, og skoruðu þrívegis til að tryggja 3-1 sigur. 24. maí 2025 18:33
Uppgjörið: KA - Afturelding 1-0 | KA af botninum KA tók á móti Aftureldingu í 8. umferð Bestu deildar karla á Greifavelli í dag. Fyrir leikinn voru KA á botni deildarinnar með fimm stig. Leiknum lauk með 1-0 sigri KA, þrjú mikilvæg stig fyrir heimamenn. 24. maí 2025 16:16