Enn eitt dæmið um viðurstyggilega meðferð okkar Íslendinga á dýrum Ole Anton Bieltvedt skrifar 26. maí 2025 06:02 Helztu selirnir við Ísland eru landselur og útselur. Um 1980 mun fjöldi þeirra við landið hafa verið um 45 þúsund dýr. Um 2020 var svo komið, að dýrunum hafði fækkað um tvo þriðju; fjöldinn var kominn niður í um 15 þúsund dýr. Enda var þá svo komið, að báðar tegundir höfðu verið settar á válista spendýra (vegna útrýmingarhættu) - já, selirnir eru auðvitað spendýr, eins og reyndar við sjálf. Var landselurinn metinn sem „tegund í hættu“ og útselurinn sem „tegund í nokkurri hættu“. Í framhaldi af því, voru selir friðaðir með reglugerð nr. 1100/2019, um áramótin 2019/2020. Dýrin áttu þá loks að fá grið og frið. Þó að selurinn lifi mest við strendur landsins og í sjó og sæki fæðu sína mest í hafið, er hann landspendýr með svipaða byggingu, vitund, tilfinningalíf og náttúru og önnur landspendýr, t.a.m. hundurinn, enda heitir selur á Þýzku Seehund= sjávarhundur. Í fávísi sínu, eða kannske tilfinningaleysi, gengu menn hér, mikið sjávarbændur og sjómenn, reyndar ýmsir aðrir líka, að selnum sem sjávardýri, nánast einhverjum fiski, sem mæti berja til bana með lurkum eða drekkja – kæfa til bana – í netum, þrátt fyrir það hryllilega dauðastríð, sem slíkar aðfarir ollu dýrunum. Selir eru með háþróuð lungu, og tók dauðastríðið í netum, köfnunin, oft 15-20 mínútur, og, ef dýrið sat fast ofarlega í netinu, náði aðeins að draga andann inn á milli, gat lífsbaráttan staðið klukkutímunum saman, og skárust þá netstrengir oft inn í hold og bein og juku enn á þjáningar og skelfingu, þar til dauðinn líknaði. Í raun er með ólíkindum, að „góðir og gengir“ Íslendingar skuli hafa lagt sig niður við þessar veiðar, með þessum villimannlega hætti, alla vega síðustu áratugi, eftir að skotvopn urðu aðgengileg og almenn. Því miður erum við hér enn mest einir á parti, með þessar hrottalegu veiðiaðferðir, en netveiðar spendýra, þar sem þeim er drekkt og þau nídd til dauða, eru bannaðar í flestum eða öllum siðmenntuðum löndum. Eins og fram kom hér að ofan, áttu blessuðu selirnir loks að fá grið og frið um áramótin 2019/2020, en nýleg athugun mín hjá Fiskistofu sýnir annað. Frá 2020 til dagsins í dag, hefur Fiskistofa veitt undanþágur frá friðun, veiðileyfi til selveiðimanna, og hafa á milli 400 og 500 dýr verið drepin, þrátt fyrir friðun! Til hvers var eiginlega verið að friða? Var þetta bara skrípaleikur? Voru veiðimenn svo illa settir, að þeir þyrftu að halda áfram að drepa sel, lík að hluta til með þessum skelfilegu aðferðum, var það þeirra einasta björg? Af þessum dýrum voru um 40 barin til bana með lurkum og um 50 veidd í net, og þau þannig kæfð til dauða eða þeim drekkt. Hvernig getur Fiskistofa leyft þetta - þetta eru líka friðuð dýr - og, hvernig geta veiðimenn farið svona viðurstyggilega fram gagnvart dýrunum? Við friðun dýranna bætist svo það, að þessar hryllilegu veiðiaðfarir og veiðar eru stranglega bannaðar með lögum. Í grein 21. laga nr. 55/2013 segir: Dýr skulu aflífuð með skjótum og sársaukalausum hætti...“, og „Óheimilt er að aflífa dýr með því að drekkja þeim, nema um sé að ræða gildruveiðar minka...“. Í 26. grein sömu laga, um föngun villtra dýra, segir: Við föngun villtra dýra er óheimilt að beita aðferðum, sem valda limlestingum eða kvölum“. Í 27. grein sömu laga, um veiðar, segir: Við veiðar er óheimilt að beita aðferðum, sem valda dýri óþarfa limlestingum eða kvölum“. Það er því fullkomlega skýrt, að, þó að selir væru ekki friðaðir, væru þær veiðiaðferðir, sem Fiskistofa leyfir - reyndar í nafni og á vegum atvinnuvegaráðherra - , brot á fjölmörgum lagagreinum og kolólöglegar! Þessi villimennska í veiðum friðaðra sela bætist við langan og ljótan lista okkar Íslendinga á sviði misklunnarleysis gagnvart villtum dýr, ágangs gegn þeim, misþyrminga og níðs: Veiðar stórhvela, sem engin önnur þjóð leyfir veiðar á, en lífið er murkað úr verulegum hluta dýranna með fornaldarlegum hætti, blóðmerahald, sem er óumdeilt kvalræði fyrir dýrin, dýraníð, viðgengst hér í stórum stíl, en enginn önnur Evrópuþjóð leyfir það, dráp á hreinkúm frá 7-8 vikna hreinkálfum, sem varla standa í fæturna og eru engan veginn fullbúnir til að standa á eigin fótum, mjólkur- og móðurlausir, hrynja niður sem slíkir á veturna, við leyfum líka loðdýrahald, þar sem dýrin eru látin húka í vírnetsbúri, rétt sömu stærðar og þau sjálf, mánuðum eða árum saman, tryllast þar mörg af angist og kvalræði og eru svo kæfð til dauða með eiturgasi, en langflestar þjóðir Evrópu hafa bannað það með lögum, eins dettur okkur ekki í hug, að gefa rjúpunni loks grið og frið, eftir gengdarlausa ásókn og árásir áratugum saman, en í byrjun síðustu aldar voru hér 3-5 milljónir rjúpna, en nú er vorstofninn kominn niður í 100 þúsund fugla, og er sá, sem stýrir veiðitillögum, sjálfur rjúpnaveiðimaður. Pólarrefurinn, er líka hundeltur, yrðlingar fangaðir með fótbogum í greni og svo oft barðir til bana með steini, læða oft svelt úr greni og svo skotin og legið fyrir stegg, þegar að hann fer að leita að björg í bú, greni, en þrátt fyrir yfirlegu Umhverfisstofnunar og viðtækar fyrirspurnir um allt land, hefur vart komið upp tjón vegna refs nú í 10 ár. Hvers kona fólk erum við eiginlega, og, hvernig má það vera, að í stefnuskrá nýrrar ríkisstjórnar skuli ekki vera stafur – ekki einn – um dýra-, náttúru- og umhverfisvernd!? Höfundur er samfélagsrýnir og dýraverndarsinni. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Ole Anton Bieltvedt Mest lesið Konur sem stinga hvor aðra í bakið Sigríður Svanborgardóttir Skoðun Sameining sem eflir íslenskan landbúnað Egill Gautason Skoðun Það er list að lifa með krabbameini Hlíf Steingrímsdóttir Skoðun Um kynjafræði og pólítík Hanna Björg Vilhjálmsdóttir Skoðun Fjölbreytileiki er styrkleiki Guðmundur Ingi Kristinsson Skoðun Eitt spilakort, betri spilamenning – er skaðaminnkandi Ingvar Örn Ingvarsson Skoðun Orðræða mótar menningu – og menningin mótar okkur öll Jóhanna Bárðardóttir Skoðun Mega einhverf hverfa? Ármann Pálsson,Björg Torfadóttir,Sigrún Ósk,Sigurjón Már,Halldóra Hafsteins,Guðlaug Svala Kristjánsdóttir,Mamiko Dís Ragnarsdóttir Skoðun Ef þið bara hefðuð séð heiminn út frá mínum augum: Börn & ADHD Stefán Þorri Helgason Skoðun Konur á örorku Sigríður Ingibjörg Ingadóttir,Steinunn Bragadóttir Skoðun Skoðun Skoðun Orðræða mótar menningu – og menningin mótar okkur öll Jóhanna Bárðardóttir skrifar Skoðun Eitt spilakort, betri spilamenning – er skaðaminnkandi Ingvar Örn Ingvarsson skrifar Skoðun Sameining sem eflir íslenskan landbúnað Egill Gautason skrifar Skoðun Konur sem stinga hvor aðra í bakið Sigríður Svanborgardóttir skrifar Skoðun Fjölbreytileiki er styrkleiki Guðmundur Ingi Kristinsson skrifar Skoðun Það er list að lifa með krabbameini Hlíf Steingrímsdóttir skrifar Skoðun Um kynjafræði og pólítík Hanna Björg Vilhjálmsdóttir skrifar Skoðun Við fylgjum þér frá getnaði til grafar Benedikt S. Benediktsson skrifar Skoðun Mega einhverf hverfa? Ármann Pálsson,Björg Torfadóttir,Sigrún Ósk,Sigurjón Már,Halldóra Hafsteins,Guðlaug Svala Kristjánsdóttir,Mamiko Dís Ragnarsdóttir skrifar Skoðun Ef þið bara hefðuð séð heiminn út frá mínum augum: Börn & ADHD Stefán Þorri Helgason skrifar Skoðun 112. liðurinn í aðgerðaáætlun í menntamálum? Ingólfur Ásgeir Jóhannesson skrifar Skoðun Konur á örorku Sigríður Ingibjörg Ingadóttir,Steinunn Bragadóttir skrifar Skoðun Drambið okkar Júlíus Valsson skrifar Skoðun Við vitum Guðrún Jónsdóttir skrifar Skoðun Ekki sama hvaðan gott kemur Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Börn í meðferð eiga rétt á fagfólki orð duga ekki lengur! Steindór Þórarinsson skrifar Skoðun Greindarskerðing eða ofurgáfur með gervigreind Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Að hafa hemil á nýjum ófjármögnuðum útgjöldum er lykillinn að sjálfbærum rekstri sveitarfélaga Jón Ingi Hákonarson skrifar Skoðun Homo sapiens að öðrum toga: Af hverju ætti ég eiginlega að mæta á PIFF-kvikmyndhátíðina? Ólafur Guðsteinn Kristjánsson skrifar Skoðun Stöndum saman gegn fjölþáttaógnum Bryndís Haraldsdóttir skrifar Skoðun Hagræðing á kostnað fjölbreytni og gæðamenntunar Ida Marguerite Semey skrifar Skoðun Umbúðir en ekkert innihald í Hafnarfirði Einar Geir Þorsteinsson skrifar Skoðun Við viljum tala íslensku, en hvernig Ólafur Guðsteinn Kristjánsson skrifar Skoðun Mansalsmál á Íslandi Kristján Þórður Snæbjarnarson skrifar Skoðun Hættur heimsins virða engin landamæri Tótla I. Sæmundsdóttir skrifar Skoðun Tímamót í sjálfsvígsforvörnum Ingibjörg Isaksen skrifar Skoðun Yfirgangur, yfirlæti og endastöð Strætó Axel Hall skrifar Skoðun Hugsum fíknivanda upp á nýtt - Ný nálgun í meðhöndlun fíknivanda og áhættuhegðunar Svala Jóhannesdóttir,Lilja Sif Þorsteinsdóttir skrifar Skoðun Háskólinn á Bifröst – Öflugur og sjálfstæður fjarnámsskóli Sólveig Hallsteinsdóttir skrifar Skoðun Það eru fleiri fiskar í sjónum og fleiri sjónarmið í hafstjórn Guðbjörg Ásta Ólafsdóttir skrifar Sjá meira
Helztu selirnir við Ísland eru landselur og útselur. Um 1980 mun fjöldi þeirra við landið hafa verið um 45 þúsund dýr. Um 2020 var svo komið, að dýrunum hafði fækkað um tvo þriðju; fjöldinn var kominn niður í um 15 þúsund dýr. Enda var þá svo komið, að báðar tegundir höfðu verið settar á válista spendýra (vegna útrýmingarhættu) - já, selirnir eru auðvitað spendýr, eins og reyndar við sjálf. Var landselurinn metinn sem „tegund í hættu“ og útselurinn sem „tegund í nokkurri hættu“. Í framhaldi af því, voru selir friðaðir með reglugerð nr. 1100/2019, um áramótin 2019/2020. Dýrin áttu þá loks að fá grið og frið. Þó að selurinn lifi mest við strendur landsins og í sjó og sæki fæðu sína mest í hafið, er hann landspendýr með svipaða byggingu, vitund, tilfinningalíf og náttúru og önnur landspendýr, t.a.m. hundurinn, enda heitir selur á Þýzku Seehund= sjávarhundur. Í fávísi sínu, eða kannske tilfinningaleysi, gengu menn hér, mikið sjávarbændur og sjómenn, reyndar ýmsir aðrir líka, að selnum sem sjávardýri, nánast einhverjum fiski, sem mæti berja til bana með lurkum eða drekkja – kæfa til bana – í netum, þrátt fyrir það hryllilega dauðastríð, sem slíkar aðfarir ollu dýrunum. Selir eru með háþróuð lungu, og tók dauðastríðið í netum, köfnunin, oft 15-20 mínútur, og, ef dýrið sat fast ofarlega í netinu, náði aðeins að draga andann inn á milli, gat lífsbaráttan staðið klukkutímunum saman, og skárust þá netstrengir oft inn í hold og bein og juku enn á þjáningar og skelfingu, þar til dauðinn líknaði. Í raun er með ólíkindum, að „góðir og gengir“ Íslendingar skuli hafa lagt sig niður við þessar veiðar, með þessum villimannlega hætti, alla vega síðustu áratugi, eftir að skotvopn urðu aðgengileg og almenn. Því miður erum við hér enn mest einir á parti, með þessar hrottalegu veiðiaðferðir, en netveiðar spendýra, þar sem þeim er drekkt og þau nídd til dauða, eru bannaðar í flestum eða öllum siðmenntuðum löndum. Eins og fram kom hér að ofan, áttu blessuðu selirnir loks að fá grið og frið um áramótin 2019/2020, en nýleg athugun mín hjá Fiskistofu sýnir annað. Frá 2020 til dagsins í dag, hefur Fiskistofa veitt undanþágur frá friðun, veiðileyfi til selveiðimanna, og hafa á milli 400 og 500 dýr verið drepin, þrátt fyrir friðun! Til hvers var eiginlega verið að friða? Var þetta bara skrípaleikur? Voru veiðimenn svo illa settir, að þeir þyrftu að halda áfram að drepa sel, lík að hluta til með þessum skelfilegu aðferðum, var það þeirra einasta björg? Af þessum dýrum voru um 40 barin til bana með lurkum og um 50 veidd í net, og þau þannig kæfð til dauða eða þeim drekkt. Hvernig getur Fiskistofa leyft þetta - þetta eru líka friðuð dýr - og, hvernig geta veiðimenn farið svona viðurstyggilega fram gagnvart dýrunum? Við friðun dýranna bætist svo það, að þessar hryllilegu veiðiaðfarir og veiðar eru stranglega bannaðar með lögum. Í grein 21. laga nr. 55/2013 segir: Dýr skulu aflífuð með skjótum og sársaukalausum hætti...“, og „Óheimilt er að aflífa dýr með því að drekkja þeim, nema um sé að ræða gildruveiðar minka...“. Í 26. grein sömu laga, um föngun villtra dýra, segir: Við föngun villtra dýra er óheimilt að beita aðferðum, sem valda limlestingum eða kvölum“. Í 27. grein sömu laga, um veiðar, segir: Við veiðar er óheimilt að beita aðferðum, sem valda dýri óþarfa limlestingum eða kvölum“. Það er því fullkomlega skýrt, að, þó að selir væru ekki friðaðir, væru þær veiðiaðferðir, sem Fiskistofa leyfir - reyndar í nafni og á vegum atvinnuvegaráðherra - , brot á fjölmörgum lagagreinum og kolólöglegar! Þessi villimennska í veiðum friðaðra sela bætist við langan og ljótan lista okkar Íslendinga á sviði misklunnarleysis gagnvart villtum dýr, ágangs gegn þeim, misþyrminga og níðs: Veiðar stórhvela, sem engin önnur þjóð leyfir veiðar á, en lífið er murkað úr verulegum hluta dýranna með fornaldarlegum hætti, blóðmerahald, sem er óumdeilt kvalræði fyrir dýrin, dýraníð, viðgengst hér í stórum stíl, en enginn önnur Evrópuþjóð leyfir það, dráp á hreinkúm frá 7-8 vikna hreinkálfum, sem varla standa í fæturna og eru engan veginn fullbúnir til að standa á eigin fótum, mjólkur- og móðurlausir, hrynja niður sem slíkir á veturna, við leyfum líka loðdýrahald, þar sem dýrin eru látin húka í vírnetsbúri, rétt sömu stærðar og þau sjálf, mánuðum eða árum saman, tryllast þar mörg af angist og kvalræði og eru svo kæfð til dauða með eiturgasi, en langflestar þjóðir Evrópu hafa bannað það með lögum, eins dettur okkur ekki í hug, að gefa rjúpunni loks grið og frið, eftir gengdarlausa ásókn og árásir áratugum saman, en í byrjun síðustu aldar voru hér 3-5 milljónir rjúpna, en nú er vorstofninn kominn niður í 100 þúsund fugla, og er sá, sem stýrir veiðitillögum, sjálfur rjúpnaveiðimaður. Pólarrefurinn, er líka hundeltur, yrðlingar fangaðir með fótbogum í greni og svo oft barðir til bana með steini, læða oft svelt úr greni og svo skotin og legið fyrir stegg, þegar að hann fer að leita að björg í bú, greni, en þrátt fyrir yfirlegu Umhverfisstofnunar og viðtækar fyrirspurnir um allt land, hefur vart komið upp tjón vegna refs nú í 10 ár. Hvers kona fólk erum við eiginlega, og, hvernig má það vera, að í stefnuskrá nýrrar ríkisstjórnar skuli ekki vera stafur – ekki einn – um dýra-, náttúru- og umhverfisvernd!? Höfundur er samfélagsrýnir og dýraverndarsinni.
Mega einhverf hverfa? Ármann Pálsson,Björg Torfadóttir,Sigrún Ósk,Sigurjón Már,Halldóra Hafsteins,Guðlaug Svala Kristjánsdóttir,Mamiko Dís Ragnarsdóttir Skoðun
Skoðun Mega einhverf hverfa? Ármann Pálsson,Björg Torfadóttir,Sigrún Ósk,Sigurjón Már,Halldóra Hafsteins,Guðlaug Svala Kristjánsdóttir,Mamiko Dís Ragnarsdóttir skrifar
Skoðun Að hafa hemil á nýjum ófjármögnuðum útgjöldum er lykillinn að sjálfbærum rekstri sveitarfélaga Jón Ingi Hákonarson skrifar
Skoðun Homo sapiens að öðrum toga: Af hverju ætti ég eiginlega að mæta á PIFF-kvikmyndhátíðina? Ólafur Guðsteinn Kristjánsson skrifar
Skoðun Hugsum fíknivanda upp á nýtt - Ný nálgun í meðhöndlun fíknivanda og áhættuhegðunar Svala Jóhannesdóttir,Lilja Sif Þorsteinsdóttir skrifar
Skoðun Háskólinn á Bifröst – Öflugur og sjálfstæður fjarnámsskóli Sólveig Hallsteinsdóttir skrifar
Skoðun Það eru fleiri fiskar í sjónum og fleiri sjónarmið í hafstjórn Guðbjörg Ásta Ólafsdóttir skrifar
Mega einhverf hverfa? Ármann Pálsson,Björg Torfadóttir,Sigrún Ósk,Sigurjón Már,Halldóra Hafsteins,Guðlaug Svala Kristjánsdóttir,Mamiko Dís Ragnarsdóttir Skoðun