Lífið

Óttar keypti 320 milljóna króna þak­í­búð

Svava Marín Óskarsdóttir skrifar
Óttar Pálsson hæstaréttarlögmaður festi kaup á glæsilegri þakíbúð.
Óttar Pálsson hæstaréttarlögmaður festi kaup á glæsilegri þakíbúð. Logos

Óttar Pálsson, hæstaréttarlögmaður og einn af eigendum lögfræðistofunnar Logos, hefur fest kaup á 210 fermetra íbúð á sjöundu hæð í nýlegu og vönduðu lyftuhúsi við Vesturgötu í Reykjavík, á svokölluðum Héðinsreit. Kaupverðið nam 320 milljónum króna.

Um er að ræða bjarta og rúmgóða þakíbúð þar sem stofa, eldhús og borðstofa renna saman í eitt rými með gólfsíðum gluggum og aukinni lofthæð.

Íbúðin telur þrjú svefnherbergi og þrjú baðherbergi, þar af hjónasvíta með sér baðherbergi og fataherbergi. Þá er sér þvottahús innan íbúðar. Útgengt er á rúmlega 78 fermetra þaksvalir úr stofu og hjónaherbergi, auk minni svala úr stofu. Eigninni fylgja tvö bílastæði í lokaðri bílageymslu. Útsýnið er stórbrotið – yfir Faxaflóa, Esjuna, Snæfellsnes og gamla Vesturbæinn.

Fram kemur í lýsingu fasteignarinnar að mikill metnaður hafi verið lagður hönnun eignarinnar, bæði á innra flæði og við efnisval, sem spegla listrænan metnað hússins í heild sinni.

„Ítölsku innanhússhönnuðirnir hjá Studio Marco Piva hafa hannað þrjú þemu fyrir innri frágang íbúðanna sem sækja innblástur í íslenska landslagið, hugtökin eru Eimur, Sær og Blámi. Hönnuninni er ætlað að skapa einstakan lífstíl sem sameinar íslenskan arkitektúr og ítalska innanhúshönnun á glæsilegan og vandaðan hátt,“ kemur fram í lýsingu eignarinnar.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.