Hvað þýðir það að vera úr sömu sveit? Margrét Ágústa Sigurðardóttir skrifar 27. maí 2025 08:00 Okkur er of tamt að horfa bara á það sem aðskilur okkur og á þá hluti sem við erum ósammála um. Við drögum hvert annað sjálfrátt, eða ósjálfrátt, í dilka. Þetta er engum að kenna, heldur bara mannlegt eðli held ég. Því ber hins vegar ekki að neita að ýmislegt í ört breytilegu samskiptalandslaginu ýtir frekar undir þessa tilhneigingu í okkur. Hvort sem fólk er úr Vesturbænum (eins og ég) eða austan af fjörðum, úthverfum eða milli heiða, er staðreyndin sú að við eigum miklu meira sameiginlegt en margir halda og það er miklu meira sem sameinar okkur en sundrar. Við hjá Bændasamtökunum vildum minna á þessa einföldu staðreynd með auglýsingunum okkar en slagorðið „Við erum öll úr sömu sveit“ er ekki bara nostalgísk vísun í íslenska sögu, menningu eða einhverja baðstofurómantík. Ísland er lítið land, eyja í Atlantshafi, og Íslendingar eru lítil þjóð í stóra samhenginu og við eigum sameiginlega hagsmuni. Í ákveðnum skilningi er Ísland bara ein stór sveit og við sem hér búum, hvort sem við erum nýflutt til landsins eða getum rakið ættir okkar til Landnámu, eigum tengsl við þessa sömu sveit. Þetta bindur þræði okkar saman á marga vegu og þýðir líka að þótt oft megi skilja annað á opinberri umræðu höfum við sömu hagsmuna að gæta - líka þegar kemur að landbúnaði. Við erum að sjálfsögðu að taka þetta samtal út frá sjónarhóli bænda og þeirra sem starfa í matvælaframleiðslu á Íslandi. Mörgum bændum þykir sem skilningur og þekking á þeirra starfi mætti vera meiri meðal almennings og eflaust gengur það í báðar áttir. Bændasamtökin vilja því gera tilraun til að færa samtalið upp úr hefðbundnum farvegi þar sem fólk fer í kunnuglegar stellingar. Við viljum gera okkar til að stuðla að því að skilningur og þekking aukist. Við viljum draga úr fjarlægðinni og draga fram í ljósið það sem við eigum sameiginlegt, því fólkið sem starfar við landbúnað er alls konar. Það samanstendur af fjölbreyttum hópi sem fellur ekki að úreltum staðalímyndum. Margbreytileiki þess er mikill, hvort sem litið er til uppruna, aldurs, kyns eða stjórnmálaskoðana. Þess vegna stígum við þetta skref og viljum gera okkar til að styrkja á ný tengsl bænda og almennings. Ég hvet líka fólk og fyrirtæki til að taka þátt í umræðunni á jákvæðan og uppbyggilegan hátt. Reynum að sjá það góða hvert í öðru og hvernig við reiðum okkur öll hvert á annað. Við sjáum strax hvað þessi nálgun getur haft mikil áhrif, til dæmis á góðum viðbrögðum framkvæmdastjóra Félags atvinnurekenda við auglýsingunni. Jákvæð samskipti byggð á grunni sameiginlegra hagsmuna eru miklu líklegri til árangurs, bæði fyrir bændur og neytendur sem hafa sömu hagsmuna að gæta. Bændum er of oft stillt upp gegn neytendum á meðan sannleikurinn er sá, að sambandið er nánara en margur gerir sér grein fyrir. Hvert mjólkurglas, gúrkusneiðin, eggin, skinkusamlokan eða lærissneiðin á grillinu eru allt þræðir sem tengja okkur saman. Við erum öll í sama liði - úr sömu sveitinni. Höfundur er framkvæmdastjóri Bændasamtaka Íslands. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Landbúnaður Margrét Ágústa Sigurðardóttir Mest lesið Kemur maður í manns stað? Steinunn Þórðardóttir Skoðun Þjóðin sem ákvað að leggja sjálfa sig niður Margrét Tryggvadóttir,Sigríður Hagalín Björnsdóttir Skoðun Hvað er að vera vók? Eva Hauksdóttir Skoðun Þolinmæði Hafnfirðinga er á þrotum! Kristín Thoroddsen Skoðun Hjólhýsabyggð á heima í borginni Einar Sveinbjörn Guðmundsson Skoðun Þeir vita sem nota Jón Pétur Zimsen Skoðun Halldór 22.11.2025 Samúel Karl Ólason Halldór Gleymdu ekki þínum minnsta bróður. Sigurður Fossdal Skoðun R-BUGL: Ábyrgðin er okkar allra Guðmundur Ingi Þóroddsson Skoðun Hvar eru sérkennararnir í nýjum lögum um inngildandi menntun? Sædís Ósk Harðardóttir Skoðun Skoðun Skoðun Kemur maður í manns stað? Steinunn Þórðardóttir skrifar Skoðun R-BUGL: Ábyrgðin er okkar allra Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Gleymdu ekki þínum minnsta bróður. Sigurður Fossdal skrifar Skoðun Íslensk tunga þarf meiri stuðning Ármann Jakobsson,Eva María Jónsdóttir skrifar Skoðun Hvar eru sérkennararnir í nýjum lögum um inngildandi menntun? Sædís Ósk Harðardóttir skrifar Skoðun Hjálpum spilafíklum Þorleifur Hallbjörn Ingólfsson skrifar Skoðun Hvað er að vera vók? Eva Hauksdóttir skrifar Skoðun Þjóðin sem ákvað að leggja sjálfa sig niður Margrét Tryggvadóttir,Sigríður Hagalín Björnsdóttir skrifar Skoðun Hvað kennir hugrekki okkur? Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Þeir vita sem nota Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Hjólhýsabyggð á heima í borginni Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Mannréttindi eða plakat á vegg? Friðþjófur Helgi Karlsson skrifar Skoðun „Friðartillögur“ Bandaríkjamanna eru svik við Úkraínu Arnór Sigurjónsson skrifar Skoðun Styrkur Íslands liggur í grænni orku Sverrir Falur Björnsson skrifar Skoðun Eftir hverju er verið að bíða? Hlöðver Skúli Hákonarson skrifar Skoðun Fjölmenningarborgin Reykjavík - með stóru Effi Sabine Leskopf skrifar Skoðun Á öllum tímum í sögunni hafa verið til Pönkarar Martha Árnadóttir skrifar Skoðun Hlutverk hverfa í borgarstefnu Óskar Dýrmundur Ólafsson skrifar Skoðun Gæludýraákvæðin eru gallagripur Árni Stefán Árnason skrifar Skoðun Glæpamenn í glerhúsi Ólafur Stephensen skrifar Skoðun Það kostar að menga, þú sparar á að menga minna Guðríður Eldey Arnardóttir skrifar Skoðun Þolinmæði Hafnfirðinga er á þrotum! Kristín Thoroddsen skrifar Skoðun Hægagangur í samskiptum við bæjaryfirvöld Hilmar Freyr Gunnarsson skrifar Skoðun Dagur mannréttinda (sumra) barna Vigdís Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Sterk ferðaþjónusta skapar sterkara samfélag Ingibjörg Isaksen skrifar Skoðun Hvað finnst Grindvíkingum? Jóhanna Lilja Birgisdóttir,Guðrún Pétursdóttir,Ingibjörg Lilja Ómarsdóttir skrifar Skoðun Alvöru tækifæri í gervigreind Halldór Kári Sigurðarson skrifar Skoðun Erum við í ofbeldissambandi við ESB? Magnús Árni Skjöld Magnússon skrifar Skoðun „Við lofum að gera þetta ekki aftur“ Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Það ber allt að sama brunni. – Mín kenning. Björn Ólafsson skrifar Sjá meira
Okkur er of tamt að horfa bara á það sem aðskilur okkur og á þá hluti sem við erum ósammála um. Við drögum hvert annað sjálfrátt, eða ósjálfrátt, í dilka. Þetta er engum að kenna, heldur bara mannlegt eðli held ég. Því ber hins vegar ekki að neita að ýmislegt í ört breytilegu samskiptalandslaginu ýtir frekar undir þessa tilhneigingu í okkur. Hvort sem fólk er úr Vesturbænum (eins og ég) eða austan af fjörðum, úthverfum eða milli heiða, er staðreyndin sú að við eigum miklu meira sameiginlegt en margir halda og það er miklu meira sem sameinar okkur en sundrar. Við hjá Bændasamtökunum vildum minna á þessa einföldu staðreynd með auglýsingunum okkar en slagorðið „Við erum öll úr sömu sveit“ er ekki bara nostalgísk vísun í íslenska sögu, menningu eða einhverja baðstofurómantík. Ísland er lítið land, eyja í Atlantshafi, og Íslendingar eru lítil þjóð í stóra samhenginu og við eigum sameiginlega hagsmuni. Í ákveðnum skilningi er Ísland bara ein stór sveit og við sem hér búum, hvort sem við erum nýflutt til landsins eða getum rakið ættir okkar til Landnámu, eigum tengsl við þessa sömu sveit. Þetta bindur þræði okkar saman á marga vegu og þýðir líka að þótt oft megi skilja annað á opinberri umræðu höfum við sömu hagsmuna að gæta - líka þegar kemur að landbúnaði. Við erum að sjálfsögðu að taka þetta samtal út frá sjónarhóli bænda og þeirra sem starfa í matvælaframleiðslu á Íslandi. Mörgum bændum þykir sem skilningur og þekking á þeirra starfi mætti vera meiri meðal almennings og eflaust gengur það í báðar áttir. Bændasamtökin vilja því gera tilraun til að færa samtalið upp úr hefðbundnum farvegi þar sem fólk fer í kunnuglegar stellingar. Við viljum gera okkar til að stuðla að því að skilningur og þekking aukist. Við viljum draga úr fjarlægðinni og draga fram í ljósið það sem við eigum sameiginlegt, því fólkið sem starfar við landbúnað er alls konar. Það samanstendur af fjölbreyttum hópi sem fellur ekki að úreltum staðalímyndum. Margbreytileiki þess er mikill, hvort sem litið er til uppruna, aldurs, kyns eða stjórnmálaskoðana. Þess vegna stígum við þetta skref og viljum gera okkar til að styrkja á ný tengsl bænda og almennings. Ég hvet líka fólk og fyrirtæki til að taka þátt í umræðunni á jákvæðan og uppbyggilegan hátt. Reynum að sjá það góða hvert í öðru og hvernig við reiðum okkur öll hvert á annað. Við sjáum strax hvað þessi nálgun getur haft mikil áhrif, til dæmis á góðum viðbrögðum framkvæmdastjóra Félags atvinnurekenda við auglýsingunni. Jákvæð samskipti byggð á grunni sameiginlegra hagsmuna eru miklu líklegri til árangurs, bæði fyrir bændur og neytendur sem hafa sömu hagsmuna að gæta. Bændum er of oft stillt upp gegn neytendum á meðan sannleikurinn er sá, að sambandið er nánara en margur gerir sér grein fyrir. Hvert mjólkurglas, gúrkusneiðin, eggin, skinkusamlokan eða lærissneiðin á grillinu eru allt þræðir sem tengja okkur saman. Við erum öll í sama liði - úr sömu sveitinni. Höfundur er framkvæmdastjóri Bændasamtaka Íslands.
Þjóðin sem ákvað að leggja sjálfa sig niður Margrét Tryggvadóttir,Sigríður Hagalín Björnsdóttir Skoðun
Skoðun Þjóðin sem ákvað að leggja sjálfa sig niður Margrét Tryggvadóttir,Sigríður Hagalín Björnsdóttir skrifar
Skoðun Hvað finnst Grindvíkingum? Jóhanna Lilja Birgisdóttir,Guðrún Pétursdóttir,Ingibjörg Lilja Ómarsdóttir skrifar
Þjóðin sem ákvað að leggja sjálfa sig niður Margrét Tryggvadóttir,Sigríður Hagalín Björnsdóttir Skoðun