Fjögur börn í hópi þeirra mest slösuðu Vésteinn Örn Pétursson skrifar 26. maí 2025 22:07 Bílnum var ekið á hóp fólks á Water-stræti. AP/Danny Lawson Fjögur börn voru í hópi þeirra sem slösuðust þegar bíl var ekið á hóp fólks í Liverpool í kvöld. Málið er ekki rannsakað sem hryðjuverk. Einn hefur verið handtekinn og lögregla telur hann hafa verið einan að verki. Þetta kom fram á blaðamannafundi lögreglunnar í Liverpool í kvöld. Mikill fjöldi fólks hafði safnast saman á strætum borgarinnar til að fylgjast með sigurskrúðgöngu karlaliðs Liverpool í knattspyrnu, sem lauk keppni í ensku úrvalsdeildinni í gær og stóð uppi sem enskur meistari. Leita ekki að fleirum Jenny Sims, aðstoðaryfirlögregluþjónn hjá lögreglunni í Liverpool, sagði á fundinum að „nokkur fjöldi fólks“ hefði slasast og verið færður á sjúkrahús til aðhlynningar. Þar að auki hafi stór hópur fólks á öllum aldri slasast en ekki þarfnast aðhlynningar á sjúkrahúsi, heldur hafi verið hlúð að því fólki á vettvangi. Þá sagði hún 53 ára mann, sem talið er að hafi ekið bifreiðinni, hafa verið handtekinn. Rannsókn á aðdraganda málsins væri hafin, en ekki væri talið að um hryðjuverk hafi verið að ræða. Talið sé að maðurinn hafi verið einn að verki, og ekki væri verið að leita að fleirum. Fjórum bjargað undan bílnum David Kitchen, yfirmaður sjúkraflutninga á norðvestur Englandi sagði viðbragðsaðila hafa verið fljóta á staðinn. Alls hafi 27 manns verið fluttir á sjúkrahús til aðhlynningar, þar af fjögur börn. Einn sjúkraflutningamaður á reiðhjóli hefði slasast, en þó ekki alvarlega. Yfirmaður slökkviliðs Merseyside, Nick Searle, sagði þrjá fullorðna einstaklinga og eitt barn hafa verið undir bílnum þegar viðbragðsaðila bar að garði. Þeim hafi verið komið til bjargar eins skjótt og auðið var, og komið í sjúkrabíl. Fyrir blaðamannafundinn hafði verið greint frá því að 53 ára karlmaður væri í haldi lögreglu, og að hann væri breskur og hvítur, eins og það var orðað í tilkynningu lögreglu. Þar var almenningur einnig hvattur til þess að taka ekki þátt í getgátum um atvikið, og beðinn um koma upplýsingum sem hjálpað gætu til við rannsókn málsins beint til lögreglunnar. Bretland England Tengdar fréttir „Bara sjokk hvað maður var nálægt þessu“ Íslendingur sem var viðstaddur skrúðgöngu til heiðurs knattspyrnuliðinu Liverpool, þar sem bíl var ekið inn í þvögu fólks, segist í áfalli vegna atburðarins. Hún og foreldrar hennar voru steinsnar frá götunni þar sem bílnum var ekið í mannhafið. 26. maí 2025 19:46 Einn í haldi eftir að ekið var á fólk í Liverpool Karlmaður á sextugsaldri er í haldi lögreglunnar í Liverpool eftir að bíl var ekið á fólk. Þetta mun hafa átt sér stað á skrúðgöngu knattspyrnuliðsins Liverpool sem fer fram þessa stundina. 26. maí 2025 18:20 Mest lesið Heimferðin frá Tenerife algjör martröð Innlent Annar starfsmaður þingflokks Sjálfstæðisflokksins hættir Innlent Slapp með skrekkinn við myndatöku í Reynisfjöru Innlent Eldur logar á Siglufirði Innlent „Ég er ekki sammála þessari umræðu og þessari nálgun“ Innlent „Ísland fyrst, svo allt hitt“ Innlent „Enn einn hundur dáinn“ og kallað eftir úrbótum hjá borginni Innlent Andrés við Epstein árið 2011: „Við erum saman í þessu“ Erlent Bókaþjófur herjar á íslenska rithöfunda á ný Innlent Algengast að fólk láni eða fái lánuð verkja- og róandi lyf Innlent Fleiri fréttir Hvað svo? Trump segir næsta fasa friðaráætlunar hafinn Tugir látnir eftir úrhelli í Mexíkó Dóttir bæjarstjórans grunuð um árásina Bein útsending: Mikil fagnaðarlæti í Palestínu og Ísrael Bein útsending: Trump ávarpar ísraelska þingið Gert að vara við sjaldgæfum fylgikvilla Halda æfingu fyrir finnska þingmenn í neyðarskýli Andrés við Epstein árið 2011: „Við erum saman í þessu“ Rússar uggandi vegna tals um Tomahawk flaugar fyrir Úkraínu Allir lifandi gíslarnir lausir úr prísund sinni „Hafið engar áhyggjur af Kína, það verður allt í góðu lagi“ Fágætar bækur hurfu í tugatali úr bókasöfnum og reyndust allar rússneskar Neyðaraðstoð flæðir inn í Gasa Ian Watkins myrtur af samföngum Lögreglan í Ósló beitti mótmælendur táragasi Funda um friðarsáttmála í Egyptalandi á mánudag Átján saknað eftir harmleikinn í Tennessee Hafa frest til mánudags til að sleppa gíslunum Hundrað prósenta tollaaukning á allar vörur frá Kína Nóbelsnefndin rannsakar mögulegan leka og óvenjuleg veðmál Gengst við því að hafa grandað farþegaþotunni Fjöldi látinn eftir að verksmiðja sprakk í loft upp Norska ríkisstjórnin slær skipagöngin út af borðinu Hótar að beita Hamas hörðu afvopnist samtökin ekki Nóbelsnefndin hafi valið pólitík fram yfir frið Settu forsetann af vegna glæpaöldu í Perú Venesúelskur stjórnarandstæðingur hlaut friðarverðlaun Nóbels Bein útsending: Hver hlýtur friðarverðlaun Nóbels? Taívanir vilja reisa varnarhjúp gegn Kína Harðar árásir á Kænugarð í nótt Sjá meira
Þetta kom fram á blaðamannafundi lögreglunnar í Liverpool í kvöld. Mikill fjöldi fólks hafði safnast saman á strætum borgarinnar til að fylgjast með sigurskrúðgöngu karlaliðs Liverpool í knattspyrnu, sem lauk keppni í ensku úrvalsdeildinni í gær og stóð uppi sem enskur meistari. Leita ekki að fleirum Jenny Sims, aðstoðaryfirlögregluþjónn hjá lögreglunni í Liverpool, sagði á fundinum að „nokkur fjöldi fólks“ hefði slasast og verið færður á sjúkrahús til aðhlynningar. Þar að auki hafi stór hópur fólks á öllum aldri slasast en ekki þarfnast aðhlynningar á sjúkrahúsi, heldur hafi verið hlúð að því fólki á vettvangi. Þá sagði hún 53 ára mann, sem talið er að hafi ekið bifreiðinni, hafa verið handtekinn. Rannsókn á aðdraganda málsins væri hafin, en ekki væri talið að um hryðjuverk hafi verið að ræða. Talið sé að maðurinn hafi verið einn að verki, og ekki væri verið að leita að fleirum. Fjórum bjargað undan bílnum David Kitchen, yfirmaður sjúkraflutninga á norðvestur Englandi sagði viðbragðsaðila hafa verið fljóta á staðinn. Alls hafi 27 manns verið fluttir á sjúkrahús til aðhlynningar, þar af fjögur börn. Einn sjúkraflutningamaður á reiðhjóli hefði slasast, en þó ekki alvarlega. Yfirmaður slökkviliðs Merseyside, Nick Searle, sagði þrjá fullorðna einstaklinga og eitt barn hafa verið undir bílnum þegar viðbragðsaðila bar að garði. Þeim hafi verið komið til bjargar eins skjótt og auðið var, og komið í sjúkrabíl. Fyrir blaðamannafundinn hafði verið greint frá því að 53 ára karlmaður væri í haldi lögreglu, og að hann væri breskur og hvítur, eins og það var orðað í tilkynningu lögreglu. Þar var almenningur einnig hvattur til þess að taka ekki þátt í getgátum um atvikið, og beðinn um koma upplýsingum sem hjálpað gætu til við rannsókn málsins beint til lögreglunnar.
Bretland England Tengdar fréttir „Bara sjokk hvað maður var nálægt þessu“ Íslendingur sem var viðstaddur skrúðgöngu til heiðurs knattspyrnuliðinu Liverpool, þar sem bíl var ekið inn í þvögu fólks, segist í áfalli vegna atburðarins. Hún og foreldrar hennar voru steinsnar frá götunni þar sem bílnum var ekið í mannhafið. 26. maí 2025 19:46 Einn í haldi eftir að ekið var á fólk í Liverpool Karlmaður á sextugsaldri er í haldi lögreglunnar í Liverpool eftir að bíl var ekið á fólk. Þetta mun hafa átt sér stað á skrúðgöngu knattspyrnuliðsins Liverpool sem fer fram þessa stundina. 26. maí 2025 18:20 Mest lesið Heimferðin frá Tenerife algjör martröð Innlent Annar starfsmaður þingflokks Sjálfstæðisflokksins hættir Innlent Slapp með skrekkinn við myndatöku í Reynisfjöru Innlent Eldur logar á Siglufirði Innlent „Ég er ekki sammála þessari umræðu og þessari nálgun“ Innlent „Ísland fyrst, svo allt hitt“ Innlent „Enn einn hundur dáinn“ og kallað eftir úrbótum hjá borginni Innlent Andrés við Epstein árið 2011: „Við erum saman í þessu“ Erlent Bókaþjófur herjar á íslenska rithöfunda á ný Innlent Algengast að fólk láni eða fái lánuð verkja- og róandi lyf Innlent Fleiri fréttir Hvað svo? Trump segir næsta fasa friðaráætlunar hafinn Tugir látnir eftir úrhelli í Mexíkó Dóttir bæjarstjórans grunuð um árásina Bein útsending: Mikil fagnaðarlæti í Palestínu og Ísrael Bein útsending: Trump ávarpar ísraelska þingið Gert að vara við sjaldgæfum fylgikvilla Halda æfingu fyrir finnska þingmenn í neyðarskýli Andrés við Epstein árið 2011: „Við erum saman í þessu“ Rússar uggandi vegna tals um Tomahawk flaugar fyrir Úkraínu Allir lifandi gíslarnir lausir úr prísund sinni „Hafið engar áhyggjur af Kína, það verður allt í góðu lagi“ Fágætar bækur hurfu í tugatali úr bókasöfnum og reyndust allar rússneskar Neyðaraðstoð flæðir inn í Gasa Ian Watkins myrtur af samföngum Lögreglan í Ósló beitti mótmælendur táragasi Funda um friðarsáttmála í Egyptalandi á mánudag Átján saknað eftir harmleikinn í Tennessee Hafa frest til mánudags til að sleppa gíslunum Hundrað prósenta tollaaukning á allar vörur frá Kína Nóbelsnefndin rannsakar mögulegan leka og óvenjuleg veðmál Gengst við því að hafa grandað farþegaþotunni Fjöldi látinn eftir að verksmiðja sprakk í loft upp Norska ríkisstjórnin slær skipagöngin út af borðinu Hótar að beita Hamas hörðu afvopnist samtökin ekki Nóbelsnefndin hafi valið pólitík fram yfir frið Settu forsetann af vegna glæpaöldu í Perú Venesúelskur stjórnarandstæðingur hlaut friðarverðlaun Nóbels Bein útsending: Hver hlýtur friðarverðlaun Nóbels? Taívanir vilja reisa varnarhjúp gegn Kína Harðar árásir á Kænugarð í nótt Sjá meira
„Bara sjokk hvað maður var nálægt þessu“ Íslendingur sem var viðstaddur skrúðgöngu til heiðurs knattspyrnuliðinu Liverpool, þar sem bíl var ekið inn í þvögu fólks, segist í áfalli vegna atburðarins. Hún og foreldrar hennar voru steinsnar frá götunni þar sem bílnum var ekið í mannhafið. 26. maí 2025 19:46
Einn í haldi eftir að ekið var á fólk í Liverpool Karlmaður á sextugsaldri er í haldi lögreglunnar í Liverpool eftir að bíl var ekið á fólk. Þetta mun hafa átt sér stað á skrúðgöngu knattspyrnuliðsins Liverpool sem fer fram þessa stundina. 26. maí 2025 18:20