Körfubolti

Hörður Axel tekur við Kefla­vík á nýjan leik

Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar
„Má segja að Hörður sé kominn heim,“ segir í tilkynningu Keflavíkur.
„Má segja að Hörður sé kominn heim,“ segir í tilkynningu Keflavíkur. Keflavík

Hörður Axel Vilhjálmsson hefur skrifað undir tveggja ára samning sem næsti þjálfari Keflavíkur í Bónus deild kvenna í körfubolta.

Hörður Axel hefur undanfarin ár spilað með Álftanesi en þessi 36 ára gamli fyrrverandi landsliðsmaður ákvað að leggja skóna á hilluna að nýafstöðnu tímabili loknu. Hann hefur nú verið tilkynntur sem þjálfara kvennaliðs Keflavíkur en það var í treyju Keflavíkur sem hann varð einn besti leikmaður sem Ísland hefur alið. Þá hefur hann þjálfað kvennalið félagsins áður.

„Fyrir stuttu lék hann sinn síðasta leik sem leikmaður en hann tilkynnti opinberlega eftir að Álftanes féll úr leik eftir æsispennandi einvígi gegn Tindastól að hafi leikið sinn síðasta leik. Það verður því frábært að fá hann inn í þjálfarateymið okkar. Framundan eru spennandi tímar og Hörður er kominn á fullt í það að undirbúa komandi vetur,“ segir í yfirlýsingu Keflavíkur.

„Stefnan er að sjálfsögðu sett á toppinn,“ segir að endingu í yfirlýsingunni. Reikna má með að liðið sé því stórhuga á markaðnum en Haukar eru Íslandsmeistarar eftir sigur á Njarðvík í seríu sem fór alla leið í oddaleik.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×