Segir Guðmund Hrafn ekki sjá bjálkann í eigin auga Jakob Bjarnar skrifar 27. maí 2025 10:03 Sólveig Anna fer hinum háðuglegustu orðum um afstöðu Guðmundar Hrafns. Hún telur hann kasta steinum úr glerhúsi en hann sé þó woke, sem sé gott. vísir/einar/Vilhelm Sólveig Anna Jónsdóttir formaður Eflingar gefur lítið fyrir orð Guðmundar Hrafns Arngrímssonar formanns Leigjendasamtakanna og segir hann mótsagnakenndan. Vísir birti viðtal við Guðmund Hrafn sem lýsti aðalfundi Sósíalistaflokksins eins og hann kom honum fyrir sjónir í ítarlegu viðtali. Víst er að deilurnar innan Sósíalistaflokksins eru flóknar og þær eru persónulegar. „Maðurinn sem ærðist af bræði þegar að Efling undirritaði kjarasamninga á almennum vinnumarkaði fyrir rúmu ári, þrátt fyrir að hafa sjálfur aldrei komið nálægt kjarasamningsviðræðum,“ segir Sólveig Anna. Að þekkja skortsins glímutök Og hún er hvergi nærri hætt og tekur enga fanga frekar en fyrri daginn. Sólveig Anna fer háðslegum orðum um viðhorf Guðmundar Hrafns sem hún telur einkennast af einsýni. „... hellti sér yfir mig með svívirðingum og fór svo um og hvatti fólk til að fella samningana, af fullkomnu ábyrgðarleysi, vegna þess að ég og félagar mínir í samninganefnd Eflingar tókum ekki nægilega vel við skipunum frá honum,“ segir Sólveig Anna meðal annars í athugasemd á Facebook. Sólveig Anna segir nú Guðmund Hrafn saka þau sem tekið hafa við völdum í Sósíalistaflokknum m.a. um „móðgunargirni og mjög tilfinningahlaðin viðbrögð“ við undirbúning aðalfundar flokksins og á honum. Þetta telur Sólveig Anna sérdeilis einkennileg viðbrögð. „Þarna talar hann af innsýn - ég hef reynslu af hans tilfinningahlöðnu móðgunargirni yfir því að hlutirnir færu öðruvísi en hann hafði ákveðið - ég var ekki nógu dugleg í „valdeflingu öreiganna“, ólíkt honum og vinum hans sem þekkja skortsins glímutök betur en aðrir og hvernig uppræta má þau.“ „Woke til frelsis er falið, vorri fylkingu í dag“ Hún spyr: „Hví sér þú flísina í auga bróður þíns en tekur ekki eftir bjálkanum í auga þínu? segi ég nú bara.“ Í viðtalinu var Guðmundur Hrafn spurður sérstaklega út í messu Sólveigar Önnu um woke, afdrifarík ræða sem hún flutti á Samstöðinni og hellti sér þá yfir Hallgrím Helgason rithöfund. Þessi ræða var afdrifarík og leiddi á endanum til úrsagnar Sólveigar Önnu úr Sósíalistaflokknum. „En hann er mjög woke - sem er voða gott, og eins og öll vita vænlegt í baráttunni fyrir frelsun þeirra arðrændu. Ég spái miklum sigrum framundan hjá honum í því heilaga verkefni; Woke til frelsis er falið, vorri fylkingu í dag, unz Internationalinn er allra kynjalag!“ Eins og áður sagði eru deilurnar innan Sósíalistaflokksins afar flóknar. Nú velta menn því til að mynda fyrir sér hvort Sólveig Anna ætli aftur að ganga til liðs við flokkinn. Þetta er í ljósi þess að á lista sem Sanna Magdalena Mörtudóttir, fyrrverandi pólitískur leiðtogi flokksins, gaf út var að finna alla þá sem töluðu gegn Sólveigu í „woke-málinu“. En svarið við þeirri spurningu liggur ekki á lausu. Sósíalistaflokkurinn Félagasamtök Samfélagsmiðlar Mest lesið Ökumaður dráttarvélarinnar fluttur með þyrlu Innlent Fjögurra ára martröð Karlottu lauk með sýknudómi Innlent „Af hverju sit ég einn af öllum þessum mönnum fyrir framan dómara?“ Innlent Vill fá úr skorið hvort „annarlegar hvatir“ liggi að baki sniðgöngunni Innlent Verzlingar settu upp húfur og skelltu sér til Krítar Innlent Lét öllum illum látum og fær engar bætur Innlent Náðar raunveruleikastjörnur sem sviku tugmilljónir dala út úr bönkum Erlent Fólk flytur á landsbyggðina fyrir ódýrara húsnæði og rólegra umhverfi Innlent Frystir Facebook hópinn og rýfur tengsl við Sósíalistaflokkinn Innlent Tjaldaði á túni í miðborg Reykjavíkur Innlent Fleiri fréttir Átta nemendur með ágætiseinkunn Margt til fyrirmyndar á Íslandi en gerir athugasemd við einangrunarvistun ódæmdra fanga Oscar fluttur úr landi á þriðjudag Sveitastjóraskipti í Reykhólahreppi Stærsti óttinn varð að veruleika á þriðja degi af 90 Fasteignamat fyrir 2026: Seltjarnarnes hástökkvarinn á höfuðborgarsvæðinu Tjaldaði á túni í miðborg Reykjavíkur Samrunatillögur bankanna og sjóveikur sundkappi Ökumaður dráttarvélarinnar fluttur með þyrlu Viðja bar sex lömbum takk fyrir „Af hverju sit ég einn af öllum þessum mönnum fyrir framan dómara?“ Dúxinn greip í saxófóninn Fjögurra ára martröð Karlottu lauk með sýknudómi Bein útsending: Uggandi yfir breytingum á Heiðmörk Úrslit hjá sósíalistum nær nákvæmlega eftir leiðbeiningum Dró vélarvana fiskibát að landi nærri Grindavík Bein útsending: Norðurslóðir í breyttum heimi Verzlingar settu upp húfur og skelltu sér til Krítar Óttast að stefna Trump-stjórnarinnar fæli námsmenn frá Bandaríkjunum Ísland verði að hafa skoðun á vörnum NATO við landið Fasteignamatið hækkar og áhyggjufullir námsmenn Staðfesta byggingaráform á Fannborgar- og Traðarreit Fólk flytur á landsbyggðina fyrir ódýrara húsnæði og rólegra umhverfi Kanna hvort ástæða sé til að endurvekja kjörstað í Fljótum Vill fá úr skorið hvort „annarlegar hvatir“ liggi að baki sniðgöngunni „Vestfirska efnahagsævintýrið“ í hættu verði veiðigjöldin hækkuð „Allsvakalega vímaður og ölvaður“ kallaði lögreglumenn „fagga og tíkur“ Sparnaðurinn bitni á fjölskyldum Málið alvarlegra en stjórnmálamenn gera sér grein fyrir Frystir Facebook hópinn og rýfur tengsl við Sósíalistaflokkinn Sjá meira
Vísir birti viðtal við Guðmund Hrafn sem lýsti aðalfundi Sósíalistaflokksins eins og hann kom honum fyrir sjónir í ítarlegu viðtali. Víst er að deilurnar innan Sósíalistaflokksins eru flóknar og þær eru persónulegar. „Maðurinn sem ærðist af bræði þegar að Efling undirritaði kjarasamninga á almennum vinnumarkaði fyrir rúmu ári, þrátt fyrir að hafa sjálfur aldrei komið nálægt kjarasamningsviðræðum,“ segir Sólveig Anna. Að þekkja skortsins glímutök Og hún er hvergi nærri hætt og tekur enga fanga frekar en fyrri daginn. Sólveig Anna fer háðslegum orðum um viðhorf Guðmundar Hrafns sem hún telur einkennast af einsýni. „... hellti sér yfir mig með svívirðingum og fór svo um og hvatti fólk til að fella samningana, af fullkomnu ábyrgðarleysi, vegna þess að ég og félagar mínir í samninganefnd Eflingar tókum ekki nægilega vel við skipunum frá honum,“ segir Sólveig Anna meðal annars í athugasemd á Facebook. Sólveig Anna segir nú Guðmund Hrafn saka þau sem tekið hafa við völdum í Sósíalistaflokknum m.a. um „móðgunargirni og mjög tilfinningahlaðin viðbrögð“ við undirbúning aðalfundar flokksins og á honum. Þetta telur Sólveig Anna sérdeilis einkennileg viðbrögð. „Þarna talar hann af innsýn - ég hef reynslu af hans tilfinningahlöðnu móðgunargirni yfir því að hlutirnir færu öðruvísi en hann hafði ákveðið - ég var ekki nógu dugleg í „valdeflingu öreiganna“, ólíkt honum og vinum hans sem þekkja skortsins glímutök betur en aðrir og hvernig uppræta má þau.“ „Woke til frelsis er falið, vorri fylkingu í dag“ Hún spyr: „Hví sér þú flísina í auga bróður þíns en tekur ekki eftir bjálkanum í auga þínu? segi ég nú bara.“ Í viðtalinu var Guðmundur Hrafn spurður sérstaklega út í messu Sólveigar Önnu um woke, afdrifarík ræða sem hún flutti á Samstöðinni og hellti sér þá yfir Hallgrím Helgason rithöfund. Þessi ræða var afdrifarík og leiddi á endanum til úrsagnar Sólveigar Önnu úr Sósíalistaflokknum. „En hann er mjög woke - sem er voða gott, og eins og öll vita vænlegt í baráttunni fyrir frelsun þeirra arðrændu. Ég spái miklum sigrum framundan hjá honum í því heilaga verkefni; Woke til frelsis er falið, vorri fylkingu í dag, unz Internationalinn er allra kynjalag!“ Eins og áður sagði eru deilurnar innan Sósíalistaflokksins afar flóknar. Nú velta menn því til að mynda fyrir sér hvort Sólveig Anna ætli aftur að ganga til liðs við flokkinn. Þetta er í ljósi þess að á lista sem Sanna Magdalena Mörtudóttir, fyrrverandi pólitískur leiðtogi flokksins, gaf út var að finna alla þá sem töluðu gegn Sólveigu í „woke-málinu“. En svarið við þeirri spurningu liggur ekki á lausu.
Sósíalistaflokkurinn Félagasamtök Samfélagsmiðlar Mest lesið Ökumaður dráttarvélarinnar fluttur með þyrlu Innlent Fjögurra ára martröð Karlottu lauk með sýknudómi Innlent „Af hverju sit ég einn af öllum þessum mönnum fyrir framan dómara?“ Innlent Vill fá úr skorið hvort „annarlegar hvatir“ liggi að baki sniðgöngunni Innlent Verzlingar settu upp húfur og skelltu sér til Krítar Innlent Lét öllum illum látum og fær engar bætur Innlent Náðar raunveruleikastjörnur sem sviku tugmilljónir dala út úr bönkum Erlent Fólk flytur á landsbyggðina fyrir ódýrara húsnæði og rólegra umhverfi Innlent Frystir Facebook hópinn og rýfur tengsl við Sósíalistaflokkinn Innlent Tjaldaði á túni í miðborg Reykjavíkur Innlent Fleiri fréttir Átta nemendur með ágætiseinkunn Margt til fyrirmyndar á Íslandi en gerir athugasemd við einangrunarvistun ódæmdra fanga Oscar fluttur úr landi á þriðjudag Sveitastjóraskipti í Reykhólahreppi Stærsti óttinn varð að veruleika á þriðja degi af 90 Fasteignamat fyrir 2026: Seltjarnarnes hástökkvarinn á höfuðborgarsvæðinu Tjaldaði á túni í miðborg Reykjavíkur Samrunatillögur bankanna og sjóveikur sundkappi Ökumaður dráttarvélarinnar fluttur með þyrlu Viðja bar sex lömbum takk fyrir „Af hverju sit ég einn af öllum þessum mönnum fyrir framan dómara?“ Dúxinn greip í saxófóninn Fjögurra ára martröð Karlottu lauk með sýknudómi Bein útsending: Uggandi yfir breytingum á Heiðmörk Úrslit hjá sósíalistum nær nákvæmlega eftir leiðbeiningum Dró vélarvana fiskibát að landi nærri Grindavík Bein útsending: Norðurslóðir í breyttum heimi Verzlingar settu upp húfur og skelltu sér til Krítar Óttast að stefna Trump-stjórnarinnar fæli námsmenn frá Bandaríkjunum Ísland verði að hafa skoðun á vörnum NATO við landið Fasteignamatið hækkar og áhyggjufullir námsmenn Staðfesta byggingaráform á Fannborgar- og Traðarreit Fólk flytur á landsbyggðina fyrir ódýrara húsnæði og rólegra umhverfi Kanna hvort ástæða sé til að endurvekja kjörstað í Fljótum Vill fá úr skorið hvort „annarlegar hvatir“ liggi að baki sniðgöngunni „Vestfirska efnahagsævintýrið“ í hættu verði veiðigjöldin hækkuð „Allsvakalega vímaður og ölvaður“ kallaði lögreglumenn „fagga og tíkur“ Sparnaðurinn bitni á fjölskyldum Málið alvarlegra en stjórnmálamenn gera sér grein fyrir Frystir Facebook hópinn og rýfur tengsl við Sósíalistaflokkinn Sjá meira