Ásakaður um að lemja leikmenn í unglingaliði Roma Ágúst Orri Arnarson skrifar 27. maí 2025 14:30 Nicolo Zaniolo er leikmaður Fiorentina og sést hér í leik gegn Roma fyrr á tímabilinu. Hann var áhorfandi á leik unglingaliðanna í gærkvöldi og fór inn í klefa Roma eftir leik. Silvia Lore/Getty Images Ítalska knattspyrnusambandið hefur hrundið af stað rannsókn eftir að Roma ásakaði Nicolo Zaniolo, leikmann Fiorentina, um að storma inn í búningsherbergi og slá til tveggja leikmanna í unglingaliði Roma, eftir leik unglingaliðanna í gærkvöldi. Zaniolo segist hafa ætlað að þakka þeim fyrir tímabilið, þeir hafi svarað með móðgandi hætti og hann hafi yfirgefið svæðið. Zaniolo er leikmaður Fiorentina, að láni frá Galatasaray í Tyrklandi, og var viðstaddur leik unglingaliðanna í gærkvöldi. Fiorentina vann Roma 2-1 í undanúrslitum u20 deildarinnar. Roma segir í yfirlýsingu sem félagið sendi frá sér í gærkvöldi að Zaniolo hafi stormað inn í búningsherbergi Roma eftir leik, með ögrandi tilburðum og átt í orðaskiptum við leikmenn liðsins. Tveir þeirra hafi síðan verið slegnir. Fiorentina sendi einnig frá sér yfirlýsingu í gær, þar sem er ekki minnst á neitt ofbeldi, og Zaniolo segir: „Eftir leik fór ég niður í búningsherbergi til að óska Fiorentina strákunum til hamingju. Síðan fór ég inn í búningsherbergi Roma. Ég ætlaði að heilsa þeim og óska þeim til hamingju með flott tímabil, en þeir svöruðu með móðgandi hætti og þá ákvað ég, til þess að koma í veg fyrir að hlutirnir færu úr böndunum, að fara.“ Zaniolo spilaði sjálfur með Roma frá 2018-2023. Massimo Insabato/Mondadori Portfolio via Getty Images Yfirvöld á Ítalíu undu sér strax til verks. Saksóknari ítalska knattspyrnusambandsins hóf rannsókn í morgun og mun yfirheyra aðila málsins eins fljótt og auðið er. Zaniolo á yfir höfði sér bann frá allri knattspyrnuiðkun á Ítalíu, finnist hann sekur. Zaniolo var á sínum tíma einn efnilegasti leikmaður Ítalíu og var valinn besti ungi leikmaður ítölsku úrvalsdeildarinnar árið 2018, þá sem leikmaður Roma. Hann var hjá félaginu næstu fimm ár og vann Sambandsdeildina undir stjórn Jose Mourinho árið 2022 en fór síðan til Galatasaray árið 2023. Honum hefur hins vegar ekki vegna vel í Tyrklandi, aðeins spilað tíu leiki fyrir Galatasaray, og verið sendur á lán til Aston Villa, Atalanta og nú Fiorentina, þar sem hann er uppalinn. Ítalski boltinn Mest lesið Dóttir Scholes fékk svakalegt augnaráð frá pabba sínum Enski boltinn Gefa allan hagnað af Ísraelsleiknum til góðgerðamála Fótbolti Liverpool búið að selja leikmenn fyrir meira en 33 milljarða í sumar Enski boltinn „Nei, þetta var örugglega ég að spýta á þig“ Sport „Guð hvað ég hafði rangt fyrir mér og ég er ánægður með það“ Íslenski boltinn Fóru að slást í klefanum og voru báðir settir á sölulista Fótbolti Stoltir af að klófesta hæfileikabúnt frá Íslandi Fótbolti Isak rýfur þögnina og segir Newcastle hafa svikið loforð Enski boltinn Bræðraslagur í bikarúrslitaleiknum í ár: „Er alltaf að reyna að ögra mér“ Íslenski boltinn Pep Guardiola hjálpar Ten Hag Enski boltinn Fleiri fréttir „Guð hvað ég hafði rangt fyrir mér og ég er ánægður með það“ Stoltir af að klófesta hæfileikabúnt frá Íslandi Bræðraslagur í bikarúrslitaleiknum í ár: „Er alltaf að reyna að ögra mér“ Dóttir Scholes fékk svakalegt augnaráð frá pabba sínum Liverpool búið að selja leikmenn fyrir meira en 33 milljarða í sumar Pep Guardiola hjálpar Ten Hag Gefa allan hagnað af Ísraelsleiknum til góðgerðamála Kylian Mbappe tryggði Real Madrid sigurinn Isak rýfur þögnina og segir Newcastle hafa svikið loforð Völdu Mo Salah bestan en Chris Wood frekar en Haaland í lið ársins Fóru að slást í klefanum og voru báðir settir á sölulista Ronaldo sýndi mikla óeigingirni og nú er bikar í boði í næsta leik Sóla ekki skemmt yfir Owen-treyju: „Vil ekki sjá hana“ Eze fari til Spurs fyrir vikulok KSÍ opið fyrir sjálfkrafa bönnum en reglubreyting ekki í vinnslu Sjáðu mark Chiesa frá öllum vinklum og öll hin mörkin Valsmenn bara mannlegir? „Ég ætla ekki í eina einustu tæklingu hérna“ Isak skrópar á verðlaunahátíð Úlfarnir kaupa hraðasta leikmann Ítalíu Klárlega búið að vanmeta Man. City Chiesa núna ákveðinn í að vera áfram hjá Liverpool Tvö mörk með fyrstu tveimur snertingunum Sá ekki fram á tækifæri hjá Rosenborg og getur ekki hætt að skora fyrir Lyngby Stúkan birti samskipti dómara: „Ég þarf að taka stórar ákvarðanir“ Sjáðu Galdurinn á bak við það að KR komst úr fallsæti Fyrrum leikmaður Sir Alex er prestur Sjáðu vítadóminn sem færði Leeds sigurinn í gærkvöldi Ung fótboltakona afvopnaði nettröllin á glæsilegan hátt Fagnaði með syni sínum en var vísað af leikvanginum: „Þetta er sonur minn“ Óskar Hrafn: Spurningar sem þarf að svara fyrir næsta leik Sjá meira
Zaniolo er leikmaður Fiorentina, að láni frá Galatasaray í Tyrklandi, og var viðstaddur leik unglingaliðanna í gærkvöldi. Fiorentina vann Roma 2-1 í undanúrslitum u20 deildarinnar. Roma segir í yfirlýsingu sem félagið sendi frá sér í gærkvöldi að Zaniolo hafi stormað inn í búningsherbergi Roma eftir leik, með ögrandi tilburðum og átt í orðaskiptum við leikmenn liðsins. Tveir þeirra hafi síðan verið slegnir. Fiorentina sendi einnig frá sér yfirlýsingu í gær, þar sem er ekki minnst á neitt ofbeldi, og Zaniolo segir: „Eftir leik fór ég niður í búningsherbergi til að óska Fiorentina strákunum til hamingju. Síðan fór ég inn í búningsherbergi Roma. Ég ætlaði að heilsa þeim og óska þeim til hamingju með flott tímabil, en þeir svöruðu með móðgandi hætti og þá ákvað ég, til þess að koma í veg fyrir að hlutirnir færu úr böndunum, að fara.“ Zaniolo spilaði sjálfur með Roma frá 2018-2023. Massimo Insabato/Mondadori Portfolio via Getty Images Yfirvöld á Ítalíu undu sér strax til verks. Saksóknari ítalska knattspyrnusambandsins hóf rannsókn í morgun og mun yfirheyra aðila málsins eins fljótt og auðið er. Zaniolo á yfir höfði sér bann frá allri knattspyrnuiðkun á Ítalíu, finnist hann sekur. Zaniolo var á sínum tíma einn efnilegasti leikmaður Ítalíu og var valinn besti ungi leikmaður ítölsku úrvalsdeildarinnar árið 2018, þá sem leikmaður Roma. Hann var hjá félaginu næstu fimm ár og vann Sambandsdeildina undir stjórn Jose Mourinho árið 2022 en fór síðan til Galatasaray árið 2023. Honum hefur hins vegar ekki vegna vel í Tyrklandi, aðeins spilað tíu leiki fyrir Galatasaray, og verið sendur á lán til Aston Villa, Atalanta og nú Fiorentina, þar sem hann er uppalinn.
Ítalski boltinn Mest lesið Dóttir Scholes fékk svakalegt augnaráð frá pabba sínum Enski boltinn Gefa allan hagnað af Ísraelsleiknum til góðgerðamála Fótbolti Liverpool búið að selja leikmenn fyrir meira en 33 milljarða í sumar Enski boltinn „Nei, þetta var örugglega ég að spýta á þig“ Sport „Guð hvað ég hafði rangt fyrir mér og ég er ánægður með það“ Íslenski boltinn Fóru að slást í klefanum og voru báðir settir á sölulista Fótbolti Stoltir af að klófesta hæfileikabúnt frá Íslandi Fótbolti Isak rýfur þögnina og segir Newcastle hafa svikið loforð Enski boltinn Bræðraslagur í bikarúrslitaleiknum í ár: „Er alltaf að reyna að ögra mér“ Íslenski boltinn Pep Guardiola hjálpar Ten Hag Enski boltinn Fleiri fréttir „Guð hvað ég hafði rangt fyrir mér og ég er ánægður með það“ Stoltir af að klófesta hæfileikabúnt frá Íslandi Bræðraslagur í bikarúrslitaleiknum í ár: „Er alltaf að reyna að ögra mér“ Dóttir Scholes fékk svakalegt augnaráð frá pabba sínum Liverpool búið að selja leikmenn fyrir meira en 33 milljarða í sumar Pep Guardiola hjálpar Ten Hag Gefa allan hagnað af Ísraelsleiknum til góðgerðamála Kylian Mbappe tryggði Real Madrid sigurinn Isak rýfur þögnina og segir Newcastle hafa svikið loforð Völdu Mo Salah bestan en Chris Wood frekar en Haaland í lið ársins Fóru að slást í klefanum og voru báðir settir á sölulista Ronaldo sýndi mikla óeigingirni og nú er bikar í boði í næsta leik Sóla ekki skemmt yfir Owen-treyju: „Vil ekki sjá hana“ Eze fari til Spurs fyrir vikulok KSÍ opið fyrir sjálfkrafa bönnum en reglubreyting ekki í vinnslu Sjáðu mark Chiesa frá öllum vinklum og öll hin mörkin Valsmenn bara mannlegir? „Ég ætla ekki í eina einustu tæklingu hérna“ Isak skrópar á verðlaunahátíð Úlfarnir kaupa hraðasta leikmann Ítalíu Klárlega búið að vanmeta Man. City Chiesa núna ákveðinn í að vera áfram hjá Liverpool Tvö mörk með fyrstu tveimur snertingunum Sá ekki fram á tækifæri hjá Rosenborg og getur ekki hætt að skora fyrir Lyngby Stúkan birti samskipti dómara: „Ég þarf að taka stórar ákvarðanir“ Sjáðu Galdurinn á bak við það að KR komst úr fallsæti Fyrrum leikmaður Sir Alex er prestur Sjáðu vítadóminn sem færði Leeds sigurinn í gærkvöldi Ung fótboltakona afvopnaði nettröllin á glæsilegan hátt Fagnaði með syni sínum en var vísað af leikvanginum: „Þetta er sonur minn“ Óskar Hrafn: Spurningar sem þarf að svara fyrir næsta leik Sjá meira