Sakaður um morðtilraun og akstur undir áhrifum fíkniefna Samúel Karl Ólason skrifar 27. maí 2025 15:55 Rúmlega fimmtíu manns voru flutt á sjúkrahús eftir að maður ók inn í þvögu fólks í Liverpool í gær. AP/Jon Super Maðurinn sem sakaður er um að hafa ekið inn í þvögu fólks í Liverpool í Englandi í gær, hefur verið formlega handtekinn. Hann er sakaður um morðtilraun og fyrir akstur undir áhrifum fíkniefna. Rúmlega fimmtíu manns voru flutt á sjúkrahús eftir atvikið í gær en ellefu eru þar enn. Enginn er þó í lífshættu, samkvæmt lögreglu. Ekki er litið á atvikið sem hryðjuverk. Maðurinn, sem er 53 ára gamall og frá West Derby í Liverpool, er í haldi lögreglu og hefur hann verið yfirheyrður í dag, samkvæmt frétt Sky News. Meðal annars er verið að reyna að finna svör við því af hverju hann ók inn á lokað svæði og á allt fólkið. Eins og áður segir er talið að hann hafi verið undir áhrifum fíkniefna þegar hann ók inn á lokað svæði þar sem stuðningsmenn fótboltafélags Liverpool voru að fagna titli liðsins. Maðurinn er talinn hafa ekið á eftir sjúkrabíl sem sendur var á vettvang vegna hjartaáfalls og þannig hafi hann komist fram hjá vegatálmum kringum hátíðarsvæðið. Maðurinn hefur ekki verið ákærður en lögreglan hefur til hádegis á morgun að ákæra hann eða sleppa honum úr haldi. "We have arrested a 53-year-old man on suspicion of attempted murder."Police say the man was held after a car hit crowds at Liverpool’s title parade. He remains in custody on suspicion of attempted murder and drug driving.https://t.co/Y445YQ2pGQ📺 Sky 501 and YouTube pic.twitter.com/LNzEkzNQkn— Sky News (@SkyNews) May 27, 2025 Myndefni af atvikinu fór fljótt í dreifingu á samfélagsmiðlum og samhliða því hóst mikil umræða um ökumann bílsins, hver hann væri og hvað honum hefði gengið til. Mörg ósannindi hafa verið í dreifingu. Þess vegna drifu forsvarsmenn lögreglunnar út upplýsingar um að maðurinn væri 53 ára gamall, hann væri hvítur og hann væri frá Liverpool. Þá var fljótt haldinn blaðamannafundur þar sem lögreglan sagði að ekki væri um hryðjuverk að ræða. Bretland England Erlend sakamál Tengdar fréttir Forstjóri Liverpool þakkar stuðningsmönnum sem hjálpuðu hver öðrum Forstjóri Liverpool, Billy Hogan, ávarpaði stuðningsmenn félagsins í morgun, eftir að bíl var ekið inn í skrúðgöngu í borginni í gærkvöldi. 27. maí 2025 12:45 Niðurbrotinn Klopp í sjokki Jurgen Klopp, fyrrverandi þjálfari enska úrvalsdeildarfélagsins Liverpool, segist í færslu á samfélagsmiðlum núna í morgun vera í sjokki og niðurbrotinn vegna atburðarins í Liverpoolborg í gær þar sem að maður ók bíl sínum á hóp fólks sem var að fagna Englandmeistaratitli Liverpool. 27. maí 2025 11:21 Fjögur börn í hópi þeirra mest slösuðu Fjögur börn voru í hópi þeirra sem slösuðust þegar bíl var ekið á hóp fólks í Liverpool í kvöld. Málið er ekki rannsakað sem hryðjuverk. Einn hefur verið handtekinn og lögregla telur hann hafa verið einan að verki. 26. maí 2025 22:07 „Bara sjokk hvað maður var nálægt þessu“ Íslendingur sem var viðstaddur skrúðgöngu til heiðurs knattspyrnuliðinu Liverpool, þar sem bíl var ekið inn í þvögu fólks, segist í áfalli vegna atburðarins. Hún og foreldrar hennar voru steinsnar frá götunni þar sem bílnum var ekið í mannhafið. 26. maí 2025 19:46 Mest lesið Harpa Elín Haraldsdóttir er látin Innlent „Menn eiga ekki að vera að hnýsast í gögn sem þeim koma ekki við“ Innlent Lögreglan innsiglaði Flóka Innlent Stefnt að leiðtogaprófkjöri eftir áramót og kunnugleg nöfn mögulega í pottinum Innlent „Lífsgæðin mín hafa verið tekin aftur í burtu frá mér“ Innlent Snúin staða Sönnu og sameiginlegt framboð virðist ekki í kortunum Innlent „Upp er runninn Kristrúnar Frostaveturinn mikli“ Innlent Ítrekar hótanir sínar og hvetur íbúa til að kjósa Cuomo Erlent Ölvaður en ekki barnaníðingur Innlent Grunaðir um hundruð milljóna króna þjófnað en ganga lausir Innlent Fleiri fréttir Dick Cheney, einn arkítekta Íraksstríðsins, er látinn Með meðvitund fastur í rústunum en lést á leið á sjúkrahús Hyggjast banna klám sem sýnir kyrkingar Ítrekar hótanir sínar og hvetur íbúa til að kjósa Cuomo Ætlar ekki að láta „óða“ Demókrata kúga sig Ódæðin í Súdan mögulega glæpir gegn mannkyninu Handtekin fyrir að leka myndbandi af misþyrmingu á fanga Myndar stjórn með fjarhægriflokkum Miðaldaturn í Róm hrundi að hluta Áfengisneysla „Evrópumeistara í unglingadrykkju“ dregst saman Bandarískir erindrekar hótuðu evrópskum kollegum sínum Konur í Afganistan óttist raunverulega að heimurinn gleymi þeim Mamdani mælist með gott forskot degi fyrir kosningar Að minnsta kosti 20 látnir eftir stóran skjálfta í Afganistan Segir Bandaríkin ekki geta ráðist inn Konur í Afganistan óttist raunverulega að heimurinn gleymi þeim Annar hinna handteknu látinn laus: „Drepið mig, drepið mig, drepið mig“ Andrew sviptur síðustu hernaðartigninni Fjórir útskrifaðir af spítala en tveir enn í lífshættu Drónaumferð við herstöð í Belgíu Allt í loft upp í Færeyjum vegna Suðureyjarganga Níu í lífshættu eftir stunguárásina Margir sagðir særðir eftir árás í Cambridge-skíri Segir hernum að undirbúa árás á Nígeríu Stúlka fannst á lífi í kassa í órafjarlægð frá heimili sínu Kona ákærð fyrir ránið í Louvre Demókratar vilja yfirheyra Andrew Enn staðráðin í að lenda geimförum á tunglinu með Starship Gera sex hundruð gervihnetti fyrir „Gullhvelfinguna“ Sagður hafa skipað hernum að gera árásir í Venesúela Sjá meira
Rúmlega fimmtíu manns voru flutt á sjúkrahús eftir atvikið í gær en ellefu eru þar enn. Enginn er þó í lífshættu, samkvæmt lögreglu. Ekki er litið á atvikið sem hryðjuverk. Maðurinn, sem er 53 ára gamall og frá West Derby í Liverpool, er í haldi lögreglu og hefur hann verið yfirheyrður í dag, samkvæmt frétt Sky News. Meðal annars er verið að reyna að finna svör við því af hverju hann ók inn á lokað svæði og á allt fólkið. Eins og áður segir er talið að hann hafi verið undir áhrifum fíkniefna þegar hann ók inn á lokað svæði þar sem stuðningsmenn fótboltafélags Liverpool voru að fagna titli liðsins. Maðurinn er talinn hafa ekið á eftir sjúkrabíl sem sendur var á vettvang vegna hjartaáfalls og þannig hafi hann komist fram hjá vegatálmum kringum hátíðarsvæðið. Maðurinn hefur ekki verið ákærður en lögreglan hefur til hádegis á morgun að ákæra hann eða sleppa honum úr haldi. "We have arrested a 53-year-old man on suspicion of attempted murder."Police say the man was held after a car hit crowds at Liverpool’s title parade. He remains in custody on suspicion of attempted murder and drug driving.https://t.co/Y445YQ2pGQ📺 Sky 501 and YouTube pic.twitter.com/LNzEkzNQkn— Sky News (@SkyNews) May 27, 2025 Myndefni af atvikinu fór fljótt í dreifingu á samfélagsmiðlum og samhliða því hóst mikil umræða um ökumann bílsins, hver hann væri og hvað honum hefði gengið til. Mörg ósannindi hafa verið í dreifingu. Þess vegna drifu forsvarsmenn lögreglunnar út upplýsingar um að maðurinn væri 53 ára gamall, hann væri hvítur og hann væri frá Liverpool. Þá var fljótt haldinn blaðamannafundur þar sem lögreglan sagði að ekki væri um hryðjuverk að ræða.
Bretland England Erlend sakamál Tengdar fréttir Forstjóri Liverpool þakkar stuðningsmönnum sem hjálpuðu hver öðrum Forstjóri Liverpool, Billy Hogan, ávarpaði stuðningsmenn félagsins í morgun, eftir að bíl var ekið inn í skrúðgöngu í borginni í gærkvöldi. 27. maí 2025 12:45 Niðurbrotinn Klopp í sjokki Jurgen Klopp, fyrrverandi þjálfari enska úrvalsdeildarfélagsins Liverpool, segist í færslu á samfélagsmiðlum núna í morgun vera í sjokki og niðurbrotinn vegna atburðarins í Liverpoolborg í gær þar sem að maður ók bíl sínum á hóp fólks sem var að fagna Englandmeistaratitli Liverpool. 27. maí 2025 11:21 Fjögur börn í hópi þeirra mest slösuðu Fjögur börn voru í hópi þeirra sem slösuðust þegar bíl var ekið á hóp fólks í Liverpool í kvöld. Málið er ekki rannsakað sem hryðjuverk. Einn hefur verið handtekinn og lögregla telur hann hafa verið einan að verki. 26. maí 2025 22:07 „Bara sjokk hvað maður var nálægt þessu“ Íslendingur sem var viðstaddur skrúðgöngu til heiðurs knattspyrnuliðinu Liverpool, þar sem bíl var ekið inn í þvögu fólks, segist í áfalli vegna atburðarins. Hún og foreldrar hennar voru steinsnar frá götunni þar sem bílnum var ekið í mannhafið. 26. maí 2025 19:46 Mest lesið Harpa Elín Haraldsdóttir er látin Innlent „Menn eiga ekki að vera að hnýsast í gögn sem þeim koma ekki við“ Innlent Lögreglan innsiglaði Flóka Innlent Stefnt að leiðtogaprófkjöri eftir áramót og kunnugleg nöfn mögulega í pottinum Innlent „Lífsgæðin mín hafa verið tekin aftur í burtu frá mér“ Innlent Snúin staða Sönnu og sameiginlegt framboð virðist ekki í kortunum Innlent „Upp er runninn Kristrúnar Frostaveturinn mikli“ Innlent Ítrekar hótanir sínar og hvetur íbúa til að kjósa Cuomo Erlent Ölvaður en ekki barnaníðingur Innlent Grunaðir um hundruð milljóna króna þjófnað en ganga lausir Innlent Fleiri fréttir Dick Cheney, einn arkítekta Íraksstríðsins, er látinn Með meðvitund fastur í rústunum en lést á leið á sjúkrahús Hyggjast banna klám sem sýnir kyrkingar Ítrekar hótanir sínar og hvetur íbúa til að kjósa Cuomo Ætlar ekki að láta „óða“ Demókrata kúga sig Ódæðin í Súdan mögulega glæpir gegn mannkyninu Handtekin fyrir að leka myndbandi af misþyrmingu á fanga Myndar stjórn með fjarhægriflokkum Miðaldaturn í Róm hrundi að hluta Áfengisneysla „Evrópumeistara í unglingadrykkju“ dregst saman Bandarískir erindrekar hótuðu evrópskum kollegum sínum Konur í Afganistan óttist raunverulega að heimurinn gleymi þeim Mamdani mælist með gott forskot degi fyrir kosningar Að minnsta kosti 20 látnir eftir stóran skjálfta í Afganistan Segir Bandaríkin ekki geta ráðist inn Konur í Afganistan óttist raunverulega að heimurinn gleymi þeim Annar hinna handteknu látinn laus: „Drepið mig, drepið mig, drepið mig“ Andrew sviptur síðustu hernaðartigninni Fjórir útskrifaðir af spítala en tveir enn í lífshættu Drónaumferð við herstöð í Belgíu Allt í loft upp í Færeyjum vegna Suðureyjarganga Níu í lífshættu eftir stunguárásina Margir sagðir særðir eftir árás í Cambridge-skíri Segir hernum að undirbúa árás á Nígeríu Stúlka fannst á lífi í kassa í órafjarlægð frá heimili sínu Kona ákærð fyrir ránið í Louvre Demókratar vilja yfirheyra Andrew Enn staðráðin í að lenda geimförum á tunglinu með Starship Gera sex hundruð gervihnetti fyrir „Gullhvelfinguna“ Sagður hafa skipað hernum að gera árásir í Venesúela Sjá meira
Forstjóri Liverpool þakkar stuðningsmönnum sem hjálpuðu hver öðrum Forstjóri Liverpool, Billy Hogan, ávarpaði stuðningsmenn félagsins í morgun, eftir að bíl var ekið inn í skrúðgöngu í borginni í gærkvöldi. 27. maí 2025 12:45
Niðurbrotinn Klopp í sjokki Jurgen Klopp, fyrrverandi þjálfari enska úrvalsdeildarfélagsins Liverpool, segist í færslu á samfélagsmiðlum núna í morgun vera í sjokki og niðurbrotinn vegna atburðarins í Liverpoolborg í gær þar sem að maður ók bíl sínum á hóp fólks sem var að fagna Englandmeistaratitli Liverpool. 27. maí 2025 11:21
Fjögur börn í hópi þeirra mest slösuðu Fjögur börn voru í hópi þeirra sem slösuðust þegar bíl var ekið á hóp fólks í Liverpool í kvöld. Málið er ekki rannsakað sem hryðjuverk. Einn hefur verið handtekinn og lögregla telur hann hafa verið einan að verki. 26. maí 2025 22:07
„Bara sjokk hvað maður var nálægt þessu“ Íslendingur sem var viðstaddur skrúðgöngu til heiðurs knattspyrnuliðinu Liverpool, þar sem bíl var ekið inn í þvögu fólks, segist í áfalli vegna atburðarins. Hún og foreldrar hennar voru steinsnar frá götunni þar sem bílnum var ekið í mannhafið. 26. maí 2025 19:46