Sævar Atli orðinn leikmaður Brann Aron Guðmundsson skrifar 27. maí 2025 16:02 Sævar Atli er orðinn leikmaður Brann Mynd: BRANN Sævar Atli Magnússon er genginn í raðir norska úrvalsdeildarfélagsins Brann og mun þar spila undir stjórn Freys Alexanderssonar sem hann þekkir frá fyrri tíð hjá Lyngby í Danmörku. Brann greindi frá félagsskiptunum rétt í þessu og hefur Sævar skrifað undir fjögurra ára samning við félagið. Hann kemur á frjálsri sölu til félagsins eftir að samningur hans við Lyngby rann út eftir yfirstandandi tímabil í Danmörku. „Brann var alltaf fyrsti kostur í mínum huga eftir að ég heyrði af áhuga félagsins. Ég hef heyrt góða hluti bæði um borgina sem og félagið,“ lætur Sævar Atli hafa eftir sér í tilkynningu Brann. Hópur fjölmiðlamanna var mættur á flugvöllinn í Bergen í morgun þegar að Sævar Atli Magnússon lenti þar ásamt umboðsmanni sínum í viðræður. Samtalið milli hans og félagsins virðist hafa gengið vel því nú hefur Sævar skrifað undir samning. View this post on Instagram A post shared by Sportsklubben Brann (@sportsklubbenbrann) Hann mun þó ekki geta spilað með Brann fyrr en eftir 12.júlí þegar að félagsskiptaglugginn í Noregi opnar á nýjan leik. Sævar Atli er uppalinn hjá Leikni Reykjavík en eftir að hafa tekið skrefið út í atvinnumennskuna til Lyngby spilaði hann 126 leiki fyrir félagið, skoraði tuttugu mörk og gaf 15 stoðsendingar. Hann átti þátt í því að koma liðinu upp í dönsku úrvalsdeildina á sínum tíma, spilaði 62 leiki þar en á nýafstöðnu tímabili féll Lyngby aftur niður í næstefstu deild. Sævar Atli á að baki landsleiki fyrir öll yngri landslið Íslands. Þá hefur hann spilað fimm A-landsleiki. Brann er á sínu fyrsta tímabili undir stjórn Freys og hefur byrjað vel. Sem stendur er liðið í 2.sæti norsku úrvalsdeildarinnar með tuttugu stig eftir níu leiki, þremur stigum á eftir toppliði Viking en á leik til góða. Með liðinu spilar fyrir Íslendingurinn Eggert Aron Guðmundsson. Viðtal við Sævar Atla, nýjan leikmann Brann má sjá hér fyrir neðan: Norski boltinn Tengdar fréttir Sótt að Sævari Atla á flugvellinum í Bergen Hópur fjölmiðlamanna var mættur á flugvöllinn í Bergen í morgun þegar að knattspyrnumaðurinn Sævar Atli Magnússon lenti þar ásamt umboðsmanni sínum á leið í viðræður við norska úrvalsdeildarfélagið Brann. 27. maí 2025 09:09 Mest lesið Vonast til að komast í Kórinn: „Menn hafa aldrei séð annað eins“ Fótbolti Landsleiknum aflýst og framhaldið óljóst Fótbolti Fær þrjár milljónir á dag næstu sex árin fyrir að gera ekkert Sport Stöðufundur í Laugardal klukkan 10:30 Fótbolti Enska úrvalsdeildin í jólaköttinn Enski boltinn Elsta konan til klára Járnkarlinn Sport Markvörður Inter banaði háöldruðum manni í hjólastól Sport Segir að Slot verði að taka tvo leikmenn út úr Liverpool-liðinu Enski boltinn Landsliðskonur aðstoðuðu ökumenn í vanda Fótbolti Nýi íþróttastjóri Kjartans stal mörgæs og endaði í fangelsi í Singapúr Fótbolti Fleiri fréttir Birnir frá Akureyri í Garðabæ Klobbaði íslensku strákana og fór á flug á netmiðlum Hættir með Fram Landsliðskonur aðstoðuðu ökumenn í vanda Landsleiknum aflýst og framhaldið óljóst Segir að Slot verði að taka tvo leikmenn út úr Liverpool-liðinu Vonast til að komast í Kórinn: „Menn hafa aldrei séð annað eins“ „Alltaf gaman að fá nýjar raddir inn“ Gleðifréttir fyrir Argentínumenn: Messi vill spila á HM Stöðufundur í Laugardal klukkan 10:30 Enska úrvalsdeildin í jólaköttinn Nýi íþróttastjóri Kjartans stal mörgæs og endaði í fangelsi í Singapúr Tyrkneska sambandið segir dómara hafa veðjað á þúsundir leikja Brendan Rodgers sagði starfinu sínu lausu eftir ásakanir Segir sitt fyrrum lið í krísu Fylltu í eyðurnar: Vanmetnasti leikmaður deildarinnar? Fyrirliði Real Madríd þarf að fara í aðgerð á hné Einkaviðtal við Carrick: „Hálfgerð tískubylgja sem einkennir fótboltann í dag“ Markaóður Stefán Ingi eftirsóttur Öllu búin skildi snjóspáin raungerast „Eitthvað sem við erum óvanar eftir Þjóðadeildina“ Heimir kynntur til leiks í Árbænum Danir heiðra Michael Laudrup De Bruyne verður lengi frá Túfa rekinn frá Val Fyrrum markmannsþjálfari Liverpool látinn Juventus rak þjálfarann eftir aðeins sjö mánuði „Mikilvægt fyrir hópinn að fá þessa sigurtilfinningu“ Besta liðið aðeins í sautjánda sæti í mörkum í opnum leik „Varnarleikurinn er bara stórslys“ Sjá meira
Brann greindi frá félagsskiptunum rétt í þessu og hefur Sævar skrifað undir fjögurra ára samning við félagið. Hann kemur á frjálsri sölu til félagsins eftir að samningur hans við Lyngby rann út eftir yfirstandandi tímabil í Danmörku. „Brann var alltaf fyrsti kostur í mínum huga eftir að ég heyrði af áhuga félagsins. Ég hef heyrt góða hluti bæði um borgina sem og félagið,“ lætur Sævar Atli hafa eftir sér í tilkynningu Brann. Hópur fjölmiðlamanna var mættur á flugvöllinn í Bergen í morgun þegar að Sævar Atli Magnússon lenti þar ásamt umboðsmanni sínum í viðræður. Samtalið milli hans og félagsins virðist hafa gengið vel því nú hefur Sævar skrifað undir samning. View this post on Instagram A post shared by Sportsklubben Brann (@sportsklubbenbrann) Hann mun þó ekki geta spilað með Brann fyrr en eftir 12.júlí þegar að félagsskiptaglugginn í Noregi opnar á nýjan leik. Sævar Atli er uppalinn hjá Leikni Reykjavík en eftir að hafa tekið skrefið út í atvinnumennskuna til Lyngby spilaði hann 126 leiki fyrir félagið, skoraði tuttugu mörk og gaf 15 stoðsendingar. Hann átti þátt í því að koma liðinu upp í dönsku úrvalsdeildina á sínum tíma, spilaði 62 leiki þar en á nýafstöðnu tímabili féll Lyngby aftur niður í næstefstu deild. Sævar Atli á að baki landsleiki fyrir öll yngri landslið Íslands. Þá hefur hann spilað fimm A-landsleiki. Brann er á sínu fyrsta tímabili undir stjórn Freys og hefur byrjað vel. Sem stendur er liðið í 2.sæti norsku úrvalsdeildarinnar með tuttugu stig eftir níu leiki, þremur stigum á eftir toppliði Viking en á leik til góða. Með liðinu spilar fyrir Íslendingurinn Eggert Aron Guðmundsson. Viðtal við Sævar Atla, nýjan leikmann Brann má sjá hér fyrir neðan:
Norski boltinn Tengdar fréttir Sótt að Sævari Atla á flugvellinum í Bergen Hópur fjölmiðlamanna var mættur á flugvöllinn í Bergen í morgun þegar að knattspyrnumaðurinn Sævar Atli Magnússon lenti þar ásamt umboðsmanni sínum á leið í viðræður við norska úrvalsdeildarfélagið Brann. 27. maí 2025 09:09 Mest lesið Vonast til að komast í Kórinn: „Menn hafa aldrei séð annað eins“ Fótbolti Landsleiknum aflýst og framhaldið óljóst Fótbolti Fær þrjár milljónir á dag næstu sex árin fyrir að gera ekkert Sport Stöðufundur í Laugardal klukkan 10:30 Fótbolti Enska úrvalsdeildin í jólaköttinn Enski boltinn Elsta konan til klára Járnkarlinn Sport Markvörður Inter banaði háöldruðum manni í hjólastól Sport Segir að Slot verði að taka tvo leikmenn út úr Liverpool-liðinu Enski boltinn Landsliðskonur aðstoðuðu ökumenn í vanda Fótbolti Nýi íþróttastjóri Kjartans stal mörgæs og endaði í fangelsi í Singapúr Fótbolti Fleiri fréttir Birnir frá Akureyri í Garðabæ Klobbaði íslensku strákana og fór á flug á netmiðlum Hættir með Fram Landsliðskonur aðstoðuðu ökumenn í vanda Landsleiknum aflýst og framhaldið óljóst Segir að Slot verði að taka tvo leikmenn út úr Liverpool-liðinu Vonast til að komast í Kórinn: „Menn hafa aldrei séð annað eins“ „Alltaf gaman að fá nýjar raddir inn“ Gleðifréttir fyrir Argentínumenn: Messi vill spila á HM Stöðufundur í Laugardal klukkan 10:30 Enska úrvalsdeildin í jólaköttinn Nýi íþróttastjóri Kjartans stal mörgæs og endaði í fangelsi í Singapúr Tyrkneska sambandið segir dómara hafa veðjað á þúsundir leikja Brendan Rodgers sagði starfinu sínu lausu eftir ásakanir Segir sitt fyrrum lið í krísu Fylltu í eyðurnar: Vanmetnasti leikmaður deildarinnar? Fyrirliði Real Madríd þarf að fara í aðgerð á hné Einkaviðtal við Carrick: „Hálfgerð tískubylgja sem einkennir fótboltann í dag“ Markaóður Stefán Ingi eftirsóttur Öllu búin skildi snjóspáin raungerast „Eitthvað sem við erum óvanar eftir Þjóðadeildina“ Heimir kynntur til leiks í Árbænum Danir heiðra Michael Laudrup De Bruyne verður lengi frá Túfa rekinn frá Val Fyrrum markmannsþjálfari Liverpool látinn Juventus rak þjálfarann eftir aðeins sjö mánuði „Mikilvægt fyrir hópinn að fá þessa sigurtilfinningu“ Besta liðið aðeins í sautjánda sæti í mörkum í opnum leik „Varnarleikurinn er bara stórslys“ Sjá meira
Sótt að Sævari Atla á flugvellinum í Bergen Hópur fjölmiðlamanna var mættur á flugvöllinn í Bergen í morgun þegar að knattspyrnumaðurinn Sævar Atli Magnússon lenti þar ásamt umboðsmanni sínum á leið í viðræður við norska úrvalsdeildarfélagið Brann. 27. maí 2025 09:09