Fótbolti

„Ég er svo pirruð, ég er svo pirruð“

Smári Jökull Jónsson skrifar
Þóra Helgadóttir og Bára Rúnarsdóttir áttust við í spurningakeppni í Bestu mörkum kvenna.
Þóra Helgadóttir og Bára Rúnarsdóttir áttust við í spurningakeppni í Bestu mörkum kvenna. Vísir

Spurningakeppnin skemmtilega í Bestu mörkum kvenna var á sínum stað í síðasta þætti. Þóra Helgadóttir og Bára Kristín Rúnarsdóttir áttust við. Keppnin var hörð og var Bára meðal annars hrekkt af Þóru og Helenu Ólafsdóttur stjórnanda.

Helena Ólafsdóttir stýrði Bestu mörkum kvenna þar sem farið var yfir allt það helsta í 7. umferð Bestu deildar kvenna. Þóra Helgadóttir og Bára Rúnarsdóttir voru sérfræðingar í þættinum og mættust þær í skemmtilegri spurningakeppni þar sem þemað var íslenska landsliðið.

Keppnin hófst með látum þar sem þær Helena og Þóra hrekktu Báru á skemmtilegan hátt.

„Þetta var djók, við vorum aðeins að testa þig,“ sagði Helena við grunlausa Báru sem fannst illa að sér vegið í spurningavali.

Í keppninni þurftu þær Þóra og Bára að svara spurningum um fjölda landsleikja hjá Vöndu Sigurgeirsdóttur og Katrínu Jónsdóttur og um landsliðsferil Sveindísar Jane Jónsdóttur.

Allt innslagið og spurningakeppnina má sjá í spilaranum hér fyrir neðan.

Klippa: Spurningakeppni í Bestu mörkum kvenna



Fleiri fréttir

Sjá meira


×