Náðar raunveruleikastjörnur sem sviku tugmilljónir dala út úr bönkum Magnús Jochum Pálsson skrifar 28. maí 2025 08:31 Donald Trump hefur komið þeim Todd og Julie Chrisley til bjargar og náðað þau. Todd fékk tólf ára dóm en Julie sjö og hafa þau setið inni frá janúar 2023. Getty Donald Trump Bandaríkjaforseti ætlar að náða hjónin Todd og Julie Chrisley sem voru með raunveruleikaþættina Chrisley Knows Best og fengu áralanga fangelsisdóma fyrir tugmilljóna lánasvik og skattaundanskot. Chrisley-hjónin voru dæmd árið 2022 fyrir að leggja á ráð um að svíkja meira en 30 milljónir dala (um 3,8 milljarða íslenskra króna í dag) í lánsfé með notkun falsaðra skjala. Hjónin voru einnig fundin sek um skattsvik og að hylja tekjur sínar meðan þau lifðu óhóflegum lífsstíl. Todd Chrisley lýsti sig gjaldþrota og losnaði þannig undan því að greiða meira en tuttugu milljónir dala í lán. Todd hlaut tólf ára dóm og Julie sjö ár en auk þess var þeim gert að endurgreiða um 17,8 milljónir dala. Greindi börnunum frá náðuninni Margo Martin, aðstoðarmaður Trump, birti myndband af forsetanum á X (áður Twitter) þar sem hann hringdi í börn hjónanna til að greina þeim frá náðuninni. „Trump veit best!“ skrifaði Martin í færslunni. „Foreldrar þínir verða frjáls og hrein og ég vona að við getum gert það fyrir morgundaginn,“ sagði Trump í símtalinu við Savönnuh Chrisley. „Þau hafa fengið frekar harkalega meðhöndlun miðað við það sem ég heyri,“ sagði forsetinn stuttu seinna í samtalinu. BREAKING!President Trump calls @_ItsSavannah_ to inform her that he will be granting full pardons to her parents, Todd and Julie Chrisley! Trump Knows Best! pic.twitter.com/j5WPMOOQ7L— Margo Martin (@MargoMartin47) May 27, 2025 Svo virðist sem Trump ætli að náða hjónin í dag en ekki er ljóst hvenær heildarlisti yfir náðanir Trump síðustu daga verður gerður opinber. Trump hefur náðað fólk í gríð og erg undanfarna mánuði, í fyrradag lýsti hann því yfir að hann hygðist náða Scott Jenkins, fógeta sem var dæmdur í tíu ára fangelsi fyrir mútuþægni og annarskonar spillingu. Í janúar náðaði forsetinn Ross Ulbricht, stofnanda vefsins Silk Road, þar sem ólöglegur varningur eins og fíkniefni og vopn gengu kaupum og sölum um langt skeið. Í sama mánuði náðaði hann alla þá sem tóku þátt í árásinni á þinghús Bandaríkjanna í janúar 2021. Bandaríkin Donald Trump Mest lesið „Ef við værum nasistar þá værum við ekki að skipta um kross“ Innlent Engin byssa reyndist vera í bílnum Innlent Dásamar ÁTVR og skýtur á lögreglustjóra Innlent „Sannarlega ekki eitthvað sem ég ætlaði að taka þátt í“ Innlent Ókyrrð að aukast en lítil hætta á ferðum Innlent Kínverskt skip stórskemmt eftir árekstur við tundurspilli Erlent Neitar að birta dómsskjöl og gagnrýnir Trump-liða fyrir blekkingarleik Erlent Boðar aðgerðir í þágu öryggis og fegrunar Washington D.C. Erlent Fer í þrjú útköll á dag: Sprenging í útköllum vegna veggjalúsar Innlent „Alvarlegar afleiðingar“ verði greiðsluþátttöku hætt Innlent Fleiri fréttir Ákvörðun Trump valdabrölt: „Það á eftir að verða meira svona“ Kínverskt skip stórskemmt eftir árekstur við tundurspilli Neitar að birta dómsskjöl og gagnrýnir Trump-liða fyrir blekkingarleik Fordæmir dráp á blaðamönnum og vill sjá valkyrjur stíga harðar fram Sagður slaka á kröfum og útiloka ekki landsvæðaskipti Buðu ferðamönnum upp á „stjarnferðalag“ með heimablönduðu froskaeitri Sigar þjóðvarðliðum á götur Washington og setur lögregluna á sitt vald Ákæra stjórnendur flutningaskips vegna skemmda á sæstreng Sagður hafa unnið fyrir fjölmiðlateymi Hamas áður en stríðið hófst Fordæma „markviss“ dráp Ísraela á blaðamönnum á Gasa Boðar aðgerðir í þágu öryggis og fegrunar Washington D.C. Heimila sölu gervigreindar örflaga til Kína gegn hluta af ágóðanum Eyðilegging eftir skjálfta í Tyrklandi Ástralir hyggjast viðurkenna sjálfstæða Palestínu Drápu tvo blaðamenn og tvo tökumenn vísvitandi Sæti Artúrs logar Fundur Selenskí, Pútíns og Trump á næsta leiti Stór skjálfti reið yfir í Tyrklandi Furðar sig á viðvaningshætti í Washington og segir fundinn óþarfan Fjórir karlmenn stálu Labubu í tugatali Sjaldan fleiri mótmælt ríkisstjórninni Íhugar að bjóða Selenskí eftir allt saman Úkraína og Evrópa óttast meðvirkni Trump Bjartsýn á að Trump nái árangri með Pútín Eiganda Trump Burger verður sparkað úr landi Mexíkó hafnar aftur hermönnum Trumps „Úkraínumenn þurfa örugglega að gefa eftir land“ Skotárás á Times Square Nyrsta olíuvinnslusvæði Noregs formlega opnað Eldur kviknaði í sögufrægri dómkirkju Sjá meira
Chrisley-hjónin voru dæmd árið 2022 fyrir að leggja á ráð um að svíkja meira en 30 milljónir dala (um 3,8 milljarða íslenskra króna í dag) í lánsfé með notkun falsaðra skjala. Hjónin voru einnig fundin sek um skattsvik og að hylja tekjur sínar meðan þau lifðu óhóflegum lífsstíl. Todd Chrisley lýsti sig gjaldþrota og losnaði þannig undan því að greiða meira en tuttugu milljónir dala í lán. Todd hlaut tólf ára dóm og Julie sjö ár en auk þess var þeim gert að endurgreiða um 17,8 milljónir dala. Greindi börnunum frá náðuninni Margo Martin, aðstoðarmaður Trump, birti myndband af forsetanum á X (áður Twitter) þar sem hann hringdi í börn hjónanna til að greina þeim frá náðuninni. „Trump veit best!“ skrifaði Martin í færslunni. „Foreldrar þínir verða frjáls og hrein og ég vona að við getum gert það fyrir morgundaginn,“ sagði Trump í símtalinu við Savönnuh Chrisley. „Þau hafa fengið frekar harkalega meðhöndlun miðað við það sem ég heyri,“ sagði forsetinn stuttu seinna í samtalinu. BREAKING!President Trump calls @_ItsSavannah_ to inform her that he will be granting full pardons to her parents, Todd and Julie Chrisley! Trump Knows Best! pic.twitter.com/j5WPMOOQ7L— Margo Martin (@MargoMartin47) May 27, 2025 Svo virðist sem Trump ætli að náða hjónin í dag en ekki er ljóst hvenær heildarlisti yfir náðanir Trump síðustu daga verður gerður opinber. Trump hefur náðað fólk í gríð og erg undanfarna mánuði, í fyrradag lýsti hann því yfir að hann hygðist náða Scott Jenkins, fógeta sem var dæmdur í tíu ára fangelsi fyrir mútuþægni og annarskonar spillingu. Í janúar náðaði forsetinn Ross Ulbricht, stofnanda vefsins Silk Road, þar sem ólöglegur varningur eins og fíkniefni og vopn gengu kaupum og sölum um langt skeið. Í sama mánuði náðaði hann alla þá sem tóku þátt í árásinni á þinghús Bandaríkjanna í janúar 2021.
Bandaríkin Donald Trump Mest lesið „Ef við værum nasistar þá værum við ekki að skipta um kross“ Innlent Engin byssa reyndist vera í bílnum Innlent Dásamar ÁTVR og skýtur á lögreglustjóra Innlent „Sannarlega ekki eitthvað sem ég ætlaði að taka þátt í“ Innlent Ókyrrð að aukast en lítil hætta á ferðum Innlent Kínverskt skip stórskemmt eftir árekstur við tundurspilli Erlent Neitar að birta dómsskjöl og gagnrýnir Trump-liða fyrir blekkingarleik Erlent Boðar aðgerðir í þágu öryggis og fegrunar Washington D.C. Erlent Fer í þrjú útköll á dag: Sprenging í útköllum vegna veggjalúsar Innlent „Alvarlegar afleiðingar“ verði greiðsluþátttöku hætt Innlent Fleiri fréttir Ákvörðun Trump valdabrölt: „Það á eftir að verða meira svona“ Kínverskt skip stórskemmt eftir árekstur við tundurspilli Neitar að birta dómsskjöl og gagnrýnir Trump-liða fyrir blekkingarleik Fordæmir dráp á blaðamönnum og vill sjá valkyrjur stíga harðar fram Sagður slaka á kröfum og útiloka ekki landsvæðaskipti Buðu ferðamönnum upp á „stjarnferðalag“ með heimablönduðu froskaeitri Sigar þjóðvarðliðum á götur Washington og setur lögregluna á sitt vald Ákæra stjórnendur flutningaskips vegna skemmda á sæstreng Sagður hafa unnið fyrir fjölmiðlateymi Hamas áður en stríðið hófst Fordæma „markviss“ dráp Ísraela á blaðamönnum á Gasa Boðar aðgerðir í þágu öryggis og fegrunar Washington D.C. Heimila sölu gervigreindar örflaga til Kína gegn hluta af ágóðanum Eyðilegging eftir skjálfta í Tyrklandi Ástralir hyggjast viðurkenna sjálfstæða Palestínu Drápu tvo blaðamenn og tvo tökumenn vísvitandi Sæti Artúrs logar Fundur Selenskí, Pútíns og Trump á næsta leiti Stór skjálfti reið yfir í Tyrklandi Furðar sig á viðvaningshætti í Washington og segir fundinn óþarfan Fjórir karlmenn stálu Labubu í tugatali Sjaldan fleiri mótmælt ríkisstjórninni Íhugar að bjóða Selenskí eftir allt saman Úkraína og Evrópa óttast meðvirkni Trump Bjartsýn á að Trump nái árangri með Pútín Eiganda Trump Burger verður sparkað úr landi Mexíkó hafnar aftur hermönnum Trumps „Úkraínumenn þurfa örugglega að gefa eftir land“ Skotárás á Times Square Nyrsta olíuvinnslusvæði Noregs formlega opnað Eldur kviknaði í sögufrægri dómkirkju Sjá meira