Kvika vinsælasta stelpan á ballinu Magnús Jochum Pálsson skrifar 28. maí 2025 09:25 Jón Guðni Ómarsson, bankastjóri Íslandsbanka og Ármann Þorvaldsson, bankastjóri Kviku. Vísir/Anton Brink/Kvika Stjórn Íslandsbanka hefur óskað eftir því við stjórn Kviku banka að hafnar verði samrunaviðræður milli félaganna tveggja. Stjórn Arion banka óskaði eftir því í gær við stjórn Kviku að hafnar yrðu samrunaviðræður milli Arion og Kviku. Samrunabeiðni stjórnar Íslandsbanka kemur fram í tilkynningu bankans til Kauphallar, en þar segir að stjórnarformanni og bankastjóra Kviku hafi verið sent bréf þess efnis. „Íslandsbanki telur að sameining skapi fjölmörg tækifæri fyrir sameinað banka, hluthafa hans, viðskiptavini og fjármálakerfið í heild. Aukin verðmætasköpun getur meðal annars náðst með aukinni stærðarhagkvæmni sem geti skilað sér til neytenda, fjölbreyttari starfsemi sameinaðs banka, lægri fjármögnunarkostnaði á alþjóðlegum fjármálamörkuðum og umtalsverðum samlegðaráhrifum á tekjur,“ segir í tilkynningunni. Íslandsbanki gerir jafnframt ráð fyrir að aukið markaðsvirði sameinaðs banka muni laða að fjölbreyttari hóp hluthafa, bæði innanlands og utan, sem verði til hagsbóta fyrir núverandi hluthafa og fjármálamarkaðinn í heild. Bjóða tíu prósent ofan á markaðsvirði Íslandsbanki telur að viðræður um sameiningu eigi að byggja á markaðsvirði beggja félaga og segir í tilkynningunni að bankinn sé reiðubúinn að bjóða tíu prósent ofan á markaðsvirði Kviku við útreikning á skiptihlutföllum. „Enn fremur er bankinn tilbúinn til að ræða fyrirkomulag sem gefi hluthöfum Kviku kost á að fá greitt með hlutabréfum og reiðufé,“ segir í tilkynningunni. Samþykki Kvika þessa tillögu er gert ráð fyrir að forsvarsmenn félaganna hittist til að ræða næstu skref, sem yrðu háð nauðsynlegum leyfum eftirlitsaðila. Félögin eru bæði eftirlitsskyld, skráð á hlutabréfamarkaði og lúta upplýsingaskyldu og því gerir Íslandsbanki ráð fyrir að þörf á áreiðanleikakönnun verði takmörkuð. Íslandsbanki telur að sameining bankanna geti skapað veruleg verðmæti fyrir bæði félög, viðskiptavini og aðra hagsmunaaðila. Stjórn bankans óskar eftir svari við bréfinu innan tveggja vikna en segist reiðubúinn til að lengja þann frest, ef Kvika óskar þess. Eins og fram kom að ofan óskaði Arion banki eftir samrunaviðræðum við Kviku í gær. Áhugavert verður því að fylgjast með hvernig næstu vikur þróast. Í lok febrúar afþakkað stjórn Íslandsbanka boð um samrunaviðræður við Arion banka þó stjórnin tæki undir sjónarmið um mögulega hagræðingu sem hefði hlotist af samrunanum. Íslandsbanki Kvika banki Fjármálafyrirtæki Kaup og sala fyrirtækja Mest lesið Ekkert tillit tekið til aðstæðna og ljóst að vöruúrval minnki Viðskipti innlent Brutu lög við söluna á Íslandsbanka og greiða yfir 60 milljónir í sektir Viðskipti innlent Vilja að Musk fái allt að 122 billjónir á næsta áratug Viðskipti erlent Pakkarnir séu langt frá því að vera sambærilegir Viðskipti innlent Segir búið að „dauðadæma Vefjuna“ vegna ummæla Reynis Viðskipti innlent Síminn má dreifa efni Sýnar Viðskipti innlent Hryllingssögur og dæmi: „Slúbbertar halda heilu stofnunum í gíslingu“ Atvinnulíf Húrra opnar þriðju verslunina á höfuðborgarsvæðinu Viðskipti innlent Segir félaginu skylt að skipta sér af „sorgarvegferð“ Play Viðskipti innlent Ellefu prósent þjóðarinnar eiga ísvél Neytendur Fleiri fréttir Ekkert tillit tekið til aðstæðna og ljóst að vöruúrval minnki Brutu lög við söluna á Íslandsbanka og greiða yfir 60 milljónir í sektir Pakkarnir séu langt frá því að vera sambærilegir Síminn má dreifa efni Sýnar Húrra opnar þriðju verslunina á höfuðborgarsvæðinu Segir félaginu skylt að skipta sér af „sorgarvegferð“ Play Seldu samheitalyf við hvítblæði og HIV fyrir hundruð milljóna Ráðin nýr fagstjóri hjá Íslandsstofu Greiddu eina krónu fyrir Mannlíf Aukið samstarf opni á fleiri tengimöguleika til vesturstrandar Bandaríkjanna Bein útsending: Sjálfbærnidagur Landsbankans Tekur við starfi forstjóra Samkaupa Hætta með spilakassa á Ölveri Bein útsending: Ársfundur Grænvangs - Samstarf til framtíðar Flytja Emmessís í Grafarvog 78 sagt upp í þremur hópuppsögnum Tveir nýir framkvæmdastjórar hjá Póstinum Segir „vanstilltan“ starfsmann Icelandair kominn úr skotgröfunum Ráðinn nýr fjárfestingastjóri Ísafold Capital Partners Þrjár ráðnar til Krafts Bein útsending: Morgunfundur Svansins: Harðar kröfur – Auðvelt val Opnuðu 64 ný hjúkrunarrými á Hrafnistu í Kópavogi Kaupa bræðurna út: „Við vorum sammála um að vinna ekki lengur saman“ Flestir ánægðir með söluna á Íslandsbanka Samið um norðlenska forgangsorku „Þetta eru ekki alveg óvæntar fréttir“ Formaður FÍA hafi beina hagsmuni af því að ráðast gegn Play Selja hlut sinn í Skógarböðunum Spáir endalokum Play á Íslandi: „Fjárfestar voru lokkaðir að stofnun þessa félags“ Jón Gunnarsson til Samorku Sjá meira
Samrunabeiðni stjórnar Íslandsbanka kemur fram í tilkynningu bankans til Kauphallar, en þar segir að stjórnarformanni og bankastjóra Kviku hafi verið sent bréf þess efnis. „Íslandsbanki telur að sameining skapi fjölmörg tækifæri fyrir sameinað banka, hluthafa hans, viðskiptavini og fjármálakerfið í heild. Aukin verðmætasköpun getur meðal annars náðst með aukinni stærðarhagkvæmni sem geti skilað sér til neytenda, fjölbreyttari starfsemi sameinaðs banka, lægri fjármögnunarkostnaði á alþjóðlegum fjármálamörkuðum og umtalsverðum samlegðaráhrifum á tekjur,“ segir í tilkynningunni. Íslandsbanki gerir jafnframt ráð fyrir að aukið markaðsvirði sameinaðs banka muni laða að fjölbreyttari hóp hluthafa, bæði innanlands og utan, sem verði til hagsbóta fyrir núverandi hluthafa og fjármálamarkaðinn í heild. Bjóða tíu prósent ofan á markaðsvirði Íslandsbanki telur að viðræður um sameiningu eigi að byggja á markaðsvirði beggja félaga og segir í tilkynningunni að bankinn sé reiðubúinn að bjóða tíu prósent ofan á markaðsvirði Kviku við útreikning á skiptihlutföllum. „Enn fremur er bankinn tilbúinn til að ræða fyrirkomulag sem gefi hluthöfum Kviku kost á að fá greitt með hlutabréfum og reiðufé,“ segir í tilkynningunni. Samþykki Kvika þessa tillögu er gert ráð fyrir að forsvarsmenn félaganna hittist til að ræða næstu skref, sem yrðu háð nauðsynlegum leyfum eftirlitsaðila. Félögin eru bæði eftirlitsskyld, skráð á hlutabréfamarkaði og lúta upplýsingaskyldu og því gerir Íslandsbanki ráð fyrir að þörf á áreiðanleikakönnun verði takmörkuð. Íslandsbanki telur að sameining bankanna geti skapað veruleg verðmæti fyrir bæði félög, viðskiptavini og aðra hagsmunaaðila. Stjórn bankans óskar eftir svari við bréfinu innan tveggja vikna en segist reiðubúinn til að lengja þann frest, ef Kvika óskar þess. Eins og fram kom að ofan óskaði Arion banki eftir samrunaviðræðum við Kviku í gær. Áhugavert verður því að fylgjast með hvernig næstu vikur þróast. Í lok febrúar afþakkað stjórn Íslandsbanka boð um samrunaviðræður við Arion banka þó stjórnin tæki undir sjónarmið um mögulega hagræðingu sem hefði hlotist af samrunanum.
Íslandsbanki Kvika banki Fjármálafyrirtæki Kaup og sala fyrirtækja Mest lesið Ekkert tillit tekið til aðstæðna og ljóst að vöruúrval minnki Viðskipti innlent Brutu lög við söluna á Íslandsbanka og greiða yfir 60 milljónir í sektir Viðskipti innlent Vilja að Musk fái allt að 122 billjónir á næsta áratug Viðskipti erlent Pakkarnir séu langt frá því að vera sambærilegir Viðskipti innlent Segir búið að „dauðadæma Vefjuna“ vegna ummæla Reynis Viðskipti innlent Síminn má dreifa efni Sýnar Viðskipti innlent Hryllingssögur og dæmi: „Slúbbertar halda heilu stofnunum í gíslingu“ Atvinnulíf Húrra opnar þriðju verslunina á höfuðborgarsvæðinu Viðskipti innlent Segir félaginu skylt að skipta sér af „sorgarvegferð“ Play Viðskipti innlent Ellefu prósent þjóðarinnar eiga ísvél Neytendur Fleiri fréttir Ekkert tillit tekið til aðstæðna og ljóst að vöruúrval minnki Brutu lög við söluna á Íslandsbanka og greiða yfir 60 milljónir í sektir Pakkarnir séu langt frá því að vera sambærilegir Síminn má dreifa efni Sýnar Húrra opnar þriðju verslunina á höfuðborgarsvæðinu Segir félaginu skylt að skipta sér af „sorgarvegferð“ Play Seldu samheitalyf við hvítblæði og HIV fyrir hundruð milljóna Ráðin nýr fagstjóri hjá Íslandsstofu Greiddu eina krónu fyrir Mannlíf Aukið samstarf opni á fleiri tengimöguleika til vesturstrandar Bandaríkjanna Bein útsending: Sjálfbærnidagur Landsbankans Tekur við starfi forstjóra Samkaupa Hætta með spilakassa á Ölveri Bein útsending: Ársfundur Grænvangs - Samstarf til framtíðar Flytja Emmessís í Grafarvog 78 sagt upp í þremur hópuppsögnum Tveir nýir framkvæmdastjórar hjá Póstinum Segir „vanstilltan“ starfsmann Icelandair kominn úr skotgröfunum Ráðinn nýr fjárfestingastjóri Ísafold Capital Partners Þrjár ráðnar til Krafts Bein útsending: Morgunfundur Svansins: Harðar kröfur – Auðvelt val Opnuðu 64 ný hjúkrunarrými á Hrafnistu í Kópavogi Kaupa bræðurna út: „Við vorum sammála um að vinna ekki lengur saman“ Flestir ánægðir með söluna á Íslandsbanka Samið um norðlenska forgangsorku „Þetta eru ekki alveg óvæntar fréttir“ Formaður FÍA hafi beina hagsmuni af því að ráðast gegn Play Selja hlut sinn í Skógarböðunum Spáir endalokum Play á Íslandi: „Fjárfestar voru lokkaðir að stofnun þessa félags“ Jón Gunnarsson til Samorku Sjá meira